Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 25 Hoiland: Þorskveiðar stöðvaðar frá 23. nóvember Wageningen, Hollandi, 25. nóvember. Frá Eggert H. Kjartannsyni, fréttaritara Morgun- bladmns. Frá og með 23. nóvember eru allar þorskveiðar hollenskra sjómanna bannaðar fram til loka þessa árs. Ploeg, ráðuneytisstjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu tók þessa ákvörðun vegna þess að sá kvóti sem Efnahags- bandalag Evrópu hafði úthlutað hol- lenskum sjómönnum fyrir árið 1985 hefur verið fylltur. Það bann sem nú tekur gildi nær til allra skipa og báta sem stunda þorskveiðar héðan, svo og þeirra skipa sem eru með svonefnt „þorskveiði-leyfisbréf". Fyrir flest skipin er of seint að skipta yfir á síldveiðar og verður þeim því lagt fram á byrjun næsta árs. Þessi ákvörðun kemur nokkuð á óvart þar sem hollensk yfirvöld hafa hingað til reynt að tefja fyrir endanlegri ákvörðun svo að fram- kvæmd hennar drægist fram undir áramót. Það hefur a.m.k. verið svo síðustu árin. Bannið þýðir að sú verðhækkun sem átt hefur sér stað síðustu vikurnar á fiskmörkuðunum mun að öllum líkindum halda áfram og það þýðir að innflutningur mun aukast frá þeim löndum sem ekki hafa fyllt kvóta sína. Hussein Ali Montazeri Montazeri arftaki Khomeinis Nikosíu, Kýpur, 25. nóvember. AP. HUSSEIN Ali Montazeri, erkiklerkur, hefur verid út- nefndur arftaki Khomeinis sem andlegur og veraldlegur leiðtogi írana. Greindi ír- anska fréttastofan svo frá sl. laugardag. Montazeri, sem er 63 ára gamall, gegnir ekki embætti í stjórninni í Teheran en lengi hefur verið litið svo á, að hann kæmi til með að taka við af Khomeini, sem er 86 ára að aldri og farinn mjög að gefa sig. Formleg leiðtogaskipti munu ekki fara fram fyrr en að Kho- meini gengnum að því er fréttastofan sagði. Ekki er búist við miklum breytingum á stjórnarhátt- um með tilkomu Montazeris enda hefur hann lengi verið augasteinn og eftirlæti Khomeinis. Þeir eru þó ólík- ir að því leyti, að Montazeri þykir mjög alúðlegur í við- móti en Khomeini eins og refsinornin holdi klædd. Nokkrnr íínar ferðatillögur fyrir þig SKIÐAPARADISIN MAYRHOFEN Beint flug til Salzburg í Austurríki. Boðið upp á 5 hótel í mismunandi verðflokkum. Mayrhofen býður upp á frábærar brekkur, ölstofur, fína veit- ingastaði og diskótek. Eins og tveggja vikna ferðir. Verð frá kr. 21.758.-(2 vikur). ° Skemmtilegar skoðunarferðir — sleðaferð — dagsferð til Ítalíu o.fl. Far- arstjórinn vinsæli Rudi Knapp verður á staðnum. Fáðu bæklinga og nánari upplýs- ingar um ferðatilhögun hjá okkur. ARAMOTAFERÐ TIL AMSTERDAM Áramótaferð með Ferðamiðstöðinni er eitt af því sem ekki er hægt að lýsa, þú verður að upplifa það. Farið verður frá Keflavík 28. desem- ber og dvalið á hinu frábæra hóteli Pulitzer. Á gamlárskvöld verður áramóta- fagnaður á hinum einstaka skemmti- stað Lido, þar sem boðið verður upp á kalt borð, drykki, desert, dans og skemmtiatriði með heimsþekktum dönsurum og skemmtikröftum. Allir drykkir án endurgjalds, að undan- skildu kampavíni. Á nýársdag er svo „Brunch" (sam- bland af morgunverði og hádegis- verði) á hótel Pulitzer. Flogið verður heim frá Amsterdam 2. janúar. Amsterdam hefur upp á margt að bjóða, þar er gott og gaman að versla og alltaf líf og fjör — sem sagt ógleymanleg áramótaferð. Verð á mann í tvíbýli Kr. 15.645.- - aukagjald f. einbýli - 3.800.- Innifalið: Flug, gisting í 5 nætur, ferðir til og frá flugvelli að hóteli, áramótafagnður og Brunch. 'H 'mkra% ARAMOTAFERÐ TIL KAUPMHAFNAR 30. DESEMBER 1985 Endurtökum nú hina frábæru ára- mótaferð til Kaupmannahafnar. Gist verður á SAS ROYAL hóteli, sem er fyrsta flokks hótel í miðbæ Kaup- mannahafnar. Innifalið í verð er flug, akstur til og frá flugvelli að hóteli, og gisting á SAS ROYAL. Á gamlárskvöld verður áramótafagn- aður á hótelinu: MATSEÐILL Fordrykkur: Kampavínskokteill Forréttur: Consommé Madrilene Kjúklingaseyði Aðalréttur Saumon fumé á chaud et epinards en branch Heimareyktur lax með spínati Eftirréttur: Grand Marnier soufflé Eftir miðnætti verður boðið upp hlað- borð með blönduðu dönsku áleggi. Boðið verður upp á frönsk vin, kaffi og koníak með og eftir mat. Verð á mann: IKR. 2.990.- (DKK. 598) Kvintett Ernst Herdorff leikur. -Sannkölluð áramótastemmning- 6NT Má-Su 4NT Má-Fð kr. 19.250 kr. I6.39S Verð á mann í tvíbýli — aukagj. v/einb. kr. 5.808 kr. 3.872 Verð miðað við skráð gengi þann 10/10/85. FLjUGIÐ TIL IíANARÍ Þriggja vikna ferðir til KANARÍ i allan vetur. Beint flug eða með viðkomu í Amsterdam. fbúðir eða hótel. » Verð frá kr. 29.343.-(3 vikur). SIGLING TIL KANARI 14 DAGA FERÐ MEÐ M/S BLACK PRINCE Skipafélagið FRED OLSEN LINES býð- ur þægilega 14 daga siglingu með hinu glæsilega 300 farþega skemmti- ferðaskipi frá Rotterdam til Madeira, Las Palmas, Tenerife, Lanzarote, Madeira, Tilbury/London, Rotterdam. Verð frá kr. 71.900.- 2 i klefa, 53.000,- 3 í klefa, 48.950.- 4 í klefa. ■ik- Innifalið í verðinu er flug til og frá Amsterdam, ferð með m/s PRINCE með fullu fæði. Brottför: 9. og 23. janúar — 6. og 20. febrúar — 6. og 20. mars — 3. og 17. apríl. f f )0L 0G ARAM0TI LONDON JÓLAFERÐTIL LONDON 23. des. til 27. des. 1985. Fimm daga ferð. Njótið jólanna í London á fyrsta flokks hóteli við Oxford Circus, ST. GEORGES. Verð í tvíbýli kr. 22.470. Innifalið í verðlnu er: Flug og gisting með enskum morgunverði. Á að- fangadagskvöld verður framreiddur fimm rétta kvöldverður með for- drykk. Á jóladag fimm rétta hádegis- verður við píanóundirleik. Sannkðlluð jólastemmning. Verð í tvíbýli kr. 22.470. ÁRAMÓTAFERÐ TIL LONDON 30. des. 1985 til 3. jan. ’86. Fagnið nýja ár- inu í London í góðu yfirlæti á ST. GEORGES hótelinu við Oxford Circus. Innifalið í verði er: Flug og gisting með enskum morgunverði. A gamla- árskvöld verður borðaður fimm rétta kvöldverður við kertaljós og hljómlist, siðan dansað. Á nýársdag, hádegis- verður í frábærum veitingasal St. Georges hótelsins. Sérstök áramótastemmning. Verð í tvíbýli kr. 21.950. 3* Bferda MIÐSTODIIVI AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 G-ST BJARNA D.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.