Morgunblaðið - 10.12.1985, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
„Mikilvægt fyrir
bankann og við-
skiptavini hansu
— segir Lárus Jónsson bankastjóri Útvegs-
bankans um yfirlýsingu Seðlabankans
LÁRUS Jónsson bankastjóri Út-
vegsbankans segir að yfirlýsing
Seðlabankans frá því aó föstudag
um aðstoö við Útvegsbankann hafi
verið afar mikilvæg fyrir bankann
og viðskiptavini hans. Nefndi hann
sérstaklega það atriði yfirlýsingar-
innar að Seðlabankinn muni sjá til
þess að Útvegsbankinn geti staðið
við allar skuldbindingar sínar inn-
anlands og utan á meðan leitað sé
að varanlegri lausn á fjárhags-
vanda hans.
Sagði Lárus að þetta væri
mikilvæg forsenda fyrir því að
Útvegsbankinn gæti starfað eðli-
lega og veitt viðskiptavinum sín-
um eðlilega þjónustu á næstu
mánuðum. „Það er eðlilegt að
Seðlabankinn setji slíkar reglur
og fylgist með því samkomulagi
sem ætlunin er að gera á milli
bankanna með nánu og reglulegu
samráði á samningstímabilinu,"
sagði Lárus þegar hann var
spurður hvort hann liti á fyrir-
hugað sérstakt eftirlit Seðlabank-
ans með Útvegsbankanum og
fjárráðstöfunum hans sem van-
traust á stjórnendur hans. Sagði
hann að þetta ætti ekki að koma
neinum á óvart sem til bankamála
þekkti.
Lárus sagði, þegar leitað var
álits hans á hugmyndum um
sameiningu Útvegsbankans við
Búnaðarbankann eða einkabank-
ana, að staða Útvegsbankans væri
í eðli sínu þannig að hún hlyti að
þrýsta mjög á að tekin verði
ákvörðun um uppstokkun banka-
kerfisins. Hann taldi þó að svo
virtist sem ýmsir hefðu ekki
hugleitt hvað slíkt þýddi. Tveir
ríkisbankarnir væru til dæmis
með mjög gamalgróin viðskipti,
ekki síst við sjávarútveginn. Ekki
þýddi að stokka upp þannig að
þau viðskiptasambönd yrðu látin
lönd og leið. Þá þyrfti að hafa
starfsfólkið í huga og fleiri sjón-
armið þegar ákvörðun yrði tekin.
Helena Jónsdóttir
Heimsmeístarakeppni
ídiskódansi:
Svolítið
erfítt en mjög
skemmtilegt
— segir Helena
Jónsdóttir sem hafn-
aði í 6. sæti
Heimsmeistarakeppni í diskó-
dansi fór fram á Hippodrome diskó-
tekinu í London síðastliðinn föstu-
dag. Það var Svíi sem varð í fyrsta
sæti og hlaut titilinn heimsmeistari
í diskódansi. Alls tóku keppendur
frá 32 löndum þátt í keppninni.
Helena Jónsdóttir keppti fyrir fs-
lands hönd og hafnaði hún í sjötta
sæti.
Helena Jónsdóttir er 17 ára
gömul, nemandi í Ármúlaskóla.
Hún sagðist hafa haft mjög gaman
af að taka þátt í keppninni. „Ég
fór til London viku fyrir keppnina.
Undirbúningi fyrir keppnina var
þannig háttað að við ferðuðumst
um í rútu og dönsuðum víða á
diskótekum. Það fór allur dagur-
inn í þetta og ég viðurkenni að það
var svolítið erfitt, en um leið mjög
skemmtilegt. Við hittum ýmsa
fræga tónlistarmenn svo sem Nick
Kershaw og George Michael. Það
gerðist þegar verið var að taka upp
lögin þeirra fyrir sjónvarp og við
vorum fengin til þess að dansa
eftir lögunum.
Andinn var mjög góður meðal
keppendanna og ég varð ekki vör
við ríg milli þeirra. Allir urðu góðir
vinir og ákváðum við að reyna að
hittast einhvern tíma aftur,“ sagði
Helena Jónsdóttir.
Skiptaráðendur þrotabús Hafskips:
Morgunblaðið/Bjarni
Ragnar H. Hall skiptaráðandi aö störfum á skrifstofu forstjóra Hafskips í gær. Ragnar stendur fyrir miðju en
hægra megin á myndinni eru bússtjórarnir Jóhann Níelsson hrl. og Gestur Jónsson hrl. en vinstra megin tveir
starfsmenn Hafskips, Guðmundur Eyjólfsson yfirverkstjóti og Árni Árnason skrifstofumaður.
Endurskoðendur ráðnir til
aðstoðar við bókhaldsathugun
Samningar við Eimskip ófrágengnir
VIÐRÆÐUR standa enn yfir á milli
Eimskipafélags íslands og skipta-
ráðenda þrotabús Hafskips hf. um
sölu á skipum og fleiri eignum Haf-
skips. Ragnar H. Hall skiptaráðandi
sagði aö hugsanlega yrði gengið frá
sölunni í dag. Hann sagöi að skipta-
ráðendur og bússtjórar væru að
koma sér inn í rekstur fyrirtækisins
og gera brýnustu ráðstafanir, svo
sem varðandi starfsmannahald, sölu
á eignum og samskipti við umboðs-
skrifstofur erlendis. Hafa þeir ráðið
Endurskoðunarmiðstöðina hf. — N.
Manscher & co. — til að vera til
aðstoðar við athugun á bókhaldi
Hafskips.
Ragnar sagði að þeir myndu láta
kanna fjárreiður fyrirtækisins og
þær ráðstafanir sem gerðar hefðu
verið, bæði til að renna stoðum
undir kröfur þrotabúsins á hendur
öðrum aðilum og réttmæti krafna
á búið sjálft. Einnigyrðu kannaðar
þær ráðstafanir sem gerðar hafa
verið og kunna að vera riftanlegar.
Ef eitthvert refsivert athæfi kæmi
fram við rannsóknina yrði það
einnig rannsakað sérstaklega.
Hann sagði að kröfur í búið
væru ekki farnar að berast og því
ómögulegt að gera sér grein fyrir
umfangi málsins. Á næstunni yrði
lýst eftir kröfum í Lögbirtingar-
blaðinu og frestur til að lýsa kröf-
um væri tveir mánuðir frá auglýs-
ingu. Ragnar sagði augljóst að
þrotabúið gæti ekki veitt jafn
mikinn afslátt af pakkhúsleigu og
skipafélag í fullum rekstri og sagði
því brýnt fyrir þá sem eiga vörur
hjá félaginu að leysa þær sem fyrst
út.
Get með engu móti setið
undir þessum ásökunum
— segir Albert Guðmundsson iðnað-
arráðherra í bréfinu til ríkissaksóknara
HÉR FER á eftir bréf það, sem
Albert Guðmundsson, iðnaðarráð-
herra, skrifaði ríkissaksóknara í
gær:
„Með bréfi þessu vek ég athygli
yðar á ásökunum, sem fram hafa
komið opinberlega í minn garð
um refsiverða háttsemi, meðan
ég gegndi starfi formanns banka-
ráðs Útvegsbankans. I því sam-
bandi vitna ég til vikublaðsins
Helgarpóstsins, 48. tölublað 1985,
bls. 19. Þar segir efnislega að ég
hafi misbeitt aðstöðu minni sem
stjórnarformaður bankans til
þess að veita fé til Hafskips hf.
„ÁSTÆÐUR fyrir þessari ákvörðun
minni eru fyrst og fremst djúpstæðir
samstarfsörðugleikar, sem hafa
magnast eftir því sem liðið hefur á
árið,“ sagði Kristín S. Kvaran, þing-
maður Bandalags jafnaðarmanna,
sem í gær sagði sig formlega úr
þingflokki bandalagsins. Kristín
sagði, að ummæli Guðmundar Ein-
arssonar að loknu formannskjöri á
landsfundi BJ nú um helgina hefðu
þar sem ég gegndi einnig stjórn-
arforustu. Ég vitna einnig til
sjónvarpsþáttarins „Kastljóss“,
föstudaginn 6. desember sl. Þar
lýsti Ólafur Ragnar Grímsson,
alþingismaður, því yfir, að uppi
væru ákærur í minn garð þess
efnis, að ég hafi misnotað að-
stöðu mína í bankanum til þess
að greiða fyrir viðskiptum Haf-
skips hf. Ennfremur skal nefnt
til fréttaskeyti, sem Magnús
Guðmundsson, fréttamaður Rit-
zau á íslandi, sendi til Norður-
landa nýverið, þar sem þessar
sömu ásakanir komu fram. Þeim
ásökunum var síðan dreift til
undirstrikað þá skoðun sína að hún
væri betur komin utan þingflokks-
ins, en Guðmundur sagði meðal
annars að útilokað væri að ná fram
jöfnuði og bættum kjörum í þjóð-
félaginu nema með gagngerum
stjórnkernsbreytingum.
„Það má segja að ummæli Guð-
mundar séu 3amnefnari fyrir það
sem átt hefur sér stað innan
bandalagsins,“ sagði Kristín enn-
ýmissa blaða á Norðurlöndum.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um, að hér eru mjög alvar-
legar sakargiftir hafðar uppi. Ég
tel mig með engu móti geta setið
undir ásökunum af þessu tagi.
Hið rétta er að ég hef engin
afskipti haft af lánveitingum
Útvegsbankans til Hafskips hf.
eða af öðrum viðskiptum bank-
ans við fyrirtækið. Þær ásakanir
eru tilhæfulausar með öllu að ég
hafi misbeitt aðstöðu minni sem
formaður bankaráðs til að greiða
fyrir viðskiptum þessa fyrirtæk-
is.
fremur. „Um þetta stóð gagnrýnin
og það hefur nú farið svo, að þótt
við hefðum í upphafi gert ráð fyrir
að Bandalag jafnaðarmanna gæti
rúmað fólk með misjafnar skoðan-
ir á hinum ýmsu málum og menn
hefðu leyfi til að halda þeim fram,
þá virðist mesta ánægjan núna
vera rikjandi yfir því að nú séu
allir á sömu skoðun i bandalaginu.
Ég er hins vegar ekki sammála því
Með vísan til framanritaðs fer
ég þess hér með á leit að þér
látið framkvæma opinbera rann-
sókn vegna þessara ásakana í
minn garð. Jafnframt legg ég
áherslu á að sú rannsókn gangi
hratt fyrir sig. Af þeirri ástæðu
eru þessi tilmæli sett fram við
yður, þrátt fyrir rannsóknar-
hlutverk skiptaráöanda, sbr. t.d.
88. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978,
en skv. upplýsingum skiptaráð-
anda, sem fram hafa komið í
fjölmiðlum, mun umfjöllun og
rannsókn á gjaldþroti Hafskips
hf. vera umfangsmikil og taka
langan tíma. Hér ber hins vegar
ríka nauðsyn til að hið sanna og
rétta varðandi framkomnar
ásakanir á mig liggi fyrir svo
fljótt sem nokkur kostur er.“
að þar geti ekki rúmast mismun-
andi áherslur í þessum efnum. Með
þessu er ég ekki að segja að stjórn-
kerfisbreytingar séu ekki nauðsyn-
legar, en það tekur sinn tíma að
ná þeim fram og á meðan verður
að beita þeim aðferðum sem til-
tækar eru,“ sagði Kristín S. Kvar-
an.
Stefán Benediktsson, sem kjör-
inn var formaður þingflokks BJ á
landsfundinum um helgina hafði
þetta um úrsögn Kristínar S.
Kvaran að segja: „Ég tel, að mann-
eskja, sem greinilega er þeirrar
skoðunar að vinnubrögð fjór-
fiokksins skili betri árangri en
okkar baráttumál, eigi bara að
ganga í fjórflokkinn."
Sjá frásögn af landsfundi BJ á
bls. 45.
Kristín S. Kvaran segir
sig úr þingflokki BJ