Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 41 Minning: Finnur Kristján Halldórsson sjómaöur Fæddur 30. maí 1962 Dáinn 20. nóvember 1985 Að eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E.B.) Oft er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Því er erfitt að trúa nú þegar vinur okkar og skipsfélagi, Pinnur Kristján, er látinn í blóma iífsins, aðeins 23 ára gamall. Okkur skipsfélögunum varð ósjálfrátt hugsað hver til- gangurinn væri, þegar grunur okkar var staðfestur síðastliðinn mánudag þegar vinur okkar og starfsfélagi, Finnur Kristján Halldórsson, fannst látinn í höfn- inni í Vestmannaeyjum. Sorgleg staðreyndin blasti við. Fjörmikill Tappinn (en það var gælunafn hans hjá okkur félögun- um) svo skyndilega á brott numinn að vart verður trúað. Stórt skarð er höggvið í sam- hentan hóp. Finnur heitin réðst á Bergeyna fyrir tæpum tveimur árum. Féll hann strax vel inn í móral þann er fyrir var. Síbros- andi, léttur og hress. Með afbrigð- um þægilegur í umgengni og sner- ist strax margt gamanið í kringum hann. Því er erfitt að sætta sig við það þegar jafn góður drengur og Finnur Kristján, fullur af hreysti og lífsgleði, er hrifinn burt jafn skyndilega og raun varð á. En ekki þýðir að deila við alvaldinn. Tíminn var kominn. Einum skips- félaganum varð á orði: „Þetta er það eina er maður veit fyrir víst um lífið, það tekur enda.“ Nú er Finnur Kristján kominn á lygnan sjó og farinn að stunda ný mið, en minningin mun lifa um góðan dreng. Við skipsfélagarnir og fjölskyld- ur okkar vottum ykkur, Jenný, Halldór og systkini, okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að veita ykkur styrk í sorginni. Sverrir Gunnlaugsson og skips- höfn Bergeyjar VE 544. Sigurbjörg J. Guð- mundsdóttir - Minning Fædd 17. febrúar 1909 Dáin 5. nóvember 1985 Tengdamóðir mín hefur loksins fengið langþráða hvíld úr þessari jarðvist. Langþráð hvíld er komin. Hún var mjög trúuð kona og kveið aldrei fyrir umskiptunum. Sigurbjörg var einstök kona fyrir margra hluta sakir, hún reyndi margt, í bernsku missir hún föður sinn ung. Hann ferst í sjóslysi árið 1912 skammt fyrir utan Þingeyri, fólk í landi horfir á, ekkert er hægt að gera, mennirnir ósyndir, engar línur, ekkert sem til er í dag. Ekkjan unga neyðist til að senda börnin sín í burtu, á aðra bæi, en fer sem ráðskona til Jóns Jónssonar á Vésteinsholti með yngsta barnið með sér, en seinna kemur Sigurbjörg til hennar aftur. Hún er fædd í Hrauni, Keldudal, 17. febrúar, í Dýrafirði. Foreldrar hennar voru Kristín Aðalsteins- dóttir og Guðmundur Guðmunds- son. Þau komu upp stórum barna- hópoi og eru þrjú á lífi; Jón í Hafnarfirði, Kristján á Akranesi og Bergþóra á Minni-Grund. 1930 flytur hún til Reykjavíkur, en var áður að vinna á spítalanum á Þingeyri um tíma. í Reykjavík vinnur hún sem vinnukona eins og þá var títt, fyrst hjá Garðari Gíslasyni stórkaupmanni og hjá Knút Zimsen borgarstjóra. Sigurbjörg giftist 9. september árið 1932 Eyjólfi Eyjólfssyni, mætum manni frá Bakkarholti I Ölfusi og er óhætt að segja að það varð gæfa þeirra beggja. Þau byrjuðu sinn búskap á Sjafnargötu 5 hér í borg og keyptu seinna húsið Týsgötu 7, þar sem þau eignuðust sín börn, en þau eru: Kristín Guðmunda, gift Guð- mundi Sæmundssyni og eiga þau tvö börn; Eyjólfur, kvæntur Kristjönu Einarsdóttur og eiga þau fjögur börn; Guðrún Gerða, gift Gunnari Klingbeil, á þrjú börn; Friðgeir, dó ungur, á þriðja ári; Sigurbjörg, hennar maður var Ásbjörn Österby, hún á fimm börn; Helga, gift undirrituðum og eiga þau fjögur börn; síðastur kom drengur sem lifði í tvo mánuði, dó óskírður. Barnabarnabörnin eru orðin tvö. Heimilið stóð ávallt öllum opið og var oft gestkvæmt á „Týgó“. Eyjólfur heitinn hafði skóverk- stæði i sama húsi og fylgdi því oft erill sem hvíldi á húsmóðurinni, en öllu var tekið með rósemi og umhyggju sem einkenndi hana. Eftir hana liggja ýmsir munir sem hún vann í sínum tómstundum. Því alltaf var verið að hannyrða eða sauma. Þegar hún var orðin ein seldi hún húsið sitt á Týsgötunni og fluttist á Bjargarstíg 7 og bjó þar síðustu árin. Kynni okkar hófust þegar ég kynntist dóttur hennar. Við byrj- uðum okkar búskap hjá henni og hún lét búa til íbúð fyrir okkur á efstu hæðinni á Týsgötunni. Við vorum þar í fjögur ár. Það sýnir best góðmennsku hennar að það voru aldrei árekstrar á þessum tíma. Hún var alltaf tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd. Hún var glaðlynd að eðlisfari og við áttum margar stundir saman þar sem við röbbuðum um gamla tíma. Það var alltaf mikil gleðistund hjá börnunum þegar amma kom í heimsókn, hún átti alltaf eitthvað handa þeim. Við vorum svo lánsöm að hún var hjá okkur síðustu jól og ára- mót, sem hún lifði, þá orðin veik af þeim sjúkdómi sem varð yfir- sterkari. Ég bið Guð að geyma hana. Hún var orðin sátt við þetta og hún trúði á annað líf. Ég bið Guð að styrkja ástvini hennar. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Gunnar Bjarnason Minning: jr _ Oskar Rafn Magnússon Þann 16. nóvember sl. lést á Grensásdeild Borgarspítalans Óskar Rafn Magnússon, Hring- braut 90, Reykjavík. Óskar hafði átt við vanheilsu að stríða síðastliðin 6 ár. Hann fór til London fyrir einu ári og var þar gerð á honum hjartaaðgerð, sem virtist ætla að heppnast vel. Þegar líða tók á árið kom í ljós að hann þoldi ekki lengur nauðsyn- leg hjálparmeðöl og eftir það var aðeins ein leið framundan. Hann var á Borgarspítalanum og Grens- ásdeildinni síðustu 8 vikurnar og naut þar hjálpar lækna og hjúkr- unarfólks. Þar var allt gert fyrir hann sem hægt var svo honum liði sem best. Vil ég færa þessu ágæta fólki þakkir aðstandenda. Óskar Rafn fæddist í Vestmannaeyjum 5. janúar 1916, en þegar hann var aðeins 2ja ára fluttist móðir hans með hann að Stóru-Skógum í Borgarfirði, en þar ólst hann upp við sveitastörf, vegavinnu og fleiri þeirra tíma störf. í Reykholti var han við nám í 2 ár, eða 1936—1938. Eftir það flutti hann ásamt móður sinni til Reykjavíkur, en þá settist hann við nám í Samvinnuskólanum og lauk þaðan prófi 1939. Eftir það fór hann til sjós nokkrar vertíðir. Sagði hann að auraráð hafi verið svo lítil að hann hafi neyðst til að selja námsbækur sínar til að geta keypt stígvél og stakk. Eftir að hann hætti á sjónum gerðist hann verslunarstjóri í Sápuhúsinu við Austurstræti í nokkur ár, en síðan skrifstofumaður í Alþýðubrauð- gerðinni í nær 30 ár, eða til 1978. Eftir það, eða síðustu starfsárin, starfaði hann sem húsvörður, fyrst hjá Olíufélaginu hf. en þó lengst af hjá Samvinnutryggingum g.t., Ármúla3. Ef litið er yfir farinn veg og hugað að mannkostum óskars, þá virðist svo sem hann hafi haft það að meginreglu að takast á við þau verkefni sem hann var viss um að ráða við óaðfinnanlega. Launin voru ekki alltaf það sem mestu máli skipti, heldur hitt að starfið væri vel af hendi leyst og hvort sem það var auðvelt eða vanda- samt bar hann þá göfugu hugsjón í brjósti að leysa það óaðfinnan- lega. Viðhorf hans til samferðafólks- ins speglast nokkuð vel í stuttu samtali sem birtist í Gjallarhorn- inu í mars 1981. En þar segir B.Þ.Kr.: „Einn þeirra vinnufélaga hér í Ármúla 3, sem jákvæða athygli mína vakti strax, var einn hús- varðanna; Óskar Rafn Magnússon. Hvern morgun hefur það glatt og hresst hug minn að mæta sklnandi ,’***,«* sólskinsbrosi þessa hljóðláta, glaða manns og meðtaka hlýleg orð hans.“ Það má segja um Óskar að hann var friðsamur og hjálpfús maður og alveg laus við þann löst að öfunda eða ágirnast. Hann gætti þess vel að eyða ekki meiru en hann aflaði. Hann sleit skónum áður en hann lagði þá til hliðar. Þann 1. desember 1944 gekk Óskar að eiga eftirlifandi eigin- konu, Sigrúnu Halldóru Ágústs- dóttur. Þau eignuðust 2 syni og eiga nú 7 barnabörn. Þau bjuggu lengst af á Hringbraut 90, keyptu > þar 2ja herbergja íbúð. Þar þótti mörgum gott að koma. Rausn á þessu litla heimili fór ekki eftir stærð íbúðar heldur öllu fremur hjartastærð þeirra hjóna. Þeir eru margir sem eiga óskari og Sillu mikið að þakka. Á sambúð þeirra bar aldrei skugga og má segja að sól hafi aldrei sest á þeirra heimili. Má segja að mottó lífs þeirra hafi speglast í þessu erindi: Sál þín er sól. — En hvort hún skín í heiði Guðs himinljóma, valdi þinu er á. Lát mildi og ástúð rýma úr hug þér reiði og raupi og hatri, — fegurst skín hún þá. . Óskar, þessi ágæti maður, verð- ur borinn til hinstu hvílu þessa heims í dag, þriðjudaginn 26. nóv- ember. Konu hans, sonum og barna- börnum votta ég samúð á þessari kveðjustund. „Ég get ekki kvatt þig svo vel sem ég vil, en hjartað, hjartað talar í hljóði þín til.* Guðgeir Ágústsson Blómastofa Ffiöjinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öilkvöld til kl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. /OL/\ PRÍK FARA f/tótA Oct \/^KIlTU UEG- feöf^K/. Ný plata um Óla væntanleg! Hverri plötu og snældu tylgir textablað og líka myndabók um Óla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.