Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985
Úr viðræðum við skæruliða
Terry Waite, sérlegur sendimaður erkibiskupsins af Kantaraborg, sýnir ýmis svipbrigði á blaðamannafundi á
Heathrow-flugvellinum í Lundúnum við heimkomuna frá Beirút, þar sem hann reyndi að fá skæruliða til að
sleppa fjórum bandarískum gíslum.
I fregnum frá Beirút segir að Sýrlendingar ætli að auka viðbúnað sinn í borginni í kjolfar mikils mannfalls
í innbyrðis bardögum stuðningsmanna Sýrlendinga
Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd:
varlegar afleiðingar fyrir Atlants-
hafsbandalagið. Auk þess er lögð
áhersla á, að humyndir af þessu
tagi geti haft mjög slæm áhrif á
og spillt fyrir afvopnunarviðræð-
um Bandaríkjamanna og Sovét-
manna.
Nefndin var sammála um, að það
væri í sjálfu sér ekki ósamrýman-
legt þátttökunni í Nato þótt Noreg-
ur væru hluti af kjarnorkuvopna-
lausu svæði en hefði þó óhjá-
kvæmilega mikil áhrif á varnir
Vesturlanda. Því yrði að taka slíka
ákvörðun í samráði við banda-
mennina.
Gagnkvæmir af-
vopnunarsamn-
ingar eru skilyrðið
— segir í skýrslu norska utanríkisráðuneytisins
Osló, 25. nóvember AP.
Þá fyrst er tímabært að ræða um
kjarnorkuvopnalaust svæði á Norð-
urlöndum þegar tekist hefur að
semja um gagnkvæma fækkun
kjarnorkuvopna og venjulegra vopna
í Evrópu. Er þetta niðurstaða viða-
mikillar athugunar, sem norska ut-
anríkisráðuneytið hefur látið gera og
birt verður í dag.
I skýrslu nefndarinnar, sem
athugunina gerði og algjör ein-
hugur var um, er hugmyndin um
kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum harðlega gagnrýnd
og er varað við því, að reynt sé að
hrinda slíkri hugmynd í fram-
kvæmd áður en gagnkvæmir af-
vopnunarsamningar hafa tekist
með Evrópuþjóðunum. Segir í
skýrslunni, að slíkt svæði gæti
valdið verulegum vandræðum fyr-
ir öryggi Norðmanna og haft al-
Sakaður um aö
hafa njósnað
fyrir Sovétmenn
WaNhington, 25. nóvember. AP.
FYRRUM fjarskiptasérfræðingur
bandarísku leyniþjónustunnar NSA
var handtekinn í dag, sakaður um
njósnir í þágu Sovétríkjanna.
Maðurinn, sem heitii* Ronald
William Pelton og er 44 ára gam-
all, vann hjá leyniþjónustunni frá
1965 til 1979. NSA er umfangs-
mesta bandaríska leyniþjónustu-
stofnunin og lýtur yfirstjórn varn-
armálaráðuneytisins. Starfssvið
stofnunarinnar er að fylgjast með
fjarskiptum um allan heim, ráða
erlenda dulmálslykla og leitast við
að koma í veg fyrir ráðningu
bandarísks dulmáls.
Pelton var handtekinn á hóteli
í Annapolis í Maryland snemma í
morgun. Talsmaður alríkislögregl-
unnar sagði, að kæra yrði lögð
fram á hendur Pelton fyrir alríkis-
dómstóli seinna í dag.
Bandaríkjamaður handtekinn
fyrir njósnir í þágu ísraela
fsraelar rannsaka málið — Gæti skaðað sambúð ríkjanna
W anhington, 25. nóvember. AP.
JONATHAN J. Pollard, einn sér-
fræðinga bandaríska sjóhersins um
gagnnjósnir, var handtekinn á
flmmtudag sakaður um að selja
hernaðarleyndarmál til ísraela fyrir
háar fjárhæöir. Kona Pollards, Ann
Henderson-Pollard. hefur einnig
verið handtekin. Israelar neita að
Pollard hjónin hafi njósnað í sína
þágu, alténd hafi þau ekki fengið
skipanir frá æðstu embættismönn-
um. Njósnamál þetta gæti stórskað-
að samskipti Bandaríkjamanna og
ísraela.
Útsendarar bandarísku alríkis-
lögreglunnar (FBI) handtóku Poll-
ard fyrir utan sendiráð ísraels í
Washington. Að sögn FBI var
Pollard í þann mund að leita hælis
í sendiráðinu þegar hann var grip-
inn.
Ann Henderson-Pollard var
handtekin fyrir að hafa leyniskjöl
undir höndum og þau hjónin eru
grunuð um að hafa selt ísraelum
og Pakistönum upplýsingar fyrir
50 þúsund dollara.
Pollard kveðst hafa selt bæði
ísraelum og Pakistönum mikil-
vægar upplýsingar. Líklegt þykir
að Pollard hafi átt viðskipti við
ísraela, en fátt bendir til þess að
hann hafi skipt við Pakistana.
Pakistanar hafa lýst yfir því að
þeir hafi ekki keypt upplýsingar
af Pollard.
Haft er eftir þremur embættis-
mönnum FBI að Pollard hafi selt
ísraelum hernaðarleyndarmál.
Ef satt reynist á það eftir að
hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir
sambúð Bandaríkjamanna og ísra-
ela.
Bandaríkjamenn veita fáum
þjóðum jafn mikla hernaðaraðstoð
og ísraelum og ísraelar hafa að-
gang að ýmsum leyndarmálum,
sem varða hertækni, vopnabúnað
og leynilegum upplýsingum af pól-
itískum toga.
Talsmaður ísraelska utanríkis-
ráðuneytisins, Avi Pazner, sagði
að ísraelar vissu ekkert um Poll-
ard og bætti því við að það væri
alfarið gegn stefnu ísraela að
njósna um bandamenn sína,
Bandaríkj amenn.
Á sunnudag lýsti ísraelsstjórn
yfir að rækileg rannsókn yrði
hafin á málinu og fór fram á að
þeir yrðu reknir, sem gætu verið
flæktir í njósnamálið. Þar var
fyrst viðurkennt að ísraelar gætu
verið flæktir í málið. „Skipanirnar
komu ekki frá Jerúsalem," sagði
ísraelskur embættismaður,„en við
erum að athuga hvort starfsmenn
okkar í Bandaríkjunum hafi átt
frumkvæði að þessu."
Bandaríkjamenn hafa farið
fram á það við ísraela að þeir skili
aftur öllum hernaðarleyndarmál-
um, sem þeir kynnu að hafa keypt
af Pollard. Að sögn var umleitan
Bandaríkjamanna harðorð.
Eins og áður sagði vann Pollard
við bandaríska sjóherinn. Þar
hafði hann aðgang að ýmsum
mikilvægum skjölum og hermt
hefur verið að ýmis leynileg gögn
hafi fundist í fórum Pollards við
leit. Ef Pollard verður - dæmdur
gæti hann átt yfir höfði sér lífstíð-
arfangelsi.
Neyðarástand
ý Kólumbíu
Hætta á jökulhruni
í Nevado del Ruiz
Bogota, 25. nóvember. AP.
Suður-Afríka:
50 manns létu lífið í
átökum í síðustu viku
Veröur Nelson Mandela brátt látinn laus úr fangelsi?
Jóhannesarborg, Suður Afríku, og London, 25. nóvember. AP.
YFIR 50 svertingjar létu lífið í
átökum í Suður-Afríku í síðustu
viku, og hefur mannfall ekki orðið
meira á einni viku í þá 15 mánuði,
sem óeirðirnar hafa staðið sam-
fleytt í landinu.
Manndrápin áttu sér bæði stað,
er óeirðalögregla skaut á hóp svert-
ingja, er ættflokkaátök urðu fyrir
utan Durban og er svertingjar
börðust við kynbræður sína, sem
þeir töldu, að ynnu með minni-
hlutastjórn hvítra í landinu.
f Suður-Afríku eru nú hafnar
samningaviðræður um að sleppa
svertingjaleiðtoganum Nelson
Mandela úr fangelsi, og eru
„auknar líkur" á, að hann verði
leystur úr haldi á allra næstu
mánuðum, að því er breska blaðið
Observer sagði í gær, sunnudag.
í frásögn fréttaritara blaðsins
í Jóhannesarborg, Allisters
Sparks, sagði, að mál Mandela
yrði hluti samkomulags sem gert
yrði milli Afríska þjóðarráðsins
(ANC) og stjómar Suður-Afríku.
Sparks sagði, að Mandela hefði
átt tveggja tíma fund með yfir-
manni fangelsismála, Fred
Munro, á Iaugardagsmorgun, áð-
ur en hann var fluttur af sjúkra-
húsinu, þar sem hann var til
lækninga, í Pollsmor-fangelsið.
Sparks hafði það eftir Winnie
Mandela, eiginkonu svertingja-
leiðtogans, að maður hennar
hefði minnst á fyrrgreindan
fund, er hún kom til hans á
sjúkrahúsið á miðvikudag. „Frú
Mandela vissi ekki, um hvað tal
þeirra hafði snúist, en taldi vist,
að þar hefði verið rætt um
möguleika á því, að eiginmaður
hennar yrði látinn laus úr fang-
elsi," sagði Sparks.
Nelson Mandela var dæmdur í
ævilangt fangelsi árið 1964 og
var gefið að sök að hafa tekið
þátt í samsæri gegn stjórn lands-
ins. Mandela var þá leiðtogi
ANC.
Winnie Mandela ræðir hér við fréttamenn fyrir utan sjúkrahúsið, þar
sem maður hennar, Nelson Mandela, var til lækninga. Myndin er tekin
í síðustu viku, er hún kom í sjúkraheimsókn til eiginmannsins.
BELISARIO Betancur, forseti Kól-
umbíu, og ríkisráð hans lýstu sunnu-
dag yfir efnahags- og þjóðfélagslegu
neyðarástandi vegna aurskriðunnar,
sem féll á borgina Armero 13. nóv-
ember, og umsátursins um dóms-
höllina fyrr í þessum mánuði. Neyð-
arástandið varir í 24 daga.
Stjórnin sagði að sprengigosið í
eldfjallinu Nevado del Ruiz hafi
valdið kólumbísku efnahagslífi 400
milljón dollara (1.600 milljón ís-
lenskra króna) tjóni.
Herinn barðist rúman sólar-
hring við skæruliða hreyfingar-
innar 19. april og létust 97 í átök-
unum um dómshöllina, þar á meðal
11 af 27 hæstaréttardómurum
landsins.
Báðir þessir atburðir hafa skap-
að glundroða í kólumbísku þjóð-
félagi og efnahagslífi.
Vísindamenn við eldfjallið
Nevado del Ruiz hafa nú þungar
áhyggjur af því að komið geti til
jöklahraps. Miklar sprungur hafi
verið í jökulhettunni á eldfjallinu
fyrir gosið, en eftir gosið hafi þeim
fjölgað mikið.
Kólumbíska dagblaðið E1 Ti-
empo greindi frá því á sunnudag
að öryggisverðir hefðu skotið fjóra
líkræningja til bana í Armero.
Þeir reyndu að villa á sér heimildir
með þvi að setja borða frá Rauða
krossinum um upphandleggi sina,
en þegar þeir svöruðu ekki kalli
öryggi8varða komst upp um þá.