Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985
Fjölmargir gestir voru viðstaddir vfgshi hins nýja sambýlis í Vídihlíð.
>
AÐEINS ÞAD BEZTA
ER NÓGU GOTT:
Siemens — etdavélar — is — frysliskápar.
Stemens — uppþvottaveiar — þvottavétar.
Siemens — ryksugur — rakatækl.
Slemens — kaffivélar — smátœki.
Siemens — sjónvörp — feröaviötækl.
SIEMENS-einkaumboö:
SMITH « NORLAND H/F,
Nóatúni 4,
sími: 28300.
Læknastofa
Hef opnaö læknastofu aö Ármúla 5,
Reykjavík, hjáGigtarfélagi íslands.
Tímapantanir virka daga frá kl. 9—5
ísíma 35310.
Sórgrein:
Almennar lyflækningar, ofnæmís- og ónæmis-
,raBðl' Kristján Erlendsson
Svörin við þessum spurningum og 5.994 til
viðbótar fáið þið í spurningaleiknum
Trivial Pursuit
Fæst í bóka- og leikfanga-
verslunum um land allt
„Trivial Pursuit“ er skrásett vöru-
merki. Dreifing á íslandi: Eskifell
hf., s. 36228.
Leikur frá Horn Abbot. Gefinn út
med leyfi Horn Abbot Intl. Ltd.
Nýtt sambýli Styrktarfélags
vangefinna opnað í Víðihlíð
hið þriðja, sem opnað er þar á árinu
STYRKTARFÉLAG vangefínna
tók í notkun nýtt sambýli vangefínna
í Víðihlíð 7 sl. föstudag. Það var í
tengslum við 25 ára afmæli Styrktar-
félags vangefínna árið 1983 að hafíst
var handa við byggingu fjögurra
raðhúsa í Víðihlíð 5-11.
Nýja sambýlið er þriðja heimil-
ið, sem tekið er í notkun í Víðihlíð,
en í febrúar sl. var opnað þar
sambýli og skammtímavistun.
Stefnt er að því að ljúka fjórða
húsinu á næsta ári, en það er nú
tilbúið undir múrverk. Þegar öll
húsin verða komin í gagnið verður
þar rými fyrir 20-25 einstaklinga
á sambýlum og í skammtímavist-
un. Heildarkostnaður við þessar
framkvæmdir nemur nú um 18,4
milljónum króna, þar af er framleg
Framkvæmdasjóðs fatlaðra rúm-
lega 7,7 milljónir, Borgarsjóðs 2,0
milljónir, en félagið hefur lagt
fram um 8,7 milljónir til fram-
kvæmdanna.
Árið, sem nú er á enda, hefur
verið mikið framkvæmdaár hjá
félaginu, en auk þeirra heimila,
sem áður er getið, var opnaður
verndaður vinnustaður, Ás í
Brautarholti í febrúar og gerðar
hafa verið endurbætur á elsta
dagheimili félagsins, Lyngási við
Safamýri, en heimilið verður 25
áral.júni nk.
í tilefni þessa áfanga vill félagið
þakka öllum, sem lagt hafa því lið
á liðnum árum svo sem með kaup-
um á happdrættismiðum, jólakort-
um og öðrum stuðningi við fjáröfl-
un þess. Sérstakar þakkir eru
fluttar félögum í Lionsklúbbnum
Frey, sem enn hafa sýnt einstakan
velvilja til félagsins með rausnar-
Iegum gjöfum til nýja heimilisins
og margoft áður afhent góðar
gjafir til heimila þess, segir í frétt
frá Styrktarfélagi vangefinna.
Styrktarfélag vangefinna ann-
ast nú rekstur tíu stofnana hér í
borginni, þriggja dag- og þjálfun-
arstofnana, fimm sambýla,
skammtímaheimilis og verndaðs
vinnustaðar.
I stjórn félagsins eiga sæti:
Magnús Kristinsson formaður,
Davíð Kr. Jensson varaformaður,
Árni Jónsson gjaldkeri, Ragnheið-
ur S. Jónsdóttir ritari og Hafliði
Hjartarson meðstjórnandi. Vara-
stjórn skipa: Elísabet Kristins-
dóttir, Gunnlaug Emilsdóttir,
Friðrik Friðriksson, Magnús Lár-
usson og Pétur Haraldsson. Fram-
kvæmdastjóri félagsins er Tómas
Sturlaugsson.
Sambýli Styrktarfélags vangefínna í Víóihlíð 7, sem opnað var sl. fostudag.
■
Kynningarkvöld um kvenna-
ráðstefnu SÞ í Nairobi
KYNNINGARKVÖLD um kvenna-
ráðstefnu Sameinudu þjóóanna, sem
haldin var í Nairobi sl. sumar, verður
í Litlu Brekku annaö kvöld, miöviku-
dag, og hefst dagskráin kl. 20.30.
Fulltrúar ísiands á ráðstefnunni
munu gera grein fyrir þeim um-
ræðum sem þar fóru fram um
kjörorðin: jafnrétti, þróun, friður
og ennfremur um atvinnu, mennt-
un og heilbrigði kvenna. Sendi-
nefndin hefur látið þýða úrdrátt úr
lokaskjali ráðstefnunnar og mun
því vera dreift ásamt ræðu sendi-
nefndarinnar, bæklingi um jafn-
réttismál á ensku og veggspjaldi
sem minnir á kvennaáratug Sam-
einuðu þjóðanna. Jafnframt gefst
kostur á að panta framkvæmda-
áætlun SÞ um stöðu kvenna til
áramóta, en hún hefur aðeins
borist í örfáum eintökum.
í fréttatilkynningu frá sendi-
nefnd Islands segir að ráðstefnan
hafi verið um margt sérstök. I
fyrsta lagi lauk henni fyrstri allra
kvennaráðstefna með því að loka-
skjalið var einróma samþykkt af
öllum 159 aðildarríkjum Samein-
uðu þjóðanna. I öðru lagi var hún
haldin í Afríku og því sóttu hana
mun fleiri ríki en ella hefði verið
og einmitt þau ríki sem takmark-
aða aðstöðu hafa haft til að fylgj-
ast með kvennaáratug Sameinuðu
þjóðanna og þar sem þörfin er
brýnust fyrir boðskap hans. í
þriðja lagi var sú spurning brenn-
andi hvernig jafnréttismálum
yrðu gerð skil framvegis á vett-
vangi samtakanna og var ákveðið
að halda alþjóðlega ráðstefnu árið
2000 og stefna að ráðstefnum
þangað tii á fimm ára fresti.
F0TSKEMILL
AF FULLKOMNUSTU GERÐ
ES fótskemillinn er hannaður ( nánu samstarfi
viö sjúkraþjálfara og skrifstofufólk, stöðugur
og auAveldur i meAförum. Þú stillir hallann
sjálfur. velur honum hentugan staA framan viA
stólinn og finnur fljótt muninn á aö hvíla
fæturna á stööugu gúmmíi í þægilegri hæö.
VERB ABEINS
Kr. 1.375
Hringiö (slma 82420
og fáið allar nánari
upplýsingar.
■
7
SKRffSTOFUST^
*
Agústa
Ágústsdóttir
á Háskóla-
tónleikum
Á SJÖTTU Háskólatónleikunum á
þessu misseri í Norræna húsinu
miðvikudaginn 27. nóvember verð-
ur sú breyting á auglýstri dagskrá
að flutningur þeirra Júlíusar Vífils
Ingvarssonar og ólafs Vignis
Albertssonar á sönglögum eftir
Tosti fellur niður vegna veikinda
Júlíusar Vífils.
Þess í stað mun Ágústa Ágústs-
dóttir, sópran, flytja lög eftir Jan
Sibelius og Johannes Brahms við
undirleik Davids Knowles.
Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og
standa i um það bil hálftíma.
(FrétUtilkynning)