Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ1913 268^bl^2^rg^ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mannskæðasta flugrán sögunnar: Egyptar kenna iibýu um ránið Valletu, 25. nóeember AP. EGYPZK stjórnvöld hafa sent herlid til landamæranna við Líbýu. Halda þau því fram, að stjórn Líbýu hafi staðið að baki ráninu á egypzku far- þegaþotunni, sem átti sér stað um helgina. Sextíu manns biðu bana í þessu flugráni og tugir manna særðust Á meðal hinna látnu voru 9 börn. Er því Ijóst, að þetta er mannskæðasta flugrán sögunnar. Á sunnudagskvöld sprengdi egypzk vikingasveit sér leið inn i þotuna með leifturárás, þar sem hún stóð á flugvellinum í Valletta á Möltu. Flugræningjarnir köst- uðu þá handsprengjum að far- þegunum og skutu á þá með byss- um sínum. Mikill eldur kom upp og breiddist hann hratt út um þotuna. Er talið, að margir þeirra 58 manna, sem þarna týndu lifi, hafi farizt í eldi og reyk. Áður höfðu ræningjarnir myrt banda- riska konu og varpað líki hennar út úr flugvélinni. Enn einn far- þeginn lézt af sárum sinum, skömmu eftir að hann hafði verið fluttur á sjúkrahús i Valletta. Fjórir flugræningjanna létu lif- ið, en sá fimmti er enn á lifi en mikið særður. Egypzka farþegaþotan, sem var af gerðinni Boeing 737, var á leið frá Áþenu til Kairó á laugardags- kvöld, er henni var rænt. Neyddu flugræningjarnir flugstjórann til þess að fljúga til Möltu og lenda þar. Með vélinni voru 92 farþegar ogömanna áhöfn. Egyptar sendu síðan herflugvél með sérþjálfaða víkingasveit til Möltu til þess að freista þess að bjarga farþegum og áhöfn þotunn- ar úr klóm flugræningjanna. Sveitin lagði svo til atlögu á sunnu- dagskvöld, eftir að flugrænin- gjarnir höfðu skotið átta af far- þegunum — þar af einn til ólífis Egypzk stjórnvöld héldu því fram i dag, að klofningshópur úr Frelsisfylkingu Palestínumanna (PLO) bæri ásamt Líbýu ábyrgð á flugráninu. Af hálfu PLO hefur því verið lýst yfir, að þau samtök hafi ekki átt neina aðild að þessu flugráni. Líbýustjórn sór í dag einnig af sér alla ábyrgð á flugrán- inu. Bandaríkjastjórn lýsti því yfir í dag, að hún styddi heilshugar þá ákvörðun egypzku stjórnarinnar að binda með hervaldi enda á flug- ránið en harmaði jafnframt, hve margir létu lífið. Brezka stjórnin tók í sama streng og sagðist dást að einarðri afstöðu Egypta og Möltubúa en harma dauða svo margra saklausra manna. Sjá nánari fréttir á bls. 22 og 23. Einn þeirra, sem særðust en komust þó lífs af í flugráninu, sést hér borinn í sjúkrabfl, sem flutti hann á sjúkra- húsí Valletta. Kaupmannahöfn, 25. nóvember. Frá Niln Jörgen Bruun, frélUrit- vi Morpinblaósins. DANSKI Grænlandsmálaráðherrann, Tom Höy- em, hefur vakið pólitíska ólgu með ummælum sínum um Grænland og Grænlendinga f dönsku blaði, „Ugeavisen Kebenhavn". Ráðherrann sagöi, að hann óttaðist útbreiðslu alnæmis (AIDS) á Grænlandi vegna almenns lauslætis landsmanna. Ráðherrann sagði einnig, samkvæmt því sem blaðið segir, að unnt væri að draga verulega úr „BlóÖþyrst villidýr — sagði flugstjórinn, sem felldi foringja flugræningjanna með öxi 66 ValletU, Möltu, 25. nóvember. AP. HANI GALAL, flugstjóri egypsku þotunnar, lýsti því f dag á frétta- mannafundi þegar hann felldi einn flugræningjanna með öxi í sömu mund og egypsku hermennirnir létu til skarar skríða. „Þetta var sannkallað víti,“ sagði Galal um flugránið, sem endaði með þeim ósköpum, að um 60 manns féllu þegar flugræningjarnir köstuðu handsprengjum og skutu á farþegana. Sagði hann, að egypsku hermennirnir hefðu bjargað því, sem bjargað varð. Galal sagði, að foringi flug- ræningjanna hefði beint að hon- um skammbyssu allan tímann og haft það að gamanmálum þegar einhver farþeganna var særður og hlegið dátt þegar ein- hver var skotinn til bana. Þegar egypsku hermennirnir sprengdu gat á flugvélina til að komast inn brást foringi flugræningjanna við með því að kasta hand- sprengju inn í farþegarýmið, sneri sér síðan aftur að Galal og skaut á hann. Kúlan straukst aðeins við Galal, sem greip öxi og keyrði hana í ræningjann. Féll hann í gólfið og kvaðst Galal halda, að hann hefði drepið hann. Flugræningjamir tóku öll völd í vélinni tfu mínútum eftir að hún fór frá Aþenu. Skömmu síðar kom til átaka og féll þá einn egypskur öryggisvörður og flugfreyja og einn flugræningj- anna særðust. Var síðan áhöfnin neydd til að lenda vélinni á Möltu. Flugræningjarnir fóru þar fram á að vélin yrði fyllt af eldsneyti og kváðust ella mundu drepa einn farþega á 15 minútna fresti. Sagði Galal, að málhreim- ur mannanna hefði bent til, að þeir væru Palestínumenn. Galal sagði, að flugræningj- arnir hefðu verið „blóðþyrst villi- Flugstjóri egypzku farþegaþotunnar sýnir með flngrinum, hvar á höfðinu hann særðist af byssukúlu, sem skotiö var á hann af foringja flug- ræningjanna. dýr,“ sem hefðu safnað saman vegabréfum allra farþeganna og byrjað á þvf að drepa Israela og Bandaríkjamenn. Tom Höyem. þessari hættu, ef heilbrigðisþjónust- an, sem ríkið annast, léti Grænlend- ingum ókeypis verjur í té — en, bætti ráðherrann við — líklega yrði það aöeins til þess, að verjurnar yrðu blásnir út eins og blöðrur. Höyem hefur reynt að skýra ummæli sin nánar og sagt, að hann hafi ekki meint neitt illt með þess- um orðum. En formaður stjórnar- andstöðuflokksins, Atassut, Otto Steenholdt, hefur haft samband við Poul Schlöter forsætisráðherra og krafist afsagnar Höyems. Ste- enholdt segir, að ummælin séu langt fyrir neðan virðingu ráð- herra og beri vitni um kynþátta- fordóma. Arkaluk Lynge, sem er í vinstri- flokknum Inuit Ataqatigiit og fer með félagsmál fyrir hönd græn- lensku landsstjórnarinnar, hefur krafist þeSs, að Tom Höyem biðji Grænlendinga opinberlega afsök- unar. Afsökunarbeiðni ráðherrans hefur þegar verið lögð fram og kveðst hann mjög harma ummæli sin f blaðinu. Kolbrunnin flugvélin að innan blasir við í gegnum opnar farþegadyrnar, sem sprengdar voru upp, er ráðizt var til uppgöngu í vélina. Tom Höyem Grænlandsmálaráðherra: Biður Grænlend- inga afsökunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.