Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 Skoðanakönnun Helgarpóstsins: Fylgisaukning Alþýðu- . bandalagsins-Fylgishrun Bandalags jafnaðarmanna ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur bætt vid sig fylgi samkvæmt skoðanakönnun sem Helgarpósturinn hefur látið gera á fylgi stjórnmálaflokkanna. Er þá miðað við fyrri skoðanakönnun HP. Þar kemur einnig fram að fylgi Banda- lags jafnaðarmanna hefur hrunið. Sjálfstæðisflokkur og Samtök um kvenna- lista hafa tapað nokkru fylgi, en Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur bætt við sig. Alþýðubandalagið hlýtur nú 19,2% atkvæða, en í síðustu skoð- anakönnun, sem gerð var á vegum Helgarpóstsins um fylgi flokkanna > í júlí sl., hlaut það 12,6%. Sjálf- stæðisflokkurinn hlýtur 37,4% (41,6% í júli), Alþýðuflokkurinn fær 18,6% (15,5% í júlí), Fram- sóknarflokkurinn fær 14,4% (11,7% í júlí), Samtök um kvenna- lista6,9% (9,7% íjúli). Mestufylgi tapar Bandalag jafnaðarmanna. Það fékk 8,6% atkvæða í júli, en fær nú 2,3%. önnur framboð fengu 0,2% atkvæða i júli en 1,3% at- kvæða nú. Ef miðað er við þessar niður- stöður fær Alþýðuflokkurinn 11 þingsæti, Framsóknarflokkur 9, Bandalag jafnaðarmanna 1, Sjálf- stæðisflokkur 23, Alþýðubandalag 12 og Samtök um kvennalista 4. 1 skoðanakönnun DV 30. sept- ember sl. fékk Alþýðuflokkur 14,5%, Framsóknarflokkur 13,8%, Bandalag jafnaðarmanna 6,2%, Sjálfstæðisflokkur 44,3%, Alþýðu- bandalag 14,2% og Samtök um kvennalista 5,9%. Onnur framboð fengu 1%. Skoðanakönnun þessi fór fram um síðustu helgi og sá SKÁÍS, Skoðanakannanir á íslandi, um framkvæmd hennar. Hringt var í 800 einstaklinga, 400 karla og 400 konur 18 ára og eldri, og var unnið eftir skrá Landsimans um símnot- endur. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í Helgarpóstinum á fimmtudaginn. Af þeim sem lentu i úrtakinu vildu 63 ekki svara, 81 ætlaði ekki að kjósa eða skila auðu og 177 voru óákveðnir. Stjöraubío: „Sylvester^ með Melissu Gilbert STJÖRNUBÍÓ hefur nú tekió til sýn- inga nýja bandaríska bíómynd, „Sylv- ester“, með Melissu Gilbert í aóal- hlutverki, en hún er einna frægust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum „Húsió á sléttunni" þar sem hún lék Lauru. í myndinni verður hún munaðar- laus aðeins 16 ára gömul og sér um uppeldi tveggja litilla bræðra sinna. Hún á sér þó aðeins einn draum - að temja hestinn Sylvester Stallone og keppa á honum til sigurs. Mynd þessi er fyrir alla fjölskyld- una. Leikstjóri er Tim Hunter og auk Melissu fara þeir Richard Farnsworth og Michael Schoeffling með aðalhlutverk. Myndin er sýnd í Stjörnubiói alla daga kl. 15.00, Melissa Gilbert og hesturinn hennar 17.00,19.00,21.00 og 23.00. Sylvester Stallone. Þátttakendur á fundi fulltrúaráðs Kaupmannasamtaka íslands. Breytingar í starfi Kaupmannasamtakanna Kaupmenn hyggja nú á nokkrar breytingar i rekstri samtaka sinna, Kaupmannasamtaka fs- lands, stéttinni og viðskiptavinum til góða. Þetta kom fram á fundi fulltrúaráðs Kaupmannasamtak- anna, sem haldinn var í Munaðar- nesi i lok október. Þátttakendum i fundinum var skipt í 3 hópa, sem fjölluðu um þrjú meginatriði: Breytingar á atkvæðisrétti félagsmanna, vandamál dreifbýlisverslunarinn- ar og nýjungar í starfi Kaup- mannasamtakanna. Miklar umræður urðu um öll þessi mál, en umræðustjórar hvers hóps gerðu grein fyrir helstu nið- urstöðum siðari fundardaginn. Umræðustjórar hópanna voru þeir Guðjón Oddsson, varaformaður Kaupmannasamtakanna, Kol- beinn Kristinsson, stjórnarmaður í KÍ, og Hreinn Sumarliðason, erindreki samtakanna. Þátttak- endur voru 30 talsins, en auk þeirra tóku formaður samtakanna, Sigurður E. Haraldsson, og fram- kvæmdastjórinn, Magnús E. Finnsson, þátt í umræðunum ásamt starfsmönnum KÍ og sátu fyrir svörum hjá umræðuhópun- um. Þótti þessi tilhögun gefa góða raun og ríkti almenn ánægja með þær niðurstöður, sem fengust á fundinum. Meðal þess sem fram kom á fundinum var það álit nefndar að stofna þurfi fleiri sérgreinafélög innan samtakanna, t.d. fyrir stór- markaði, sportvöruverslanir, myndbandaleigur og fleiri greinar verslunar. Sérgreinafélögin hafa að undanförnu starfað af meira kappi mörg hver en um árabil og haldið fjölmenna fundi þar sem málefni kaupmanna og neytenda hafa verið til umræðu. Dreifbýliskaupmenn töldu að samgöngumál innan landsfjórð- unganna væru í megnu ólagi, en samgöngur til og frá Reykjavík hinsvegar orðnar öruggar. Kom fram að sum byggðarlög væru I stórri hættu, var þar bent á Suður- eyri við Súgandafjörð sem dæmi. Þá töldu kaupmenn að birgðahald kaupmanna úti á landi væri þung- ur baggi, auk þess sem heildsalar sendu vöruna ekki flutningsfrítt eins og matvörudeild Sambandsins gerir til kaupfélaganna. Miklar umræður urðu um eigin innflutn- ing verslana á landsbyggðinni, ennfremur hugmynd um birgða- stöð landsbyggðarverslunarinnar utan Reykjavíkur, og voru þar nefnd Borgarnes og Hrútafjarðar- botn sem hentugir staðir fyrir slíka stöð. ótal margar hugmyndir komu frá nefndinni, sem fjallaði um nýjungar í starfi Kaupmannasa'm- takanna, sem vísað var til fram- kvæmdastjórar. Er augljóst að margar þær tillögur eiga eftir að sjá dagsins ljós áður en langt um líður. Framkvæmdastjórnin fjall- aði um niðurstöður fundarins í Munaðarnesi á fundi sínum á Sel- fossi nýlega. (Frá Kaupmannasamtökunum.) raðauglýsingar — raöauglýsingar — radauglýsingar | | tilboó — útbod ID ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir til- boöum í eftirfarandi: 1. Aðveituæð að kyndistöö við Réttarháls. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 5. des- embernk.kl. 11.00. 2. Geymar á Öskjuhlíð holræsa- og vatns- lagnir. Tilboðin verða opnuð miövikudaginn 4. des- embernk. kl. 11.00. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skila- tryggingu fyrir hvort verk fyrir sig. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 húsnæöi óskast íbúð óskast 4-5 herbergja íbúö óskast í Hlíða- eða Smáíbúðahverfi. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt:„í —3273“. Skrifstofuhúsnæði Óska eftir 100 fm skrifstofuhúsnæði á leigu nálægt vesturhöfn. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Leiguhúsnæði — 8984“. Mosfellssveit — viötalstími Hreppsnefndarmennirnir Magnús Sigsteinsson oddviti og Þengill Oddsson læknir veröa til viötals í Hlégaröi fimmtudaginn 28. nóv. kl. 17-19. Sjálfstæöisfélag Mosfelllnga. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði í Hafnarfirði Jólafundur félagsins veröur haldlnn 1. desember i Fjaröarseli (iþrótta- húsi Hafnarfjaröar) og hefst kl. 20.30, stundvíslega. Jólafundurinn veröur meö f jölbreyttri dagskrá og hinu vinsæla happdrætti. Sjálfstæöiskonur eru hvattar til aö mæta vel og taka meö sér gesti. Jólanefndin. Sjálfstæðiskvennafélag ísafjarðar Fundur þriöjudaginn 26. nóvember nk. kl. 21.00 í sjálfstæöishúsinu 2. hæö. Dagskrá: I lok kvennaáratugar: 'Hvað hefur áunnist?" 'Hvaöer framundan?" Frummælendur: Björg Einarsdóttir, Reykja- vik. Sigrún C. Halldórsdóttlr, Isaflröi. Kolbrún Halldórsdóttir, isafiröi. Umræöur. Kaffiveitingar. Félagskonur fjöl- menniö og takiö meö ykkur gesti. Stjórnin. Kópavogur — spilakvöld Spilakvöld sjálfstæóisfélaganna í Kópavogi veröur i Sjálfstæöishúsinu Hamraborg 1, i kvöld, þriöjudaginn 26. nóvember, kl. 21.00 stundvís- lega. Góö kvöldverölaun. Mætum öll. Stjórnin. Sjálfstæðiskonur — Opið hús Landssamband sjálfstæöiskvenna og Hvöt, félag sjálfstæöiskvenna í Reykjavík, hafa opiö hús í Valhöll, kjallarasal, í hádeginu fimmtudaginn 28. nóvember. Sjálfstæöiskonur mætum allar og spjöllum saman. Léttur málsveröur veröur á boöstólum fyrir konur og börn sem aö sjálfsðgöu eru velkom- in. Stjórnirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.