Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 28

Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 Keflavík: Eldur í Samkaupum, verslun Kaupfélags Suðurnesja Tveir sex ára drengir kveiktu í Kcflavík, 9. desember. (JM klukkan eitt á laugardaginn barst lögreglunni í Keflavík sím- hringing þess efnis að eldur væri laus í lagernum í Samkaup, vöru- markaði Kaupfélags Suðurnesja í Njarðvíkum. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og um ein- um og hálfum tíma síðar var hann að fullu slökktur. Að sögn lögreglunnar voru tveir sex ára strákar að leika sér við að kveikja í rusli við ytri lager verslunarinnar á suðurhlið húss- ins. Komst eldurinn í stæðu af barnableijum og salernispappír og blossaði þar upp. Myndaðist mikill reykur og komst hann inní loft- ræstikerfi hússins og þannig inní verslunina svo að eldsins varð vart. Fólk var að störfum á aðallagern- um en enginn þar varð eldsins vár, þar sem hurð skilur á milli. Ekki leið langur tími frá því að eldurinn kviknaði og þar til hann uppgötvaðist því að maður átti leið þarna hjá um fimmtán mínútur í eitt og varð hann einskis var. Að sögn Guðjóns Stefánssonar, aðstoðarkaupfélagsstjóra Kaup- félags Suðurnesja, þá urðu skemmdir ekki jafn miklar og á horfðist. Eitthvað skemmdist af vörum á lagernum, sykri, og hveiti mestmegnis, og einnig var smá- ræði af vörum fjarlægðar úr versl- uninni en grunur var um að reykur hafi skemmt þær. Verslunin opnaði aftur á mánu- dag og hafði verið hreinsað út af lagernum um helgina en þar þarf að mála og lagfæra vmsar inn- réttingar. - *'»*'«•• Afi ?r. < Listi yfir fórn- arlömb gaslekans Indveska konan Kasturi Bai, 51 árs gömul, heldur á veggspjaldi með lista yfir nokkra þeirra, sem fórust í gaslekanum mikla í Bhopal í Indlandi í fyrra. Kastura Bai missti mann sinn, tvo syni og fjögur barnabörn, sem öll létust af völdum eitrunarinnar. ANZUS-bandalagið: Ástralir andvíg- ir lagasetningu Nýsjálendinga ^ Morgunblaðiö/Einar Falur (ireiðlega gekk ad ráöa nióurlögum eldsins, en slökkviliðsmenn þurftu aó róta upp vörum og rusli til að ganga úr skugga um að enginn eldur leyndist í öskunni. Sydney. AP. BILL Hayden, utanríkisráð- herra Ástralíu, sagöi Ástralíu- stjórn andvíga lagafrumvarpi um hafnbann á kjarnorkuskip á Nýja-Sjálandi, sem Geoffrey Ml iFrábær lausn S ENGAR UPPISTÖÐUR FALLEG OG STERK HILLUJÁRN SEM BERA ÓTRÚLEGAN ÞUNGA. Spur MF-hillujárnin eru frábær lausn ef þig vantar hillu undirt.d. sjónvarp, myndbandstæki, hljómflutningstæki, yfir ofna, undir spegla, í eldhús, undir blóm, fyrir Ijósa- kappa svo eitthvað sé nefnt. Hillujárnin eru til 60 sm, 80 sm og 100 sm breið í hvítu, brúnu og silfurlituðu. Þú þarft ekki aö leggja heilu veggina undir hillusamstæður. Hillu- járnin frá Spur-MF leysa vandann. 1.—2. Hillunni valinn staöur, boraöog hillujárniö fest meö skrúfu. Þaö rétt af, merkt og boraö fyrir hinum skrúfunum, settir tappar og járniö skrúfaö fast. 3.-4. Hillunni þrýst inn í hillujárniö. Nota má hamar ef þurfa þykir. Hillan er nú alveg blýföst og þolir ótrúlegan þunga. Nauðsynlegt er aö gott hald sé í veggnum ef bera á uppi mjög þunga hluti. Hillujárn- iö fellur nú alveg aö og gott aö þrífa og i halda hreinu. Utsölustaðír BYKO, Nýbýlavegi 6, Kópavogi. BYKO, Dalshrauni 15, Hafnarfirði. BYKO, Skemmuvegi 2, Kópavogi. Verslun Jes Zimsen, Armúla 42, R. JL. Byggingavörur, Hringbraut 120, R. Byggingavöruversl. Gos, Nethyl 3, R. Timburiöjan, Smiösbúö 6, Garöabæ. Byggingaval hf„ löavöllum 10a. Keflavik Málningarþjónustan, Akranesi. Byggingavöruv. Jóns Fr. Einarssonar, Bolungarvik. Versiunin Grímur og Ámi, Húsavik. Kaupfélag Héraösbúa. Reyöarfiröi. KASK Byggingavörudeild, Höfn Hornafiröi. Vöruhús KÁ, Selfossi. Noröurfell hf„ Kaupvangi, Akureyrl. Palmer, aöstoðarutanríkisráö- herra Nýja-Sjálands, kynnti stjórn Ástralíu. Nýsjálendingar hyggjast lög- festa hafnbann á kjarnorkuskip í mars nk. Palmer kveðst vongóður um að Anzus-bandalagið líði ekki undir lok. Nýsjálendingar bönnuðu bandarískum skipum, sem hafa ' kjarnavopn innanborðs, að sigla inn á nýsjálenskar hafnir í febrúar sl. Sú ákvörðun varð til þess að hleypa illu blóði í samstarf Banda- ríkjanna og Nýsjálendinga og hef- ur nánast slitnað upp úr sambúð ríkjanna. Ástralir segjast ekki vilja skipta sér af deild Bandaríkjamanna og Nýsjálendinga, en segjast andvígir lagasetningunni. Bandaríkjamenn segja að ef af lagasetningunni verði séu þeir tilneyddir til að endurskoða þau heit, sem gefin voru við gerð Anzus-sáttmálans. Sáttmálinn var undirritaður árið 1951 og gerir ráð fyrir hernaðar- samstarfi í ófriði á Kyrrahafs- svæðinu. VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.