Morgunblaðið - 28.11.1985, Síða 20

Morgunblaðið - 28.11.1985, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 Morgunblaðið/Sig-Jóng. Guðmundur Sigvaldaaon, sveitarstjóri á Stokkseyri, með nýjan tölvubúnað og nýtt merki á skrifborðinu. Svörin við þessum spurningum og 5.994 til fáið þið í spurningaleiknum TRIVIAL PURSUIT Útsölustaöir: Reykjavík: HjáMagna, Laugavegi 15. Astund. Austurveri, Háaleitisbraut 86, Bókabúð Breiöholts, Arnarbakka 2. Bókabúö Fossvogs, Grímsbæ. Bókabúð Jónasar, Rofabæ7. Bókabúö Safamýrar, Háal.br 58-60. Bókabúö Æskunnar, Laugavegi 56. Bókabúöin Álfheimum 6. Bókaversl. ísafoldar, Austurstræti 10. Frimerkjamiöst., Skolavöröustíg 21a. Griffill, Síöumúla 35. Holasport, Hólagaröi, Louhólum 2-6. Leikfangahúsiö, Skólavöröustig 10. Leikf.versl. Smáfólk, Austurstræti 17. Llverpool. Laugavegi 18a. Penninn, Hafnarstræti 8. Penninn, Hallarmúla 2. Skákhúsiö, Laugavegi 46. Tómstundahúsiö, Klapparstíg 26. Akureyri: Amaró. Bókabúö Jónasar. Akranes: Bókaverslun Andrésar Nielssonar hf. Borgarnes: Bókabúö Grönfeldts. Dalvík: Bókaverslunin Sogn. Grindavík: Bókabúö Grindavíkur: Garöabær: Bókaverslunin Grima. Hafnarfjöröur: Bóka. Olivers Steins, Strandg. 31. Búsáhöld og leikföng, Strandg. 11- 13. Leikbær, Reykjavíkurvegi 50. Heila: Kaupfélagiö Þór. Húsavik: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Hverageröi: Blómaborg. ísafjöröur. Bókaverslun Jónasar. Keflavík: Bókaverslun Keflavíkur. Nesbók. Kópavogur: Veda, Hamraborg 5. Neskaupstaöur: Bókaverslun Brynjars Júlíussonar. Sandgeröi: Aldan Sauöárkrókur: Bókafbúö Brynjars. Selfoss: Höfn hf. Seyöisfjöröur: Bókaverslun A. Bogasonar og E. Sigurössonar. Siglufjöröur: ^ Gestur Fanndal. Stykkishólmur: Kaupfélag Stykkishólms. Vestmannaeyjar: Bókabúöin, Heiöarvegi 9. Þorlákshöfn: Bóka- og gjafabúöin. „Triviat Pursuit" er skrásett vörumerki. Dreifing á ísiandi Eskifell hf., s. 36228. Leikur frá Hom Abbot. Gefinn út með leyfí Hom Abbot Intl. Itd. Stokkseyri: Bundið slitlag og tölvuvæð- ing á skrifstofu hreppsins Selfossi, 24. nóvember. Á STOKKSEYRI var lagt bundið slitlag á eina götu í sumar og end- urnýjuð götulýsing ásamt því að gerð var spennubreyting I húsum við götuna úr 220 í 380 volt. Önnur helsta framkvæmd þessa árs var tölvuvæðing skrifstofu hreppsins. Atvinnuástand er gott á Stokkseyri um þessar mundir. Kostnaður við gatnagerðina var um 1400 þúsund krónur og tölvu- væðingin kostaði sveitarsjóðinn 600 þúsund krónur. Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri sagði að nýja tölvan sparaöi kostnað sem næmi nettó 100 þúsund krónum á ári. Áður en tölvan var sett upp var bókhald hreppsins fært eftir spjaldakerfi og mikil vinna við uppgjör. 1984 greiddi hreppurinn 250 þúsund til endurskoðunar- skrifstofu fyrir uppgjör og endur- skoðun. Guðmundur sagði að helstu kostirnir við tölvuna væru að nú lægju allar upplýsingar strax fyrir um bókhald og fjárhagsstöðu í stað þess að áður var oft langt liðið á árið áður en uppgjör ársins á undan lá fyrir. „Það er mikið hagræði að geta gefið fólki upplýs- ingar strax um stöðu þess gagn- vart sveitarsjóði," sagði Guðmund- ur. Atvinnuástand á Stokkseyri hefur verið gott á þessu ári. 1 Hraðfrystihúsinu hefur verið næg atvinna, en það er stærsti vinnu- veitandinn á staðnum. Að undan- förnu hefur þar verið unnið að því að verka síld og nóg að gera. Þó hafa komið tímabil að fólki var sagt upp, „þá vantaði okkur togara til að jafna vinnuna. Meðan hann var og hét þá jók hann við vinnuna og skapaði betri nýtingu," sagði Guðmundur sveitarstjóri. SigJóns. Nýtt merki Selfossi, 24. nóvember. Sl. vor var nýtt merki tekið í notk- un sem einkenni Stokkseyrarhrepps. Merkið er táknrænt og sýnir brimgarðinn undan ströndinni og siglingamerkin. Það var Pétur Behrens sem teiknaði merkið en hann bjóð áður I Keldnakoti í Stokkseyrarhreppi. Verk eftir ellefu íslensk tónskáld á hljómplötum Karólína Eirfksdóttir afhenti Sverri Hermannssyni fyrstu eintökin af hljóm- plötunum. Lækkandi ferskfisk- verð í Þýzkalandi ÍSLENSK tónverkamiðstöð hefur nýlega gefið út fjórar hljómplötur með nýrri íslenskri tónlist eftir ell- efu tónskáld. Þessi útgáfa er gerð í samvinnu við Ríkisútvarpið og með stuðningi frá menntamálaráðuneyti. Af þessu tilefni voru mennta- málaráðherra Sverri Hermanns- syni afhent fyrstu eintökin af þessum hljómplötum við hátðlega athöfn í húsnæði Tónskáldafélags íslands. Við það tækifæri lýsti ráðherra yfir eindregnum áhuga sínum á útbreiðslu nýrrar ís- lenskrar tónlistar á meðal er- lendra þjóða svo og á meðal lands- mannasjálfra. Hljómplöturnar fjórar eru hver um sig helgaðar sérstöku sviði íslenskrar tónsköpunar, þ.e.a.s. hljómsveitartónlist, fiðlu- tónlist, píanótónlist og raftónlist. Auk Sinfóníuhljómsveitar Is- lands undir stjórn Páls P. Páls- sonar og Jean-Pierre Jacquillat koma fram á þessum hljómplöt- um fjórir landsþekktir einleikar- ar, þau Einar Jóhannesson klari- nettleikari, Kristján Þ. Stephen- sen óbóleikari, Guðný Guðmunds- / dóttir fiðluleikari og Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari. Með hverri hljómplötu fylgir upplýs- ingabæklingur á íslensku og ensku um efni plötunnar, flytj- endurna og höfundana. (Fréttatilkynning) VERÐ á ferskum fiski í Þýzkalandi hefur nú lækkað nokkuð frá því, sem verið hefur að undanförnu. Á mánu- dag fengust 33 til 35 krónur að meðaltali fyrir hvert kfló af karfa og ufsa og á þriðjudag var verðið 41,21 kr. Á síðustu vikum hefur verðið verið allt að 50 krónum. Skýring þessa er fyrst og fremst sú, að framboð að undanförnu hefur verið mikið og horfur á að svo verði áfram. Þá er það oftast þannig, að eftir að hátt verð hefur haldizt um tíma, lækkar það tals- vert aftur þar sem markaðurinn stendur ekki undir því til lengdar. Á mánudag seldi Karlsefni RE 148,3 lestir, mest kar'fa og ufsa, í Bremerhaven. Heildarverð var Þorskalysi eöa ufsalysi fra Lysi hf. . heilsunnar vegna ARGUS40 5.233.100 krónur, meðalverð 35,29. Sama dag seldi Hegranes SK 163,1 lest, mest karfa og ufsa, í Cux- haven. Heildarverð var 5.401.800 krónur, meðalverð 33,12. Loks seldi Baldur EA sama dag 81,3 lestir í Hull. Heildarverð var 4.641.600 krónur, meðalverð 57,11. Aflinn var mest megnis þorskur og koli. Á þriðjudag seldi Vigri RE 192,3 lestir í Bremerhaven, mest karfa. Heildarverð var 7.922.900 krónur, meðalverð 41,21. Sama dag seldi Ljósafell SU 113,3 lestir, mest þorsk, í Grimsby. Heildarverð var 6.222.500 krónur, meðalverð 54,95. Þá seldi Vísir SF á þriðjudag 42,8 lestir í Hull. Heildarverð var 1.962.000 krónur, meðalverð 45,83. Talsvert var af keilu í afla Vísis og dró það meðalverð nokkuð nið- ur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.