Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 Hugvit á villigötum — eftir Guðrúnu Agnarsdóttur í nóvember 1983 skipaði félags- málaráðherra starfshóp til að kanna áhrif nýrrar tækni á ís- lenska atvinnuvegi í næstu fram- tíð. Starfshópurinn skilaði áfanga- skýrslu sumarið 1984 en afhenti félagsmálaráðherra skýrslu um niðurstöður sínar 15. maí 1985. Á haustdögum var þessari skýrslu dreift, m.a. til alþingismanna, og hún varð tilefni viðtala í ríkisfjöl- miðlum. 1 þessum viðtölum komu fram hugmyndir um að nýta hern- aðarlega legu landsins og varnar- samninginn við Bandaríkin til þess að fara fram á hlutdeild íslend- inga í þeim hátækniiðnaði sem varnarliðið notar. Þúsundföld fjárlög Vaxandi fjöldi þjóða tekur nú beint eða óbeint þátt í vopnafram- leiðslu. Háþróaður tækniiðnaður gegnir lykilhlutverki í vopnakerf- um nútímans og má framleiða hluta úr vopnum eða stoðbúnaði þeirra víðs vegar um heim þótt samsetning fari siðan endanlega fram í því landi sem vopnin á. Áætlað er að á árinu 1985 verði varið 800-1000 milljörðum dollara til vígbúnaðar. Það er þúsundföld upphæð islenskra fjárlaga næsta árs. Þessi vígbúnaðaur er óþarfur vegna þess að stórveldin og banda- menn þeirra, sem eru langstærstu vopnaframleiðendurnir, hafa þeg- ar safnað vopnabirgðum langt umfram varnarþörf sína. Það virðist ekki öllum nægilega ljóst hve skaðvænlegar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar hljót- ast af vaxandi kostnaði við víg- búnaðarkapphlaupið en hernaðar- og gróðahyggja gagnsýrir pólitíska hugsun um víða veröld í allt of ríkum mæli. Hver skuldar hverjum? Það fé sem eytt er til vígbúnaðar árlega, jafngildir þjóðarfram- leiðslu allra þeirra ianda þar sem fátækari helmingur jarðarbúa býr. Árleg eyðsla heimsins til víg- búnaðar jafngildir allri skuld hinna fátækari þjóða við hinar efnaðri en vaxtagreiðslur af þess- um skuldum eru að kyrkja efna- hagslíf margra fátækra þjóða. Ef 10% af því fé, sem eytt er til víg- búnaðar árlega, yrði varið til að grynnka á þessum skuldum mundu þær hverfa á innan við 20 árum. Um tveir milljarðar manna eiga ekki kost á hreinu drykkjarvatni, en mengað drykkjarvatn veldur m.a. þarmasýkingu og niðurgangi sem er tfðasta dánarorsök ung- barna í heiminum. Er talið að margar milljónir barna látist af þessum sökum árlega. Útgjöld þau, sem til vígbúnaðar er varið í hálfan dag, mundu nægja til að greiða fyrir bólusetningar allra barna heimsins gegn algeng- um smitsjúkdómum. Sex mánaða vígbúnaðarkostnað- ur dygði til að hrinda í framkvæmd 20 ára áætlun sem sjá mundi öllum þróunarlöndum fyrir nauðsynlegri fæðu og heilsugæslu. Samt eyða hin efnaðri lönd heimsins meira en 200 sinnum meira fé til vígbúnaðar en til þró- unaraðstoðar. Sóun á hugviti En það er ekki einungis fjár- magn sem sólundað er í vígbúnað. Margir af afkastamestu vísinda- mönnum og tæknifræðingum heimsins vinna að rannsóknum, hönnun og framleiðslu vigbúnaðar fremur en að því að bæta lffsgæði og heilbrigði jarðarbúa. Það er áætlað að einn af hverjum fimm vfsindamönnum og tæknifræðing- um vinni að vígbúnaði. Þetta er ófyrirgefanleg sóun á hugviti. Á þessari öld hefur mönnum orðið það æ ljósara að þjóðir heimsins mynda eina heild. Víg- búnaðarkapphlaupið, mannrétt- indabrot og gegndarlaus peninga- hyggja, sem hvarvetna spillir friði, hamingju og framtíð mannkyns- ins. eru ógn öllu mannkyni. Á landsfundi Kvennalistans sem haldinn var í Gerðubergi 9.-10. nóvember sl. var lýst yfir eindreg- inni andstöðu við hugmyndir um að íslenskt hugvit verði nýtt til hátækniiðnaðar sem tengist víg- búnaði þannig að tslendjngar ger- ist þátttakendur í þeim gereyðing- aráformum sem vopnaframleiðslu fylgja. Vilji Alþingis Á sl. vori var samþykkt sam- hljóða á Alþingi þingsályktunar- Guðrún Agnarsdóttir „íslendingar hafa um langan aldur verið fyrst og fremst matvælafram- leiðendur og hafa aldrei borið vopn á aðrar þjóð- ir. Við værum illa stödd ef okkur þætti sæmandi að hafa viðurværi af há- tækniiðnaði sem tengist vígbúnaði.“ tillaga um stefnu íslands í af- vopnunarmálum. Þar segir m.a.: „Alþingi ályktar að brýna nauðsyn beri til að þjóðir heims, ekki síst kjarnorkuveldin, geri með sér samninga um gagnkvæma alhliða afvopnun þar sem framkvæmd verði tryggð með alþjóðlegu eftir- liti. Ennfremur telur Alþingi mikil- vægt að verulegur hluti þess gífur- lega fjármagns, sem nú rennur til herbúnaðar, verði veittur til þess að hjálpa fátækum ríkjum heims þar sem tugir milljóna manna deyja árlega úr hungri og sjúk- dómum. Alþingi fagnar hverju þvi frum- kvæði sem fram kemur og stuðlað getur að því að rjúfa vítahring vígbúnaðarkapphlaupsins. Alþingi ályktar að beina þvi til ríkisstjórnarinnar að styðja og stuðla að allsherjarbanni við til- raunum, framleiðslu og uppsetn- ingu kjarnavopna undir traustu eftirliti, svo og stöðvun á fram- leiðslu kjarnakleyfra efna í hern- aðarskyni, jafnframt því að hvetja til alþjóðlegra samninga um að árlega verði reglubundið dregið úr birgðum kjarnavopna. Þessu banni og samningum um niðurskurð kjarnorkuvopna verði framfylgt á gagnkvæman hátt þannig að máls- aðilar uni því og treysti enda verði það gert í samvinnu við alþjóðlega eftirlitsstofnun. Leita verður allra leiða til þess að draga úr spennu og tortryggni milli þjóða heims og þá einkum stórveldanna. Telur Álþingi að íslendingar hljoti ætíð og hvar- vetna að leggja slíkri viðleitni lið.“ íslendingar hafa um langan aldur verið fyrst og fremst mat- vælaframleiðendur og hafa aldrei borið vopn á aðrar þjóðir. Við værum illa stödd ef okkur þætti sæmandi að hafa viðurværi af hátækniiðnaði sem tengist víg- búnaði. Höfundur er þingkona Krennalistans. Þjóðsagan um ódýrt húsnæði fyrri ára — eftir Magna Guðmundsson Því er gjarnan slegið fram, jafn- vel slegið föstu, að þeir, sem reistu sér þak yfir höfuðið á timaskeiði ódýrra peninga og verðbólgu, hafi eignazt íbúðir sínar fyrir nánast ekki neitt. Staðhæfingum af þessu tagi er ætlað að réttlæta hávexti, sem viðgengizt hafa síðustu árin í formi verðtryggingar og svarta- markaðar. Ungt fólk sem man ekki tímana tvenna, er ginnkeypt fyrir þessum áróðri. Þannig segir pilt- ur að nafni Birgir Árnason í Þjóð- viljanum 19. okt., að heilu kynslóð- irnar hafi fengið íbúðir sínar „því sem næstgefins". Það er varhugavert að ala með sér slíkar firrur. íbúðabyggingar hafa alla tíð frá 1940, þegar verð- bólga hófst, kostað mikið fé og fyrirhöfn. Tökum fyrst styrjaldarárin og næsta áratuginn á eftir. Þá var vöruskortur í landinu og erfitt að fá flest það, sem til bygginga þurfti, einkanlega innréttingar í eldhús, bað og svefnherbergi. Innahúss-arkitektúr var hér frem- ur skammt á veg kominn um þetta leyti, svo að íbúðirnar urðu fljótt úreltar. Margir reyndu vegna fjár- skorts að notast við eigin vinnu. Því var smíðin á stundum meira eða minna klastur. Afleiðingin af öllu þessu var sú, að íbúðirnar voru byggðar af miklum vanefnum og þurftu gagngerðar endurbætur innan skamms tíma. Þær endur- bætur gátu vegna hækkandi verð- lags kostað meira en hin upphaf- lega bygging. Þegar árið 1955, 10 árum eftir styjöldina, var byrjað að veita verðtryggð lán til íbúðabygginga skv. lögum um húsnæðismála- stjórn. Vegna erfiðleika, sem fljót- lega gerðu vart við sig hjá hús- byggjendum, var viðmiðunarvísi- Dr. Magni Guðmundsson „íbúdarbyggjendur 1940-80, sem lögðu á sig gífurlegt erfiði og fórnir við að koma sér upp húsnæði, unnu hag- kerfinu ómetanlegt gagn, og þjóðin stendur í þakkarskuld við þá. talan skert frá og með árinu 1968. Gekk svo með ýmsum breytingum til 1979. Lánskjaravisitala á öll lán húsnæðismálastjórnar var upp tekin 1982. Lífeyrissjóðslán, sem nokkru námu, voru lengi fáanleg fyrir þröngan hóp, aðeins opinbera starfsmenn, en þau voru fjár- mögnuð með iðgjöldum, sem lán- takendur sjálfir greiddu af vinnu- launum sinum. Sama gilti um skyldusparnað unglinga. Sumir gengu i byggingarsamvinnufélag, sem Iánaði i formi skuldabréfa. Bréfin voru hins vegar ekki seljan- leg, nema með afföllum, sem hækkuðu vextina verulega. Banka- kerfið hefir ætíð lánað nokkuð til íbúðabygginga, en yfirleitt smáar fjárhæðir og til skamms tíma. Þessi lán öll, misjöfn að kjörum, dugðu fyrir allt að helmingi bygg- ingarkostnaðar þegar bezt lét. Mismuninn varð íbúðarbyggjand- inn að fjármagna með yfirvinnu í starfi og vinnuframlagi fjölskyld- unnar á byggingarstað. Stundum kom til einhvers konar lánsaðstoð frá ættmennum og aðstandendum. í ljósi þess, sem að framan segir, er erfitt að sjá, hvað íbúðarbyggj- endur hafi fengið ókeypis. Hitt mun sönnu nær, að þeir hafi sjálfir verið gefendur, en ekki þiggjendur. Ibúðarbyggjendur 1940-1980, sem lögðu á sig gífurlegt erfiði og fórn- ir við að koma sér upp húsnæði, unnu hagkerfinu ómetanlegt gagn, og þjóðin stendur í þakkarskuld við þá. Án hins mikla framboðs á íbúðum, sem þeir skópu, hefði íbúðarverð orðið geigvænlegt og leigugjald jafnframt. Liggur í augum uppi, hver áhrif slíks hefðu orðið á verðlagsþróunina. Eina raunverulega aðstoðin, sem íbúðarbyggjendur hlutu, var heim- ild til að draga vaxtagjöld frá tekjum á skattaframtali. Án þeirr- ar aðstoðar hefði meirihlutinn gefizt upp við að byggja eða misst íbúö sína fullgerða. Þetta skatta- ákvæði er enn i gildi. Pull verðtrygging lífeyrissjóðs- lána hófst 1980 og allra íbúðarlána 1982. Ætla mætti, að ágæti þessa kerfis hefði nú sýnt sig. Því fer þó víðs fjarri. Skapazt hefir neyð- arástand. Fasteignir seljast ekki nema á lækkuðu verði, en skuldirn- ar á þeim halda áfram að hlaðast upp samkvæmt vísitölu. Lögtökum og uppboðum ibúða fer fjölgandi. Örvænting hefir gripið um sig, og heimili leysast upp, oft með sorg- legum hætti. Þeim fjölskyldum, sem búa í eigin húsnæði, fækkar, og við verðum senn að hætta að gorta af því, að svo geri 90% Is- lendinga. Það er misskilningur, að íbúðarbyggjendum verði hjálpað með því að hrúga í þá meira og meira fé með óbreyttum kjörum. Það hefir þau ein áhrif í verð- bólgunni að sökkva þeim dýpra og dýpra í vonlaust skuldafen. Eina leiðin út úr ógöngunum er að af- nema lánskjaravísitöluna, sem var skakkt hugsuð frá byrjun. I sama blaöi Þjóðviljans og á var minnzt er vitnað í merkileg ummæli Sigurðar E. Haraldsson- ar, formanns Kaupmannasamtak- anna, svohljóðandi: „Vextirnir eru 30—40%. Það er dýrt að skulda, og auðvitað leggst allur slíkur kostnaður á þá þjónustu, sem verzlunin innir af hendi. Það er hvergi annarstaðar hægt að taka þann kostnað." Þetta er meiri hagfræði en sú, sem við eigum að venjast af hálfu ráðamanna í peningamálum. Sannleikuinn er sá, að vextir eru almennt stærsti eða annar stræsti liðurinn í rekstrarkostnaði fyrir- tækja, og hækkun þeirra fer beint út í verðlagið. Kaupgjald hefir verið tiltölulega kyrrt að undan- förnu, en frjálsu vextirnir hafa knúð verðlagsskrúfuna. Það er því ein þversögnin enn að segja, að ekki sé unnt að lækka vexti fyrr en verðbólgan lækkar. Hið rétta er, að verðbólgan lækkar ekki fyrr en vextirnir eru lækkaðir. Höfundur starfar rið hagrannsókn- ir í forsætisráðuneytinu. Lagning Eyjafjarðar- brautar vestri: Tilboð Jarð- verks 50 % af kostnaðar- áætlun JARÐVERK átti lægsta tilboðið í lagningu Eyjafjarðarbrautar vestri um Saurbæ sem boðin var út fyrir skömmu. Tilboðið hljóðaði upp á 1.429 þúsund sem er um 50% af kostnaðaráætlun fen hún var 2.855 þúsund. Vegurinn er 2 km að lengd og á verkinu að ljúka fyrir 1. júlí 1986. Níu tilboð bárust í verkið og voru öll nema eitt lægri en kostnaðará- ætlun. Hæsta tilboðið var frá Hagvirki, 3,4 milljónir kr. Einnig hafa verið opnuð tilboð í endurbyggingu Vesturlandsvegar í Botnsvogi og Kjósarskarðsveg. Er þetta samtals 1,4 km sem verk- taki á að skila fyrir 1. febrúar nk. Lægstbjóðendur voru Sigurður K. Gunnarsson og Ásgeir Sigurðsson, með tilboð upp á 1.655 þúsund kr., sem er 70% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun var 2.360 þúsund kr. 7 af 13 bjóðendum voru með tilboð undir áætlun. Hæsta til- boðið var frá Arnardal, 4.787 þús- und kr., og reyndist það vera rúm- lega tvöfalt hærra en kostnaðará- ætlun og tæplega þrefalt hærra en lægsta tilboðið. Fyrirlestur um notkun áls í nútíma byggingum FUNDUR verður haldinn á morgun, miðvikudag, kl. 17.00 í Lækjar- hvammi, Hótel Sögu, fyrir arkitekta og aðra þá sem fjalla um skipulags- og byggingamil. Hamersnes, verkfræðingur hjá Raufoss í Noregi, flytur framsögu á fundinum um notkun áls i nú- tíma byggingum, en hann er hér á landi á vegum raftækjaverk- smiðjunnar Rafha hf. og hefur hann haft umsjón með mörgum byggingum þar sem ál hefur verið notað á marga vegu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.