Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985
51
Morgunbladid/Július
Þeir kvnntu húsnæðiskönnunina; frá vinstrí: SigurAur E. Guðmundsson, fnunkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar
ríkisins, Hallgrímur Dalberg, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra,
Ingi Valur Jóhannsson og Jón Rúnar Sveinsson, báðir félagsfræðingar starfandi hjá Húsnæðisstofnun, og Stefán
Ólafsson, lektor, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskólans.
Húsnæðiskönnun meðal fólks á aldrinum 18—29 ára:
Afgerandi stuðningur
við sjálfseignarstefnuna
I KÖNNUN um húsnæðismál fólks á aldrinum 18-29 ára,
sem gerð var hér á landi í sumar, kemur fram afgerandi
stuðningur við sjálfseignarstefnuna. Tæp 95% þátttakenda
vildu helst búa í eigin íbúð. Annað sem athygli vekur í
könnuninni er hve fólk á þessum aldri er fylgjandi skyldu-
sparnaði ungs fólks í þágu húsnæðismáia. Tæp 82%þátttak-
enda í könnuninni voru hlynnt skyldusparnaði.
Alexander Stefánsson, félags-
málaráðherra, sagði á blaða-
mannafundi í gær, er könnunin
var kynnt, að niðurstaðan varð-
andi skyldusparnaðinn væri
mikilvæg: „Ég held að þetta
sanni að rétt sé að halda áfram
með skyldusparnaðinn. Um
hann hefur verið mjög neikvæð
umræða meðal stjórnmála-
manna — jafnvel hugmyndir á
lofti um að leggja hann niður —
en nú er ljóst að ungt fólk vill
spara og það er af því góða,“
sagði Alexander.
Það var Félagsvísindadeild
Háskóla íslands sem vann könn-
unina að tilhlutan Húsnæðis-
stofnunar ríkisins og félags-
málaráðuneytisins. Stefán 01-
afsson, forstöðumaður Félags-
vísindastofnunar, hafði umsjón
með verkinu og samdi áfanga-
skýrslu sem nú hefur verið lögð
fram.
Sendir voru spurningalistar
til 1.000 manna, en á aldrinum
18-29 ára eru nú um 50.000 ís-
lendingar. „Þetta er því gott
úrtak þar sem oft er 1.000
manna úrtak notað til að kanna
skoðun allrar þjóðarinnar á
hinum ýmsu málefnum,“ sagði
Stefán Ólafsson í gær. Aðeins
voru íbúar í þéttbýli spurðir —
og var þá miðað við staði sem
hafa 200 eða fleiri íbúa. Svör
bárust frá 668 manns, 66,8% af
heildarúrtaki.
Annað sem vakti athygli
þeirra er könnunina unnu var
hve húsaleiga I landinu virðist
lág. Tölur sem komu fram eru
laégri en þær tölur sem oft
heyrast nefndar í almennri
umræðu. Meðalleiga á landinu
öllu er um 6.000 krónur á mán-
uði og meginþorri leigjenda sem
tók þátt í könnuninni greiðir
leigu á bilinu 3.000 til 9.000
krónur. Aðeins um 10% sögðust
greiða meira en 10.000 krónur í
leigu á mánuði. í könnuninni
kom fram að lítill munur virðist
á leigu fyrir íbúðir á höfuð-
borgarsvæðinu og úti á landi og
þótti mönnum sú niðurstaða
athyglisverð. Aðspurðir sögðust
þeir er könnunina unnu ekki
hafa neina ástæðu til að draga
þessa niðurstöðu í efa.
Hlutfall húsnæðiskostnaðar
af fjölskyldutekjum reyndist
vera mjög hátt, en með hús-
næðiskostnaði er átt við af-
borganir, vexti, verðtryggingu,
fasteignagjald, viðhaldskostnað
og orkukostnað. Hjá þeim sem
hafa 20-29.000 kr. í mánaðar-
laun var húsnæðiskostnaður
79% af tekjum. Greiðslubyrði
er áberandi meiri hjá lægri
tekjuhópunum, allt upp í 80%
(hjá þeim sem höfðu 30-39.000
kr. í mánaðarlaun), en fer stig-
lækkandi eftir því sem í hærri
tekjuhópa kemur. Þannig er
hlutfall húsnæðiskostnaðar
27% hjá þeim sem hafa 80.000
kr. á mánuði eða meira. Meðal
greiðslubyrði allra eigenda er
hins vegar 54% af fjölskyldu-
tekjum.
Húsnæðiskostnaður er hæst-
ur fyrsta hálfa árið sem fólk
hefur búið í viðkomandi hús-
næði en fer síðan stiglækkandi.
Fyrsta hálfa árið er húsnæðis-
kostnaður 33.180 krónur, eftir 1
til 4 ár helst hann nokkuð stöð-
ugur, um 27-29.000 kr. en lækkar
síðan talsvert og er tæp 20.000
eftir 6 ár.
Ein spurningin í könnuninni
var um það hvað fólk teldi brýn-
ast að fá fram til að bæta hús-
næðiskjör fólks í dag. Lang
mest áhersla er lögð á lækkun
vaxtakostnaðar. Boðið var upp
á eftirtalin svör: lækkun vaxta-
kostnaðar, hækkun lána til ný-
bygginga, hækkun lána til
kaupa eldra húsnæðis, lenging
lánstíma, lækkun útborgunar
við kaup, aukinn skattafrádrátt-
ur og styttri biðtíma eftir lán-
um. 58% þeirra sem svöruðu
settu lækkun vaxtakostnaðar í
1. sæti og um 86% settu það í
eitt af þremur efstu sætunum.
Næst mest áhersla er lögð á
aukinn skattafrádrátt, lækkun
útborgunar við kaup og lengingu
lánstíma.
í könnuninni kom fram að
43% fólks á aldrinum 18-29 ára
býr hjá foreldrum sínum, rúm-
lega 1% býr í leiguherbergi, 19%
í leiguhúsnæði og ríflega 35%
eru komin í eigin íbúð. Viðmið-
unartölur eru til frá Danmörku
og skv. þeim liggur fyrir að
íslendingar búa mun lengur í
foreldrahúsum en Danir. Svo
dæmi séu tekin eru 93% 18 ára
íslendinga enn hjá foreldrum
sínum en 76% Dana. Annað
dæmi: 53% 22 ára íslendinga
eru enn í foreldrahúsum en
aðeins 15% Dana.
Þeim sem að könnuninni
stóðu fannst athyglisvert að
10% þeirra sem eru í sambúð
búa enn hjá foreldrum.
Fram kemur að tveir af hverj-
um þremur leigjendum hér á
landi er gift fólk eða í sambúð.
Um 10% leigjenda eru einstæðir
foreldrar. Svo virðist því sem
leigumarkaðurinn sé að stærst-
um hluta markaður fyrir fjöl-
skyldufólk, en ekki einhleypa
eins og stundum er talið.
Danir fara í mun ríkari mæli
út á leigumarkaðinn en íslenskir
jafnaldrar þeirra. Dæmi: 51%
Dana, 20 ára, býr í leiguhús-
næði, en aðeins 7% íslendinga.
60% 22 ára Dana býr í leiguhús-
næði en 23% íslendinga.
íslendingar fara hins vegar
oftar í eigið húsnæði en Danir.
Mjög svipað hlutfall er reyndar
um að ræða fram til 25 ára
aldurs — 51% íslendinga á móti
50% Dana, en við 29 ára aldur
hafa 82% íslendinga eignast
húsnæði. Ekki eru til tölur til
viðmiðunar frá Danmörku í
þessu efni en Stefán ólafsson
sagði í gær að vissa væri fyrir
því að hlutfallið væri mun
hærra hér á landi.
Langflestir þeirra sem búa í
eigin húsnæði eru í sambúð —
95%, en aðeins 5% einhleypra.
Það helsta sem freistar þátt-
takenda meira en að eignast
dýrt húsnæði er að ferðast
mikið. 36% þeirra kusu frekar
að ferðast mikið en tæp 30%
sögðu húsnæðið efst á blaði.
3,7% kváðu það að eiga mörg
börn (3-5) þýðingarmeira en að
eignast dýrt húsnæði.
Sú skýrsla sem nú hefur verið
birt er áfangaskýrsla. Síðar
verður birt ítarleg lokaskýrsla
með samanburði milli Norður-
landanna.
VÖRUSÝNINGAR
HEIMTEXTIL
FRANKFURT 8.-11JANUAR
Alþjóðasýning á textilvörum ★ Gólfteppi ★ Húsgagnaáklæði og
gluggatjöld ★ Allt lín til heimilis ★ Veggfóður F
FURNITURE BLffiT
KÖLN 14.-19.1ANÚAR
Stærsta alþjóðlega húsgagnasýningin ’86. Allar tegundir hús-
gagna á 212.000 fm. í 14 sýningarhöllum — 1.458 sýnendur frá 36
löndum. Hópferð 13. januar.
LS3L
KÖLN 26—50.1ANÚAR
Alþjóðleg sýning á sælgæti og kexi, súkkulaði og konfekti, og hlið-
stæðum vörum. Is og hráefni, jólavörur, sætindi fyrir sykursjúka.
Barnasætindi og marsipanvörur. 800 fyrirtæki sýna frá 39 löndum.
Hópferd 25. janúar.
ISPO - 1986
MÚNCHEN 20.-23. FEBRÚAR
Múnchen 20.—23. febrúar. Alþjóðleg sýning á sportfatnaði og
tækjum. Hópferð 19. febrúar.
FRANKFURTINTER
NATIONAL FAIR
1.-6. MARS
Alþjóðleg sýning á gjafavörum, kristal-, keramik-, silfur-, og postulíns-
vörum. Búsáhoia, skrautmunir, tóbaksvörur, lampar og létt húsgögn.
Hópferð 28. febrúar.
CEBIT TÖLVUSÝNING
HANN0VER 12.-19. MARS
Stærsta sýning í heimi á sviði skrifstofu-, tölvu- og samskiptatækni ★
Örtölvur ★ Hugbúnaður ★ Skrifstofu- og skipulagstækni ★ Banka-
tækni og öryggisbúnaður ★ CAD/CAM/CIM ★ Audio/Video/Fjar-
skiptatækni ★ Hópferð 11. mars.
kboumodó
MÚNCHEN 7.-13. APRÍL
Alþjóðleg sýning á tækjum. Á búnaði til húsbyggingar og vélar til
framleiðslu á byggingarefni. Ein stærsta sinnar tegundar. Hopferð 6.
apríl.
HANNOVER
TECKNICAN E4IR
09.-16. APRIL
Alþjóðleg iðntæknisýning ★ Rafeinda- og rafmagnsbúnaður ★
Tölvustýring í framleiðslu ★ Flutningatækni ★ Raforkutækni ★
Borun ★ Yfirborðsmeðferð ★ Mælitæki ★ Verkfæri ★ Hreinsun, við-
hald o.fl. ★ Hópferð 08. apríl.
DRUPA 8 6
DUSSELD0RF 2.-I 5.MAÍ
Dússeldorf 02. maí — 15. maí. Allar upplýsingar um prentun og
pappír. 1.400 sýnendur frá 31 landi sýna nyjustu tækni og tæki fyrir
prentiðnaðinn á yfir 117.000 fm. ★ Vélar og tæki til textavinnslu. ★
Vélar og tæki til fjölföldunar og „print form produktion". ★ Allar teg-
undir prentvéla og prentkerfa. ★ Prentblek, og aðrir fylgihlutir
prentvinnslu, vélar og áhöld. ★ Endurvinnsluvélar fvrir pappír. ★
Bókbandsvélar og hjalpartæki og fylgihlutir. Hópferð 01. mai.
Þetta er aðeins sýnishorn af þeim fjölda vörusýninga sem Ferðamið-
stöðin skipuleggur ferðir á. Fáðu vörusýningabæklinginn okkar.
Pantaðu tímanlega!
FERÐA
MIÐSTODIIM
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
<r'