Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Marimekko Hámenningin er á dagskrá sjónvarps á sunnudögum svona eins og sunnudagssteikin, enda ekki við hæfi að bera fram hamborgara við slík tækifæri. Glugginn nefnist sá þáttur er hvítþvær sjónvarpið af menning- unni og hafði ég býsna gaman af þeim þætti er Guðbrandur Gísla- son stýrði fyrir nokkru og sýndi okkur menningarstarf þeirra Akureyringa. Annars sjá tveir reykvískir listfræðingar þeir Árni Sigurjónsson og örnólfur Thors- son alla jafnan um Gluggann hér syðra. Þeir félagar eru bókmennta- lega sinnaðir enda fjallaði seinasti þáttur að mestu um bókmenntir. Er undirritaður reyndar þeirrar skoðunar að rétt sé að taka fyrir einstakar listgreinar í Glugganum. Þeir Árni og örnólfur gætu þess vegna séð um bókmenntagluggann, Bragi Ásgeirsson og Hrafnhildur Schram um myndlistargluggann, Jón Ásgeirsson og Sigurður Guð- jónsson um tónlistargluggann og Sveinn Einarsson og Bríet Héðins- dóttir um leiklistargluggann svo einhverjir séu nefndir til leiks af handahófi. Ég hefi áður áréttað þessa skoðun mína hér á síðunni og nenni ekki að ræða hana frekar en guða á gluggann er opnaðist í menningarmúr íslenska Ríkisút- varpsins síðastliðið sunnudags- kveld. Blindur er bóklaus... Eins og ég sagði áðan fjölluðu þeir Árni Sigurjónsson og Örnólf- ur Thorsson einkum um bók- menntir. Bentu þeir félagar á þá alkunnu staðreynd að í rauninni græðir ríkið stórfé á rithöfundum en ekki öfugt, því að á sama tíma og ríkið hriðir 20% söluskatt af hverri bók þá fer aðeins 6% af andvirði islenskra bóka í launasjóð rithöfunda. Formaður Rithöfundasambands íslands taldi að eina leiðin út úr þessari óhóflegu skattheimtu væri að stórefla Launasjóðinn. Má vera að hér sé fundinn skynsamlegur mótleikur en ekki hafa nú allir rithöfundar lag á að herja laun úr hendi sjóðstjóranna. Hvað um það þá ilmar taðan á ríkisjötunni og margir renna í slóðina, þó eru þeir menn til er taka málin í eigin hendur og gefa út sínar bækur sjálfir þótt enn hafi þeir ekki stofnað bókaklúbba en þær stofnanir skilst mér að smjúgi fram hjá krumlu ríkisins. örnólfur og Árni ræddu við þrjár sjálfstæðishetjur úr rithöfunda- stétt: ungskáld er nefnist Sjón og svo náttúrulega bókmenntahetjur hippakynslóðarinnar þá Þórarin Eldjárn og Pétur Gunnarsson en þessir ágætu menn stefna hraðbyri inní gullramma í myndasafni fjöl- miðlanna og síðan náttúrulega inná seguldiska fræðinganna. Eg hafði annars svolítið gaman af því að virða fyrir mér hinar verðandi reykvísku bókmenntastofnanir. Ungskáldið kom að vísu ekki í opna skjöldu enda verða menn sjaldnast frumlegir nema óvart, en hitt kom flatt uppá mig hversu keimlíkir fræðingarnir voru skáldunum. Fannst mér einhverskonar mari- mekkó-stíll svífa yfir vötnunum. Og ekki var gott að átta sig á því hvort Árni væri skáld að spyrja Þórarin eða öfugt. Að vísu sat Þórarinn við lyklaborð tölvunnar drifhvítu en mér fannst einhvern- veginn að Árni gæti alveg eins setið þarna og skrifað bók um Þórarin. Bók Árna fengi svipað pláss í fjölmiðlunum og skáldverk Þórarins og myndin af bókmennta- fræðingnum loddi álíka lengi við nethimnu fslendingsaugans og hefði rithöfundurinn Þórarinn gengið þar fram fyrir skjöldu. En allt eru þetta nú góðir drengir til sóma fyrir borg Davíðs. Ólafur M. Jóhannesson HeilsaÖ upp á fólk — Brandur í Vík U'\ Brandur Stefánsson í Vík. ■■■■ Þátturinn OA 45 „Heilsað upp á U — fólk“ er á dag- skrá sjónvarps kl. 22.45 í kvöld. Séra Sigurjón Einars- son á Kirkjubæjarklaustri heimsækir Brand Stefáns- son í Vík, sem er braut- ryðjandi í samgöngum um vegi og vegleysur í Skafta- fellssýslum. Stjórn upptöku annaðist Óli Orn Andreassen. Umsjónarmenn barnaútvarps: Kristín Helgadóttir isamt þeim Pétri Snæland og Heiðveigu Helgadóttur. Barnaútvarpið — félagslíf unglinga ■■■■ Barnaútvarpið 1 00 hefst á rás 1 kl. i f — 17.00 í umsjá Kristínar Helgadóttur. Þátturinn í dag veröur allur helgaður félagslífi unglinga, bæði í skólum og utan hans. Farið verður á nokkra staði að kvöldi til þar sem unglingar eru að skemmta sér m.a. á Freddabar og litið verður inn á skólaball.' Þá koma fimm ungling- ar í beina útsendingu til að spjalla um félagslíf unglinga almennt. Reagan og Gorbachev ræddust við í Genf 21. og 22. nóvember sl. Kastljós — leiðtogafundur og UNESCO-fundur Kastljós, þáttur um erlend málefni, er í umsjá Guðna Bragasonar fréttamanns í kvöld kl. 22.35. Fjallað verður um tvö málefni. Annars vegar verður rætt um árang af fundi leiðtoganna Reagans og Gorbachevs í Genf fyrr í þessum mánuði, helstu mál fundarins og stöðu þeirra nú eftir fundinn, t.d. geimvarnaráætlanir, meðaldrægar eldflaugar í Evrópu, íhlutun Sovét- manna í Afganistan og einnig það sem samið var um meðal leiðtoganna svo sem menningar- og flug- umferðarmál. Rætt verður við Gunnar Gunnarsson starfsmann Öryggismála- nefndar hér á landi. Hinsvegar verður fjall- að um UNESCO-ráðstefn- una, sem haldin var í Búlg- aríu nú í haust, deilur innan UNESCO — menn- ingarmálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna — úrsögn Bandaríkjanna úr UNESCO og hugsanlega úrsögn Breta úr samband- inu. Þá verður og fjallað um ásakanir um pólitíska starfsemi innan þess og umræður um fjölmiðlamál í UNESCO. Guðni ræðir við Andra ísaksson pró- fessor, sem er fulltrúi í UNESCO, og Jónas Krist- jánsson, ritstjóra DV. Aðdragandi sprengjunnar ■■^* „Aðdragandi 30 sprengjunnar" — nefnist þáttur sem er á dagskrá rásar 1 kl. 20.30 íkvöld. Flosi Ólafsson les fyrri hluta erindis eftir Marg- aret Gowing um ástæður þess að kjarnorkusprengj- um var varpað á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí árið 1945. Þýð- andi er Haraldur Jó- hannsson hagfræðingur. UTVARP Þriðjudagur 26. nóvember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15. Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: .Malin og glerbrúöa gömlu konunnar" Vilborg Dagbjartsdóttir les þýðingu slna á ævintýri eftir Knut Holten. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir 10.05 Daglegtmál Endurtekinn þáttur frá kvöld- inu áöur i umsjá Margrétar Jónsdóttur. 10.10 Veðurfregnir 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna 10.40 .Égmanþátlö" Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Úr atvinnullfinu — lönað- arrásin Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjðrtur Hjartar og Páll Kr. Pásson. 11.30 Úr sðguskjóöunni — Uþþhaf vélbátaútgeröar 1902-1910 Umsjón: Sumarliði Isleifsson. Lesari meö honum: Þóa Siguröardóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Heilsu- vernd Umsjón: Jónlna Benedikts- dóttir. 14.00 Miðdegsissagan: .Sögur úr Iffi mlnu“ eftir Sven B.F. Jansson Þorleifur Hauksson les eigin þýöingu (2). 14.30 Miödegistónleikar a. .Fingalshellir", forleikur op. 26 eftir Felix Mend- elssohn. Filharmónlusveitin I Vln leikur. Christoph von Dohnanyi stjórnar. b. Tvlsöngur úr óperunni .Grímudansleiknum" eftir Giuseppe Verdi. Katia Ric- ciarelli go Placido Domingo syngja með hljómsveit Santa Cecilia-tónlistarskólans. Gin- andrea Gavazzeni stjórnar. c. Fantasla I C-dúr op. 15 eftir Franz Schubert. Jean- Rodolphe Kars leikur á planó. 15.15 Bariðaðdyrum Einar Georg Einarsson sér um þátt frá Austurlandi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 18.15 Veöurfregnir. 16.20 Hlustaðu meö mér — Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri) 17.00 Barnaútvarpið Stjórnandi: Kristln Helga- dóttir. 17.50 Síðdegisútvarp — Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegtmál Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Sigurlaug M. Jónas- dóttir. 20.30 Aðdragandi sprengjunn- ar Flosi Olafsson les fyrri hluta erindis eftir Margaret Gow- ing um ástæöur þess að kjarnokursprengjum var varpað á japðnsku borgirnar Hlróslma og Nagasakl 1945. Þýðandi: Haraldur Jóhanns- son hagfræðingur. 20.55 „Ekki hryggö vegna alls og einskis". Hjalti Rögnvaldsson les Ijóð eftir tyrkneska skáldiö Nazim Hikmet I þýöingu Þorsteins Valdimarssonar. 21.05 Islensk tónlist a. „Þrjár myndir", op. 44 eftir Jón Leifs. Sinfónlu- hljómsveit Islands leikur. Karsten Andersen stjórnar. b. „Lantao" eftir Pál P. Páls- son. Kristján Þ. Stephensen, Mónika Abendroth og Reynir Sigurösson leika á óbó, hörpu og slagverk. Höfund- urinn stjórnar. c. „Fingrarlm" eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Halldór Haraldsson leikur á planó. 21.30 Útvarpssagan: „Saga Borgarættarinnar" eftir Gunnar Gunnarsson Helga Þ. Stephensen les (22). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orö kvölds- ins. 22.25 Berllnarútvarpið kynnir unga tónlistarmenn á tónleikum 25. aprfl I vor. Sinfónluhljómsveit Berllnar- útvarpsins leikur. Stjórnandi: Lior Shambadal frá Israel. Flautuleikari: Evamarie Mull- er frá Vestur-Þýskalandi. SJÓNVARP 19.00 Aftanstund. Endursýndur þátturfrá 18. nóvember. 19.25 Ævintýri Olivers bangsa. Þrettándi þáttur. Franskur brúðu- og teikni- myndaflokkur um vlðförlan bangsa og vini hans. Þýðandi Guöni Kolbeinsson, lesari með honum Bergdls Björt Guðnadóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Heilsaö upp á fólk. Brandur I Vlk. ÞRIÐJUDAGUR 26. nóvember Sr. Sigurjón Einarsson á Kirkjubæjarklaustri heim- sækir Brand Stefánsson I Vlk, brautryðjanda I sam- göngum um vegi og vegleys- ur I Skaftafellssýslum. Stjórn upptöku: Öli Örn Andreassen. 21.35 Til hinstu hvlldar. (Cover Her Face.) Þriöji þáttur. Breskur sakamálaflokkur I sex þáttum, gerður eftir sakamálasögu eftir P.D. James. Aöalhlutverk: Roy Marsden. Adam Dalgliesh rannsakar dauða manns sem grunaður er um flkniefnasölu. Hann rekur slóöina heim á sveita- setur þar sem ekki reynist allt með felldu. Þýöandi Kristrún Þóröar- dóttir. 22.35 Kastljós. Þáttur um er- lend málefni. Umsjónarmaður Guðni Bragason. 23.05 Fréttir I dagskrárlok. Sellóleikari: Ksenija jankovic frá Júgóslavlu. a. „Semiramis", forleikur eftir Gioacchino Rossini. b. Flautukonsert I D-dúr K. 314 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. c. Sellókonsert I a-moll op. 129 eftir Robert Schumann. d. „Myndir á sýningu" eftir Modest Mussorgsky. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 26. nóvember 10.00—10.30 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu hlust- endurna frá barna- og ungl- ingadeild útvarpsins. Stjórn- andi: Hildur Hermóösdóttir. 10.30—12.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Péll Þorsteins- son. Hlé. 14.00—16.00 Blöndun á staön- um. Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00—17.00 Frlstund. Unglingaþáttur. Stjórnandl: Eðvarð Ingólfs- son. 17.00—18.00 Sögur af sviöinu. Stjórnandi: Þorsteinn G. Gunnarsson. Þrlggja mlnútna fréttlr sagö- ar klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—18.00 Rlkisútvarpið a Akureyri — svæðisútvarp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.