Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 49 Við opnun sýningar ungra Hafnfirðinga f Hafnarborg sl. laugardag. Sýningin geymir myndverk og Ijósmyndir hafnfirskra krakka, frá 7—20 ára. Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar: Hátfðarvika í tilefni af ári æskunnar „Stay Free“ kosin „Unglinga- hljómsveit Hafnarfjarðar 1985“ Heíuröu gert þér grein íyrir því aö milli bíls og vegar eru aöeins íjórir lófastórir íletir. Aktu því aðeins á viðurkenndum hjólbörðum. Sértu að hugsa um nýja vetrarhjólbarða á fólks- bílinn cettirðu að hafa samband við nœsta umboðsmann okkar. ÞÚ ERT ÖRUGGUR Á OOODfrEAR FULLKOMIN HJÓLBARÐAPJÓNUSTA TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLIN'3 A HUGSID UM EIGID ÖRYGGI OG ANNARRA Flestar stœrðli lyrirliggiandi. — HAGSTÆÐ VERÐ — OPNUÐ var sýning á myndverkum og Ijósmyndum ungra Hafnfirðinga sl. laugardag, á vegum Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar í Hafnarborg, en sýningin er liður í hátíðarviku í Hafnarfirði í tilefni af ári æskunnar. Sýningin er haldin í tengslum við samkeppni sem Æsku- lýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar hefur staðið yfir að undanfórnu og er hún opin kl. 14.00 til 22.00 til 30. nóvember. Milli 30 og 40 krökkum voru afhent verðlaun í ritgerða-, Ijóða-, Ijósmynda- og myndlistarsam- keppnum. Þá var haldin hljómsveitar- keppni sl. laugardag í félagsálmu íþróttahússins við Strandgötu þar sem valin var „Unglingahljómsveit Hafnarfjarðar 1985“ og hlaut hljómsveitin „Stay Free“ titilinn. Hana skipa þeir Davíð Magnússon, Jón Gestur Sörtveit, Kolbeinn Björnsson og Höskuldur Hauks- son. önnur verðlaun hlaut hljóm- sveitin „Hingað og ekki lengra“. Hljómsveitin Cosa Nostra spilaði og að keppninni lokinni var flug- eldasýning fyrir utan íþróttahúsið. 1 framhaldi af hátíðarvikunni, fer fram „free-style“ danskeppni einstaklinga 10-12 ára í kvöld milli kl. 18.00 og 21.00 í Æskó. íslands- meistarinn 1985 sýnir og situr i dómnefnd nú. Skráning er á staðn- um. Á fimmtudaginn, 28. nóvem- ber, fer síðan fram „free-style“ danskeppni einstaklinga 13-16 ára í Æskó kl. 20.00 til 23.00 og sýnir þá íslandsmeistarinn 1985 aftur. Á föstudaginn verður haldinn dansleikur fyrir 7-11 ára krakka kl. 15.00 til 18.00 í félagsálmu íþróttahússins við Strandgötu. Sigurvegarar úr „free-style“ keppninni 10-12 ára sýna. Sama dag kl. 20.00 til 23.00 verð- ur haldinn dansleikur fyrir 12 ára og eldri i íþróttahúsinu og munu þá sigurvegarar úr danskeppninni 13-16 ára sýna. óvæntar uppákom- ur munu verða á báðum þessum skemmtunum. Aðgangur er 50 krónur. Morgunblaðið/Ol.K.Mag. Albert Már Steingrímsson, formaður æskulýðs- og íþróttaráðs Hafnarfjarðar, afhendir Ólöfu Pálsdóttur 1. verðlaun fyrir myndlist í flokki 10—12 ára. Ólöf er 11 ára. Almenna bókafélagið: Bækur eftir Vonnegut og C.S. Lewis ALMENNA bókafélagið hefur gefið út bækurnar Gudlaun herra Rose- water eftir Kurt Vonnegut í þýðingu Sveinbjarnar I. Baldvinssonar, og Kaspían konungsson eftir C.S. Lewis í þýðingu Kristínar R. Thorlacius. Kurt Vonnegut er einn af kunn- ustu rithöfundum Bandaríkjanna og hefur haft mikil áhrif á yngri höfunda þar vestra, ekki síst fyrir hina háalvarlegu kímni, sem þykir einkenna sögur hans. Árið 1982 gaf AB út bók hans Sláturhús 5. Guðlaun herra Rosewater fjall- ar um bandarískan auðmann, eig- anda gífurlegrar fyrirtækjasam- steypu, sem haldinn er ofurást á meðbræðrum sínum og þá ekki síst smælingjunum. C.S. Lewis var prófessor í Cam- bridge á Englandi og samdi marg- ar barna- og unglingabækur, sem náðu miklum vinsældum. Hefur höfundinum verið líkt við H.C. Andersen. Bókin Kaspían konungsson ger- ist í ævintýralandinu Narníu og segir frá Lundúnabörnunum fjór- um, sem eru nú kölluð þangað í annað sinn til að koma lagi á hlutina. í þetta sinn er þar borg- arastyrjöld, sem þau verða að gera út um og tekst það með hjálp ljóns- ins Aslans, en þó ekki fyrr en eftir mikil undur og stórmerki. BARNALJOSMYNDATÖKUR SVIPMYNDIR HVERFISGÖTU 18 101 REYKJAVÍK SÍMI 22690 PORTRET STUDIO Ljósmyndarar í Svipmyndum: Rut Hallgrímsdóttir, Sigríður Bachmann, Fríður Eggertsdóttir, Sigurgeir Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.