Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 52
VJterkurog >3 hagkvæmur auglýsingamiðill! ffguntfnfetfe BTT HORT AliS SHAAR ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Könnun á húsnæöis- málum meðal 18—29 ára: 95 % styðja sjálfseign- arstefnuna MIKILL meirihluti fólks á aldrinum 18—29 ára hér á landi styður sjálfs- eignarstefnuna í húsnæðismálum. Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindadeild Háskóla íslands gerði í sumar að tilhlutan Húsnæðis- stofnunar ríkisins og félagsmála- ráðuneytisins. Tæp 95% þátttakenda i könnun- inni kváðust helst vilja búa í eigin húsnæði. Þá kom fram að fólk á þessum aldri er fylgjandi skyldu- sparnaði ungs fóíks i þágu hús- næðismála, eða tæp 82% þeirra sem spurðir voru. Spurt var um upphæð mánaðar- leigu íbúða og kom fram að meðal- leiga á landinu er um 6.000 krónur á mánuði eða nokkuð mikið lægri en talið var, og ekki viröist vera munur á leigugjaldi á höfuðborg- arsvæðinu og úti á landi. Sjá nánar á bls. 51. * A annað hundr- að manns viðriðn- irokurmálið Á ANNAÐ hundrað manns eru taldir viðriðnir okurmálið svokallaða, meint okurviðskipti Hermanns Björgvinssonar, sem i Sakadórai Kópavogs var úrskurðaður í gæslu- varðhald til mánaðamóta. Tugir manna hafa verið yfirheyrðir og eftir er að yfirheyra fjölda manns. Að sögn Þóris Oddssonar, sem stjórnar rannsókn RLR, má búast við að ( heild verði á annað hundrað manns yfirheyrðir sem grunaðir um lögbrot vegna rannsóknar málsins. Auk okurlagabrota beinist rannsóknin að hugsanlegum brotum á skatta- og gjaldeyrislöggjöfinni. Nöfn 89 manna, sem lánuðu Hermanni fé gegn okurvöxtum, fundust við húsleit hjá honum. Hermann endurlánaði féð gegn enn hærri vöxtum. Jafnframt fundust við húsleitina ávisanir fyrir liðlega 200 milljónir króna svo og gjaldeyrir. Hermann mun hafa skýrt náið frá viðskiptum sínum og meðal annars gefið lög- reglu heimild til þess að kynna sér bankareikninga auk ávisanavið- skipta. RLR fór fram á heimildir banka til þess að skoða bankavið- skipti og neitaði einn bankanna, Búnaðarbanki íslands. RLR leitaði til Sakadóms Reykjavíkur um heimild til þess að fá umbeðin gögn ogféll úrskurður RLR í hag. Tölur úr prófkjöri sjálfstæðismanna klukkan 02: Davíð, Magnús L. og Katrín voru í þremur efstu sætum — þegar 1000 atkvæði af 5.257 höfðu verið talin ÞEGAR talin höföu verið 1.000 atkvæði af 5.257 í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar á næsta ári hafði Davíð Oddsson borgarstjóri hlotið flest atkvæði, 972 að tölu, þar af 926 í fyrsta sæti. Næst flest atkvæði hafði hlotið Magnús L. Sveinsson, formaöur Verslunarmannafélags Reykjavíkur, samtals 696, þar af samtals 286 í fyrsta til annað sæti. Þriðja var Katrín Fjeldsted læknir með samtals 680 at- kvæði, þar af 336 í fyrstu þrjú sætin. Fjórði var Páll Gíslason læknir, með samtals 645 at- kvæði þar af 359 í fyrstu fjögur sætin. Fimmti var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lögfræðingur með 559 atkvæði, þar af 329 í fyrstu fimm sætin. Sjötti var Hilmar Guðlaugs- son múrari með samtals 557 atkvæði þar af 352 í fyrstu sex sætin. Sjöundi var Árni Sigfússon rekstrarráðgafi með samtals 514 atkvæði, þar af 354 í fyrstu sjö sætin. Áttundi var Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri með sam- tals 536 atkvæði, þar af 402 í fyrstu átta sætin. Níunda var Jóna Gróa Sig- urðardóttir framkvæmda- stjóri með samtals 510 at- kvæði, þar af 423 í fyrstu níu sætin Tíunda var Hulda Valtýs- dóttir blaðamaður með sam- tals 461 atkvæði, þar af sam- tals 414 í fyrstu tíu sætin. í næstu tveimur sætum voru Sigurjón Fjeldsted skólastjóri og Helga Jóhannsdóttir hús- móðir. Prófkjörið stóð í tvo daga, sunnudag og mánudag, og lauk því klukkan 21 í gærkvöldi. Alls kusu 5.257 manns, en það er tæplega 58% af flokks- bundnum sjálfstæðismönnum í höfuðborginni. Eru þá með- taldir um 400 manns er gengu i flokkinn á meðan á kosningu stóð. Atkvæðisrétt höfðu allir félagsbundnir sjálfstæðis- menn í Reykjavík og þeir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins sem undirritað höfðu inntökubeiðni í sjálfstæðis- félag fyrir lok kjörfundar. Talning atkvæða hófst klukkan 16.30 í gær og voru talningarmenn læstir mni á meðan kjörfundur stóð enn yfir. Talning gekk mjög hægt vegna flókinna reglna um röo- un í sæti. Morgunblaðið/Ámi Seberg. Garöar Ingvarsson, sem stjórnaði talningu í prófkjörinu í gærkvöldi, les upp fyrstu tölur skömmu fyrir miðnætti. Fyrir framan hann sitja. nokkrir þeirra, sem þátt tóku i talningunni. Atkyæðagreiðsla hjá SÍS um Hafskip: Æðstu menn Sambandsins í minnihluta á fundinum MEIRIHLUTI stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga, 5 stjórnarmenn, gekk gegn vilja formanns og varaformanns Sambandsstjórnar sl. laugardag, þegar atkvæðagreiðsla fór fram á stjórnarfundi um hvort stofna ætti sérstakt félag um rekstur Skipadeildar Sambandsins, þar sem Sambandið og sam- vinnufyrirtækin ættu meirihluta, en leitað yrði eftir samvinnu við aðra aðila utan samvinnuhreyfingarinnar. Valur Arnþórsson, stjórnarfor- maður, ólafur Sverrisson, varafor- maður Sambandsstjórnar, Hörður Zóphaníasson og Valgerður Sverr- isdóttir greiddu atkvæði með til- lögunni, en kaupfélagsstjórarnir fjórir, Jónas Jónsson frá Melum, Gunnar Sveinsson, Þorsteinn Sveinsson, Ingólfur Ólafsson og alþingismaðurinn Þórarinn Sigur- jónsson voru tillögunni andvígir. Það sem þykir hvað merkilegast við þessa atkvæðagreiðslu og nið- urstöður hennar, er sú staðreynd að forstjóri Sambandsins, Erlend- ur Einarsson, aðstoðarforstjóri Sambandsins, Axel Gíslason, framkvæmdastjóri Skipadeildar Sambandsins, ómar Jóhannsson og framkvæmdastjóri þróunar- og nýsköpunardeildar Sambandsins, Þorsteinn ólafsson, voru allir til- lögunni hlynntir, enda fjórir þeir síðasttöldu þeir fulltrúar Sam- bandsins sem staðið höfðu í við- ræðum við Hafskip og samið tillög- una sem felld var. Það voru því 4 kaupfélagsstjórar Sambandsins og einn þingmaður sem höfðu með atkvæðum sínum, vilja stjórnar- formanns, varaformanns stjórnar og allra æðstu starfsmanna Sam- bandsins að engu. Viðmælendur blaðamanns Morgunblaðsins töldu í gær að þessi niðurstaða gæti átt eftir að hafa alvarlegar afleiðingar i för með sér, við stjórnun Sam- bandsins. Sjá bls. 4 „Yfirmenn Sambandsins urðu að lúta í lægra haldi**.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.