Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 22 Ránið á egypsku þotunni „Menn grúföu sig nið- ur og lögðust á bæn“ jmmmm AF/Símamynd Lík eins flugræningjanna liggur á jörðinni eftir áhlaupið á sunnudagskvöld. Flugrán tíð fyrir botni Miðjarðarhafs Paris, ValetU. 25. nórember. AP. FARÞEGAR, sem komust lífs af úr egypsku þotunni, hafa lýst flugrán- inu og framferði ræningjanna, sem myrtu einn farþega af öðrum með köldu blóði áður en víkingasveit lét til skarar skríða. Ránið var framið stundarfjórð- ungi eftir að flugvélin hóf sig til flugs, en þá voru flugfreyjur að deila út blöðum og tímaritum. Þá reis einn ræningjanna úr sæti sínu fremst í þotunni, dró skammbyssu upp úr plastpoka, miðaði á menn í áhöfn þotunnar og lýsti yfir flugráni. Nær sam- tímis reis annar ræningi úr sæti aftast í þotunni og skipaði mönn- um að hreyfa sig hvergi. ‘Þetta kom eins og þruma úr heiðsklru lofti og allir viðstaddir voru agndofa . Það ríkti alger þögn, menn grúfðu sig niður og lögðust á bæn,“ sagði Julie Mal- des, foringi 9 stúlkna danshóps frá Filipseyjum, sem fékk að fara frá borði áður en áhlaup var gert á þotuna. Farþegum var því næst skipað að rétta upp hendur og flugfreyj- ur látnar leita á mönnum og hirða vegabréf farþega. Meðan á þessu stóð hófst skotbardagi um borð, 10-20 mínútum eftir að rænin- gjarnir létu til skarar skríða. Elham Dirad, 29 ára Egypti, sá egypskan öryggisvörð rísa úr sæti sínu og skjóta á ræningja, sem voru í framhluta þotunnar. Ræningjarnir svöruðu skothríð- inni og greip þá mikil skelfing um sig meðal farþega og skriðu þeir niður á gólf. Fransarinn Gilbert Briard, var annar tveggja franskra farþega þotunnar, sagðist hafa skriðið undir sæti sitt er víkingasveitin hóf áhlaup sitt. ‘Skyndilega var mikil ringulreið um borð, spreng- ingar heyrðust úr öllum áttum og skothríð kvað við. Flugvélin fylltist af reyk og mér varð erfitt um andardrátt. Eg kúrðist undir sætinu ásamt Egypta og slapp, sem hlýtur að vera kraftaverk. Allt í kringum mig var illa sært fólk, útlimir eins og lappir voru illa leiknir og höfðu jafnvel rifn- að af. Ræningjarnir voru drepnir og það er gott. Áhlaupið virtist taka stutta stund. Þeir sem fremstir voru sluppu betur því ræningjarnir hentu handsprengj- unum aftur eftir flugvélinni. Það kivknaði eldur aftan í henni," sagði Briard. Briard var spurður um fram- ferði ræningjanna og lýsti hann þeim sem ‘fráhrindandi og viður- styggilegum einstaklingum. Einn þeirra hefði verið sérstaklega kaldranalegur og virtist svífast einskis og myrti fimm farþeg- anna. Þeir byrjuðu nær samstundis. í okkar hópi voru tvær ísraelskar stúlkur. Ein þeirra hélt hún ætti að fá að fara frá borði og reis Kaíró, 25. nóvember. AP. TALIÐ er að þrír flokkar hryðju- verkamanna gætu staðið að baki ráninu á egypsku flugvélinni, sem rænt var á leið frá Aþenu og neydd til að lenda í Valetta á Möltu. Egypsk yfirvöld hafa sagt að flokkur, sem klofnað hefur frá frelsissamtökum Palestínu (PLO), beri, ásamt ónefndu arabaríki, ábyrgð á flugrán- inu. Egypsk flugmálayfirvöld segja að ræningjarnir hafi sagt í talstöð að þeir væru útsendarar neðanjarðar- hreyfingar, sem nefnist Byltingar- sveit Egyptalands. Og lítið þekkt hreyfing, Frelsisamtök Egyptalands (ELO), sendi bréf til tveggja dag- blaða í Kuwait og lýstu yfir ábyrgð sinni á verknaðinum. Flokkur, sem nefnir sig Egypska byltingin, lýsti yfir ábyrgð sinni á upp er ræningjarnir lýstu eftir ísraelum. Hún var skotin nær samstundis og líkinu fleygt út um dyrnar. Þeir kölluðu síðan á hina en hún vildi ekki rísa úr sæti sínu. Þeir drösluðu henni úr sætinu og líflétu hana einnig. Því næst kölluðu ræningjarnir á þrjá Bandaríkjamenn í hópi farþega, bundu hendur þeirra fyrir aftan bak. Fyrst skutu þeir piltinn, biðu síðan í um klukku- stund og skutu þá aðra stúlkuna og hina skutu þeir stuttu seinna," sagði Briard. morði á Zvi Kedar, ísraelskum sendiráðsstarfsmanni í Kaíró, í júní 1984, og morð á ísraelska stjórnarerindrekanum Albert At- rakchi 20. ágúst. Talið er að hér geti verið um sömu hreyfingu og Byltingarsveit Egyptalands að ræða. f bréfi, sem Egypska byltingin sendi til vestrænnar fréttastofu eftir banatilræðið 20. ágúst, sagði að ýmsir yfirmenn í egypska hern- um væru reiðir vegna þess að við- búnaður væri mestur við landa- mæri Egyptalands og Líbýu, en ekki þar sem hættan væri mest, við landamæri ísraels. f sama bréfi stóð að friðarsamningur Egypta og ísraela frá 1979 væri til skammar og því hótað að halda áfram árásum þar til „hinir ísra- elsku talsmenn nýlendustefnunn- ar“ færu úr landi. í yfirlýsingum Frelsissamtaka Egyptalands segir: „Flugrán þetta var framið til að vekja athygli allra heiðarlegra araba og heims- ins alls á því ömurlega ástandi, sem ríkt hefur í Egyptalandi síðan Camp David-samningurinn var gerður 1979 og við heimtum að egypska stjórnin rjúfi saminginn tafarlaust." FLUGRÁN hafa verið tíð fyrir botni Miðjarðarhafs að undanfornu. Hér birtist listi yfir helstu flugránin sem framin hafa verið þar á síðasta ári. 3. desember, 1984. Vopnaðir menn taka völdin í flugvél í eigu Kuwait-flugfélagsins, sem var á flugi frá Dubai til Karachi í Pak- istan, og neyddu áhöfnina til að lenda í Teheran. Eftir fimm daga samningaviðræður tókst írönskum öryggisvörðum að komast inn í flugvélina ræningjunum að óvör- um. Tveir hinna fjögurra Banda- ríkjamanna um borð voru myrtir af flugræningjunum. 11. júní, 1985. Sex vopnaðir shít- ar rændu jórdanskri þotu sem var um það bil að hefja sig til flugs frá Beirút og neyddu áhöfnina til að fljúga henni til Túnis þar sem yfirvöld leyfðu henni að lenda. Þeir sneru um síðir aftur til Beirút þar sem farþegunum var hleypt frá borði. Ræningjarnir sprengdu flugvélina í loft upp. 13. júní. í framhaldi af flugrán- inu hinn 11. júní rændi flugræn- ingi þotu frá Líbanon og neyddi áhöfnina til að lenda á Kýpur. Þar gafst flugræninginn upp. 17. júní. Vopnaðir shítar rændu þotu sem var á leið frá Aþenu til Rómar og neyddu áhöfnina til að fljúga til Beirút. Einn Bandarfkja- maður var myrtur. Þrjátíu og níu Bandaríkjamönnum var haldið i gíslingu í 17 daga áður en þeir voru látnir lausir. Auk þess rændu vopnaðir Pal- estínumenn farþegaskipinu Ach- ille Lauro, 7. október, á Miðjarðar- hafi og myrtu 69 ára gamlan Bandaríkjamann. Flugræningjarnir hentu sprengjum í farþegana AF/Simamynd Egypskri víkingasveit tókst að yfirbuga flugræningjana. Hér liggur einn þeirra örendur á flugbrautinni. Hverjir bera ábyrgðina? Sama þotan og flutti ræningja Achille Lauro Kaíró, 25. nóvember. AP. EGYPSKA þotan, sem rænt var í áætlunarflugi frá Aþenu til Egypta- lands, er sú sama og bandarískar þotur neyddu til að lenda á Sikiley með ræningja ítalska farþegaskips- ins Achille Lauro innanborðs. Það var 10. október sl. að bandarískar orrustuþotur flugu í veg fyrir þotuna er hún var á leið frá Kaíró til Túnis með hóp Pal- estínuskæruliða, sem stóðu að ráninu á Achille Lauro. Neyddu þeir þotuna til að lenda á flugvell- inum í Sigonella á Sikiley. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sæmdi flugmennina heiðurs- merkjum við heimkomuna. ValletU, 25. nóvember. EGYPSKA farþegaþotan var yfir eynni Milos á leið frá Aþenu til Kairó þegar flugræningjarnir létu til skarar skríða á laugardagskvöld tuttugu mínútum eftir flugtak. Þeir neyddu flugstjórann til að fljúga til Möltu og lenda á alþjóðlega flugvell- inum Luqa. Þegar eftir lendingu kallaði flugstjórinn flugturninn upp og sagði að ræningjarnir hefðu skotið sjö farþega og hótað að myrða fleiri ef eldsneyti yrði ekki sett á vélina. Boeing 737-þotan gat ekki flogið lengra án þess að fá elds- neyti. Möltubúar neituðu að verða við óskum flugræningjanna nema þeir létu alla farþega lausa. Um 90 farþegar og 6 manna áhöfn var um borð. Egyptar sendu herflugvél með sérþjálfaða víkingasveit innan- borðs til Möltu í því skyni að bjarga farþegaþotunni úr klóm flugræningjanna. Að kvöldi sunnudags gerði víkingasveitin áhlaup. Oll flóðljós á flugvellinum voru slökkt og í skjóli myrkurs hlupu hermennirnir að vélinni. En ræningjarnir höfðu læst öllum dyrum innan frá og þegar Egypt- arnir sprengdu sér leið inn í far- angursrými vörpuðu ræningjarnir þremur handsprengjum á farþega. Vélin varð alelda á svipstundu og að sögn sjónarvotta létu flestir farþeganna lífið í eldinum. Víkingasveitinni tókst að yfir- buga flugræningjana, en mannfall varð mikið. Fjórir ræningjanna létu lífið, en einn þeirra náðist og liggur hann nú á sjúkrahúsi. Tálið er að 60 manns hafi látist, bæði í árásinni og fyrir hendi ræningj- anna áður en árásin var gerð. Þetta er eitt blóðugasta flugrán, sem framið hefur verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.