Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985
13
Gerd Nyquist
Elin Brodin
Ketil Björnstad: Det personlige
motiv
Ascheboug 1985
Stríðsfréttamaðurinn og stór-
blaðamaðurinn Gerard Simon
hefur flutt á heimaslóðir konu
sinnar í Noregi, eftir að Lis kona
hans var myrt í London. Hann
hefur búið sér heimili með dætrum
sínum Linn og Terri og telur að
heimilislífið sé hið farsælasta og
dæturnar hafi ekki beðið tjón við
hörmulegt lát móðurinnar. Gerard
hefur unnið til Pulitzer verðlauna
fyrir fréttamennsku og hann virð-
ist harðskeyttur, en heiðarlegur
fréttamaður.
Samt er eitthvað ekki eins og
það á að vera. Hann getur ekki
losað sig við byrði fortíðarinnar,
mætti halda að sektarkennd væri
að sliga hann þótt fráleitt sé, því
að hjónabandið hefur áreiðanlega
verið mjög hamingjuríkt. Eða
hvað? Og af hverju leitar stöðugt
á hann þessi óþolandi spenna, af
hverju þessi sífelldu geðbrigði, af
hverju þessi neikvæða afstaða til
allsogallra?
Loks ákveður hann að fara til
London og taka upp þátt við Eld-
orado Manrique sem er annað-
hvort skæruliði í útlegð eða vænt-
anlegur þjóðhöfðingi í ónefndu
landi í Suður-Ameríku. Býsna
kyndugt uppátæki, því að daginn
sem kona hans var myrt hafði hún
beðið hann að hætta við gerð þessa
þáttar. Af ástæðum sem ekki skýr-
ast fyrr en Gerard er kominn til
London. Hann er í einhvers konar
upplausnarástandi sjálfur og lög-
reglumaðurinn Carter fylgir hon-
um hvert fótmál, en Carter hafði
rannsakað morðmálið á sínum
tíma. Þessi dagar í London verða
afdrifaríkir fyrir Gerard. Hann
reynir að lesa dagbókina sem hann
skrifaði á árum áður til að finna
lausnina. Því að í raun og veru
álítur hann sig hafa komið til
London einna erinda aðeins og það
er að hafa upp á morðingja konu
sinnar.
Málið upplýsist um síðir, en það
eru áhöld um, hvort það var allra
þeirra fórna virði sem verður að
færa og sjálfsblekking Gerhards
er að lokum fullkomnuð þegar
hann kemur heim og dætur hans
snúa við honum baki.
Höfundurinn hefur skrifað ljóð
og skáldsögur og sent frá sér eina
heimildaskáldsögu. Frásagnar-
hæfni hans er kröftug og miskunn-
arlaus og persóna Gerards Simon,
svo ógeðfelld sem hún verður
smám saman er gerð af stakri
kúnst.
Karsten Alnæs: Öy
Útg. Ascheboug
Sigmund Öy er blaðamaður og
skrifar einnig um kvikmyndir. Sá
tilbúni heimur kvikmyndanna er
að renna saman við raunveruleik-
ann svo að hann skynjar óljóst
hvar mörkin eru. örlagarík skil
eru að verða i lífinu og honum
finnst hann einangrast æ meira
frá öðrum og veit ekki hvert för-
inni er heitið. Þaðan af síður hann
geti gert sér ljóst, hvert hann sjálf-
ur kysi að stefna.
Hann fer frá heimalandi sínu,
hún hafnar. Mette leikur svo Lina
Arlien-Söborg sem einnig fór með
lykilhlutverk í eldri myndunum.
Hún er óaðfinnanleg eins og aðrir.
Þannig byggir Nils Malmros upp
sinn sérstaka myndheim í verki
eftir verki og þróar sömu persónur
með sömu leikurum eftir því sem
tíminn líður í lífi beggja. Það eina
sem mætti fetta fingur út í er
myndvinnsla Malmros sem er til-
gerðarlaus í svo miklum mæli að
hún verður nánast tilþrifalaus. Ef
hann legði rækt við að auka að-
dráttarafl myndmálsins sé ég
ekkert því til fyrirstöðu að Nils
Malmros kæmist í fremstu röð
kvikmyndagerðarmanna í heimin-
um. Til þess hefur hann alla burði.
Enginn verður svikinn af því að
sjá Dísina og drekann.
Sylvester á réttri hillu
Stjörnubíó: Sylvester * *
Bandarísk. Argerð 1985. Handrit:
Carol Sobiesky. Leikstjóri: Tim
Hunter. Aðaðhlutverk: Melissa Gil-
bert, Richard Farnsworth, Michael
Schoeffler.
Oft hefur maður óskað sér þess
að Sylvester Stallone væri hestur.
Ef hann væri hestur væri hann
ekki að bagsa við að leika mann-
eskjur í bíómyndum, vita hæfi-
leikalaus. f þessari bíómynd rætist
þessi gamli draumur. I henni er
Sylvester Stallone hestur.
Sylvester er orkumikil ótemja
og myndin fjallar um það hvernig
ungri stúlku tekst að hemja hann
og temja. Hún er munaðarlaus,
fyrirvinna tveggja yngri bræðra
sinna og þarf að berjast fyrir rétti
sínum með hörku og óbilgirni á
við hvaða töffara sem er. í þessari
baráttu nýtur hún aðstoðar gam-
als vinnuveitanda síns og ungs
vonbiðils. Og undir lokin hrósa þau
sigri.
Myndin um Sylvester og vini
hans er ósköp átakalítil en saklaus
fjölskylduafþreying. Handrit
hennar er fremur rýrt í roðinu og
leikstjórn laus í reipunum. En
aðalleikararnir leika frá hjartanu,
einkum gamli refurinn Richard
Farnsworth með sitt hlýlega gráa
yfirskegg og gúlinn fullan af skro.
Og — aldrei þessu vant — Sylvest-
er Stallone leikur best.
i
i
Ketil Björnstad
Noregi og fjölskyldunni, konunni
sem hann hefur búið með og kemst
að þeirri niðurstöðu að lífið sé eilíf
endurtekning breytinga og umróts.
í sól og regni ferðast hann svo
um Evrópu og lendir í hinum dul-
arfyllstu málum hvarvetna. Hann
fer að hafa tilfinningu sem áður
var honum óþekkt fyrir landslagi
og fólki og samtímis speglar það
sem hann upplifir einhvern raun-
veruleika sem liggur fallinn í
undirvitundinni.
Þessi saga á það sameiginlegt
með hinum þremur sem Ascheho-
ugforlag hefur sent og hér er getið,
að allar aðalpersónurnar í þessum
Karsten Alnæs
fjórum bókum hafa að meira eða
minna leyti misst fótfestuna og
eru að leita að sjálfum sér. Hvort
sem farið er til London, horfið í
ímyndaðan heim eins og í bók
Gerd Nyquist eða leitað til fjar-
lægari landa eða rætt við gamlan
vitran vin, er sýnin þröng í öllum
bókunum. Naflaskoðun persón-
anna er heldur þreytandi og
áhugaskortur fyrir öðru fólki eða
í bezta falli afar yfirborðslegur
skilningur á þvi. En kannski þetta
sé nútfmamaðurinn f velferðar-
þjóðfélaginu og ýmsar hliðar
þeirra sem allar leiða síðan sömu
leiðina. Til tortímingar hans
sjálfs.
Jólakort Sam-
taka sykursjúkra
SAMTÖK sykursjúkra á fslandi hafa
geflð út jólakort, sem eru til sölu á
skrifstofu samtakanna í Reykjavík i
Hverflsgötu 76, en síminn er 23770
og í Söluturninum Bræðraborgarstíg
29. Til sölu, auk kortanna, eru bæði
kerti og jólapappir. Skrifstofa sam-
takanna er opin i minudögum kl.
17.00—19.00.
Á þessu jólakorti Samtaka syk-
ursjúkra er mynd eftir málverki
Gísla Sigurðssonar, myndlistar-
manns og umsjónarmanns Les-
bókar Morgunblaðsins. Myndin er
máluð við ljóð Snorra Hjartarson-
ar, Haust. Jólakveðjur á fjórum
tungumálum eru á kortinu og
merkt er greinilega að þau sé seld
til ágóða fyrir Samtök sykursjúkra
á íslandi.
KOMDG
KRÖKKCJNCJM Á ÓVART!
Farðu til þeirra um jólin
Mömmur, pabbar, systur, bræður, afar, ömmur, frændur,
frænkur, synir, dætur og vinir geta nú brugðið undir sig betri
fætinum og farið sjálf með jólapakkana og hangikjötið til
útlanda.
Astæðan er auðvitað hin hagstæðu jólafargjöld sem Flugleiðir
bjóða til Norðurlandanna.
Fargjöld báðar leiðir eru sem hér segir:
Kaupmannahöfn kr. 13.230.-
Gautaborg kr. 13.350.-
Stokkhólmur
Osló
London
Luxemborg
kr. 15.400.-
kr. 12.320.-
kr. 11.760.-
kr. 11.620.-
Barnaafsláttur er 50%.
Fargjöldin taka gildi 1. des.
Clpplýsingar um skilmála og ferðamöguleika veita söluskrif
stofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofumar.
FLUGLEIÐIR