Morgunblaðið - 10.12.1985, Side 30

Morgunblaðið - 10.12.1985, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 Stjórn Evrópusamtaka ritara. Frí vinstri: Vilborg Bjarnadóttir varaformaöur, fslandi, Johanne Sörensen ritari, Danmörku, Elizabeth Hawtin formaöur, Englandi, Violaine Villard formaður, Frakklandi, Joke Snijders gjald- keri, Hollandi og Meg Didricksen blaöafulltrúi, Svíþjóð. Samtökin nauðsynleg til að styrkja stöðu ritara í Evrópu — segir Vilborg Bjarnadóttir varaformaður Evrópusamtaka ritara MorKunblaðið/Guðlaugur T. Karlsson. íslensku þátttakendurnir á ráöstefnunni í San Remo í september. Frá vinstri Vigdís Bjarnadóttir, Guörún Snæbjörnsdóttir, Guðbjörg Ársælsdóttir, Jóna Kristinsdóttir, Margrét Örnólfsdóttir, Katla Smith Henje, Alda Guðmundsdóttir, Vilborg Bjarnadóttir, Jóna Bjarkan, Snjólaug Sigurðardóttir, Svava Guðmundsdóttir og Hild- ur Guðbjörnsdóitir. VILBORG Bjarnadóttir ritari var kjörin varaformaður Evrópusam- taka ritara á aðalfundi samtak- anna sem haldinn var í San Remo á Ítalíu í september sl. Blaðamað- ur Morgunblaðsins ræddi við Vil- borgu á dögunum til þess að fræð- ast nánar um samtökin. „Samtökin voru stofnuð í Zurich árið 1974 af 16 riturum frá 9 Evrópulöndum" sagði Vil- borg. „Fyrsti formaður samtak- anna var ensk kona búsett í Frakklandi, Sonia Vanular. Þess- ir ritarar sem stofnuðu samtökin töldu að þörf væri á að bæta starfsstöðu ritara, auka sam- heldni þeirra, og örva þá til að nýta hæfileika sína og hafa vett- vang til að koma á framfæri áhugamálum sínum. Nú starfa samtökin í 14 Evrópulöndum og eru félagar tæplega 800. Fyrir- tæki og stofnanir sem hafa áhuga á starfsemi ritara eru styrktaraðilar samtakanna. Klúbbur ritara er eini styrktar- aðilinn hér á landi. Samtökin nefnast á ensku European Association of Pro- fessional Secretaries, skamm- stafað EAPS. EAPS er stjórnað af sex kvenna yfirstjórn, en í henni sitja tveir formenn, vara- formaður, gjaldkeri, ritari og kynningarfulltrúi. Fulltrúaráð er síðan skipaö stjórnum EAPS í hverju landi fyrir sig ásamt þremur fulltrúum vinnuveitenda og þremur fulltrúum ritaraskóla. Á hverju ári eru haldnir fjórir stjórnarfundir og tveir fulltrúa- ráðsfundir. Samtökin gefa út blaðið Today’s Secretary fjórum sinnum á ári.“ — Hver eru inngönguskilyrði í samtökin? „Eins og ég minntist á starfar EAPS í 14 iöndum og hefur hvert land sína stjórn. EAPS-félag var stofnað hér á landi 9. nóvember 1983 og eru félagsmenn níu. Hvert land hefur sín lög og inn- gönguskilyrði þótt þau séu í stór- um dráttum þau sömu í öllum löndum. Inntökuskilyrði eru þau að stjórnunarritarinn hafi þá þekkingu og reynslu sem ætlast er til að ritarar forstjóra og framkvæmdastjóra hafi. Auk þess er í lögum EAPS á íslandi, sem samþykkt voru í ágúst sl., farið fram á að viðkomandi sé virkur félagsmaður í Klúbbi rit- ára og hafi verið það í a.m.k. þrjú ár og einnig að hafa starfað sem stjórnunarritari í a.m.k. fimm ár. Stjórn EAPS á íslandi skipa nú Katla Smith Henje formaður, Hildur Guðbjörns- dóttir gjaldkeri og Vigdís Bjarnadóttir kynningarfulltrúi“. — En markmið samtakanna. Hver eru þau? „Markmiðin eru að vera sam- tök fyrir stjórnunarritara í Evr- ópu; að fá viðurkenningu á því að þeir séu nauðsynlegir við framkvæmdastjórn fyrirtækja; að vera til ráðgjafar um menntun ritara og hvetja þá til að nýta þekkingu sína og hæfileika á sem bestan hátt og að koma á tengsl- um og hvetja til samheldni, skilnings og samvinnu stjórnun- arritara í Evrópu." — Er þetta þarfur félagsskap- ur? „Já. Samtök sem þessi eru tvímælalaust nauðsynleg til aö styrkja stöðu stjórnunarritara í Evrópu. Þetta er vettvangur til að koma á framfæri málum sem þá varða og einnig til að koma á framfæri fræðsluefni fyrir rit- ara. í tengslum við • aöalfund samtakanna eru haldnar ráð- stefnur um efni sem talin eru áhugaverð. Þá hafa samtökin staðið fyrir könnunum í aðildar- löndunum, t.d. á notkun og út- breiðslu hraðritunar nú þegar tæknin eykst, og á samanburði á vinnu og vinnuaðstöðu í hinum ýmsu löndum. En það sem hefur að mínu mati verið nauðsynlegasta verk- efni samtakanna undanfarin ár er samræming á starfsstigslýs- ingum ritara í Evrópu. Þessar starfsstigslýsingar hafa Norð- Vilborg Bjarnadóttir varaformaður Evrópusamtaka ritara. urlöndin unnið í sameiningu. Þær hafa verið kynntar af EAPS í Evrópu, þó mest á hinum Norð- urlöndunum, og hefur þeim verið vel tekið. Nauðsynlegt er að að- laga þær aðstæðum í hverju landi fyrir sig því aðstæður eru ótrúlega ólíkar. Félagar í Klúbbi ritara og EAPS á lslandi hafa unnið að gerð starfsstigslýsingar fyrir íslenska ritara og er það verk nú á lokastigi. Reiknað er með að leggja starfsstigslýsing- arnar fram og kynna fyrir við- komandi aðilum, svo sem vinnu- veitendum, ráðningafyrirtækj- um, hagsmunasamtökum o.s.frv. Orðið „ritari" er svo almennt notað sem starfsheiti að full þörf er á að skilgreina það betur. Ritarinn er aðili sem vinnur fyrir einn eða fleiri yfirmenn. Til þess að ná sem bestum árangri í starfi sínu þarf hann að hafa ákveðið starfssvið og stöðu innan fyrir- tækisins. Þessi atriði eru að sjálfsögðu mismunandi eftir því hver starfsemi og stærð fyrir- tækisins er. í íslensku lýsingunum á starfs- heiti ritara eru þrjú stig, en þau eru A: ritari, B: einkaritari og C: stjórnunarritari og í hverju stigi fyrir sig er kveðið á um menntun, starfslýsingu, ábyrgð og staðsetningu innan fyrirtæk- isins. Annað mikilvægt verkefni sem nú er í vinnslu og nauðsynlegt er að takist vel er endurskoðun á lögum samtakanna. Kosin var laganefnd með fulltrúum frá Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi og Noregi til að koma með tillögur og samræma skoð- anir. Noregur sagði sig úr nefnd- inni og var ísland kosið í þess stað og er ég fulltrúi í nefndinni." — Þú minnist á Klúbb ritara. Getur þú sagt nánar frá honum? „Klúbbur ritara var stofnaður árið 1981 af nokkrum riturum, sem verið höfðu á námskeiði á vegum Stjórnunarfélags íslands og hefur klúbburinn starfað i tengslum við það. Ritarar sem hafa starfað í a.m.k. þrjú ár í fullu starfi geta sótt um inn- göngu. Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og hafa m.a. verið fengnir aðilar utan klúbbsins til að flytja erindi um mál sem áhugaverð eru hverju sinni. Þess má geta að Klúbbur rit- ara heldur jólafundi í desember ár hvert og bjóða ritarar yfir- mönnum sínum á þann fund. Meðal dagskrárliða á jólafundum hefur verið „Þáttur yfirmanns". Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL, Andrés Svanbjörnsson framkvæmdastjóri Virkis hf. og Matthías Johannessen ritstjóri og skáld hafa flutt þennan þátt. Nú í desember mun Ingimundur Sigfússon forstjóri Heklu hf. sjá um þáttinn." — Hve lengi hefur þú starfað sem ritari og hvernig er ritara- starfið? „Störf ritara eru jafn misjöfn og ritarar eru margir. Mér þykir starfið skemmtilegt og fjöl- breytt. Ég vinn fyrir góða yfir- menn og þótt starfið sé oft krefj- andi leiðist mér aldrei í vinnunni. Ég hóf störf hjá Flugfélagi ís- lands fyrir 20 árum og starfa nú fyrir Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða og Sigurð Helgason stjórnarformann Flugleiða." — Aðalfundur EAPS verður haldinn hér á landi á næsta ári. Hvaða mál verða tekin fyrir á ráðstefnunni sem haldin verður í tengslum við hann? „Ráðstefnan verður haldin 19.—22. september 1986. Þar mun dr. Ingjaldur Hannibalsson forstjóri Iðntæknistofnunar fs- lands fræða okkur um svokallaða gæðahringi. Gæðahringir eru 4—10 manna hópar starfsmanna sem taka sig saman um að vinna markvisst að því að auka gæði og framleiðslu og bæta starfsað- ferðir innan fyrirtækja. Er ætl- unin að kanna hvort og hvernig ritarar geti nýtt þetta fyrir- komulag í sínu starfi. Einnig mun Valgerður Bjarna- dóttir hjá Flugleiðum gera grein fyrir áætlanagerð fyrirtækja og forsendum þeirra. íslenskir ritarar hafa sótt ráð- stefnur EAPS undanfarin þrjú ár og hafa íslenskir yfirmenn sýnt þessu velvild og styrkt sína ritara til að sækja þessar ráð- stefnur. En þannig er það ekki alls staðar. Ein af itölsku stúlk- unum á ráðstefnunni í haust þurfti t.d. að halda því leyndu fyrir yfirmanni sínum að hún væri að fara á ráðstefnuna. Hún hélt að hún yrði rekin ef hann vissi um það“ sagði Vilborg Bjarnadóttir að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.