Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 21 Fyrsta yélmennið sem notað er við húsgagnaiðnað á íslandi Kristján Siggeirsson hf. flytur í nýtt húsnæði Kristján Siggeirsson hf. hefur tekið í notkun nýja lökkunarvél, sem er tölvu- stýrð, og er að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins fyrsta vélmenni sem notað er við húsgagnaframleiðslu á íslandi. Eftir að viðurinn hefur verið lakkaður fer hann inn í ofn og kemur út úr honum að nokkrum mínútum liðnum snertiþurr. Tómas Sigurbjörnsson, framleiðslustjóri, Hjalti Geir Kristjánsson, forstjóri, Hannes Guðmundsson, formaður stjórnar Kristjáns Siggeirssonar, og Bjarni Ragnarsson, verksmiðjustjóri, í nýju versluninni á Hesthálsi, en þar er einnig til húsa verksmiðja fyrirtækisins. INNLENDIR húsgagnaframleiðend- ur hafa á undanförnum árum átt í vök að verjast í samkeppninni við erlenda framleiðendur. Þeir hafa flestir ekki verið í stakk búnir að mæta samkeppni við innflutt hús- gögn og það sem valdið hefur þeim mestum erfiðleikum í framleiðslunni er lökkun húsgagna, sem hefur verið „flöskuháls". Þessir erfiðleikar ættu að vera að baki hjá Kristjáni Sig- geirssyni hf., en fyrirtækið hefur tekið í notkun nýja tölvustýrða lökk- unarvél, sem eykur gæði og afköst húsgagnaverksmiðjunnar, sem er I nýju húsnæði að Hesthálsi 2-4 í Reykjavík. Framleiðsla í nýja húsnæðinu hófst 12. ágúst síðastliðinn, en bygging þess tók 14 mánuði. Arki- tekt húsins er Helgi Hjálmarsson. Húsið er allt um 5.800 fermetrar og hefur verksmiðjan til umráða 4.000 fermetra. Hjalti Geir Krist- jánsson, forstjóri Kristjáns Sig- geirssonar hf., sagði að þetta væri mikil breyting frá aðstöðunni í Lágmúla (2.500 fermetrar), þar sem verksmiðjan var áður. Nú er verksmiðjan öll á einni hæð, sem hefur mikla hagræðingu í för með sér. Starfsmenn eru 35 og hjá fyrirtækinu vinna alls 55-60 starfsmenn. Hjalti Geir sagði að framleiðni verksmiðjunnar hefði aukist um 25%, fyrst og fremst vegna nýju lakkvélarinnar, en þar kemur fleira til: „Allur flutningur innan verksmiðjunnar fer fram á færi- böndum, þannig að burður er nán- ast úr sögunni. Þá hefur fram- leiðslurásin verið skipulögð þannig að hráefnið kemur inn um annan enda hússins og fer fullbúin út um hinn endann." Eins og áður segir er lakkvélin tölvustýrð og er að sögn forsvars- manna Kristjáns Siggeirssonar hf. fyrsta vélmennið (minirobot), sem notað er í húsgagnaiðnaði á ís- landi. Með tilkomu vélarinnar þarf maðurinn ekki lengur að vinna óþrifalegustu og óheilbrigðustu verkin. Nú fer öll lakk- og málning- arvinna fram í lokuðum skáp, þar sem loftið er hreinsað áður en því er sleppt í andrúmsloftið. Og sterka lakklyktin, sem hefur verið fylgifiskur lakkherbergja, er horf- in. Tómas Sigurbjörnsson, fram- leiðslustjóri, sagði að auk þess sem afköst hefðu aukist hefðu gæði framleiðslunnar gert það einnig: „Áður þurfti að handsprauta alla efnishluta, sem var erfið og vanda- söm vinna og ekki auðvelt að ná jafnri áferð, en það vandamál er úr sögunni með tilkomu þessarar vélar.“ Og í vélinni er hægt að lakka, lita og bæsa og eru eingöngu notuð íslensk lökk. Húsbúnaðarframleiðsla Á síðustu árum hefur Kristján Siggeirsson hf. lagt megináherslu á framleiðslu skrifstofuhúsgagna, en verið er að vinna að hönnun húsbúnaðar. Það er Þórdís Zoéga, húsgagnaarkitekt, sem er hönnuð- urinn í samvinnu við starfsmenn fyrirtækisins og Hjalti Geir sagði að vinnan væri á lokastigi. Starfs- bróðir hennar, Gunnar Magnús- son, hefur hannað skrifstofuhús- gögnin að mestu. Samkvæmt upp- lýsingum Hjalta Geirs er hlutur fyrirtækisins í sölu skrifstofuhús- gagna á íslandi um 50%. Jafn- framt þessu eru framleidd hótel- húsgögn og má nefna sem dæmi að öll herbergi á Hótel Holti og óðinsvéum eru innréttuð með framleiðslu Kristjáns Siggeirsson- ar. Hjalti Geir Kristjánsson sagði einnig: „Frá upphafi höfum við lagt mikla áherslu á hönnun og vöruþróun. f verksmiðjunni er sér- stakt þróunarverkstæði, sem gegn- ir því hlutverki að þróa nýjar gerðir húsgagna auk sérsmíða sem við tökum að okkur. Samstarf við hönnuði hefur verið með ágætum og stöðugt eru nýir hlutir í mótun.“ Stofnað 1919 Kristján Siggeirsson, húsgagna- smíðameistari, stofnaði húsgagna- verslun að Laugavegi 13 árið 1919. í upphafi var fyrst og fremst um innflutning að ræða, en fljótlega voru keyptar vélar og hafin eigin framleiðsla. Níu árum síðar var reist steinhús við hlið hornhússins að Laugavegi 13 og má geta þess að á þessum árum seldi fyrirtækið um 3.000 stóla á ári. Aftur liðu níu ár og var þá byggt sérstakt hús yfir framleiðsluna, við Smiðjustíg 6. Þar var framleiðslan til húsa fram til ársins 1964, en 1954 var hornhúsið að Laugavegi, sem var timburhús, fjarlægt og byggt steinhús. Frá árinu 1964 var hús- gagnaframleiðslan til húsa í Lág- múla 7 uns flutt var að Hesthálsi í ágústmánuði síðastliðnum. Að Hesthálsi er öll framleiðsla Krist- ján Siggeirssonar þar verða skrif- stofur fyrirtækisins og verslun. Að Laugavegi 13 verður húsgagna- verslun, gjafavöruverslun, Habitat og Mothercare, en fyrirtækið hefur umboð fyrir þessar alþjóðlegu verslunarkeðjur á í slandi. AÐALSTRÆTI 4 /^\ BANKASTRÆTI 7 15005 29122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.