Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 Vendi-úlpan frá NORTHLAND, sem hægt er að breyta á sex mismunandi vegu. Ur 100% bómull og fóðruð með gæsadúni. Litir: Blár/hvítur blár/grár rauður/grár. Stærðir: 140 cm. (9 ára) 176 cm. S-XL. Verð frá 3.995 kr. Póstsendum samdægurs! EUROVISA ‘5% STAÐGR.AFSL. HUMMELSPORTBUCMN ARMULA 38 - SIMI 83555 Ungt fólk fri aðildarríkjum SÞ i námskeiði f Lake Success haustið 1949. 80 milljón kr. framlag okkar til SÞ vel varið Rætt við Friðjón Þórðarson sem ný- kominn er af allsherjarþinginu Fjórir fulltrúar þingflok- kanna sátu undanfarnar þrjár vikur allsherjarþing Samein; uðu þjóðanna í New York. í forinni voru GuAmundur Ein- arsson, Haraldur Ólafsson og Kristín Jónsdóttir, auk FriA- jóns Þórðarsonar sem var oddviti hópsins. Þar eð Friðjón hefur tvisvar áður sótt Sameinuðu þjóðirnar heim, það er að segja 1949 og 1966, þótti okkur forvitnilegt að heyra hans álit á þessari alþjóðastofnun: „Áhugi manna fyrir starfi Sameinuðu þjóðanna hefur dofn- að og mörgum finnst að SÞ hafi mistekist að standa vörð um frið- inn í heiminum, ýmislegt hafi gengið á afturfótunum, þetta sé málþingsskraf og skeggræður um sömu tillögurnar ár eftir ár, án þess að nokkrum sýnilegum árangri sé náð í afvopnunarmál- um og á öðrum sviðum. En hvað yrði, ef þjóðir heims- ins hefðu ekki þennan vettvang til að ræðast við? Ég segi fyrir mitt leyti að ef það ætti að leggja Sameinuðu þjóðirnar niður eða þær lognuðust útaf, þá yrði eitt- hvað að koma í staðinn. í þessu fara saman sjónarmið min og Harðar Helgasonar fastafulltrúa íslands hjá Sameinuðu þjóðun- um. Það er gaman að koma hingað í þriðja sinn og geta borið þessar ferðir saman. Hlutirnir hafa sinn sérstæða, táknræna svip á hverj- um tíma. Menn voru í fyrstunni bjart- sýnir og töldu sig vera að koma á allsherjarfriði í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar voru stofn- aðar við Gullna hliðið í San Fransiskó, við Kyrrahafið, haf friðarins. Þarna komu saman fulltrúar 50 ríkja um hásumar árið 1945. Þegar ég kom fyrst til Samein- uðu þjóðanna 1949, voru þetta svo að segja þeirra unglingsár. Ég fór til að taka þátt í fræðslu- námskeiði um Sameinuðu þjóð- irnar og þarna ríkti bjartsýni og vorhugur. Þá höfðu SÞ aðsetur á skemmtilegum stað uppi í sveit, við Lake Success á Long Island, að segja má við „vatnið þar sem vonirnar rætast". Á leiðinni til New York í sept. 1949 sat ég við hliðina á Hans G. Andersen, sem var að hefja starf sitt að hafréttarmálum, en landgrunnslögin höfðu verið sett árið áður. Hans var orðinn þjóð- réttarfræðingur og ákveðinn í því að neyta allra krafta sinna til að koma landhelgismálinu á framfæri hjá Sameinuðu þjóðun- um, kynna það og afla því fylgis. Haustið 1949 var einmitt lagð- ur hornsteinn að byggingu Sam- einuðu þjóðanna við East River. Auðvitað voru menn bjartsýnir þegar bygging hófst, og Rocke- feller lagði fram fé til styrktar henni. Þar sem áður stóð slátur- hús á árbakkanum, reis fallegt hverfi nýrra háhýsa. Næst sat ég allsherjarþingið 1966, ásamt Jóhannesi heitnum Elíassyni bankastjóra og Bene- dikt Gröndal, alþm. Þá var mikill kraftur í starfi SÞ og mörg mál á dagskrá, þar á meðal öryggis- og mannréttindamál og hafrétt- armálin í miðjum klíðum. Ef ég ber það ár saman við allsherjar- þingið núna, er áberandi hversu geysileg fjölgun hefur orðið á þátttökuríkjum, það hafa bæst við mörg smáríki úr þriðja heim- inum og í fyrra bættist 159. ríkið við. Svo má líka segja að alls- herjarþingið sé orðið talsvert dekkra yfirlitum en áður var. Stöðu og vegferð Sameinuðu þjóðanna i dag má líkja við ána sem bygging SÞ stendur við, Austurá. Ef maður virðir hana fyrir sér, verður varla greint hvort hún rennur aftur á bak eða áfram — en þar er þungur straumur og djúpur, þótt hvorki heyrist vatnaniður né fossaföll. Á hinn bóginn má ekki láta það vaxa sér í augum þótt margt virðist hjakka í sama farinu hjá Sameinuðu þjóðunum. Á Alþingi heima eru sömu tillögurnar oft bornar upp ár eftir ár. En mér finnst það uggvænlegt að banda- ríska þingið hefur ákveðið að lækka framlög til SÞ úr 25 pró- sentum af heildarkostnaði í 20 prósent, reyndar í andstöðu við vilja ríkisstjórnar Reagans for- seta. Þetta gæti sett stórt strik í reikninginn og ég tel að Samein- uðu þjóðirnar komist hreinlega ekki af án Bandaríkjanna. Ég held að þeim 80 milljónum króna sem við leggjum Samein- uðu þjóðunum til í ár, sé vel varið. Við höfum ákveðið að vera sjálfstæð þjóð og ætlum að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Og það kostar bara heilmikið að vera sjálfstæðþjóð. Það er sjálfsagt að gæta hófs og sparnaðar, en það er útilokað að taka virkan þátt í þessu samstarfi án þess að kosta til þess drjúgum fjárhæðum. Við njótum góðs af Sameinuðu þjóð- unum eins og hafréttarmálin sanna best. Ennfremur njótum við góðs af norrænu samstarfi hjá SÞ, en þar er mikil og góð samvinna milli Norðurlandanna. Ég sat í þetta sinn fundi fyrstu nefndar allsherjarþingsins, en þar er fjallað um afvopnunar- og öryggismál. Fyrst voru al- mennar umræður og síðan lagðar fram tillögur sem voru orðnar 74 talsins. Margar þeirra eru lagðar fram ár eftir ár. En jafn- vel þótt um endurtekningu sé að ræða, er kapp í mönnum að fjölga þeim ríkjum sem taka afstöðu hverju sinni með góðum málum. Til dæmis var flutt tillaga varðandi Afganistan sem m.a. felur að sjálfsögðu í sér gagnrýni á Sovétríkin. Það þótti verulegur árangur að nú hafði þeim sem voru samþykkir tillögunni fjölg- aðumþrjá. Ákveðið hefur verið að einung- is þingmenn sæki allsherjar- þingið. Þessar ferðir eru mjög gagnlegar til að kynna þeim starfsemina og umræður sem þarna fara fram. Árlegar ferðir þingmanna gera að verkum að Alþingi er jafnan í fersku sam- bandi við allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna. En að sjálfsögðu hvílir meginþungi starfsins á fastanefnd íslands hjá SÞ, það er“ að segja Herði Helgasyni "sendiherra og samstarfsmönnum hans.“ Texti: Jón Ásgeir Sigurðsson, Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.