Morgunblaðið - 10.12.1985, Side 38

Morgunblaðið - 10.12.1985, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 Vestur-þýska sjón- varpið sýnir hluta af Sakharov-myndbandinu Hamborg, 9. desember. AP. VESTIJR—ÞTSK sjónvarpsstöð sýndi á mánudag brot úr 23ja mín- útna langri myndbandsupptöku af sovéska andófsmanninum Andrei Sakharov, sem þýska dagblaðiö Bild komst yfir um helgina. Vestur— þýska sjónvarpsstöðin ZDF sýndi um 40 sekúndna langan kafla af myndbandinu, þar sem Sakharov sást meö þykk sólgleraugu, álútur og þreytulegur aö sjá. Dagblaðið Bild hafði áður sagt um myndbandið að þar sæist Sakharov bera þungar töskur, fara í búðir og ræða hinn nýafstaðna leiðtogafund í Genf. í fréttinni sagði blaðið að myndin hafi greini- lega verið tekin úr felum og mynd- bandið látið berast laumulega frá Moskvu til ritstjórnar blaðsins þannig að svo gæti virst að um „leka“ væri að ræða. „Sovétmenn vilja greinilega telja Vesturlandamönnum trú um að Nóbelsverðlaunahafinn Andrei Sakharov sé alls ekki hættulega veikur — og satt að segja er Sak- harov ótrúlega hraustlegur að sjá á myndunum," sagði blaðið um myndbandið. Sakharov, er um langt skeið hefur verið í útlegð í borginni Gorky, hefur verið sagður við slæma heilsu, sem hefði hrakað að undanförnu vegna hungurverk- falla hans. Eiginkona Sakharovs, Yelena Bonner, sem kom til Bandaríkjanna á laugardag til að gangast undir læknisaðgerð sagði við blaðamenn í Boston að hún hefði áhyggjur af manni sínum. Fulltrúar sovéskra yfirvalda á ráðstefnu sem boðað var til á mánudag til undirbúnings hins alþjóðlega mannréttindadags, sögðu að Sakharov hefði verið dæmdur í útlegð til Gorky af sér- stökum ástæðum, en fengust ekki til að upplýsa eftir hvaða lögum hann hefði verið dæmdur. Sak- harov sem er 64 ára gamall, tók þátt í að þróa sovésku atóm- sprengjuna en gerðist síðan virkur í afvopnunar- og mannréttinda- hreyfingum. Hann hlaut friðar- verðlaun Nóbels árið 1975. Hinn 22. janúar 1980 var hann fyrir- varalaust sendur í útlegð til Gorky þar sem hann hefur verið síðan án þess að réttarhöld hafi farið fram í máli hans. Forstjóri NASA sakaður um svik Washington. AP. FORSTJORI bandarísku geimvís- indastofnunarinnar, NASA, James M. Beggs, hefur veriö sakaður um að hafa svikið bandaríska varnar- málaráöuneytið um 7,5 milljónir dollara á árunum 1978—1981, meö- an hann var forstjóri General Dyn- amics. Beggs lét af starfi forstjóra NASA um stundarsakir í vikunni, eða meðan mál hans og þriggja annarra fyrrverandi yfirmanna General Dynamics (GD) var tekið fyrir. Fyrirtækið er þriðji stærsti vopnaframleiðandi Bandaríkj- anna. Beggs kveðst saklaus af áburðin- um. Fyrirtækið er sagt hafa svikið 7,5 milljónir dollara út úr varnar- málaráðuneytinu með því að rukka það um kostnað við smíði loftvarn- arbyssu fyrir skriðdreka, Divad. Caspar Weinberger, varnarmála- ráðherra, lét hætta öllum tilraun- um með vopnið í ágúst sl., en þá var tilraunakostnaður orðinn 1,8 milljarðar dollara. Verði Beggs sekur fundinn á hann yfir höfði sér allt að 5 ára fangelsi og 10.000 dollara sekt fyrir hvert ákæruatriði. Hæsta sekt, sem fyrirtækið á yfir höfði sér eru 70.000 dollarar. James M. Beggs, forstjóri NASA. Tíu tonn af hreinu járni Nuuk, 9. des. Frá fréttaritara Morgunblaósin.s, N. J. Bruun. HNULLUNGURINN á myndinni er klumpur úr hreinu steypujárni, sem vegur um 10 tonn. Fann jaröfræöing- urinn Finn Ulff-Möller hann viö jarðfræðirannsóknir á Disko-eyju fyrir utan strönd Vestur-Grænlands. Járn- klumpurinn á upphaf sitt aö rekja til eldfjallasprungu, sem einhvern tímann fyrir óralöngu lá um eyjuna þvera. í rauninni er klumpurinn “dropi“, sem kastast hefur á loft viö eldgos og síðan fallið niöur storknaöur viö hlið eldfjallsins. Áöur hafa fundizt sams konar járnklumpar á Disko-eyju og var einn þeirra hvorki meira né minna en 25 tonn aö þyngd, annar 7 tonn og sá þriöji 4 tonn. Sænskur könnunarleiöangur flutti þá brott og eru þeir nú varðveittir í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsingfors. Vitað er um, aö Grænlendingar fyrr á tímum þekktu til þessara járnklumpa. Hömruöu þeir sneiöar úr þeim og notuðu í verkfæri. Ítalía: Nýfætt bam fannst lifandí í sorptunnu Torino, Ítalío, 9. desember. Frá Brynju Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins. NTFÆTT sveinbarn fannst lifandi í sorptunnu í borginni Bari á Suöaustur- Ítalíu nú um helgina. Barniö er nú í súrefniskassa á Ciovanni XXIII-sjúkra- húsinu í Bari, og er vonast til, aö það haldi lífi og heilsu. Fjöldi manns hefur óskað eftir að ættleiða barniö, en lögreglan leitar nú ákaft móöurinn- ar og þeirra, sem hugsanlega hafa aðstoöað hana við fæöinguna og út- burðinn. Það var gullfallegur, svart- hærður og dökkbrúneygur dreng- ur, sem fannst í sorptunnunni í Bari, 500.000 manna borg Puglia- héraði á Suðaustur-Ítalíu. Kona nokkur, sem átti leið hjá, heyrði veikt og undarlegt hljóð koma úr tunnunni. Er hún athugaði nánar hvað um væri að vera sá hún ný- fætt barn, sem komið hafði verið fyrir í plastpoka í sorptunnunnL Hún fór rakleiðis með barnið á sjúkrahús og hafði síðan samband við lögregluna. Drengurinn, sem vegur 3,2 kg, er nú í súrefniskassa á Giovanni XXIII-sjúkrahúsinu, og er vonast til, að hann lifi af þessa ómann- eskjulegu meðferð. „Líðan drengsins er nokkuð góð miðað við aðstæður," sagði Papa- dia, læknirinn sem sér um dreng- inn á sjúkrahúsinu. „Hann hefur verið í kaldri tunnunni heila nótt innan um sorpið og gæti því verið með lungnabólgu. Einnig getur verið, að eitrun frá sorpinu hafi borist gegnum naflastrenginn. En það kemur í ljós á næstu tveimur sólarhringum, hvort hann lifir þetta af og heldur heilsu." Þessi atburður hefur vakið óhug hjá fólki hér, og menn spyrja sig, hvað það sé, sem reki móður til að bera barn sitt út. Margir hafa haft samband við lögregluna og sjúkrahúsið, þar sem barnið dvelst, og óskað eftir að fá að ættleiða það. Lögreglan leitar móðurinnar nú ákaft, svo og þeirra, sem kunna að hafa aðstoðað hana við fæðing- una og útburðinn, en þeir aðilar, sem hér komu við sögu, eiga þunga refsingu yfir höfði sér. Ah/örutölva l ótrúlegu verði! * ORTOLVA Z-80 A * ROM minni, 32 KB * RAM minni, 64 KB * UPPLAUSN 258x192 * LITIR 16-Microsoft basic * 72 LYKLAR í BORÐI GEYSILEGT u úrval leikja og forrita ÍXtWaÁýfX OQ lOonamL ATH! 3 forrit fylgja — — Gunnar Ásgeirsson hf. íiuöurlandsbraut 16 Simi 9135200 QX&- Kasparov skrif- ar bók um heims- meistaraeinvígið Moskvu, 9. desember. AP. NÝKRÝNDUR heimsmeistari í skák, Garry Kasparov, er nú með bók í smíðum um einvígið við landa sinn, Anatoly Karpov, fyrrverandi Kasparov heimsmeistara, aö því er sovéska fréttastofan Tass greindi frá á laug- ardag. ) Tass átti viðtal við Kasparov í sumarleyfisbænum Zagulba í ná- grenni heimaborgar hans, Baku, í Azerbaijan, þar sem heimsmeist- arinn var að hvíla sig eftir átökin. Fréttastofan hafði eftir Kasp- arov, að gerð bókarinnar væri þáttur í undirbúningi hans fyrir væntanlegt einvígi hans og Karpovs, sem fram á að fara í febrúarmánuði næstkomandi. Einn af þjálfurum hans, Alexand- er Shakarov skákmeistari, aðstoð- ar hann við ritun bókarinnar. Kasparov sagðist mundu tefla sex skákir við hollenska stór- meistarann Jan Timman í Hol- landi í desembermánuði til undir- búnings einvíginu við Karpov.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.