Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985
Hringurinn gefur
út tvö jólakort
JÓLAKORT barnaspítala Hrings-
ins eru komin út. Að þessu sinni
eru þau tvö. Annað þeirra er með
mynd af glugga úr Flateyrarkirkju
eftir Leif Breiðfjörð, en hitt kortið
er hannað af Hansínu Jensdóttur.
Allur ágóði af sölu kortanna renn-
ur til barnaspítala Hringsins, segir
í frétt frá barnaspítalasjóðnum.
Helstu útsölustaðir eru: Versl-
unin Metra sf., Ingólfsstræti 6,
Hagkaup Skeifunni, Penninn
Hafnarstræti, verslunin Kistan
Laugavegi 99, Stefánsblóm Njáls-
götu 65 og Barnaspítali Hringsins.
Einnig er hægt að nálgast kortin
hjá félagskonum.
Skemmtun í Fé-
lagsheimili Fáks
SKEMMTUN fyrir hestamenn og
velunnara þeirra verður haldin í
hinu nýja Félagsheimili Fáks á
Víðivöllum nk. föstudag 29. nóv-
ember.
Þar munu koma fram margir
góðir skemmtikraftar, veitingar
verða á boðstólum og stiginn verð-
ur dans. Skemmtunin hefst kl.
20.30 og verða miðar seldir í félags-
heimilinu.
(Fréttatilkynning)
HÖFUM OPNAÐ
HEILSUMARKAÐ
í Hafnarstræti 11, Reykjavík.
Mikiö úrvai af heilsuvörum, vítamín, snyrti-
vörur, ávextir, grænmeti, brauö, korn,
baunir o.m.fl. Bætiö heilsuna, veriö velkom-
in.
Heilsu- 00
markaðurinn
Hafnarstræti 11. Sími 622323.
MorgunblaöiÖ/Júlíus
Sigurður Björgúlfsson og Hróbjartur Hróbjartsson arkitektar, Hilmar Guðlaugsson fulltrúi í framkvæmdanefnd
vegna bygginga stofnana í þágu aldraðra, Pill Gíslason formaður nefndarinnar, Jóna Gróa Sigurðardóttir fulltrúi
og Brynhildur Andersen varafulltrúi fyrir framan Seljahlíð, dvalarheimili aldraðra.
Seljahlíð tilbúin í vor
I húsinu eru 60 einstaklingsíbúðir og
10 hjónaíbúðir fyrir aldraða
DVARLARHEIMILI og íbúðir fyrir
aldraða eru nú í byggingu við Hryggj-
arsel í Breiðholti. Hafa byggingar
þessar hlotið nafnið Seljahlíð. Dval-
arheimilið er byggt fyrir tilstuðlan
Framkvæmdanefndar vegna bygg-
inga stofnana í þágu aldraðra, en
hana skipa Páll Gíslason formaður,
Hilmar Guðlaugsson, Jóna Gróa
Sigurðardóttir, Magnús L. Sveins-
son, Hólmfríður R. Arnadóttir, Gylfi
Guðjónsson og Adda Bára Sigfús-
dóttir. Með nefndinni starfa félags-
málastjóri og aóstoóarborgarverk-
fræðingur.
Blaðamönnum voru sýndar
nokkrar íbúðir í Seljahlíð og við
það tækifæri sagði Páll Gíslason
formaður framkvæmdanefndar-
innar að þetta heimili væri ætlað
öldruðu fólki sem ekki væri fært
um að annast eigið heimilishald.
Þarna verða 60 einstaklingsíbúðir,
28 fm. að stærð og 10 íbúðir fyrir
hjón, sem eru 52 fm. Auk þess
fylgir hverri íbúð geymslurými í
kjallara. í hverri íbúð er bað með
sturtu og lítill eldhúskrókur með
vask og kæliskáp. Sérstakt viðvör-
unarkerfi verður í íbúðunum og
verður hægt að ná talsambandi við
vaktherbergi. Við hönnun hússins
var miðað við að hægt væri að
komast um það allt á hjólastól.
Dvalarheimilið er þrjár hæðir
auk kjallara, samtals 18.149 fm.
að stærð. A lóðinni verða einnig
parhús, samtals 18 íbúðir, sem
boðnar verða til sölu fyrir aldraða.
íbúar þeirra hafa aðgang að allri
þjónustu og félagsstarfi dvalar-
heimilisins. Á lóðinni verða upp-
hitaðir göngustigar og gróðurreit-
ir.
Hægt verður að setja upp eldun-
araðstöðu í íbúðunum fyrir þá sem
þess óska, en í húsinu verður
matsalur fyrir um 100 manns og
fullkomið eldhús. Þar verða einnig
setustofur, spilasalur, heilsurækt-
arsalur, garðhús með setlaug, hár-
greiðslustofa, fótsnyrtistofa versl-
un o.fl. Þá verður séð fyrir læknis-
hjálp, hjúkrun og endurhæfingu.
Einnig er aðstaða fyrir föndur og
alls kyns félagsstarf og geta aldr-
aðir íbúar í nágrenninu tekið þátt
íþví.
Heimilið er sérstaklega hannað
með þjónustu og eftirlit fyrir aldr-
aða í huga. tbúunum verður séð
fyrir öllum máltíðum og þrifum á
íbúðum.
Páll Gíslason sagði að gert væri
ráð fyrir að flutt verði inn í fyrstu
íbúðirnar í mars eða apríl og þær
síðustu verði tilbúnar i maí. Þá
verður unnt að ganga frá lóðinni
og síðan verður gróðursett á lóð-
inni í júní.
Hann sagði að þetta væri í fyrsta
sinn sem íbúðir með þessu sniði
væru byggðar á vegum Reykjavík-
urborgar. „Borgin þarf að hafa
húsnæði til þess að geta veitt öldr-
uðu fólki þá þjónustu sem það
þarfnast. Seljahlíð á eftir að koma
hreyfingu á þessi mál. Fólk sem
hefur verið á stofnunum borgar-
innar, þar sem þjónusta er minni
flyst vafalaust hingað og þá losnar
aftur pláss fyrir þá sem ekki þurfa
á eins mikilli þjónustu að halda".
Arkitektar eru þeir Hróbjartur
Hróbjartsson og Sigurður Björg-
úlfsson, verkfræðingar eru Al-
menna verkfræðistofan, Rafhönn-
un og Verkfræðistofan önn og
landslagsarkitekt er Pétur Jóns-
son. Byggingadeild borgarverk-
fræðings, undir stjórn Guðmundar
Pálma Kristinssonar verkfræðings
hefur haft umsjón með hönnun,
gerð útboðsgagna og byggingaeft-
irliti. Þeir Jóhannes Benediktsson
tæknifræðingur og Kristinn Guð-
mundsson húsasmíðameistari
hafa eftirlit með framkvæmdun-
um.
Ármannsfell hf. byggði Seljahlið
og skilaði húsinu tilbúnu undir
tréverk og fullbúnu að utan í okt-
óber sl.. Byggingafélagið Höfði sér
um lokafrágang hússins og er gert
ráð fyrir að honum verði lokið 1.
mars 1986. Lóðafrágangi á að ljúka
samtimis í kringum vistheimilið
og parhúsin, en um hann sjá B.J.
verktakar.
Doktor í hagsögu frá
Háskólanum í Lundi
Frá Pétri Péturssyni, frétUriUra Morgun blaösins í Lundi Sríþjóö.
Magnús S. Magnússon varði dokt-
orsritgerð sína við hagsögudeild
Haskolans i Lundi þann 16. nóvem-
ber sl. Ritgerðin er á ensku og ber
heitið: Iceland in Transition; Labour
and socio-economic change before
1940. Hún er tæplega 300 síður og
er gefin út í bókarformi af félagi
hagsögufræðinga í Lundi (Ekono-
misk-Historiska Föreningen).
Bókin skiptist í átta aðalkafla
og þar er að finna fjölda línurita
og taflna er sýna þróun einstakra
þátta þeirra efnahags- og þjóð-
félagsbreytinga sem átt hafa sér
stað einkum á tímabilinu 1880-
1940. Fæst af þessu hefur birst
áður enda er hér um frumrann-
sóknir að ræða. Höfundur fjallar
einkum um þróun fiskiðnaðar úr
frumstæðum hjábúskap bænda
yfir í háþróaðan tæknivæddan
atvinnuveg og tengir þette öðrum
þáttum hagsögunnar svo sem
kaupgjalds- og verðlagsmálum,
upptökum og samtökum verka-
lýðsstéttarinnar, tryggingarlög-
gjöf og atvinnumarkaðinum al-
mennt.
Magnús S. Magnússon er fæddur
árið 1953. Hann lauk BA-prófi í
sagnfræði og félagsfræði frá Há-
skóla f slands árið 1976 og hóf sama
ár nám í hagfræði og síðar hagsögu
við Háskólann í Lundi. Foreldrar
hans eru Magnús Þorsteinsson
fyrrverandi skipstjóri og Helga
Guðbjörnsdóttir. Magnús er
Dr. Magnús S. Magnússon
kvæntur Guðrúnu Óskarsdóttur
félagsfræðingi og eiga þau þrjú
börn.
J Líneil c ^gLr******* (tk IV' SÆNSKUR KVENFATNAÐUR STÆRÐIR S-M-L-XL-XXL.
Laugavegi 62 — 101 Reykjavík — Sími 23577 Póstsendum