Morgunblaðið - 10.12.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 10.12.1985, Qupperneq 7
Fyrirlestrar: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 7 Færeysk málrækt og mannanöfn JOHAN Hendrik Poulsen, for- stöðumaður Foroyamálsdeildar Fróðskaparseturs Foroya, flytur tvo opinbera fyrirlestra í bodi heimspekideildar Háskóla ís- lands, Félags íslenskra fræða og íslenska málfræðifélagsins dag- ana 11. og 12. desember nk. Fyrri fyrirlesturinn nefnist „Færeysk málrækt" og verður fluttur á miðvikudaginn kl. 17.15 í stofu 301 i Árnagarði. Seinni fyrirlesturinn nefnist „Færeysk mannanöfn" og verður fluttur á fimmtudaginn á sama tíma og á sama stað. Johan Hendrik Poulsen hefur um árabil starfað við Fróðskap- arsetur, lengst af sem forstöðu- maður Foroyamálsdeildar og því verið forystumaður í færeyskum fræðum í heimalandi sínu. Hann hefur birt ritgerðir á því sviði, séð um útgáfur og einkum unnið mikið starf við orðabókargerð. Hann hefur áður flutt fyrirlestra við Háskóla íslands. Fyrirlestr- arnir verða fluttir á íslensku og er öllum heimill aðgangur. FrétUtiikynning. Hæstiréttur: Umsögn í Samúel um áfengi ekki refsiverð HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað rit- stjóra Samúels af kröfu ríkissak- sóknara um áfellisdóm vegna skrifa blaðsins um líkkjörinn Myers’s rjómaromm í janúar 1984. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm undirrétt- ar frá 18. janúar síðastliðins. Ríkis- saksóknari krafðist þess að ritstjór- ar Samúels, þeir Ólafur V. Hauks- son og Þórarinn J. Magnússon, yrðu dæmdir til refsingar „fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsing- um . . . með því að hafa sem rit- stjórar og ábyrgðarmenn tímaritsins „Samúel” birt á 5. blaðsíðu í 79. hefti tímaritsins, sem út kom í Reykjavík í janúar 1984, mynd af áfengisflösku og rammagrein með yfirskriftinni „Myers’s rjómaromm, hreinasta sælgæti”, sem tclja verður í heild sinni áfengisauglýs- ingu . . .“ eins og sagði í ákæru. Við málflutning kváðu ritstjórar Samúels ástæðu greinarinnar hafa verið þá, að upplýsa lesendur blaðsins um nýjungar á vínmark- aðinum og stuðla að betri vín- menningu. Ekki hefði verið um auglýsingu að ræða, heldur rit- stjórnarefni og vísuðu til 72. grein- ar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um prentfrelsi. Fallist var á að ekki væri um auglýsingu að ræða, heldur rit- stjórnarefni. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni, meirihluta mynd- uðu Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson, en Sigur- geir Jónsson skilaði séráliti og vildi sakfella ritstjórana sam- kvæmt ákæru. Ríkissjóði var gert að greiða sakarkostnað, bæði í héraði og l'yrir Hæstarétti. Lög- maður ritstjóra Samúels var Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl., en Þórður Björnsson, ríkissaksókn- ari, flutti málið af ákæruvaldsins hálfu. < (/) £ 8 c o o Þar að auki getur þú valið: A. Gulan skjá B. Grænan skjá C. IBM lyklaborð D. Keytronic lyklaborð E. Auk þess er vélin grafísk Allt eftir hvað þér hentar best og verðið hefur aldrei verið hagstæðara eða kr. 183.900,- Við förum ekki troðnar slóðir í tölvumálum i Okkar þekking í þína þágu GÍSLI J. JOHNSEN SF. n i NYBYLAVEGI 16 • RO BOX 397 • 202 KÓPAVOGUR • SÍMI 641222 SUNNUHLlÐ, AKUREYRI, SÍMI 96-25004 JHínc0iiniMítíi i íJ Askriftarshninn er 83033
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.