Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985
V iðreisnarhugur
Nýjar bækur frá Aschehoug:
Af naflaskoðun
og nöturleika
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Páll Vídalín, Jón Eiríksson.
UM VIÐREISN ÍSLANDS. 210 bls.
Örn og Örlygnr. 1985.
Deo, regi, patriae — guði, kon-
unginum, föðurlandinu var rit
þetta helgað. Sjö áratugir liðu
milli þess sem Páll Vídalín samdi
sitt rit og Jón Eiríksson tók það
upp og endursamdi með nokkrum
hætti, og jók. Blóð tímans rann
hægt. Fátt breyttist á sjötíu árum.
Hið sama vakti fyrir báðum. Að
bæta hag landsins sem var orðinn
svo bágur að tæpara mátti ekki
standa ef þjóðin átti að lifa af.
Þótt fátt hefði breyst hér frá
1699 til 1768 gegndi öðru máli um
Evrópu. Þar var þetta framfara-
öld. Fólki fjölgaði stórum og nýir
og ferskir menningingarstraumar
fóru um álfuna. Jón Eiríksson vildi
veita þeim hingað. Og hvað var
þá tiltækara en kveðja til vitnis
mann sem hafði öðrum fremur
kynnt sér hagi landsins og þar að
auki komið auga á leiðir til við-
reisnar?
Tvennt var talið standa fyrir
þrifum eðlilegu þjóðlífi í þessu
landi. Annars vegar fólksfæðin.
Hins vegar fátækt þjóðarinnar og
vankunnátta. Hið síðartalda var
þó talið lakara. Allir bjuggu í
dreifbýli. Þéttbýli var hér ekkert
þó fyrsti vísir að því væri raunar
að verða til á dögum Jóns Eiríks-
sonar. Einhæfnin í atvinnuháttum
var því síst til þess fallin að efla
þjóðarhag. í öðrum löndum var
verkaskipting: landbúnaður, iðn-
aður, verslun, siglingar — og borg-
ir þar sem margs konar þjónusta
var á boðstólum. Auðvitað lögðu
þeir til að landbúnaðurinn yrði
efldur hér að fjölbreytni og hag-
kvæmni. Garðrækt, trjárækt og
jafnvel kornrækt var meðal þess
sem bent var á. Færð voru rök að
því að allt mundi það heppnast
með áræði og reynslu.
Hitt var líka ofarlega á blaði að
koma hér á fót kaupstað þar sem
iðnaður og verslun færi saman.
Slíkum kaupstað yrði valinn stað-
ur þar sem höfn væri góð. Að hinu
þyrfti líka að hyggja að auðvelt
yrði að verja hann fyrir árásum
frá sjó. Kaupstaðurinn skyldi og
vera aðsetur embættismanna.
Þannig gæti þjóðin eflt sínar eigin
þjónustugreinar. Saltleysi var hér
oft bagalegt. Því var lagt til að
íslendingar notuðu jarðvarma til
að vinna salt úr sjó. íslendingar
skyldu koma á fót eigin her og
verjasigsjálfir.
Talið er að konungur og stjórn-
völd hafi á dögum Jóns Eiríksson-
ar verið fremur hlynnt úrbótum
af því tagi sem lögð eru til I riti
þessu. Og auðvitað varð konung-
legur embættismaður eins og Jón
að gæta þess að segja ekki orð sem
styggt gæti hátignina og hans
menn, enda fjarri honum. Fram-
farir á íslandi skyldu jafnframt
efla hag ríkisheildarinnar og færa
auknar tekjur í kassa konungs!
En þar sem nú Jón Eiríksson og
Skúli fógeti og jafnvel fleiri
áhrifamenn sem stefndu að við-
reisn landsins höfðu konung og
stjórn með sér — hví vannst þá
ekki meira en raun bar vitni?
Hverjir stóðu á móti? Danskir
kaupmenn að sjálfsögðu, en einnig
íslensk bændastétt sem lítt hugn-
aðist að sjá á eftir vinnuaflinu til
annarra atvinnugreina. Því fer
ekki á milli mála að frá hendi Jóns
Eiríkssonar hefur þetta verið
hugsað sem varnarrit fyrir Inn-
réttingarnar nýstofnuðu sem strax
áttu undir högg að sækja og varð
ekki heldur lífvænt til frambúðar.
Þótt sumt, sem lagt er til í riti
þessu, styðjist við draumóra frem-
ur en veruleika er hitt miklu fleira
sem reist er á traustum grunni og
á erindi til íslendinga enn í dag.
Páll Vídalín og Jón Eiríksson voru
engir lýðskrumarar. Hér er ekkert
»ætla má ... telja verður ... stefnt
skal að« né heldur það margfræga
skálkaskjól stjórnmálamanna nú á
dögum að »málið er í athugun.*
Steindór Steindórsson hefur
þýtt ritið og fylgir því úr hlaði
með inngangi — um bókina og
Steindór Steindórsson frá Hlöðum
höfundana. Hvort tveggja er með
ágætum. Auk þess að vera nátt-
úrufræðingur er Steindór flestum
mönnum handgengnari íslenskum
fræðum. Og vissulega reynir á
hvort tveggja við þýðingu rits af
þessu tagi — náttúrufræði- og
söguþekkinguna.
Steindór getur þess að Páll
Vídalín — svo gegn og greindur
maður sem hann annars var —
hafi mjög sóað tíma sínum í mála-
vafstur ýmiss konar, en sá hafi
verið ljóður á ráði margra um
hans daga. Mundi sú árátta ekki
hafa verið sprottin af sömu hvöt-
um og verkföll og vinnudeilur nú
á dögum — að deilt hafi verið um
skiptingu afrakstursins af tak-
mörkuðum landsins gæðum?
Þegar öllu er á botninn hvolft
er rit þetta þörf hugvekja þeim
sem nú deila og drottna á landi
hér. Sem betur fer eru hér enn til
menn sem tala og skrifa eins og
Páll Vídalín og Jón Eiríksson. En
danskir kaupmenn setja ekki leng-
ur fótinn fyrir viðreisn f slands.
Samt er landið ennþá langt á
eftir öðrum í vísindum, iðnaði,
tækni og — framtaki. Hvað skyldi
valda? Getur þetta tvö hundruð
ára gamla rit veitt einhver svör
við því?
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Gerd Nyquist: Liljen pá det mörke
vand
Útg. Aschehoug 1985
Liljan á dimmu vatni er síðasta
bók norsku skáldkonunnar Gerd
Nyquist og mun ekki hafa verið
að fullu skrifuð, þegar skáldkonan
lézt fyrir tæpu ári. Eftir því sem
segir í formála las sonur hennar
handritið yfir og lagði blessun sína
yfir að sagan væri látin út á þrykk
ganga.
f sögunni segir frá stúlku, sem
hefur búið við ástleysi í bernsku.
Það markar óafmáanleg spor í
sálina og þar með á allt hennar
lif. Hún þjáist af öryggisleysi og
stöðugri hræðslu við að njóta ekki
ástar. Þegar hún kynnist Mannin-
um, beitir hún klækjum til að fá
hann til að giftast sér, en eitrar
síðan samlíf þeirra árum saman
með ofsafenginni, hamslausri af-
brýðisemi. Hún endar með því að
ganga frá honum dauðum og situr
nú fyrir framan ímyndaðan dóm-
ara og rekur sögu sína.
Gerd Nyquist skrifar ljóðrænan
stíl og vinnubrögð hennar eru
fagmannleg. Þar af leiðandi verður
bókin læsileg og jafnvel meira en
það, þó svo að höfundur sé hér að
mata okkur á svo sjálfsögðum
hlutum og margtuggnum, að furðu
sætir að svo fjölhæfur og góður
rithöfundur og Gerd Nyquist detti
í þann pytt. Kannski skýringin sé
að einhverju leyti sú að hún hafði
ekki sjálf lokið þessu verki og varla
sennilegt að hún hefði sent þessa
bók frá sérí þeirri gjörð sem hún
birtist lesendum. Enda hefur mér
persónulega alltaf þótt vafasamt
að gefa út ófullgerð handrit eða
handrit sem höfundur sjálfur hef-
ur lagt til hliðar. Og þó þessi bók
sé ákaflega frábrugðin öðrum bók-
um Gerd Nyquist hvað varðar
efnisþráð, og efnistök, er hún þó
einhvern veginn eins konar til-
raun, sem höfundur hefði kannski
gerbreytt við hreinskriftina.
Elin Brodin: Den krydrede vin
Útg. Aschehoug 1985
Ung stúlka, Mia, er að ljúka
heldur flóknu sambandi við tvo
karlmenn. Þeir eru kynvilltir og
elska hvor annan ofurheitt, en
þeir hafa líka hneigðir til kvenna
og úr þessu hefur orðið sérstæður
og erfiður þríhyrningur. Kynvill-
ingurinn Viktor er sá sem bæði
Mia og Leon þrá að elska og helzt
að eiga. Um þessi óvenjulegu
samskipti snýst sagan.
Hún er byggð þannig upp að
stúlkan er að segja góðum og
vönduðum, miðaldra vini sínum
frá reynslu sinni og lífshlaupi. Og
það hefur aldeilis verið viðburða-
ríkt: bernska hennar var sneydd
ástríki en guðsóttinn og siða-
vendnin sátu í öndvegi. Ástríki
uppalenda hennar til guðs virðist
hafa verið svo mikið, að ekki var
neitt að ráði eftir til náungans, í
þessu tilviki telpunnar Miu. Ellefu
ára gömul kynnist hún Cato, sem
er 26 eða 27 ára og hjá honum
finnur hún þá hlýju sem hanna
hefur hungrað eftir allar stundir.
Sú hlýja Catos verður þó heldur
afdrifarík fyrir þau bæði. Allt
þetta rifjar hún upp nú.
Þetta mun vera önnur bók Elin
Brodin, sem er sjálf liðlega tvítug.
Bókin er unggæðislega skrifuð,
útgefandi hefði að ósekju mátt
leiðbeina höfundi töluvert; frasar
og útþynnt „speki" verður oft og
einatt til lýta. Samt er sýnilegt
að Elin Brodin hefur tilfinningu
fyrir því að skrifa og bók hennar
er kannski umfram allt ákaflega
ærlega skrifuð, þótt hún sé full
uppskrúfuð og hrá til að mér finn-
ist hún geta talist gott verk. En
af þessari stúlku má sjálfsagt
vænta góðra verka, með aga og
slatta af sjálfsgagnrýni.
Uassavetes og Rowlands sem ráðvillt systkini f Ástardraumar.
Meistari Malmros
Of lítið
eða of mik-
ið af ást
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Regnboginn: Ástardraumar — Love
Streams irUVi
Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit og
leikstjórn: John Cassavetes. Aðal-
hlutverk: John Cassavetes, Gene
Rowlands, Seymour Cassel, Diahnne
Abbott.
„Ástin er eins og straumur sem
aldrei stöðvast," segir Sarah Law-
son (Gena Rowlands), aðalkven-
persónan í Ástadraumum. „Ást er
dauð. Ást er ímyndun lítilla
stúlkna," segir Robert Harmon
(John Cassavetes), aðalkarlper-
sónan. Þessar tvær athugasemdir
eru lykillinn að hlutskipti persón-
anna, sem eru systkini, þótt það
komi ekki fram fyrr en talsvert
eftir að fundum þeirra ber saman
í myndinni. Og fundum þeirra ber
ekki saman fyrr en talsvert er liðið
á hana. Framan af klippir Cassa-
vetes milli þeirra þar sem þau eru
að glíma við líf sitt hvort í sínu
lagi. Harmon er auðugur rithöf-
undur sem flækist um fordrukkinn
í einbýlishúsi sínu í Los Angeles
innan um glös og flöskur og fagrar
9túlkur sem hann viðar að sér eins
og því hráefni sem þær eru í næstu
bók hans sem fjalla á um næturlíf
og kynlíf. Harmon er kaldlyndur
og óhæfur í tilfinningasambðnd.
Sarah Lawson er á hinn bóginn
ofurseld tilfinningum sínum og ást
á fjölskyldu sinni, dóttur og eigin-
manni sem bæði hafna henni.
Enda er hún ekki „í jafnvægi" og
rambar á barmi geðveiki. Minnir
persónusköpun Rowlands talsvert
á eiginkonuna í einni af eldri
myndum Cassavetes, A Woman
Under the Influence, sem hér hefur
verið sýnd á Kvikmyndahátíð.
Ástarstraumar fékk Gullbjöm-
inn í Berlín 1984 og er gerð fyrir
peninga frá Cannonfélagi ísra-
elsku smákónganna Golan og
Globus. Hún nýtur sumpart þess-
ara auknu fjárráða. Það er meira
í hana lagt en margar af fyrri
myndum Cassavetes. En að öðru
leyti er hún dæmigerð fyrir að-
ferðir þessa sérkennilega kvik-
myndagerðarmanns og áhöfn
hennar er skipuð fjölskyldu hans
og vinum eins og jafnan áður.
Cassavetes byggir á grunni leik-
sviðsverks eftir annan höfund en
spinnur síðan að sínum hætti
samtöl og atburði í lífi þessa ráð-
villta, hugsjúka og eigingjarna
fólks meira eða minna af fingrum
fram. Mest mæðir á þeim hjónum,
Cassavetes og Rowlands, í hlut-
verkum systkinanna og þau eru
bæði með taugakerfin útbyrðis.
Þetta er nærgöngull og villtur
leikstíll og myndin er álíka rugl-
ingsleg og formlaus og það líf sem
hún birtir. Tæknivinna er ójöfn;
til dæmis er myndataka stundum
öguð og yfirveguð í listrænum
uppstillingum en þess á milli hrá
og ófullkomin. Og Ástarstraumar
er of löng í eltingarleik sínum við
tilfinningaleit persónanna sem
annars vegar elska of mikið en
hins vegar of lítið.
En innanum handónýt atriði er
fjöldi smáperla. Myndir Cassavet-
es eru ævinlega óútreiknanlegar
sem því miður verður ekki sagt
um flestar afurðir vestrænnar
kvikmyndagerðar um þessar
mundir. Þess vegna er mikill feng-
ur að henni á endurvöktum „mánu-
dagsmyndum" alla daga í Regn-
boganum.
Regnboginn: Dísin og Drekinn —
Skönheden og uhyret * * * lA
Dönsk. Árgerð 1983. Handrit og leik-
stjórn: Nils Malmros. Aðalhlutverk:
Jesper Klein, Lina Arlien-Söborg.
Danski kvikmyndagerðarmað-
urinn Nils Malmros verður bara
betri og betri. Ánægjulegri myndir
sér maður varla þessi árin en verk
þessa húmoríska húmanista. Þrí-
leikurinn Lars Ole, Drengir og
Vísdómstréð var óvenjulega næm
æskusaga með gamni og alvöru í
hárréttum hlutföllum. Þessi syrpa
skoðaði heim barna og unglinga
sem nánast aðskilinn frá heimi
fullorðinna. Hinar ungu söguhetj-
ur voru undarlega einar, því þrátt
fyrir vingjarnlegt viðmót foreldra,
kennara og annarra fullorðinna
persóna dugði það hvergi til þegar
þeir yngri þurftu mest á aðstoð
eða umhyggju að halda. í Dísinni
og drekanum rýfur Malmros á
hinn bóginn innsiglið milli þessara
tveggja heima og tvinnar saman
reynslu foreldris og ungmennis af
þeim vanda sem báðir standa
frammi fyrir þegar afkvæmið er
ekki lengur barn en heldur ekki
fullorðið.
Dísin og drekinn gerist á tíma
sem er viðkvæmur fyrir þrjár
sakir: í fyrsta lagi er unga stúlkan,
Mette orðin sextán ára og þá tekur
alvara lífsins við; tilfinningalegur
og líkamlegur þroski togast á. f
öðru lagi er faðir hennar einn með
henni, þvi móðirin er á sjúkrahúsi
þunguð af nýju barni. f þriðja lagi
gerist myndin um jól og áramót,
þegar mikið stendur til og allir eru
ósköp meyrir. í þessum kringum-
stæðum segir Malmros söguna af
samskiptum Mette og föðurins.
Hann er fullur væntumþykju og
horfir á litlu stelpuna sína orðna
að kynþroska stúlku með nokkrum
ótta í bland við ánægjuna. Þegar
Mette fer að umgangast sér eldri
pilt breytist ótti föðurins smátt
og smátt í ráðleysi og örvæntingu
sem leiða hann til vanhugsaðrar
íhlutunar í líf hennar. Honum
finnst það skylda sín að bjarga
dísinni sinni frá drekanum. En
þegar allt kemur til alls er drekinn
hann sjálfur.
Látið ykkur ekki detta í hug af
þessari lýsingu að Dísin og drekinn
sé vandamálamynd. Hún er sprell-
lifandi skemmtun sem jafnframt
er skilningsaukandi í besta máta.
Nils Malmros hefur tvo meginkosti
með kvikmyndagerðarmaður.
Hann er fyrsta flokks handrits-
höfundur, skrifar hnyttin samtöl,
byggir skýra atburðarás og skapar
með sínum einfalda, látlausa hætti
flóknar manneskjur, ekta fólk.
Hann er líka fyrsta flokks leikara-
stjóri, nær greinilega nánu sam-
bandi við leikara sina og laðar
fram fínleg blæbrigði í túlkun
þeirra. Danski grínistinn Jesper
Klein, sem lítur út eins og strútur
í mannsmynd, skilar föðurnum
með sérlega elskulegum og eftir-
minnilegum hætti. I öðrum hlut-
verkum, einkum æskufólksins, eru
kunnugleg andlit úr fyrri myndum
Malmros; til dæmis leikur Jan
Johansen sem fór með aðalhlut-
verkin í þríleiksmyndunum lítið
hlutverk pilts með sama nafni,
Lars, sem er skotinn í Mette en