Morgunblaðið - 10.12.1985, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 10.12.1985, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 Stjórn Evrópusamtaka ritara. Frí vinstri: Vilborg Bjarnadóttir varaformaöur, fslandi, Johanne Sörensen ritari, Danmörku, Elizabeth Hawtin formaöur, Englandi, Violaine Villard formaður, Frakklandi, Joke Snijders gjald- keri, Hollandi og Meg Didricksen blaöafulltrúi, Svíþjóð. Samtökin nauðsynleg til að styrkja stöðu ritara í Evrópu — segir Vilborg Bjarnadóttir varaformaður Evrópusamtaka ritara MorKunblaðið/Guðlaugur T. Karlsson. íslensku þátttakendurnir á ráöstefnunni í San Remo í september. Frá vinstri Vigdís Bjarnadóttir, Guörún Snæbjörnsdóttir, Guðbjörg Ársælsdóttir, Jóna Kristinsdóttir, Margrét Örnólfsdóttir, Katla Smith Henje, Alda Guðmundsdóttir, Vilborg Bjarnadóttir, Jóna Bjarkan, Snjólaug Sigurðardóttir, Svava Guðmundsdóttir og Hild- ur Guðbjörnsdóitir. VILBORG Bjarnadóttir ritari var kjörin varaformaður Evrópusam- taka ritara á aðalfundi samtak- anna sem haldinn var í San Remo á Ítalíu í september sl. Blaðamað- ur Morgunblaðsins ræddi við Vil- borgu á dögunum til þess að fræð- ast nánar um samtökin. „Samtökin voru stofnuð í Zurich árið 1974 af 16 riturum frá 9 Evrópulöndum" sagði Vil- borg. „Fyrsti formaður samtak- anna var ensk kona búsett í Frakklandi, Sonia Vanular. Þess- ir ritarar sem stofnuðu samtökin töldu að þörf væri á að bæta starfsstöðu ritara, auka sam- heldni þeirra, og örva þá til að nýta hæfileika sína og hafa vett- vang til að koma á framfæri áhugamálum sínum. Nú starfa samtökin í 14 Evrópulöndum og eru félagar tæplega 800. Fyrir- tæki og stofnanir sem hafa áhuga á starfsemi ritara eru styrktaraðilar samtakanna. Klúbbur ritara er eini styrktar- aðilinn hér á landi. Samtökin nefnast á ensku European Association of Pro- fessional Secretaries, skamm- stafað EAPS. EAPS er stjórnað af sex kvenna yfirstjórn, en í henni sitja tveir formenn, vara- formaður, gjaldkeri, ritari og kynningarfulltrúi. Fulltrúaráð er síðan skipaö stjórnum EAPS í hverju landi fyrir sig ásamt þremur fulltrúum vinnuveitenda og þremur fulltrúum ritaraskóla. Á hverju ári eru haldnir fjórir stjórnarfundir og tveir fulltrúa- ráðsfundir. Samtökin gefa út blaðið Today’s Secretary fjórum sinnum á ári.“ — Hver eru inngönguskilyrði í samtökin? „Eins og ég minntist á starfar EAPS í 14 iöndum og hefur hvert land sína stjórn. EAPS-félag var stofnað hér á landi 9. nóvember 1983 og eru félagsmenn níu. Hvert land hefur sín lög og inn- gönguskilyrði þótt þau séu í stór- um dráttum þau sömu í öllum löndum. Inntökuskilyrði eru þau að stjórnunarritarinn hafi þá þekkingu og reynslu sem ætlast er til að ritarar forstjóra og framkvæmdastjóra hafi. Auk þess er í lögum EAPS á íslandi, sem samþykkt voru í ágúst sl., farið fram á að viðkomandi sé virkur félagsmaður í Klúbbi rit- ára og hafi verið það í a.m.k. þrjú ár og einnig að hafa starfað sem stjórnunarritari í a.m.k. fimm ár. Stjórn EAPS á íslandi skipa nú Katla Smith Henje formaður, Hildur Guðbjörns- dóttir gjaldkeri og Vigdís Bjarnadóttir kynningarfulltrúi“. — En markmið samtakanna. Hver eru þau? „Markmiðin eru að vera sam- tök fyrir stjórnunarritara í Evr- ópu; að fá viðurkenningu á því að þeir séu nauðsynlegir við framkvæmdastjórn fyrirtækja; að vera til ráðgjafar um menntun ritara og hvetja þá til að nýta þekkingu sína og hæfileika á sem bestan hátt og að koma á tengsl- um og hvetja til samheldni, skilnings og samvinnu stjórnun- arritara í Evrópu." — Er þetta þarfur félagsskap- ur? „Já. Samtök sem þessi eru tvímælalaust nauðsynleg til aö styrkja stöðu stjórnunarritara í Evrópu. Þetta er vettvangur til að koma á framfæri málum sem þá varða og einnig til að koma á framfæri fræðsluefni fyrir rit- ara. í tengslum við • aöalfund samtakanna eru haldnar ráð- stefnur um efni sem talin eru áhugaverð. Þá hafa samtökin staðið fyrir könnunum í aðildar- löndunum, t.d. á notkun og út- breiðslu hraðritunar nú þegar tæknin eykst, og á samanburði á vinnu og vinnuaðstöðu í hinum ýmsu löndum. En það sem hefur að mínu mati verið nauðsynlegasta verk- efni samtakanna undanfarin ár er samræming á starfsstigslýs- ingum ritara í Evrópu. Þessar starfsstigslýsingar hafa Norð- Vilborg Bjarnadóttir varaformaður Evrópusamtaka ritara. urlöndin unnið í sameiningu. Þær hafa verið kynntar af EAPS í Evrópu, þó mest á hinum Norð- urlöndunum, og hefur þeim verið vel tekið. Nauðsynlegt er að að- laga þær aðstæðum í hverju landi fyrir sig því aðstæður eru ótrúlega ólíkar. Félagar í Klúbbi ritara og EAPS á lslandi hafa unnið að gerð starfsstigslýsingar fyrir íslenska ritara og er það verk nú á lokastigi. Reiknað er með að leggja starfsstigslýsing- arnar fram og kynna fyrir við- komandi aðilum, svo sem vinnu- veitendum, ráðningafyrirtækj- um, hagsmunasamtökum o.s.frv. Orðið „ritari" er svo almennt notað sem starfsheiti að full þörf er á að skilgreina það betur. Ritarinn er aðili sem vinnur fyrir einn eða fleiri yfirmenn. Til þess að ná sem bestum árangri í starfi sínu þarf hann að hafa ákveðið starfssvið og stöðu innan fyrir- tækisins. Þessi atriði eru að sjálfsögðu mismunandi eftir því hver starfsemi og stærð fyrir- tækisins er. í íslensku lýsingunum á starfs- heiti ritara eru þrjú stig, en þau eru A: ritari, B: einkaritari og C: stjórnunarritari og í hverju stigi fyrir sig er kveðið á um menntun, starfslýsingu, ábyrgð og staðsetningu innan fyrirtæk- isins. Annað mikilvægt verkefni sem nú er í vinnslu og nauðsynlegt er að takist vel er endurskoðun á lögum samtakanna. Kosin var laganefnd með fulltrúum frá Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi og Noregi til að koma með tillögur og samræma skoð- anir. Noregur sagði sig úr nefnd- inni og var ísland kosið í þess stað og er ég fulltrúi í nefndinni." — Þú minnist á Klúbb ritara. Getur þú sagt nánar frá honum? „Klúbbur ritara var stofnaður árið 1981 af nokkrum riturum, sem verið höfðu á námskeiði á vegum Stjórnunarfélags íslands og hefur klúbburinn starfað i tengslum við það. Ritarar sem hafa starfað í a.m.k. þrjú ár í fullu starfi geta sótt um inn- göngu. Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og hafa m.a. verið fengnir aðilar utan klúbbsins til að flytja erindi um mál sem áhugaverð eru hverju sinni. Þess má geta að Klúbbur rit- ara heldur jólafundi í desember ár hvert og bjóða ritarar yfir- mönnum sínum á þann fund. Meðal dagskrárliða á jólafundum hefur verið „Þáttur yfirmanns". Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL, Andrés Svanbjörnsson framkvæmdastjóri Virkis hf. og Matthías Johannessen ritstjóri og skáld hafa flutt þennan þátt. Nú í desember mun Ingimundur Sigfússon forstjóri Heklu hf. sjá um þáttinn." — Hve lengi hefur þú starfað sem ritari og hvernig er ritara- starfið? „Störf ritara eru jafn misjöfn og ritarar eru margir. Mér þykir starfið skemmtilegt og fjöl- breytt. Ég vinn fyrir góða yfir- menn og þótt starfið sé oft krefj- andi leiðist mér aldrei í vinnunni. Ég hóf störf hjá Flugfélagi ís- lands fyrir 20 árum og starfa nú fyrir Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða og Sigurð Helgason stjórnarformann Flugleiða." — Aðalfundur EAPS verður haldinn hér á landi á næsta ári. Hvaða mál verða tekin fyrir á ráðstefnunni sem haldin verður í tengslum við hann? „Ráðstefnan verður haldin 19.—22. september 1986. Þar mun dr. Ingjaldur Hannibalsson forstjóri Iðntæknistofnunar fs- lands fræða okkur um svokallaða gæðahringi. Gæðahringir eru 4—10 manna hópar starfsmanna sem taka sig saman um að vinna markvisst að því að auka gæði og framleiðslu og bæta starfsað- ferðir innan fyrirtækja. Er ætl- unin að kanna hvort og hvernig ritarar geti nýtt þetta fyrir- komulag í sínu starfi. Einnig mun Valgerður Bjarna- dóttir hjá Flugleiðum gera grein fyrir áætlanagerð fyrirtækja og forsendum þeirra. íslenskir ritarar hafa sótt ráð- stefnur EAPS undanfarin þrjú ár og hafa íslenskir yfirmenn sýnt þessu velvild og styrkt sína ritara til að sækja þessar ráð- stefnur. En þannig er það ekki alls staðar. Ein af itölsku stúlk- unum á ráðstefnunni í haust þurfti t.d. að halda því leyndu fyrir yfirmanni sínum að hún væri að fara á ráðstefnuna. Hún hélt að hún yrði rekin ef hann vissi um það“ sagði Vilborg Bjarnadóttir að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.