Morgunblaðið - 10.12.1985, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
25
Morgunblaði/Ólafur
Arnfrunnur Yr Gylfadóttir og Kristín María Ingiraarsdóttir.
Egilsstaðin
Myndlistarsýning
í Samkvæmispáfa
Kgilsntödum, 1. desember.
MYNDLISTARKONURNAR Kristín María Ingimarsdóttir og Arngunnur
Ýr Gylfadóttir opnuðu í dag sýningu á nokkrum verka sinna í Samkvsmis-
páfanum í Fellabæ og mun sýningin verða opin til 24. þ.m.
Þær Kristín María og Arngunn-
ur Ýr hafa tekið þátt í fjölda
samsýninga bæði hér heima og
erlendis, einkum í San Fransisco,
en þær stöllur hafa undanfarið
stundað nám við San Fransisco
Art Institute, en höfðu áður stund-
að nám við Myndlista- og handíða-
skólann í Reykjavík. Arngunnur
Ýr átti m.a. verk á Listahátíð
kvenna á Kjarvalsstöðum í sept-
ember síðastliðnum. Fyrir
skömmu tóku þær Kristíun María
og Arngunnur Yr þátt í samsýn-
ingu 17 íslenskra listnema í San
Fransisco, en að sögn þeirra
stunda yfir 20 íslendingar listnám
í einni eða annarri mynd á San
Fransisco-svæðinu.
Um áramót halda þær stöllur
utan til San Fransisco, en þær
hafa að undanförnu ferðast um
Evrópu til að skoða listasöfn, sem
er liður í námi þeirra við San
Fransisco ARt Institute.
Á sýningunni í Samkvæmispáf-
anum eru 17 teikningar, allar
unnar á þessu ári. Teikningarnar
eru allar til sölu. Eins og áður
segir verður sýningin opin daglega
til jóla.
— Ólafur.
AMSTRAD
---háþróuð afburðatölva-
Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína.
í þeirri þróun er Amstrad tvímælalaust toppurinn:
Allt á einum stað:
AMSTRAD CPC 6120 128k með diskdrifi og litaskja
AMSTRAD CPC 464 64k með segulbandi og I
AMSTRAD DISKDRIF með tengi
AMSTRAD diskdrif nr. 2................
AMSTRAD talbox og 2 sterio hátalarar
AMSTRAD Ijósapenni....................
AMSTRAD telex-tengi...................
AMSTRAD sjónvarps-tengi...............
AMSTRAD styripinni ...................
taskjá
32.980 kr.
21.980 kr.
12.995 kr.
8.200 kr.
2.495 kr.
960 kr.
3.950 kr.
2.320 kr.
850 kr.
Allar tæknilegar upplysingar fást i tölvudeild
Ðokabuð Braga
Umboðsmenn um land allt
Bókabuð keflavikur Kaupfélag Hafnarfjarðar
Bökaskemman Akranesi
KEA - hljómdetld Akureyri og viðar
SVARTlR
KinVCTlAR
Svartir Kínverjar eru ótrúlega al-
gengir. Enda þægilegir í umgengni,
liprir og notalegir. Betri heimilisvinir
þekkjast varla. Kínverjar eru gott
fólk. Svartir Kínverjar eru góðir skór
við allra hæfi.
KOMN/fc'-^FTW^
ÖSA