Morgunblaðið - 26.11.1985, Side 30

Morgunblaðið - 26.11.1985, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 Fjölmennur fundur starfsmanna Hafskips ígær v > Valur Páll Þórðarson, form. Starfsmannafélags Hafskips: Með öllu óaðgengilegt fyrir starfsmenn Hafskips ef Eimskip yfírtekur reksturinn Stjórn Dagsbrúnar fer fram á viðræður við stjórn Sambandsins Á FJÖLMENNUM fundi starfs- manna Hafskips með fulltrúum stétt- arfélaga, borgarfulltrúum og alþing- ismönnum Reykjavíkur síðdegis í gsr, kom fram fullur stuðningur stéttarfélaga við þá hugnynd að reyna að styrkja stöðu fslenska skipafélagsins hf., svo það mætti halda áfram starfsemi sinni og koma þannig í veg fyrir að rúmlega 300 manns missi atvinnuna. Formaður starfsmannafélags Hafskips, Valur Páll Þórðarson, hvatti alþingismenn og borgarfulltrúa til að beita sér fyrir fjárstuðningi til félagsins. Lögmaður Hafskips og stjórnarmaður í ís- lenska skipafélaginu hf., Jón G. Zoega, sagði að oft hefði verið spurt í tengslum við Hafskipsmálið: Hvar eru nú þingmenn og borgarfulltrúar Reykvíkinga? — og sagði að nú fengju þeir tækifæri til að koma sínu fólki til hjálpar. Alþingismennirnir Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýðu- bandalagi, og Jón Baldvin Hanni- balsson, Alþýðuflokki, og Davíð Oddsson, borgarstjóri, tóku áskorun- um formanns starfsmannafélagsins ólíklega, og bentu á, vegna ummæla Jóns G. Zoéga, að ásakanir um aðgerðarleysi þeirra í þessu máli væru ómaklegar, þar eð þeir hefðu ítrekað reynt að fá upplýsingar um stöðu mála, en án árangurs. Ræða formanns starfs- mannafélagsins Valur Páll Þórðarson sagði í' ræðu sinni að mikill beygur væri meðal starfsmanna Hafskips vegna óvissu um framtíðaratvinnu þeirra. Sagði Valur Páll að ef rekstri Hafskips, eða íslenska skipafélagsins, yrði hætt, misstu 300-320 manns atvinnu sína og afkomu a.m.k. 1.200 manna væri stefnt í voða. Benti hann á að það samsvaraði því að öll atvinna legð- ist niður í kaupstað eins og Ólafs- vík. Valur Páll sagði að nú þegar beinar siglingar Hafskips milli Evrópu og Bandaríkjanna væru úr sögunni stæði eftir það verkefni að bjarga íslandssiglingum Haf- skips: „I því efni virðast standa eftir tveir kostir," sagði hann. „Fyrri kosturinn er sá, að íslenska skipafélagið hf. haídi þessum rekstri áfram. Hinn kosturinn er að Eimskipafélag íslands hf. yfir- taki reksturinn. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá að seinni kosturinn er með öllu óað- gengilegur fyrir okkur starfs- mennina, þar sem hann þýddi í raun, að þorri okkar myndi missa atvinnu sína. Eimskip sækist í raun ekki eftir neinu nema við- skiptavinum okkar. Því var sam- vinna milli fslenska skipafélagsins og Skipadeildar Sambandsins okkur miklum mun skapfelldari, því í þeirri leið var gert ráð fyrir að verulegur hluti okkar héldi atvinnunni," sagði Valur Páll. Síðar í ræðu sinni sagði Valur: „Við metum því mikils þá fyrirætl- un íslenska skipafélagsins hf., sem við, er höfum haft best tækifæri til að fylgjast með atburðum síð- ustu daga, köllum björgunarsveit- ina, að auka hlutafé félagsins í 200 milljónir kfona." Og ennfremur: „. . .við viljum beina þeirri áskorun til ykkar stjórnmálamanna og yfirvalda banka- og sjóðamála, að þessir aðilar með ykkur í fararbroddi greiði fyrir því að fjárhagslegur stuðningur verði veittur til þess að íslenska skipafélagið hf. geti hafið rekstur sinn af myndar- skap.“ Stuðningur stéttarfélaga Næst tóku til máls fulltrúar stéttarfélaga, Magnús L. Sveins- son, formaður Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur, Þröstur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Dagsbrún- ar, Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Reykjavík- ur og Helgi Laxdal, varaforseti Farmanna- og fiskimannafélags íslands. Magnús L. Sveinsson vakti at- hygli á því að það væru ekki ein- ungis hagsmunir starfsmanna og eigenda Hafskips sem væru í húfi, heldur einnig hagsmunir hins almenna neytanda í landinu. Átti Magnús við að ef rekstur Hafskips og annarra starfsmanna Hafskips. „Sumir þessara starfsmanna eru komnir á efri ár og það er ekki víst að þeim veitist auðvelt að fá aðra atvinnu, ef þessi bregast," sagði Helgi. Fyrirspurnir og svör Valur Pálsson, starfsmaður Hafskips, kvaddi sér hljóðs og beindi þremur spurningum til Jóns G. Zoéga, lögmanns Hafskips og stjórnarmanns í íslenska skipafé- laginu: (1) Var íslenska skipafélagið stofnað til að einhverjir menn gætu stolið úr búi Hafskips? (2) Eru einhverjir ákveðnir Valur Páll Þóróarson, formaður starfsmannafélags Hafskips. Jón G. Zoéga, lögmaður Hafskips og stjórnarmaður í íslenska skipafélaginu. Davíð Oddsson, borgarstjóri. Ólafur Ragnar Grímsson, þingmaður Alþýðu- bandalagsins. Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokksins. Valur Pálsson, starfsmaður Hafskips, var einn fyrir- spyrjenda. Morgunblaðið/Júlíus Mikið fjölmenni var á fundi starfsmanna Hafskips, sem haldinn var í mötuneyti félagsins f Faxaskála II í gær. legðist niður minnkaði sú sam- keppni sem hér væri um flutninga til og frá landinu og væri hætt við að það kæmi fram í hækkuðu flutningsverði og þar með vöru- verði. Þröstur ólafsson sagi að stjórn Dagbrúnar hefði haft miklar áhyggjur af þróun mála hjá Haf- skipi. Hann sagði að stjórnin tæki ekki afstöðu til þeirra umræðna sem verið hefðu undanfarið um fjármálaflækjur fyrirtækisins. Stjórnin bæri hins vegar hags- muni þeirra 100 félagsmanna Dagsbrúnar sem vinna hjá Haf- skipi fyrir brjósti, og miklar vonir hefðu verið bundnar við samninga- viðræður íslenska skipafélagsins og Sambandsins. „Það urðu okkur mikil vonbrigði þegar upp úr þeim viðræðum slitnaði, og því höfunr við ákveðið að óska eftir samn- ingaviðræðum við stjórn Sam- bandsins um málefni Hafskips og starfsmanna þess,“ sagði Þröstur. Guðmundur Hallvarðsson minnti á að stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hefði fyrir rúmu ári samþykkt að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að einungis íslensk kaupskip mönnuð íslensk- um áhöfnum önnuðust flutninga milli Íslands og Bandaríkjanna. „Því erindi var ekki sinnt, og ekki grunaði mig að ári síðar væri svo komið fyrir islensku skipafélagi sem raun ber vitni," sagði Guð- mundur. Fulltrúar stéttarfélaga, alþingismenn og borgarfulltrúar voru á fundinum og töluðu margir. Á myndinni eru frá vinstri: Jón Baldvin Hannibalsson, Haraldur Ólafsson, Guðmundur Hallvarðsson, Magnús Geirsson, Þröstur Ólafsson, Magnús L. Sveinsson og Ellert B. Schram. Helgi Laxdal sagði að um 60 manns í hans félagi störfuðu hjá Hafskipi og hann hefði miklar áhyggjur af atvinnuöryggi þeirra menn að reyna með þessu að bjarga sínu hlutafé? (3) Hvað verður um hlutafé starfsmanna sem þeir hafa greitt eða lofað að greiða? Jón G. Zoéga svaraði þessu þannig, að markmið „björgunarað- gerðanna" hefði fyrst og fremst verið þríþætt: I fyrsta lagi að reyna að tryggja starfsmönnum Hafskips áframhaldandi vinnu; í öðru lagi að tryggja frjálsar sigl- ingar til og frá landinu með eðli- legri samkeppni; og í þriðja lagi að tryggja hagsmuni þeirra fjöl- mörgu hluthafa sem hafa lagt fé í Hafskip. Hann mótmælti því að Islenska skipafélagið væri pappírsfyrir- tæki, það ræki 4 skip, hefði 2-300 manns í atvinnu og hlutafé upp á 200 milljónir. Slíkt fyrirtæki væri ekki pappírsfyrirtæki, sagði Jón. Hann beindi máli sínu síðan til þingmanna og borgarfulltrúa og sagði að björgunarsveitin myndi þiggja fegins hendi alla þeirra aðstoð. Nú væri tækifærið til að sýna að þeir bæru hagsmuni borg- arbúa fyrir brjósti. Svör þingmanna og borgarstjóra ólafur Ragnar Grímsson sagði að fyrir um það bil 10 dögum hefði verið óskað eftir því á þingi að alþingismenn fengju nauðsynlegar upplýsingar til að geta áttað sig á Hafskipsmálinu og hugað að því hvað væri hægt að gera fyrirtæk- inu til bjargar og til að vernda hagsmuni almennings. „En þeir ráðherrar sem sátu fyrir svörum neituðu að svara,“ sagði Ólafur og beindi því til starfsmanna Haf- skips að beita sér fyrir því að alþingismenn og borgarfulltrúar fengju aðgang að upplýsingum, sem væri frumforsenda þess að hægt væri að taka á málinu. Þá hvatti hann starfsmenn Hafskips til að fylgjast vel með því ef og þegar að því kæmi að lagt yrði fé frá almenningi í landinu til bjargar fyrirtækinu, hvort það fé rynni til þeirra sjálfra til að halda uppi atvinnu, eða til bjargar skinni núverandi eigenda. Davíð Oddsson sagði að það væri ógeðfellt og alls ekki viðeig- andi af forsvarsmönnum Hafskips að saka borgarfulltrúa um að hafa sofið á verðinum í þessum máli. „Forráðamenn Hafskips hafa aldr- ei komið til mín eða annarra borg- arfulltrúa, mér vitanlega, og farið fram á aðstoð. Auk þess man ég ekki betur en að hafa séð það haft eftir forsvarsmönnum Hafskips í fjölmiðlum alveg fram á síðustu stundu, að allt tal um vanda Haf- skips væri uppspuni og atvinnu- rógur," sagði Davíð. Hann sagði að með þessu væri hann ekki að útiloka einhvers konar samvinnu um lausn á vanda félagsins, en hins vegar væri borgin ekki í þeirri aðstöðu að geta nokkuð gert sem heitið gæti til að bjarga málum Hafskips. í slíkt óefni væri komið hjá skipafélaginu. Jón Baldvin Hannibalsson sagð- ist hafa komið á fundinn til að fá gleggri upplýsingar um raunveru- lega stöðu mála og heyra forystu- menn Hafskips svara ýmsum brennandi spurningum, sem fá svör hefðu fengist við undanfarið, en ekki til að sitja undir ómaklegu skensi fyrir aðgerðarleysi. „Við alþingismenn höfum ekki heimild til að skipta okkur af rekstri „einkafyrirtækis úti í bæ“, enda hafa stjórnendur Hafskips hingað til talið rekstur fyrirtækisins sitt einkamál," sagði Jón. „En við höf- um óskað eftir því, sem vörslu- menn almannahagsmuna, að þátt- ur Útvegsbankans í þessu máli verði skoðaður rækilega. Við höf- um óskað eftir svörum við fjöl- mörgum spurningum um þátt bankans, en vegna svokallaðrar bankaleyndar liggja þessar upp- lýsingar ekki á lausu,“ sagði Jón Baldvin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.