Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 — /----------------- munmn „ tg veit ég <á ekki ob> ^era. oÚ skiptcL mér aP þessu, en Irwerriig á hundgrclyii aí klifhxi gegnum petta-?" Áster ... ... neistinn sem aldrei varö aö eldi. TM Rn. U.S. Ptl On.-tf rtghts rtservwl • 1981 Lat Angetes Ttmes Syndtcate Getur þú sagt mér hvar ég lagói bílnum mínum? HÖGNI HREKKVÍSI SÍS getur ekki bjargað samkeppninni í því ástandi, sem hið sorglega Hafskipsmál hefur skapað er hvað ömurlegast það áróðursbragð að SÍS ætli að koma til og tryggja samkeppni um siglingar til og frá landinu. Þetta eru hreinustu öfug- mæli. SÍS-skipafélag getur aldrei orðið úrræði til frjálsra siglinga. Til þess yrði nýtt skipafélag að vera alveg óháð SÍS, en sambands- menn hafa lýst það sem sitt fyrsta skilyrði að Sambandið ætti meiri- Póstmeistari svarar í Velvakanda, þann 21. nóv. sl. var lesendabréf til póstþjón- ustunnar sem undirritað var Sverrir. Ég vil fyrir hönd póstþjón- ustunnar þakka Sverri fyrir þetta vinsamlega bréf, þar sem fram kemur áhugi á póstþjónustunni og mikilvægi hennar. I bréfi sínu fer Sverrir fram á að veitt verði betri þjónusta í miðborginni en nú er. Á sl. ári urðu þær breytingar á starf- semi Póststofunnar í Reykjavík að sú starfsemi póstsins, sem þjónar landinu öllu, var flutt í ný og rýmri húsakynni við Suðurlandsbraut. Áður var hún í Tollpóststofunni í Hafnarhúsinu, Bögglapóststof- unni í Hafnarhvoli og Bréfapóst- stofunni í Pósthússtræti 5. Sameining þessarar starfsemi á einn stað gerir póstinum kleift að veita landsmönnum mun betri þjónustu en áður var. Við þennan flutning breyttist starfsemi pósts- ins í miðborginni þannig að nú er rekið þar pósthús með svipaðri þjónustu og í öðrum hverfum borg- arinnar. Þó er veitt þar meiri þjón- usta þar sem þetta er stærsta póst- húsið. Unnið er á vöktum við sundurlestur bréfa í pósthólf, hólf- in eru opin lengur en víðast ann- arsstaðar og einnig á laugardögum fyrir hádegið að beiðni viðskipta- vina. Einnig er í innganginum í þau, Austurstrætismegin, frí- merkjasali og póstkassi svo þar er hægt að póstleggja bréf á laugar- dögum. Eins og fram kemur í bréfi Sverris er opið pósthús í Umferð- armiðstöðinni fyrir bæjarbúa og ferðamenn. Þetta pósthús veitir alhliða póstþjónustu og er opið alla virka daga frá 9 til 19.30 og á laugardögum frá 8 til 15. Þetta er mun lengri þjónustu- tími en áður var. Ég er sammála Sverri um að æskilegt sé að veita meiri þjónustu á laugardögum í miðborginni, sérstaklega þó yfir ferðamannatímann á sumrin. Ég mun því beita mér fyrir að þessi mál verði athuguð. Virðingarfyllst Björn Björnsson póstmeistari hlutann í hinu nýja skipafélagi. Hvernig getur skipafélag, sem er í bullandi samkeppni við sína farmflytjendur, verið þeim úrræði í flutningum. Þar að auki gæti þeirra skipafélag flutt til fraktir af tollhárri vöru á tolllága (löglegt en siðlaust) fyrir sambandið, sem ekki er hægt í óháðum viðskiptum. Með því að flytja vörur fyrir keppinauta sína myndi Samband- ið fá allt of mikla vitneskju um keppinauta sína, sem þeir fá ekki um Sambandið, t.d. hvað þeir kaupa, hve mikið og oft, hvaða magn og jafnvel verð, því oft slæðast vörureikningar til skipa- félaganna. Síðan er Samvinnuhreyfingin einn stærsti smásöluaðilinn hér á landi og því oft stærstu kaupendur af vörum farmflytjenda. Slíkt ástand er ekki hlutlaust gagnvart Eimskip, eða öðrum sjálfstæðum farmflytjendum. Veldi Sambands- ins er orðið svo mikið að stærðin ein er oft nægilegur þrýstingur. Nei, Sambandið er ekki úrræði í flutningamálum þjóðarinnar. Þvert á móti er nauðsyn þess að setja löggjöf um varnir gegn ein- okun og hringamyndun alltaf að verða deginum ljósari. Áhyggjufullur Víkverji skrifar á rís sjónvarpið hæst sem fréttamiðill, þegar það getur flutt atburði beint til áhorfandans. Leyft öllum almenningi að fylgjast með því milliliðalaust, sem er að gerast. íslenska sjónvarpið hefur ekki gert mikið af þessu. Áhuginn á „beinni útsendingu" er mestur, þegar efnt er til keppni af ein- hverju tagi, svo sem kappleikja eða söngvakeppni Evrópu. Á liðnu sumri mátti þó sjá mikilfenglega athöfn í Péturskirkjunni í Róm, þegar Jóhannes Páll páfi vígði biskupa og Herbert von Karajan stjórnaði Krýningarmessunni eft- ir Mozart. Hlýtur sá þáttur að vera ógleymanlegur öllum, sem hann sáu. í síðustu viku var efnt til mestu stórveldasýningar í sögunni, þegar þeir hittust í Genf Reagan og Gorbachev. Á fjórða þúsund fréttamenn hvaðanæva úr heimin- um voru þar samankomnir til að lýsa því, sem gerðist. Sjónvarps- stöðvar fluttu fréttastofur sínar til Genf og sendu þaðan allt, sem fréttnæmt þótti. Löngum blaða- mannafundi Gorbachevs var sjón- varpað um allar jarðir og sömu sögu er að segja um ræðu þá, er Reagan flutti á Bandaríkjaþingi eftir heimkomuna til Washington. Því miður tók íslenska sjónvarpið ekki þátt í þessari miklu sýningu. Við höfum ekki fengið að sjá annað en glefsur af þessum merkilegu atburðum. Úr þessu má enn bæta með því að sýna meira myndefni frá fund- inum, svo að íslendingar hafi sama tækifæri og aðrar þjóðir til að kynnast því, sem leiðtogarnir hafa sjálfir að segja eftir fundinn. Út- leggingar blaðamanna og sérfræð- inga á því, sem leiðtogarnir ræddu, geta aldrei komið í stað þess að heyra það af þeirra eigin vörum, sem þarna gerðist. Forsætisráð- herrar og utanríkisráðherrar Atl- antshafsbandalagsríkjanna lögðu á sig ferð til Brússel til að hlýða á Reagan sjálfan lýsa kynnum sínum af Gorbachev. Með aðstoð sjónvarpsins er unnt að gera öllum almenningi kleift að komast í tæri við þjóðarleiðtogana, ef þannig má að orði komast. XXX Frá því var sagt í síðustu viku, að „friðarsinnar" ætluðu að efna til vetrarfagnaðar. Er ekki að efa, að þar hafi allt farið frið- samlega fram og menn hafi fagnað því, að góður friður hélst á fundi þeirra Reagans og Gorbachevs. En fréttin af þessum vetrarfagnaði vakti þá spurningu í huga Vík- verja, hvort þeir, sem að þessari samkomu stóðu, líti þannig á, að hér á landi séu einhverjir „ófriðar- sinnar". Meðal þeirra, sem áttu að skemmta á þessari samkomu „frið- arsinna", var Kristín Á. Ólafs- dóttir, nýkjörinn varaformaður Alþýðubandalagsins. Er ekki að efa, að hún hefur farið þar með meiri friði heldur en á landsfundi Alþýðubandalagsins eða í útgáfu- stjórn Þjóðviljans, þar sem hart var barist á dögunum eins og allir vita. XXX Trillukarlar í Reykjavík efndu til ófriðar í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn, þegar þeir lokuðu hafnarkjaftinum til að mótmæla því, að sjávarútvegsráðherra bannaði þeim að sækja sjóinn. Þá rufu vörubílstjórar frið miðborgar Reykjavíkur á miðvikudaginn, þegar þeir óku með hljóðum um stræti til að mótmæla skatt- heimtu. Hvort andmælin duga til að fá stjórnvöld til að skipta um skoðun eða breyta um stefnu á eftir að koma í ljós. Ástæða er til að velta því fyrir, hvort það sé nauðsynlegt í jafn fámennu þjóðfélagi og okkar að grípa til aðgerða af þessu tagi til að vekja athygli á málstað sínum. Hvers kyns mótmæli hafa verið algeng baráttuaðferð á öllum tím- um. Almennt hafa menn aðra í huga, þegar rætt er um þá, sem grípa til valdbeitingar af einhverju tagi, en trillukarla og vörubif- reiðastjóra. Frá útlöndum hafa þó borist fréttir um að óánægðir sjó- menn loki höfnum og vörubílstjór- ar landamærum. Og það hefur gerst oftar en einu sinni, að bænd- ur í Evrópubandalagslöndunum hafa ekið á dráttarvélum eða flutt með sér stórgripi á fund stjórn- enda bandalagsins til að leggja áherslu á mál sitt. Kannski eigum við eftir að kynnast slíkri bænda- för í höfuðstaðinn nú þegar sett hefur verið búmark eins og afla- mark, sem trillukarlar telja að bitni of harkalega á sér. Þótt sjónvarpið flytji okkur allt- of lítið af því, sem er að gerast í hinum stóra heimi beint og á sömu stundu og það gerist, höfum við átt þess kost að kynnast því meðal annars fyrir tilstuðlan þess, hvernig best er að komast í fjöl- miðlaljósið í von um að sú birta leiði aðra af villu síns vegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.