Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Sundrung í SÍS slensk fyrirtæki hafa náð sterkri stööu á heimsmarkaöi í rafeindatækjum fyrir fiskvinnslu. Möguieikar rafeinda- tækninnar hafa þó veriö mjög vannýttir hér á landi. Nýsköpun at- yinnuyeganna Iþeim umræðum, sem orðið hafa í stjórn Sambands ís- lenskra samvinnufélaga (SÍS) vegna Hafskipsmálsins, má ráða, að þar séu uppi mjög ólik sjónar- mið meðal ráðamanna. I stuttu máli er unnt að skýra þetta með því að segja, að forstiórar og framkvæmdastjórar SIS vilja færa út kvíarnar með því að kaupa og stofna ný fyrirtæki, en i stjórn Sambandsins sitja enn menn, sem halda í óbreytta skip- an, vilja til dæmis að skip SÍS séu áfram skráð á höfnum úti á landi en ekki hjá nýju fyrirtæki. í umræðunum í stjórn SÍS urðu þeir ofan á, sem vilja halda í núverandi skipan og eru andvígir því, að stofnað sé sjálfstætt skipafélag, þar sem SÍS eigi meirihluta. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var það forstjóraveld- ið í SÍS, sem átti frumkvæði að því, að viðræður voru teknar upp við Hafskip og Útvegsbankann. Er furðulegt, svo að ekki sé fastar að orði kveðið, að leitað sé hófana um jafn afdrifaríka samninga og þessa, án þess að fyrir liggi ákvörðun stjórnar Sambandsins; ákvörðun um það, hvort rætt skuli við Hafskipsmenn eða ekki. Þótt látið sé í veðri vaka af ýms- um talsmönnum SÍS, að fjármál ráði því, að Sambandsstjórnin greip fram fyrir hendurnar á forstjórunum, er þar aðeins um hluta málsins að ræða. Ólafur Sverrisson, varaformaður SÍS- stjórnarinnar og kaupfélags- stjóri í Borgarnesi, sagði í Morg- unblaðinu á laugardag: „Meginá- stæðan fyrir andstöðu svo margra kaupfélagsstjóra við þetta samstarf (við Hafskip) er sú, að þeir menn sem eru í og hafa verið í forsvari fyrir Haf- skip, eru einmitt þeir menn sem hvað harkalegast hafa ráðist á samvinnuhreyfinguna í gegnum árin.“ í þessum tilvitnuðu orðum kemur fram, að það hafi verið andstaða við menn en ekki fjár- mál, sem hafi ráðið niðurstöðunni í SÍS-stjórninni. Forstjóraveldi SÍS hefði kannski getað náð sinu fram, ef það hefði verið í viðræð- um við „rétta" menn. Morgun- blaðið hefur áður bent á að þeir einkaframtaksmenn, sem hafa gengið til samstarfs við Sam- bandsveldið, hafi ekki góða reynslu af því. Hefur verið minnt á rekstur Olíufélagsins hf. til marks um það. Hafskipsmálið sýnir, að það eitt að eiga viðræður við fulltrúa SÍS getur skaðað menn. Forstjórarnir voru í raun umboðslausir, þegar þeir óskuðu eftir viðræðunum við Hafskip. Sú spurning hlýtur að vakna, hvað fyrir þeim hafi vakað. Var það fyrst og fremst að spilla viðræðum Hafskips og Eimskips? Eigendur einkafyrirtækja gera það upp við sjálfa sig, hvernig þeir fara með eignir sínar, hafi þeir ráðstöfunarrétt yfir þeim. Stjórnendur SÍS fara hins vegar með fé annarra. Á hátíðarstund- um er ekki farið í launkofa með það, að SÍS sé félagsleg hreyfing, sem starfi í nafni tugþúsunda manna. Þess vegna dugar hvorki pukur né véfréttarstíll Vals Arnþórssonar, stjórnarformanns SÍS, þegar rætt er um það hvern- ig að Hafskipsmálinu hefur verið staðið á vegum Sambandsins. Forsvarsmenn SÍS eiga að gera grein fyrir því á opinberum vett- vangi, hvers vegna þeir stofnuðu til viðræðna við Hafskipsmenn án þess að hafa til þess umboð stjórnar Sambandsins. Grimmd eiturlyfjanna Uttekt Morgunblaðsins á eit- urlyfjavandanum hér á landi hefur vakið athygli. Það er óhugnanlegt að lesa um þá breyt- ingu, sem eiturlyfin hafa þegar valdið á samskiptum fólks. Þeir, sem háðir eru þessum vágesti, svífast einskis hér frekar en annars staðar til þess að verða sér úti um eitrið. I úttekt blaða- manns Morgunblaðsins segir meðal annars: „Það skal fullyrt, að lögreglu- menn í fíkniefnadeildinni við Hverfisgötu hafa unnið þrek- virki. Starfið hvílir á herðum örfárra manna. Þeir hafa lagt ótrúlega hart að sér í baráttunni við eiturefnin. Þeir þekkja hina grimmu veröld undirheima Reykjavíkur. Því miður hafa þeir mætt fádæma skilningsleysi. Fíkniefnadeildin er stórlega van- rækt, bæði hvað mannafla og tæki varðar. Yfirvöld — Alþingi, ríkisstjórn, dómsmálaráðherra, ráðuneytið, ríkissaksóknari hafa lokað augunum fyrir þessum skelfilega vágesti." Hér er fast að orði kveðið og ekki af ástæðulausu. Um það er ekki deilt, að öllum ráðum skuli beitt til að halda aftur af neyslu eiturlyfja í landinu. Stofnun fíkniefnadeildar lögreglunnar er til marks um vilja stjórnvalda til að taka þessi mál sérstökum tökum. Sé málum nú þannig komið, að hana skorti afl og tæki vegna vanrækslu, þarf tafarlaust að taka til hendi og gera þær ráðstafanir, sem duga til að koma málum í viðunandi horf. Um það ætti ekki að vera neinn ágrein- ingur milli stjórnmálamanna. Enginn þeirra getur setið undir því, að það sé vegna afskiptaleys- is æðstu stjórnvalda, sem ekki er staðið nægilega fast gegn því að eiturlyf berist til landsins. — eftirPál Theodórsson Lífskjör almennings hafa lítið batnað um tveggja áratuga skeið og stöönun hefur ríkt í íslensku atvinnu- Iffi. Á sama tíma hafa verið harðn- andi átök um skiptingu rýrnandi þjóðartekna. Þetta er sjálfskaparvíti því fjölmargir möguleikar blasa við til nýsköpunar. Við komumst ekki úr þessum vanda nema með skipulegu átaki þar sem hlúð er að þeim þátt- um, sem eru líklegastir til að auka þjóðartekjur okkar. Alþingi gegnir þar lykilhlutverki. Einhugur á Alþingi, en lítið aðhafst Framfarir hafa verið hægar í íslensku atvinnulífi síðastliðna tvo áratugi og kjör almennings staðið i stað eða hrakað. Allir stjórn- málaflokkar hafa síðustu misseri samþykkt ályktanir um að nú skuli hafin sókn í atvinnumálum og samtök atvinnurekenda og Al- þýðusamband Islands hefur hvatt til aðgerða. Þrátt fyrir að allir flokkar telji að brýn þörf sé á sterku átaki til nýsköpunar í ís- lensku atvinnulífi hefur lítið verið gert. Sárgrætilega lítið. Margir hafa talið að stóriðja mundi leysa vandann og með samþykki Alþingis hefur verið lagt VIÐRÆÐUR íslenzkra stjórnvalda við Evrópubandalagið um tollamál eru nú hafnar. Beinast þær að því, að íslendingar haldi núverandi rétt- indum og fríðindum vegna viöskipta með iðnaðarvörur og fiskafurðir við EB er Portúgal og Spánn ganga í bandalagið um áramót. Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneyt- isstjóri viðskiptaráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrir nokkru hefðu Islendingar tekið þátt í sameiginlegum viðræð- um EFTA-landanna við Evrópu- bandalagið og síðan væru fyrir- hugaðar sérstakar viðræður ís- kapp á að undirbúa nýjar vatns- aflsvirkjanir og til þessara fram- kvæmda hefur verið varið miklu fé. Flestum er nú ljóst að mögu- leikar stóriðju hafa verið mjög ofmetnir og hefur þetta vafalítið tafið fyrir aðgerðum á öðrum svið- um. Hver er orsök þess að framfarir hafa verið svo hægar í íslensku atvinnulífi, hvaða leiðir eru færar til sóknar? Stöðnun í atvinnulífi getur stafað af ýmsu: takmörkuð- um möguleikum til nýsköpunar, kreppu í alþjóðaviðskiptum, fjár- skorti eða þekkingar- og reynslu- leysi. Ekkert af þessu getur skýrt stöðnun í atvinnulífi okkar. Fjöl- margir möguleikar til nýsköpunar blasa við og alþjóðaviðskipti blómstra. I raun hefur fé ekki skort, en því hefur ekki verið varið skynsamlega. Ekki vantar hér heldur þekkingu á nútímatækni. Hinsvegar nýtist þessi þekking ekki nógu vel í þágu atvinnulífsins. Þeir möguleikar, sem teljast hvað álitlegastir um þessar mund- ir til að efla íslenskt atvinnulíf, byggjast í ríkum mæli á nýrri þekkingu, undirbúningsrannsókn- um og þróunarstarfi. Þekkingin er fyrir hendi en hér á landi er erfitt að fylgja álitlegum hugmyndum eftir. Orð og efndir Fjölmargir álitlegir möguleikar bíða okkar til nýsköpunar í at- lenzkra embættismanna við EB 2. desember. Þetta mál væri enn ekki komið á rekspöl, en lögð væri áherzla á að tryggja að þau rétt- indi og fríðindi, sem við hefðum í viðskiptum með iðnaðarvörur og fiskafurðir við EB, gildi einnig við Spán og Portúgal, kannski eftir ákveðinn aðlögunartíma. Ekki væri hægt að búast við því, að slíkt gæti tekið gildi strax við Spán, en vegna þess að Portúgal væri aðili að EFTA, væri mest af þessum réttindum í gildi þar. Aðalbreyt- ingin yrði á viðskiptunum við Spán. vinnulífinu. Fiskeldi lofar góðu. Gjöfular orkulindir má beisla, bæði fallvötn og jarðvarma. Nýta má sjávarafla og afurðir land- búnaðar betur. Rafeinda- og tölvu- tækni bjóða upp á fjölmarga álit- lega möguleika. Þrátt fyrir álitleg tækifæri hef- ur viðleitni okkar til að nýta þessa möguleika verið mjög bágborin. Of langt mál yrði að kryfja þennan þátt frekar, hér skal aðeins nefnt eitt dæmi um máttleysi okkar. Um árabil hefur verið ljóst að hér á landi mætti stunda fiskeldi með góðum árangri. Aðstæður eru hér hinsvegar allfrábrugðnar því sem gerist í nágrannalöndum okkar, sem við þurfum að sækja reynslu og þekkingu til. Hér þarf því að finna leiðir sem hæfa aðstæðum okkar og nota meðal annars þá möguleika sem gnægð jarðvarma gefur. Hætta er á að íslenskt fisk- eldi verði fyrir alvalegum áföllum ef það byggist ekki frá upphafi á traustri þekkingu og reynslu sem byggist á tilraunum. Þó hefur farið lítið fyrir skipulegu undirbúnings- starfi fyrir fiskeldi. Þegar fisk- sjúkdómur kom síðastliðinn vetur upp í einni stöðinni kom í ljós að aðstaða til greininga á sjúkdómum í fiski er ófullnægjandi hér á landi þrátt fyrir að fisksjúkdómar séu eitt helsta vandamál í erlendum eldisstöðvum. Tilraunastöð Há- skólans að Keldum var þá falið að kaupa nauðsynleg tæki hið skjót- Þórhallur sagði, að ennfremur væri undirstrikað í þessum við- ræðum, að EFTA-löndin ætluðust til þess, að þau fengju sömu að- stæður til viðskipta við Spán og Portúgal og EB sjálft, en hjá EB hafi komið fram, að á ákveðnu aðlögunartímabili gildi ekki sömu reglur. Fulltrúar EFTA-landanna hefðu lýst því yfir að þeir sættu sig ekki við það. Hvað varðaði sölu á saltfiski, væri hann ekki í samn- ingi okkar við EB, en auðvitað yrði rætt um saltfiskinn eins og margoft áður og þess óskað að tollur kcmi ekki til framkvæmda Spánn og Portúgal ganga í EB: Rætt við bandalagið um íslands við þjóðir Íberíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.