Morgunblaðið - 10.12.1985, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
NÝJUNG!
SANDBLÁSTURST/CKI
ÁN RYKMENGUNAR
- MARGAR ST/ERÐIR
- HVERFANDI ÓÞRIF
- HAGSTÆTT VERÐ
- KOMIÐ OG PRÓFIÐ
(2.LANDSSMIÐJAN HF
JSOlVHÓLSGOTU 13 - 101 REVKJAVlK
f SIMM«1)?0600 TELEK 2207 GWORKS
DRIFBUNAÐUR
FRÁ FLEXON
DRIFKEÐJUR OG HJÓL
ÁSTENGI
FRÁ LENZE
4 J
HRAÐASTILLTIR MÓTORAR
GÍRMÓTORAR
ALLT VESTUR-ÞÝSK
G/CÐAVARA Á HAGST/fÐUU
VERÐI
Veihjm oðstoð við val á
drifbúnaði. Rennum hjól eftir
ásmáli og frœsum kílspor.
LANDSSMfÐJAN HF
U m fer ðar ógnunin
eftir Kjartan
Norðdahl
Á hverju einasta ári bíða ein-
hverjir bana af völdum umferðar-
innar (árekstrar, útafakstur) og
fjöldinn allur slasast, sumir þann-
ig að betra hefði sennilega verið
fyrir þá að fá að deyja.
Ekki líður sá dagur hér í Reykja-
vík, að maður heyri ekki í sýrenum
lögreglubíla eða sjúkrabíla, sem
skunda á eða af slysstað.
Með óhugnanlega stuttu milli-
bili heyrir maður tilkynningar í
útvarpinu um, að enn eitt bana-
slysið hafi orðið á þjóðvegum
landsins.
Þessi umferðarógnun er orðin
svo mögnuð, að enginn getur látið
sem honum komi hún ekki við. Það
gengur ekki lengur að segja að
þetta sé nokkuð sem fylgi aukini
tækni, fjölgun bifreiða, eða é-ð í
þeim dúr. Slysatíðnin er of mikil.
Langt umfram það sem „eðlilegt"
maetti teljast. Auk þess er einhver
VATNSVIRKINN
býður þér eitt mesta
úrval af öllu þvf er þú
þarft á að halda i baðher-
bergið. Allt frá sturtudreifur-
um, sem við eigum f miklu úrvali,
sturtuklefum, blöndunartækjum,
baðkörum, vöskum af öllum gerð-
um, salemisskálum, salemissetum
og flestum þeim áhöldum er þú
þarft á að halda fyrir hreinlætið,
svo sem hengjur og hanka fyrir
handklæði, tannburstaglös og sfð-
ast en ekki sfst heilu baðinnrétt-
ingarnar - auðvitað f miklu úrvali.
Wl J MEISTARARNIR MÆLA
AK MEÐ VÖRUM FRA OKKUR.
Y VATNSVIRKINNí/
ÁPMÚtl 21 - PÓSTHÓLf 8620 - 128 REYKJAVÍK
SÍMAR VERSLUN 686455. SKRIFSTOFA 685966
undarlegur blær, finnst mér, yfir
öllu tali um umferðarslys hér, líkt
og menn hugsi að þetta sé eitthvað,
sem enginn fái ráðið við. Svipað
og er menn tala um, að e-m sé
slysagjarnt, e-r sé ólukkukráka
eða hrakfallabálkur. Eða þá að
sagt er að e-r hulinn máttur hafi
bjargað mönnum úr bráðum háska
(sbr. tvö nýleg bílslys, þar sem
bíllinn fór fram af hárri brún).
Það versta, sem komið gæti fyrir
í sambandi við þessa auknu slysa-
tíðni væri einmitt, ef menn færu
að hugsa sem svo: Ekki get ég
breytt neinu í þessu öllu. Þetta er
bara svona og sá, sem „á“ að lenda
í slysi, hann lendir í því.
Það bezta, sem komið gæti fyrir
væri, ef hver og einn hugsaði:
Næst getur það orðið ég (eða
mínir) og nú verð ég að reyna að
gera a.m.k. eitthvað til þess að
leggja mitt af mörkum til bóta.
Með þessum orðum er ég eigin-
lega búinn að skylda sjálfan mig
til þess að leggja eitthvað til. Og
skal það nú reynt.
ÁS-TENGI
Allar geröir.
Tengiö aldrei stál-í-stál.
Jk-jL
SöiyirfMuigjtuKr
Vesturgötu 16, sími 13280
„Þessar Ijósiausu gang-
brautir eru meinloka,
verri en ekki neitt og
ættu allar að leggjast
niður.“
Eitt af því, sem foreldrar hafa
ávallt áhyggjur af, er þegar börn
þeirra þurfa að fara yfir miklar
umferðargötur. Þykir mikill kost-
ur að búa í hverfi þar sem slíkt
er ekki nauðsynlegt, t.d. til að
komastískólann.
Umferðaryfirvöld hafa að sjálf-
sögðu reynt að gera ýmislegt til
að auka öryggi eða öllu heldur
minnka hættuna við slíkar aðstæð-
ur t.d. með uppsetningu göngu-
Ijósa. En þau hafa einnig séð um
annað umferðaratriði, sem ég er
algjörlega mótfallinn og legg ein-
dregið til að endurskoðað verði,
jafnvel þótt alþjóðlegt sé.
Hér á ég við hinar svonefndu
zebrabrautir, merktar (hvítstrik-
aðar) ljóslausar gangbrautir. Ég
tel það hrapallegan misskilning
að vera að hvetja ökumenn til að
nema staðar við þessar brautir og
hleypa gangandi vegfarendum
yfir.
Þetta eiga menn aldrei að gera,
nema þeir geti tryggt hundrað
prósent að annað ökutæki komi
ekki meðfram þeirra eigin, og það
geta menn ekki, þegar fleiri en ein
akbraut er í sömu átt.
Að gera þetta er stórhættuleg,
misskilin kurteisi, sem getur kost-
að þann, sem sýna átti kurteisina,
limlestingu eða dauða.
Það hlýtur hver maður að sjá,
að þessar aðstæður eru verri en
þó engin merking væri. Hinn
gangandi, hvort sem um barn er
að ræða eða fullorðinn, hefur
miklu betri aðstöðu til að sjá í
kringum sig en ökumaðurinn inni-
lokaður í bíl sínum. Hugsum okkur
nú aðeins sem snöggvast hvernig
atvik geta raðast þannig, að úr
verði banvæn gildra. Á annarri
akrein ekur rólyndur maður á
meðalferð. Fyrir aftan hann á
sömu akrein eru nokkrir bílar, þar
á meðal einn, sem hefur annað
ökulag en hinir. Honum er ekið
af dálítið sérstæðum ökumanni.
Þetta er maður, sem sker sig ekk-
ert sérstaklega úr í daglegu fari,
getur bæði verið prúður og við-
kunnanlegur, en það undarlega
gerist að ætíð þegar hann sezt
undir stýri á bílnum sínum, verður
hann smám saman að taugahrúg-
aldi, sérstaklega í mikilli umferð.
Allt fer að fara í taugarnar á
honum, allir keyra of hægt eða
vitlaust, og loks gefst hann upp
og hyggst skjótast fram úr öllum
þessum sauðum, og er þá alveg
undir hælinn lagt, hvort gang-
braut er framundan eða ekki.
Hann hugsar ekkert um það, því
hann ætlar sér að komast fram úr
þessum rolum, sem geta ekki drull-
ast áfram.
Á sama tíma kemur barn að
zebrabrautinni, sem er þarna yfir
götuna. Það lítur til hliðar og sér
röð bíla koma akandi. Það hugsar
sér að bíða þolinmótt þar til hlé
verður á umferðinni. En nú stopp-
ar fremsti bíllinn, sömu megin og
það stendur, og skerðir um leið
útsýni þess yfir á hina akbrautina.
Vingjarnlegur ökumaður bendir
barninu gegnum rúðuna að hlaupa
yfir. Þetta allt saman, strikuð
gangbrautin, að bíllinn nam stað-
ar, bending ökumannsins, skapar
barninu falska öryggiskennd um
að öllu sé óhætt að það stekkur
af stað — beint fyrir bílinn á hinni
akgreininni, en þar situr undir
stýri hinn óþolinmóði kunningi
okkar með benzínið í botni.
Hefði nú enginn bíllinn stoppað,
þá hefði barnið bara beðið þangað
til öruggt hlé hefði myndast í
umferðinni, sem alltaf gerist með
stuttu millibili.
Þessar ljóslausu gangbrautir
eru meinloka, verri en ekki neitt
og ættu allar að leggjast niður.
Vilji menn hafa gangbrautir verða
þær skilyrðislaust að vera með
ljósum. Varðandi kostnað má
benda á, að talið er að hvert bana-
slys kosti þjóðfélagið sem svari
einu einbýlishúsi, og enn meira ef
afleiðing slyss er ævilöng sjúkra-
húsvist. Kostnaður við uppsetn-
ingu ljósa yrði margfalt minni.
Það er svo annað mál, að líf og
heilsa verða ekki metin til fjár, í
öðrum skilningi.
Höíundur er flugmafiur.
Demantshringar —
Draumaskart
Gull og demantar
Kjartun Ásnwndsson. gullsmiður.
Aðalslræti 7. simi 112^0.
Afbragds jólagjafír
Smátæki frá Siemens
Smith & Norland,
Nóatúni 4, sími 28300.