Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 Stjórnarfundur Sambandsins um Hafskipsmál: Æðstu ráðamenn Sambandsíns urðu að lúta í lægra haldi MEIRIHLUTI stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga, 5 stjórn- armenn, gekk gegn vilja formanns og varaformanns Sambandsstjórn- ar sl. laugardag, þegar atkvsóa- greiðsla fór fram á stjórnarfundi um hvort stofna stti sérstakt félag um rekstur Skipadeildar Sam- bandsins, þar sem Sambandið og samvinnufyrirtækin ættu meiri- hluta, en leitað yrði eftir samvinnu við aðra aðila utan samvinnuhreyf- ingarinnar. Valur Arnþórsson, stjórnarformaður, Ólafur Sverris- son, varaformaður Sambands- stjórnar, Hörður Zóphaníasson og Valgerður Sverrisdóttir greiddu atkvæði með tillögunni, en kaup- félagsstjórarnir fjórir, Jónas Jóns- son frá Melum, Gunnar Sveinsson, Þorsteinn Sveinsson, Ingólfur Ól- afsson og alþingismaðurinn Þórar- inn Sigurjónsson voru tillögunni andvígir. Það sem þykir hvað merkileg- ast við þessa atkvæðagreiðslu og niðurstöður hennar, er sú stað- reynd að forstjóri Sambandsins, Erlendur Einarsson, aðstoðar- forstjóri Sambandsins, Axel Gíslason, framkvæmdastióri Skipadeildar Sambandsins, Om- ar Jóhannsson og framkvæmda- stjóri þróunar- og nýsköpunar- deildar Sambandsins, Þorsteinn ólafsson, voru allir tillögunni hlynntir, enda fjórir þeir síðast- töldu þeir fulltrúar Sambandsins sem staðið höfðu í viðræðum við Hafskip og samið tillöguna sem felld var, í framhaldi þeirra við- ræðna. Það voru því 4 kaupfé- lagsstjórar Sambandsins og einn þingmaður sem höfðu með at- kvæðum sínum, vilja stjórnar- formanns, varaformanns stjórn- ar og allra æðstu starfsmanna Sambandsins að engu. Viðmæl- endur blaðamanns Morgunblaðs- ins töldu í gær að þessi niður- staða gæti átt eftir að hafa alvar- legar afleiðingar í för með sér, við stjórnun Sambandsins. „Það er ljóst að þetta mál bar mjög brátt að og það gafst ekki svigrúm til þess að kynna það sem skyldi," sagði Valur Arn- þórsson. Hann sagði að það hefði legið í augum uppi að menn vildu ekki blandast með einum eða öðrum hætti, hugsanleg gjald- Írotavandræði Hafskips hf. eða slenzka skipafélagsins. Hann sagði þá afstöðu hafa verið á misskilningi byggða, því það hefði aldrei staðið til að SÍS blandaðist á nokkurn hátt gjald- þrotamáli. Höfuðástæður þessarar af- stöðu meirihluta stjórnarinnar eru taldar vera þær að kaup- félagsstjórar lýstu sig mjög ein- dregið andviga samstarfi við Hafskip á fundi sínum sl. föstu- dag og laugardag og töldu slíkt samstarf ekki verjandi fyrir samvinnumönnum. Valur Arn- þórsson sagðist ekki vilja trúa því að andstaða kaupfélagsstjór- anna hefði ráðið afstöðu meiri- hluta stjórnarinnar, því að stjórnarmenn í Sambandinu hefðu þann rétt og þá skyldu að afgreiða mál eftir eigin skoðun- um, mati og sannfæringu. Hann sagðist því ekki vilja ætla að aðilar utan Sambandsstjórnar, sem ekki bæru stjórnarfarslega ábyrgð, hefðu ráðið þessari ákvörðun. Fullvíst má hins vegar telja að þessar voru ástæður þeirra sem voru samstarfinu andvígir. Þeir sem voru því hlynntir að tillagan væri samþykkt eru mjög ósáttir við þessa niðurstöðu, og benda á að þarna hafi verið möguleiki fyrir Sambandið að komast á einhvern hátt út fyrir þann múr sem sagður er vera kringum samvinnuhreyfinguna. Hér hafi tækifærið verið til þess að auka og styrkja ákveðinn hluta starfsemi Sambandsins, og að ná auknum viðskiptum með því að starfa með aðilum utan samvinnuhreyfingarinnar og verða þar af leiðandi samkeppn- isfær í flutningunum, en einang- runarstefnan hafi verið valin. Þeir sem voru tillögunni um stofnun nýs félags utan um Skipadeildina andvígir, segja hins vegar að engin efnisleg rök hafi verið færð fyrir ágæti sam- starfsins við Hafskip. Ekkert hafi legið á borðinu varðandi það hversu mikil hlutdeild í viðskipt- um Hafskips yrði tryggð í nýju félagi, auk þess sem engar tölur hafi verið lagðar á borðið, hvað skuldasúpu Hafskips varðaði, né hugmyndir um það á hvern hátt Sambandið kæmi inn í það dæmi. Segja þeir jafnframt að félagsleg og siðferðileg sjónarmið hafi ráð- ið andstöðu sinni. Benda þeir á að það væri vart verjandi að ganga til samninga við þá aðila sem standa Hafskip næst, í ljósi þeirra árása sem samvinnu- Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri Sambandsins, Erlendur Einarsson, for- stjóri Sambandsins og Þorsteinn Ólafsson, frarakvæmdastjóri Nýskopun- ar- og þróunardeildar Sambandsins voru allir fylgjandi því að stofnað yrði nýtt félag um Skipadeild Sambandsins, í samvinnu við aðila utan samvinnuhreyfingarinnar. Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sam- bandsins, varð undir í atkvæðagreiðslunni um Hafskip. Þorsteinn Sveinsson, kaupfélagsstjóri er sagður hafa verið í forsvari fimmmenn- inganna í Sambands- stjórnar, sem felldu tillöguna um nýtt fé- lag. hreyfingin hafi orðið fyrir á liðn- um árum, einmitt frá þeim mönnum. Ekki eru allir í hópi þeirra sem voru mótfallnir tillögunni all- sendis ánægðir með niðurstöð- una. Einn viðmælandi blaða- manns sagði t.d. að hann teldi það mjög alvarlegan hlut, þegar meirihluti stjórnar Sambandsins gengi í berhögg við vilja stjórn- arformanns, varaformanns og helstu ráðamanna Sambandsins. Það væri í raun mjög alvarlegur hlutur, en yrði fyrst og fremst að skoðast sem innanhússvanda- mál Sambandsins. ómar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Skipadeildar Sambandsins, var einn þeirra sem vann að undirbúningi máls- ins, og var hann meðal þeirra manna sem gerðu tillögu um stofnun nýs félags. Hann sagði í gær: „Ég tel að ein af aðalástæð- unum fyrir þessari niðurstöðu hafi einfaldlega verið sú að menn töldu of skamman tima til skoð- unar, enda var jafnframt sam- þykkt að skoða nánar hvort hugsanlegt hagræði gæti verið af því að skiparekstur Sam- bandsins yrði færður í annað form utan Sambandsins. Eins og málin lágu fyrir, þegar um þetta var fjallað á fundinum, þá tel ég að þetta hefði getað orðið mjög jákvætt skref hvað varðar flutn- ingamarkaðinn. Ég held að allir geti verið sammála um það að það er ekki hagstætt fyrir nokk- urn, að einn einstakur aðili verði svo stór að hann hafi einokunar- aðstöðu á þessum markaði." Samtök mat- jurtaframleið- enda stofnuð AÐ undanfórnu hefur staðið yfír undirbúningur að stofnun frjálsra sölusamtaka matjurtaframleiðenda í stað Grænmetisverslunar land- búnaðarins. Var formlega gengið frá stofnun samtakanna í gær, og kosin bráðabirgðastjórn. Nýja DV-húsið við Þverholt. Morgunblaaið/Árni Sœberg Séð yfir húsnæði ritstjórnar DV í nýja húsinu. Dagblaðið Vísir flytur í nýtt hús DAGBLAÐIÐ Vísir hefur nú flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði við húsinu við Þverholt sem nú hefur verið rifið. Jóhannes sagði að Þverholt í Reykjavík. Húsið er um húsnæði ritstjórnar og prent- 3.000 fm að stærð og þar verður öll starfsemi blaðsins og Frjálsrar fjölmiðlunar hf. til húsa. Aður hafði blaðið til umráða húsnæði á tveim- ur stöðum við Síðumúla auk hús- næðis við Þverholt, samtals 1.700—1.800 fm að stærð. Að sögn Jónasar Kristjánssonar ritstjóra DV hefur þetta nýja hús miklar breytingar í för með sér fyrir starfsmenn blaðsins þar sem öll starfsemi blaðsins verður nú undir sama þaki. Allar inn- réttingar og tæki eru ný og þar á meðal nýr tölvubúnaður. Jóhannes Reykdal tæknistjóri DV sagði að sumar deildir blaðs- ins hefðu áður búið við mjög þröngan húsakost, sérstaklega smáauglýsingadeild, afgreiðsla og skrifstofa sem áður voru í Húsið teiknaði Gunnar Hans- son, en verkfræðistörf voru í höndum Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar. Gert er ráð fyrir að nýtt fyrir- tæki undir nýju nafni taki til starfa um mánaðamótin. Nýja félgið heitir Samband íslenskra matjurtaframleiðenda (SÍM) og verður það með fjölbreyttari starfsemi en Grænmetisverslun- in. Félagið kaupir lausafjármuni Grænmetisverslunar landbúnað- arins en leigir eignir hennar. smiðju væri svipað að stærð og áður, en vistlegra og bjartara. Á neðstu hæð DV-hússins er aðalinngangur, smáauglýsinga- móttaka og auglýsingadeild. Á palli þar fyrir ofan er prent- smiðjan, þ.e. umbrot og skeyting, en blaðið verður áfram prentað í Prentsmiðju Morgunblaðsins í Kringlunni. Á annarri hæð er ritstjórn blaðsins og öll starf- semi tengd henni, svo sem ljós- myndadeild o.fl. Skrifstofur DV og Frjálsrar fjölmiðlunar hf. og ritstjórn Vikunnar eru á þriðju hæð. Forstjóraskrifstofur eru á fjórðu hæð og stór kaffistofa. Auglýsingadeild DV flytur í nýja húsið um næstu helgi og þá verður öll starfsemin komin þangað. Um 120 manns starfa nú hjá DV. Síldveiðum að ljúka Fyrirsjáanlegt að áætlaður heildarafli næst ekki SÍLDVEIÐUM fer nú senn að Ijúka enda aðeins óveiddar um 2.200 lestir. Frá upphafi vertíðar til síðastliðins sunnudags hafa veiðzt 45.545 lestir brúttó, en nettóvigt er um 43.270 lestir. Mismunur þessi stafar af ís, sem er í aflanum við vigtun og er dregið frá fyrstu vigtun vegna þess. Áætluð heildarveiði er um 45.500 lestir eða nálægt 5.000 lestum minna en áætlað var við úthlutun aflakvóta. Alls hafa verið frystar 12.048 lestir miðað við sama dag. í síðustu viku var mestu landað í Vestmannaeyjym, 778 lestum. Mest hefur ennfrcmur verið fryst í Vestmannaeyjum, 3.489 lestir, en mestu hefur frá upphafi vertíðar verið landað í Grindavík, 6.591 lest. Hér fer á eftlr listi yfir helztu löndunarhafnir miðað við afla síð- astliðinn sunnudag. Fyrst er heild- arafli og síðan hlutur frystingar í honum. Afli er talinn í lestum: Vopnafjörður 1.147 (0), Borgar- fjörður eystri 56 (0), Seyðisfjörður 2.315 (121), Norðfjörður 2.477 (518), Eskifjörður 4.835 (191), Reyðar- fjörður 2.552 (0), Fáskrúðsfjörður 2.925 (410), Stöðvarfjörður 1.434 (209), Breiðdalsvík 1.372 (204), Djúpivogur 3.250 (693), Hornafjörð- ur 3.818 (1.893), Vestmannaeyjar 4.764 (3.489), Þorlákshöfn 4.366 (1.584), Grindavík 6.591 (1.940), Sandgerði 655 (273), Keflavík 805 (88), Hafnarfjörður 296 (139), Akra- nes 1.124 (0) og aðrar hafnir 764 (297). Síld hefur alls verið landað á 27 höfnum. Aflinn í síðustu viku var 3.734 lestir. f nót hafa alls veiðzt 42.572 lestir brúttó og 2.9731 reknet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.