Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 31 Fjármálaráðherra: Þungaskattur í endurskoðun — Heppilegra að skattleggja orkugjafann? Samkvæmt fjáiiagafrumvarpi fyrir árið 1986 nemur aukning framlaga til vegamála 6,8%, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga, andstætt 4,2% samdrætti að með- altali á öðrum sviðum opinberra framkvæmda, sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra í efri deild þings í gær, er hann mælti fyrir frumvarpi til staðfestingar á bráðabirgðalögum sem sett vóru 20. september síðast liðinn um fjáröflun til vegagerðar. Framlög til vegamála, sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi kom- andi árs, verða tveir milljarðar króna eða nálægt 2% af þjóðar- framleiðslu. Tekjustofnar vega- sjóðs stóðu hinsvegar til 1.555 m.kr. fjáröflunar. Við blasti að afla þyrfti 400 m.kr. viðbótar- tekna. Samkvæmt 1. grein bráðabirgðalaganna var því benzíngjald hækkað úr kr. 6,80 í kr. 9,54 á hvern lítra frá 1. október sl. Ef söluskattur er meðtalinn hækkuðu tekjur ríkis- sjóðs af hverjum lítra úr kr. 13,08 í kr. 16,54. Þessi hækkun ein gefur 230 m.kr. 1986. Benzíngjald er staðgreiðslu- skattur. Þungaskattur (km-gjald), sem samsvarar benzíngjaldi hjá bifreiðum sem brenna olíu, greiðist hinsvegar eftir á, þrisvar á ári. Þetta gjald hækkaði um rúm 56%. Fjármálaráðherra taldi brýnt að endurskoða gildandi reglur um innheimtu þungaskatts. Æskilegra sé að skattleggja orkugjafa dieselbifreiða fremur en að innheimta skattinn með þeim hætti sem nú er gert, þ.e. gjald fyrir hvern ekinn kíló- metra. Kílómetra-gjaldið sé þungt í vöfum, dýrt og ótryggt, þar sem það stendur og fellur með virkni ökumælanna. Ráð- herra sagðist þegar hafa ákveðið að kanna, hvort ekki sé fýsilegra að koma þessari skattlagningu við með því að skattleggja frekar orkugjafana. Iðnaðarnefnd neðri deildar: Skólamál tU aldamóta: Grunnur að hagsæld einstaklings og þjóðar „Alþingi að fela menntamálaráð- herra að skipa nú þegar níu manna nefnd til að gera tillögur um stefnu- mörkun í málum grunnskólans og framhaldsskólans fram til alda- móta“. Þannig hefst tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun í skólamálum sem Kristín H. Tryggva- dóttir og fleiri þingmenn Alþýðu- flokks hafa lagt fram. Samtök kennara tilnefni þrjá menn í nefndina, samtök foreldra einn, Kennaraháskólinn einn og Alþingi kjósi fjóra. Menntamála- Nefndarformað- ur gagnrýndur Stjórnarandstæðingar veittust hart að Páli Péturssyni (F), formanni iðnað- arnefndar neðri deildar, á þingdeildarfundi í gær, fyrir klén vinnubrögð í nefndinni, að þeirra dómi, og það að leggjast á mál, sem hann var andvíg- ur. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) gat þess að frumvarp stjórarandstöðuþing- manna um jarðhitamál hafi verið vísað til iðnaðarnefndar í desembermánuði síðast liðnum. Liðið hafi fjórir mánuðir frá því málinu var vísað til nefndar- innar unz það var fyrir tekið í lok marz. Nefndin hafi einfaldlega ekki haldið fundi á mesta annatíma þingsins. Síðan hafi enn liðið tveir mánuðir unz nefndin var kvödd saman. Haldinn hafi verið einn fundur í nefndinni á hálfu ári. Ólafur Ragnar og fleiri stjórnarandstöðuþingmenn vildu vísa málinu, sem nú er endurflutt, til allsherjarnefndar en ekki iðnaðarnefndar þar sem Páll er formaður. Sögðu þeir hann leggjast á mál, sem hann væri andstæður. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) til- nefndi fimm mál stjórnarand- stöðuþingmanna, sem vísað hafi verið til iðnaðarnefndar á liðnu þingi, og með álika vinnubrögðum nefndarformannsins. Páll Pétursson (F) formaður iðnað- arnefndar sagði árás Ólafs Ragn- ars á sig sem formann iðnaðar- nefndar jafnframt árás á fulltrúa stjórnarandstöðunnar í þing- nefndinni, þar á meðal Hjörleif Guttormsson (Abl.) og Guðrúnu Agnarsdóttur (Kvl.). Hann rakti tölur um fundafjölda í þingnefnd- inni allar götur frá þinginu 1972- 1973 til þessa þings, er sýndu, að hans dómi, eðlilega fundatiðni og málsafgreiðslu. Þannig hafi 12 fundir verið í þingnefndinni á síð- ast liðnu þingi og þinginu þar áður, undir formennsku sinni, en aðeins 8 fundir á þinginu 1982-1983 í formennsku Skúla Alexandersson- ar(Abl-). Sighvatur Björgvinsson (A) gat þess að iðnaðarnefnd hefði haldið sjö fundi í nóvember og desember sl. án þess að formaður tæki fyrir tiltekin mál, sem hann hafi verið andvígur. Fundafjöldi segi því ekki allt um vinnubrögð nefndarfor- mannsins. Hann taldi vinnubrögð í nefndinni formanninum til vansa. Ingvar Gíslason, þingdeildarfor- seti, minnti á nýtt ákvæði þing- skapa um eftirlitsskyldu þingfor- seta með störfum þingnefnda. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) þakkaði forseta áminnandi yfirlýs- ingu. Hirtingarvald í höndum for- seta vegna vinnubragða í þing- nefndinni væri ekki út í hött. Fleiri tóku til máls þó ekki verði frekar rakið. Að lokinni umræðu felldi þing- deildin tillögu frá stjórnarand- stöðu um að vísa frumvarpinu til allsherjarnefndar með 19:12 at- kvæðum. Málinu var síðan vísað til iðnaðarnefndar, að viðhöfðu nafnakalli, með 19 atkvæðum af 40 í þingdeildinni, 13 sátu hjá en 8 vóru fjarstaddir atkvæðagreiðsl- ráðherra skipi formann nefndar- innar. í störfum sinum fjalli nefndin einkum um innra starf skólans, námsgögn og búnað, skólasöfn, skólatíma, námsefni, skólahús- næði, leikvelli, menntun kennara, réttindi til kennslu, tengsl við atvinnulífið, samstarf við heimil- in, félagsstarf nemenda, skólaskip- an (strjálbýli, þéttbýli) og tengsl grunnskóla og framhaldsskóla. f greinargerð segir að hafa beri í huga hinar miklu þjóðlífsbreyt- ingar, sem hér hafa orðið, og hafi breytt viðhorfum og forsendum til náms. Minnt er á að öflugt og ár- angursríkt menntakerfi er fors- enda þess að tækninýjungar verði hagnýttar eins og kostur er. „Reynsla síðustu missera sýnir", segir þar, „þörfina á að þingmenn, blaðamenn og allur almenningur hafi þekkingu og skilning á hvað gerist innan veggja skólans sem er ein umfangsmesta stofnun þjóð- félagsins og sú sem á ef til vill stærstan þátt í að leggja grunn að hamingju og hagsæld einstakl- ingsins og þjóðarinnar". Tollur á bifreiðin Lækkar úr 90%í 70% Fjármálaráöherra mæiti í gær í efri deild fyrir frumvarpi til staðfestingar á bráðabirgðalög- um frá í scptembermánuði síðast- liðnum um lækkun tolls af bif- reiðum Úr90%í70%. Ráðherra taldi tollalækkun þessa milda hækkun gjalda, frá sama tíma, bæði á benzín- gjaldi og þungaskatti, og stuðla að jafnari og eðlilegri end- urnýjun bifreiðakosts lands- manna. Tekjuskerðing ríkissjóðs af þessum sökum nemur 200 m.kr. Forseti og flokksformaður Það er Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, sem segir meiningu sína á þingsflokksfundi sjálfstæð- ismanna, þegar þessi mynd er tekin. Formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson, hlutstar grannt. Jóns Kjartansson- ar minnzt á Alþingi Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinað þings, minntist Jóns heitins Kjartanssonar, fyrrver- andi alþingismanns, á þingi í gær með eftirfarandi orðum: „Jón Kjartansson, forstjóri og fyrrverandi alþingismaður varð bráðkvaddur síðastliðinn fimmtu- dag, 21. nóvmeber, 68 ára að aldri. Hann var þá staddur á heimili sonar síns í Hamborg. Jón Kjartansson var fæddur á Siglufirði 5. júní 1917. Foreldrar hans voru Kjartan byggingar- meistari þar Jónsson, síðast próf- asts að Hofi í Vopnafirði og kona hans, Jónína Tómasdóttir prests á Hvanneyri í Siglufirði, síðar að Barði í Flótum Bjarnarsonar. Hann lauk prófi frá Samvinnu- skólanum vorið 1935 og fór náms- og kynnisför til Danmerkur og Noregs 1938. Verkstjóri við Síldar- verksmiðjur ríkisins á Siglufirði var hann 1935—1942. Hann var 1943—1946 skrifstofustjóri Þor- móðs Eyjólfssonar, hlutafélags sem annaðist skipaafgreiðslu og hafði umboð tryggingafélaga. Þá var hann umboðsmaður Sam- vinnutrygginga, Flugfélags ís- lands og fleira félaga 1947—1949 og rak jafnframt eigin söltunar- stöð og útgerð í félagi við annan Siglfirðing 1947—1948. Hann var bæjarstjóri á Siglufirði 1949— 1958, forstjóri Áfengisverslunar ríkisins 1957—1961 og síðan for- stjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins frá 1961 til dánardags. Jón Kjartansson var í stjórn Síldarverksmiðja rikisins ýmist sem aðalmaður eða varamaður frá 1947. Hann var vararæðismaður Finnlands á Norðurlandi 1953— 1958 og aðalræðismaður Finnlands á íslandi 1965—1968. Formaður stjórnarnefndar Hjálparstofnunar kirkjunnar var hann 1969—1979, í stjórn stofnunarinnar Aðstoðar fslands við þróunarlöndin frá 1971 og kjörinn endurskoðandi Útvegs- banka íslands frá 1971. Frá 1977 var hann í fulltrúaráði sjálfseign- arstofnunarinnar um rekstur Landakotsspítala. Hann var fyrsti varamaður þingmanna Framsókn- arflokksins í fjarveru aðalmanna á öllum þingum r.ema einu til vors 1969, á 9 þingum alls. Við fráfall Skúla Guðmundssonar skömmu fyrir þingsetningu haustið 1969 hlaut hann fast sæti á Alþingi það sem eftir var kjörtímabilsins og sat þá á tveimur þingum til vors 1971. Jón Kjartansson átti heima á Siglufirði fjóra fyrstu áratugi ævi sinnar. Hann hóf störf sem sendi- sveinn hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, varð verkstjóri þar innan tvítugs og síðast lengi í stjórn verksmiðjanna. f störfum sínum þar og margs konar umboðsstörf- um og félagsstarfsemi hlaut hann náin kynni 'af málum bæjarfélags og bæjarbúa. Hann var ráðinn bæjarstjóri á tíma síldarleysis og Jón Kjartansson erfiðleika bæjarfélagsins af þeim sökum. í störfum sínum þar sýndi hann dugnað, árvekni og fyrir- hyggju og hafði forgöngu af hálfu bæjarfélagsins um nýjar atvinnu- greinar, togararekstur og fisk- vinnslu. Bæjarfélagið á Siglufirði átti löngum hug hans, þótt hann flytti brott þaðan til nýrra starfa. Hann sinnti ekki síst málefnum þess þann tíma sem hann sat á Alþingi og hann var árum saman formaður Siglfirðingafélagsins í Reykjavík. Hér syðra stjórnaði hann lengi og vel viðamikilli ríkis- stofnun. Við skyndilegt fráfall hans er á bak að sjá mikilhæfum manni, sem um ævidagana var kvaddur til forustu á ýmsum svið- um þjóðmála og félagsmála og skilaði giftudrjúgu ævistarfi. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Jóns Kjartans- sonar með því að rísa úr sætum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.