Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985
27
asta, og stofnuninni lofað við-
bótarfjárveitingu. Þegar tækin
komu til landsins var þó ekkert fé
að fá hjá ráðuneytinyu og þurfti
að endursenda tækin. Þá fyrst
rumskuðu ráðamenn og tækin voru
pöntuð að nýju. Tækin kostuðu um
eina milljón króna, en búast má
við að fjárfesting í fiskeldi muni
skipta miljörðum króna á næstu
árum. Með vinnubrögðum sem
þessum munum við ekki ná árangri
í uppbyggingu atvinnugreina sem
grundvallast á mikilli þekkingu,
tilrauna- og þróunarstarfi og
hætta er á alvarlegum skakkaföll-
um.
Þekking og reynsla
illa nýtt
Hvernig stendur á því að skipu-
legt tilrauna- og þróunarstarf er
svo lítið sem raun ber vitni? Þekk-
inguna vantar ekki. Efling náms á
framhaldsskólastigi, í Tækniskól-
anum, Háskólanum og fleiri skól-
Páll Theodórsson.
um og mikil sókn í framhaldsnám
erlendis hefur tryggt okkur fjölda
af vel menntuðu og reyndu fólki.
En þegar kemur að því að nýta
þekkinguna bregst okkur bogalist-
in.
Hjá nágrannaþjóðum okkar er
vaxtarbroddur atvinnulífsins
einkum í ungum litlum fyrirtækj-
um, sem byggjast á nýrri tækni.
Þróunin mun trúlega verða svipuð
hér, ef við nýtum okkur þá mögu-
leika sem nútímatækni býður upp
á. Þetta sést reyndar þegar í loð-
dýrarækt, fiskeldi, tölvu- og raf-
eindatækni og víðar.
Þessi nýsköpun gengur hinsveg-
ar alltof hægt og stöðugt breikkar
bilið milli okkar og nágrannaþjóð-
anna. Sé þetta skoðað nánar og
borið saman við hliðstætt starf í
grannlöndum okkar kemur í ljós
að í þessum löndum hefur ríkis-
valdið haft frumkvæði að þróun-
inni, leitt hana og stutt, hvort sem
hægri eða vinstri stjórnir hafi
verið við völd. Hér á landi hafa
stjórnvöld lítið aðhafst í þessum
efnum.
Á vegum hins opinbera eru
reyndar stundaðar umtalsverðar
nytjarannsóknir en þær takmark-
ast fyrst og fremst við meginat-
vinnuvegi þjóðarinnar, landbúnað
vidskipti
skagans
eða ekki látinn bitna þannig á
okkur, að hann yrði til að skerða
viðskipti okkar við þessi lönd.
Hvort það yrði gert með lækkun
eða afnámi tolls eða aukningu
tollkvóta væri ekki hægt að segja
um. Líklega yrði auðveldara fyrir
bandalagið að samþykkja aukn-
ingu tollfrjáls kvóta, en hann
þyrfti þá að vera nógu stór til að
rúma allan útflutning okkar og
annarra landa. Um 100.000 lestir
af saltfiski færu í allt til Evrópu-
bandalagslanda eftir inngöngu
Spánar og Portúgals, en tollfrjáls
kvóti væri nú um 29.000 lestir.
og sjávarútveg. Rannsókna- og
þróunarstarf utan þessara greina
á erfitt uppdráttar því illmögulegt
er að koma nýjum verkefnum í
fjárlög og ekki er til öflugur tækni-
sjóður til að styðja álitleg verkefni.
Grannþjóðir okkar eiga hinsvegar
allar slíka tæknisjóði og eru þeir
lykillinn að nýsköpun í atvinnulíf-
inu.
Opinberir sjóðir
Enda þótt hér sé ekki til öflugur
sjóður sem styður nytjarannsóknir
og þróunarstarf í þágu atvinnulífs-
ins hefur í rúma þrjá áratugi verið
hér sjóður til að styrkja grunn-
rannsóknir, Vísindasjóður.
Reynslan af þessum sjóði er mjög
lærdómsrík. Þótt hann sé ekki
öflugur samanborið við hliðstæða
sjóði í ýmsum öðrum löndum,
hefur hann komið af stað fjölda
álitlegra verkefna, sem síðar hefur
tekist að vinna áfram að. Valinn
hópur vísindamanna fer vandlega
yfir allar umsóknirnar og úthlutar
fénu og hefur þetta tryggt mjög
góða nýtingu þess.
Þegar rætt er um árangur af
starfi opinberra sjóða er fróðlegt
að líta á hin miklu áhrif sem
Kvikmyndasjóður hefur haft.
Enda þótt sjóðurinn standi ekki
undir nema um þriðjungi af kostn-
aði við gerð kvikmynda verkar
hann sem sterkur hvati og án
sjóðsins væri víst lítið um kvik-
myndagerð hér á landi.
Nýr rannsóknasjóður?
Þrátt fyrir þá deyfð, sem hefur
ríkt í nýsköpunarstarfi í íslenskum
atvinnuvegum, er samt ástæða til
nokkurrar bjartsýni og vil ég
nefna hér tvær ástæður. Opinber
gjöld af tölvum og fylgitækjum
þeirra voru felld niður á síðasta
ári. Þetta hefur haft mjög örvandi
áhrif á tölvuvæðingu í fyrirtækj-
um jafnt sem opinberum stofnun-
um og skólum.
Þúsundir lítilla tölva á heimilum
eiga einnig verulegan þátt í að
örva þróunina. Þessi aðgerð mundi
þó skila miklu meiri árangri ef
henni hefði verið fylgt eftir með
skipulegu starfi til að tryggja að
þessi tæki nýttust sem best, með
því að efla mjög tölvukennslu í
skólum og treysta íslenska hug-
búnaðargerð. Skólar okkar eru
mjög vanbúnir að takast á við það
mikla verkefni sem tölvukennslan
er.
Fyrir tæpu ári tilkynnti ríkis-
stjórnin að í ráði væri að verja 50
milljónum króna á árinu 1985 til
rannsókna og þróunar til að efla
nýsköpun i íslensku atvinnulífi.
Yfir 100 umsóknir bárust en heild-
arupphæð umsóknanna var rúm-
lega 200 milljónir króna. Meiri-
hluti umsóknanna var talinn mjög
álitlegur og rúmlega 150 milljónir
króna hefði þurft til að geta sinnt
öllum álitlegum verkefnum. Hér
blasir sárkaldur veruleiki sem sýn-
ir vel hve mikil þörf er fyrir tækni-
sjóð. Aðeins er mögulegí að sinna
um helming álitlegra umsókna.
íslenskt atvinnulíf missir af þess-
um sökum trúlega af mörgum álit-
legum möguleikum til nýsköpunar.
Enn hefur rannsókna- og þróun-
arsjóður ekki verið stofnaður
formlega og óvíst er um framhald
þessa átaks. I fjárlagafrumvarpi
fyrir 1986 er tillaga um að veita
sömu upphæð til þessara nytja-
rannsókna. Upphæðin er ekki
hækkuð frá yfirstandandi ári til
að bæta rýrnun krónunnar hvað
þá að hún sé hækkuð í ljósi þess
að rúmlega 100 milljónir króna
hefði þurft til að sinna núverandi
umsóknum.
Samstaða ríkir á Alþingi um
brýna nauðsyn þess að efla ís-
lenskt atvinnulíf. Þennan vilja
verður að sýna í verki. Alþingi eitt
getur komið atvinnulífi þjóðarinn-
ar úr þeirri stöðnun sem þar hefur
ríkt lengi. Verði rannsókna- og
þróunarsjóðurinn ekki efldur
verulega, blasir við áframhaldandi
stöðnun. Full þörf er á að minnsta
kosti 150 milljónum króna í sjóð-
inn. Vonandi sýna alþingismenn
vilja sinn í verki í þessu máli.
Höfundur er edlisfrædingur og sér-
fræðingur rið Raunrísindastofnun
Háskólans.
AF ERLENDUM
VETTVANGI
Eftir Jón Ásgeir Sigurðsson
Sovéskir „geð-
læknar“ og samtök
gegn kjarnorkuvá
FYRIR tíu árum fékk Andrei Sakharov friðarverðlaun Nóbels. Valdhafar
í Moskvu brugðust hinir verstu við og uppnefndu verðlaunin „Verðlaun
fyrir andsovéskan áróður". Hinn 10. deseraber næstkomandi verður
annar sovéskur vísindamaður, Évgení Shasov, heiðraður með sama
hætti. Hann er annar forseta Alþjóðasamtaka lækna gegn kjarnorkuvá.
Hinn er bandaríski hjartalæknirinnn Bernard Lowen, og tekur við verð-
launurn í nafni samtakanna. Franska tímaritið L’Express hefur gagnrýnt
þessa verðlaunaveitingu, einkum vegna tengsla Shasovs og fleiri sovéskra
félaga í samtökunum — við geðheilbrigðiskerfið í Sovétríkjunum og
misbeitingu þess á geðlæknisfræðinni í baráttunni við andófsmenn. Hér
fer á eftir endursögn á greininni.
lþjóðasamtök lækna gegn kjarn-
orkuvá eru „óháð“ samtök, sem
stofnuð voru fyrir fimm árum
og hafa innan sinna vébanda um
140.000 lækna frá 40 löndum. Þar
eru um 60.000 í Sovétríkjunum.
Eins og kunnugt er var Sak-
harov bannað að fara til Osló á
sínum tíma til að taka á móti
friðarverðlaununum. Kona hans,
Elena Bonner, veitti verðlaunun-
um viðtöku í hans stað og las
ávarp Sakkharovs, þar sem hann
sagði m.a. „að við núverandi
aðstæður krefðist það bæði hug-
rekkis og mikillar réttsýni að
veita verðlaunin manni, sem
héldi fram skoðunum, er væru í
andstöðu við kennisetningar
valdhafanna".
Shasov er fyrrverandi læknir
Breshnevs og hefur tvisvar sinn-
um verið sæmdur Lenín-orðunni.
Hann er félagi í miðstjórn
Kommúnistaflokksins og er yfir-
maður 4. deildar heilbrigðisráðu-
neytisins, en þar hefur KGB tögl
og hagldir, þ.e. sú stofnun, sem
hefur „veg og vanda“ af Sak-
harov-málinu.
Pravda, málgagn sovéska
kommúnistaflokksins, hefur tek-
ið hinum nýja verðlaunahafa
opnum örmum. Hefur Shasov
meðal annars skrifað grein í
blaðið, þar sem hann státar sig
af því að „heiðarlegt fólk um
heim allan kunni að meta þessa
ákvörðun úthutunarnefndarinn-
ar“. Einnig notar hann tækifærið
til þess að „afhjúpa" „gervivís-
indamenn Bandarísku vísinda-
akademíunnar, sem haldi því
fram, að kjarnorkustyrjöld sé
ekki frábrugðin hefðbundnu
stríði nema að því er varðar
fjölda fórnarlambanna". Einig
fagnar hann tillögum Sovét-
manna um að tilraunir með
kjarnorkuvopn verði stöðvaðar.
Er þetta áróður? spyr franska
blaðið L’Express. Shasov skýlir
sér á bak við orð Bernhards
Lowen, samstarfsmanns síns,
sem sagði að „viðvaranir við
kjarnorkustríði væru réttlætan-
legur áróður“.
„Sakharov á
geðlyfjum“
Stærðfræðingurinn og andófs-
maðurinn, Leonid Pliutch, sagði
eftir að hann sá kvikmyndina,
sem Sovétmenn sýndu af Sak-
harov í útlegðinni í Gorki, „að
hann bæri öll merki þess að vera
undir áhrifum geðlyfja. Hann
lítur út eins og afturganga".
Pliutch var sjálfum haldið nauð-
ugum á geðveikrahælum í Sovét-
ríkjunum um árabil, hann veit
því hvað hann er að tala um.
Pliutch spyr hvers vegna út-
hlutunarnefndin hafi ekki gert
það að skilyrði fyrir veitingu
verðlaunanna, að Sakharov yrði
sleppt úr haldi. „Hvers vegna
kröfðust læknarnir í samtökun-
um ekki að fá að athuga heilsufar
Sakharovs, eða segja sig úr
samtökunum ella,“ spyr Pliutch,
sem býr nú í Frakklandi og
mælist til þess að franskir lækn-
ar í samtökunum, sem skipta
áttumál samtakanna séu rétt-
mæt og að nauðsynlegt sé að
vinna að þeim af heilum hug, er
það honum áhyggjuefni, að innan
vébanda samtakanna séu læknar
eins og Marat Vartanyan, sem
fullyrti á fundi í Bandaríkjunum
í september síðastliðnum, að
„enginn fótur væri fyrir því að
andlega heilbrigðir menn væru
vistaðir á geðsjúkrahúsum í
Sovétríkjunum." „Ef Vartanyan
reynist vera í samtökunum,"
segir Schwartzenberg, „ber að
reka hann úr þeim tafarlaust.
Við kærum okkur ekki um félags-
skap pyntara.“
Starfsmaður samtakanna í
Boston hefur staðfest við L’Ex-
press, að Vartanyan sé félagi í
samtökunum en gegni þar engum
ábyrgðarstöðum. Hann segir:
„Við getum ekki haldið uppi eft-
Landflótta Sovét-
menn hafa vakió
máls á því, hvers
vegna læknar í
samtökum gegn
kjarnorkuvá hafa
ekki leitað eftir
heimild til að
kanna heilsufar
Sakharovs, sem
fékk ekki að taka
sjálfur á móti
friðarverðlaunum
Nóbels fyrir 10
árum.
hundruðum, fylgi fordæmi lækn-
anna Millez og Schwartzenbergs
og krefjist þess, allir sem einn,
að fá í hendur lista yfir sovéska
félaga í samtökunum. Hann hef-
ur ekki enn verið látinn í té.
„Sætta læknarnir sig við að
starfa í samtökum með félögum,
sem ekki er hægt að fá upplýst
hverjir eru?,“ spyr L’Express.
Eins og er hafa félagar í samtök-
unum vestantjalds ekki hug-
mynd um, hverjir eru samstarfs-
menn þeirra í Sovétríkjunum.
Kjarnorkufræðingurinn Niels
Bohr neitaði árið 1950 að taka
undir Stokkhólmsávarpið —
gegn kjarnorkuvopnum — af
hliðstæðum ástæðum.
„Viljum ekki félags-
skap pyntara“
Franski prófessorinn og sér-
fræðingur í krabbameinsrann-
sóknum, Léon Schwartzenberg,
segist hafa beðið hlutaðeigandi
aðila í Moskvu um að útvega sér
lista yfir sovéska félaga í sam-
tökunum, en án árangurs. Þótt
hann sé sannfærður um að bar-
irliti með aðildarsamtökum
hvers ríkis fyrir sig. Það, sem
skiptir höfuðmáli, er, að okkur
takist að koma á framfæri upp-
lýsingum um geigvænlegar af-
leiðingar kjarnorkustyrjaldar."
Annar franskur prófessor,
Cyrille Koupernik að nafni, hefur
hitt Vartanyan nokkrum sinnum
að máli. „Vartanyan er varafor-
seti Miðstöðvar Sovétríkjanna
um geðheilbrigðismál" og er
dæmigerður fulltrúi þeirrar
stefnu Sovétmanna í geðheil-
brigðismálum, að telja hvern
þann mann geðveikan sem lýsir
yfir skoðunum, sem eru í and-
stöðu við stefnu yfirfvalda," segir
Koupernik. „Hann aðhyllist það
grugguga kenningakerfi, sem
segir alla sem eru í andstöðu við
yfirvöld vera geðklofa, án allra
eiginlegra einkenna þess sjúk-
dóms.“ Það var þessi sami Vart-
anyan, sem fullyrti árið 1973 á
fundi með fulltrúum læknasam-
taka frá Vesturlöndum, að Leo-
nid Pliutch og.fjórir andófsmenn
aðrir væru haldnir „geðrænum
truflunum“. Þetta „sérfræðiálit"
gafst frönskum læknum síðar
tækifæri til þess að afsanna.
(tJr L’Express.)