Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 47 lr spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Um viðskiptahætti bókaklúbba Spurt: Félagi f bókaklúbbi hringdi til Velvakanda og þótti honutn viðskiptahættir klúbbanna undarlegir. Fyrir skemmstu fékk ég sent sameiginlegt bréf frá bókaklúbb- um AB, Arnar og Örlygs og bóka- klúbbnum Veröld. Þar áskildu þeir sér rétt til að taka ekki við endur- sendri bók hvers mánaðar ef klúbbfélagi hefði ekki sent til- kynningu þess efnis að hann vildi ekki fá bókina. Frestur var gefinn 20 daga frá útkomu hvers frétta- bréfs en að þeim tíma liðnum gætu félagar ekki endursent bókina sem fyrr segir. Nú er því svo farið að tilkynn- ingar frá bókaklúbbnum vilja gleymast vegna annarra og veiga- meiri greiðslna sem inna ber af hendi, auk þess sem félagi getur verið staddur erlendis um lengri eða skemmri tíma meðan frestur- inn líður. En þessar afsakanir eru ekki teknar gildar hjá bókaklúbb- unum og byggja þannig afkomu sína að nokkru leyti á gleymsku og önnum félaga sinna. Viðskiptahættir sem þessir eru afar sérkennilegir enda tíðkast það í hvers konar verðlistum og til- boðum sem send eru inn á heimili fólks að sé þeim ekki svarað þá fær maður ekki vöruna. Þannig fyndist mér eðlilegt að bók hvers mánaðar væri ekki send þeim sem ekki sinntu tilboði bókaklúbbanna." Svarað: Þar sem ekki kemur fram hjá félaga í hvaða bókaklúbbi hann er i, snéri Velvakandi sér til Antons Arnar Kærnested fram- kvæmdastjóra Bókaklúbbs Al- menna bókafélagsins og fer svar hans hér á eftir: Ágæti Velvakandi. Um leið og ég verð við ósk þinni um að svara ofanrituðu bréfi, vil ég taka skýrt fram, að hér svara égaðeins fyrir hönd Bókaklúbbs Almenna bókafélagsins, þó í ofan- rituðu bréfi komi ekki ákveðið fram, hvort bréfritari sé í BAB eða í öðrum bókaklúbbi. Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins var stofnaður 1974, og allt frá stofnun klúbbsins hafa gilt sömu reglur (sjá meðf. ljósrit), og satt best að segja hefur reksturinn gengið mjög vel. En þó hefur á síðustu tveimur árum sigið heldur á ógæfuhliðina, og er ástæðan sú, að hluti félagsmanna hefur tekið sér það bessaleyfi að virða afþökk- unarregluna að engu og skila til baka þeim bókum sem þeir hafa af einhverjum ástæðum ekki viljað eiga. Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að slíkt er ekki hægt sökum þess kostnaðar sem á bak við hverja sendingu liggur. Ljóst er, að þetta þýðir' hækkandi verð til þeirra þúsunda félaga sem virða reglur þess bókaklúbbs, sem þeir af fúsum og frjálsum vilja gengu í á sínum tíma. Leitt þykir mér að sjá að bréfrit- ari telji greiðslur til bókaklúbb- anna eitthvað ómerkilegri en ann- að sem hann þarf að standa skil á í viðskiptum, en þetta er hans mat og hann um það. Ef þessi bréfritari er á annað borð félagi í BAB, þá vísa ég á bug ásökunum um sérkennilega við- skiptahætti, þessi ágæti maður átti að gera sér grein fyrir, hvað hann væri að gera með ósk um inngöngu í bókaklúbbinn, en auð- vitað er þetta fyrirkomulag ekki hentugt fyrir alla. Ef fólk af ein- hverjum ástæðum treystir sér ekki til að afþakka þær bækur sem það vill ekki fá, eftir að hafa fengið greinargóðar upplýsingar um bók- ina, efni hennar, stærð og verð í fréttabréfinu hverju sinni, þá ein- faldlega hentar þetta ekki viðkom- andi aðila. En það verður hann að gera upp við sjálfan sig, en ekki kenna öðrum um hvernig til tekst. Að endingu vil ég nota þetta tækifæri til að þakka öllum okkar trúu og dyggu félagsmönnum samstarf á liðnum árum og taka fram, að sameiginlegt bréfspjald þessara þriggja bókaklúbba var sent af illri nauðsyn, en að sjálf- sögðu mun a.m.k. Bókaklúbbur AB hér eftir sem hingað til taka við endursendum bókum, ef um gall- aða bók er að ræða, eða mistök af okkar hálfu, en því miður þá erum við sem hér störfum aðeins mann- leg og gerum stundum mistök, sem við erum auðvitað fús að leiðrétta. Við munum eftirleiðis sem hingað til reyna að finna lausn á öllum þeim vandamálum, sem kunna að koma upp í viðskiptum okkar, á þann veg að báðir megi vel við una. Meðkveðju, Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins Anton Örn Kærnested. iFélagsreglur I Dókakhibbur AD er stoínaður með þ«ð fyrir augum að geía félögum Almonna bókafélagsins kost á I íjölbreyttu úrvall bóka á betra verði en yfirleitt gorist ó almeniium bókamatkaði. iFélagar verða að hafa náð lögrroðisaldri. Rátt til kaupa á bókum klúbbsins eign aðeins skrádir félagar ■ Bókaklúbbs AD. Nýjlr félagar geta aðeins fengið félagsrétt með sérstakri bókakaupskyldu. I Bókaklúbbur AB gefur út 11 bækur árlega. Fólagsbækur koma út mánaðarlega f»ó ekki I desember. ' Um það bil einum mánuði áður en hver félagsbók kemur út er íélögum Dóknklúbbs AB sent Fréttabréf AB. þar sem bókin og höfundur hennnr verða kynnt, greint frá verði bókarinnar, stærð henuar, ofl. Félagar Bókaklúbbs AB eru ekki skyldugir að kaupa neina sérstaka bók. Félagar geta afþakkað félags- I bækur með þvf að senda Bókaklúbbi AB sérstakan svarseðil, sem prentaður er f hverju Fréttabréfi AB. | eða hringja 1 sima 25360. f Félagar Bókaklúbbs AB geta valið sér aðra bók en þá, sem boðin er hverju sinni i Fréttabréfi. Velja má ' bókina eftir skrá, sem birt er i Fréttabréfinu. Þá geta félagar keypt bækur til viðbótar samkvæmt sértil- boði. sem veitt verður öðru hverju. Ef bók er afþðkkuð, eða ðnnur valin 1 hennar stað, eða aukabækur pantaðar, þarf fyrmefndur svarseðill að eionast þá félagsbók sein kynnt er i Fréttabréfinu. Félagsbókin vetður þá seiul i pósti með póst glróseðli. Félaginn gteiðit siðan póstgfróseðilinn i næsta pósthúsi eða bankastofnun Sú eina skylda er lögð á herðar nv|um félögum Bókaklúbbs AB að þeir kaupi einliverjar 4 bækur fyrstu 18 mánuðina, sem þeir eru liMi.gar. Félagsgjöld eru engin. Askriftaigjald Fróttnbréfsins er ekkert. •' Félagar Bókaklúbbs AB geta sagt upp félagsréltindum ilnum með þvi að segja sig skrifiega úr klúbbnum með eins mánaðar fyrirvara. Sami uppsagnarfreatur gildir fyrir nýja félaga, en þó aðeins að þeir hafi lokið kaupum á fjórum bókum innan átján mánaða. Datsun Kingcap árg. ’83 Yfirbyggóur, vökvastýri, 5 gíra. Verö 780 þús. Range Rover árg. 79 4ra dyra. Ekinn 32.000 km. Verö 1180 þús. Mercedes Benz E árg. 79 Sjálfskiptur, vökvastýri, velúr-innréttingar, sportfelgur, grænsanz. Verö 680 þús. Mitzubishi S. Turbo árg. ’83 Vökvastýri. Verö 780 þús. ]anuar. skó'Ín°dU^rnydag^er ***?!> ##'** .mendur g ,2i arPe7 30 mntökuP^ janúar og re.tajafnan^^fuSstu «. a,T"Jífiðlanun’ írá R'iara MALASKOLINN Ananaustum 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.