Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 SUMARBÚSTflÐUR w Hefur þú athugað hve margt hefur gerst sem auðveldar fólki að eigrv ast góðan sumarbustað við sitt hæfi? Eininga-framleiðslu fylgja þessir kostir: • lægra verð • auðveldara og fljótlegra að reisa húsið • haegt að kaupa hús sem er mislangt komið, allt frá fokheldu til fullbúins • hægtaðfáþaulvanamennfráframleiðandatilaðvinnaverk- ið allt; eða að hluta. Auk þess gefa einingahús kaupandanum kost á stærð og innréttingum að eigin ósk. Allt er þaulhugsað, af reyndum fagmönnum, í sumarbústöðunum frá okkur. Raunar er villandi að tala um sumarbústað - hús sem þessi kalla á fjöl- skylduna árið um kring. Verðið lækkar auðvitað um tielming ef tvær fjölskyldur slá saman. Og við bjóðum góða greiðsluskilmála. Er ekki einmitt kominn tími til að láta drauminn rætast? Hringdu að minnsta kosti strax, biddu um bækling - og frekari upplýsingar sem þú vilt fá. SAMTAK 7 pq huseiningarLJ GAGNHEIÐ11 - 800 SELFOSSI SÍMI 99-2333 Afmæliskveðja: Guðjón Benedikts- son fy. vélstjóri 95 ára er í dag, 26. nóvember, Guðjón Benediktsson vélstjóri áð- ur til heimilis í Gunnarssundi 7 Hafnarfirði nú vistmaður á Hrafn- istu, Hafnarfrrði. Guðjón er fædd- ur að Minna-Knarrarnesi á Vatns- leysuströnd, sonur Benedikts Þor- lákssonar sjómanns og Steinunnar Jónsdóttur. Til Hafnarfjarðar flutti Guðjón 1914. Guðjón giftist Margréti Elínborgu Jónsdóttur 29. nóv. 1912. Hún var dóttir Jóns Bjarnasonar verkamanns og Ingi- bjargar Þorláksdóttur. Fyrstu árin bjuggu þau á Suðurgötu 33 og Suðurgötu 31 en 1927 fluttu þau í Gunnarssund 7, 27. febrúar. Níu börn þeirra komust til aldurs, Arngrímur Skagfjörð f. 1913, d. 1977, Steinunn f. 1915, Ingibjörg f. 1918, Guðrún Hulda f. 1921, Guðrún f. 1924, Guðborg Hera f. 1926, Benina Elsa f. 1928, Haukur f. 1932, Guðlaugur Óskar f. 1936 auk þess tóku þau að sér tvö fóstur- börn, Jón Lewish Parish f. 1943 og Benedikt Rutherford f. 1943. 1968 missti Guðjón konu sína. 1969 flutti Guðjón á Hrafnistu í Reykja- vík og síðan +a Hrafnistu í Hafnar- firði. Guðjón byrjaði 13 ára á sjó með föður sínum á sex manna fari, síðan á togurum sem háseti og kyndari. Mótorpróf fékk hann 1916 og vélstjóraréttindi 1921. 1942 ræðst Guðjón til vélsmiðju Hafn- arfjarðar og starfar þar í 20 ár. Síðustu starfsárin vann Guðjón við vélgæslu á vatnsdælukerfi Kefla- víkurflugvallar. Guðjón er gæddur öllum þeim kostum sem helst mega prýða hvern mann. Aldursmunur er mikill á okkur því hann er 61 árs er ég fæðist. Þegar ég fékk að fara fyrsta skiptið til Reykjavíkur var gist heima hjá Elínborgu og Guð- jóni og man ég enn þá miklu blíðu sem skein af andliti þessa fríða manns. Ég heimsótti Guðjón á Hrafnistu nú fyrir stuttu og ekki lét þetta blíða bros standa á sér. Hann fagnaði mér eins og aldarvin og ekki hefur hið erfiða líf á fyrri- stríðsárum gert hann beiskan eða harðan þó lífið hafi ekki alltaf verið dans á rósum. í útvarpsþætti sem Guðjón kom fram í sagðist hann alltaf hafa verið sjóveikur á smá bátunum en ekki var hann að gefast upp, það var ekki til neins. Vélvæðing bátaflotans varð hér með undraverðum hraða. Þremur árum eftir að Árni Gíslason setti vélina í sexæring sinn, voru komn- ir vélbátar í alla landsfjórðunga. Mikill vandi var í hirðingu og meðferð vélanna. Þar kunnu of fáir til verka. En hvað sem þessu leið var lagt fyrir alþingi 1915 stjórn- arfrumvarp um stofnun vélskóla í Reykjavík. í frumvarpinu voru gerðar slíkar kröfur um þekkingu vélstjóra, að námstíminn gat ekki orðið styttri en tveir vetur. Frum- varpið varð að lögum 3. nóv. 1915. Sótti Guðjón um skólavist og sýnir það hversu framsýnn hann hefur alltaf verið, þó svo kreppan væri skollin á var ekki látið deigan síga og hann lauk námi sem vél- stjóri 1921. Aðeins eru tveir eftir- lifandi af þeim sem fyrstir útskrif- uðust úr hinum nýja vélskóla en það eru Guðjón og Þórður Runólfs- son öryggismálastjóri. Á meðan Guðjón stundaði námið var oft þröngt í búi því ekki var námslánum fyrir að fara en þetta hafðist að lokum og um vorið réðst hann hjá Milljónafélaginu í Hafn- arfirði sem vélstjóri á togara. Það sem hefur einkennt Guðjón öðru fremur er þrautseigja, fram- sýni, hlýgugur og hin prúðmann- lega framkoma. Ekki held ég að sé á neinn hallað þótt sagt sé að lengi megi leita Guðjóni líka um óeigingirni og hjálpfýsi. Muna þeir best sem reyna máttu. Megi gæfan vera þér hliðholl ókomin ár. Fjölsky Idan í Sólbyrgi, Bernharð Jóhannesson. VIFTUREIMAR IÐNAÐARREIMAR 'WBB optibelt (onlinenlal Þrælsterkar reimar, tenntar og sléttar Stærsta sérverslun landsins með reimar FALKINN Suðurlandsbraut 8, sími: 91-84670 105 Reykjavík Til ríkisstjórnarinnar Hvar eru stóru loforðin um að bjarga húsbyggjendum, varla hjá ráðgjafarstöð Húsnæðisstofnunn- ar sem aðeins gat bjargað litlu fyrr á þessu ári vegna þeirra tak- markana sem henni voru settar. Nema hún eigi að ráðleggja okkur hvernig við eigum að fara á haus- inn. Hvar eru öll þægilegheitin sem áttu að verða af verðtryggðu lán- unum sem alltaf áttu að vera viss % af launum og dæmalaust þægi- legt að borga af. Því launin hækk- uðu í samræmi við lánin. Áætlanir gerðar út frá því og dæmið leit frábærlega út. Stækkun úr 2ja herbergja skuldlausri íbúð uppí 4ra herbergja var ekkert mál árið 1981. Það var nánast hlægilega auðvelt með verðtryggðu lánunum og 2% vöxtunum eins og lofað var. En þessi skemmtilega klausa sem sést á öllum nútímaskuldabréfum, hæstu lögleyfðu vextir," hefur gert dæmið ansi grátlegt svo ekki sé Stefán Rögnvaldsson meira sagt, ásamt því að kippa út verðtryggingu á laun. Með sama áframhaldi kaupa hinir nýríku verðbréfabraskarar íbúð mína og ég segi migá bæinn (borg Davíðs), eins og fleiri bjánar sem treystu því að verðtryggðu lánin væru sanngjörn, en ekki einsog litla hryllingsplantan sem stöðugt vex því meira sem hún fær. Er ekki mál til komið að ráða- menn þjóðarinnar fari að gera eitthvað af viti I þessum málum í stað þess að vera sífellt að þessu blaðri sem ekkert gagnar. Það eru til leiðir til úrbóta sem mætti nota til bjargar húsbyggjendum og hafa meira að segja verið notaðar með góðum árangri við bændur, út- gerðarmenn, í fiskvinnslu og sjálf- sagt víðar án þess að ég viti. Því ekki að reyna þær á húsbyggjend- um. Hver véit nema þær dugi. Ykkar einlægur, fyrrverandi stuöningsmaður Stefán Rögnvaldsson. Höfundur er rerkstjóri í Niðursudu- verksmiójunni Ora í Kópavogi. f nýju kjötvinnslustöð SS á Hvolsvelli, fv.: Skúli Jónsson sláturhússtjóri, Matthías Gíslason fulltrúi forstjóra SS, G.T. Ott innkaupastjóri hersins, E.K. Anderson flotaforingi, Steinþór Skúlason framleiðslustjóri, Christ- iansen dýralæknir, J. Bujalski aðstoöarflotaforingi og Hannes Guömunds- son varnarmálaskrifstofunni. SS athugar möguleika á kjötsölu til varnarliðsins SLÁTURFÉLAG Suðurlands á nú í viðræðum við yfirmenn varnarliðsins á Keflavíkurvelli um aukna kjötsölu á Keflavíkurflugvöll. Yfírmenn varn- arliðsins hafa m.a. skoðað hina nýju kjötvinnsiustöð SS á Hvolsvelli. Matthías Gíslason fulitrúi for- stjóra Sláturfélagsins sagði að SS hefði óskað eftir úttekt á slátur- húsunum á Hvolsvelli og Selfossi. Gerði hann sér vonir um að þetta starf leiddi af sér aukna kjötsölu til varnarliðsins, á dilkakjöti, nautakjöti og svínakjöti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.