Morgunblaðið - 10.12.1985, Síða 44

Morgunblaðið - 10.12.1985, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 Sjálfstætt bankaeftirlit Nokkur Irumvörp til laga vóru lögð fram á Alþingi í gær, bæði þingmannafrumvörp og stjórnar- frumvörp. Þeirra á meóal eru: Frumvarp til laga um sjálfstætt bankaeftirlit. Flutningsmenn eru Guðrún Helgadóttir og fleiri þing- menn Alþýðubandalags. í dag starfar bankaeftirlit samkvæmt lögum um Seðlabanka íslands. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir því að eftirlitið verði sjálf- stæð stofnun undir yfirstjórn for- sætisráðuneytisins og þar með ríkisstjórnarinnar sem heildar. Framkvæmdasjóóur aldraóra. Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp, þessefnis, að nefskattur (einstaklinga 16—75 ára) til Fram- kvæmdasjóðs aidraðra verði kr. 1.000 1986 (var kr. 580 í ár). Tekjur sjóðsins yrðu þá 100 m.kr. á kom- andi ári. Sjóðurinn stuðlar að byggingu húsnæðis og dvalar- stofnana fyrir aldraða. Fæóingarorlof lengt. Fram hefur verið lagt stjórnarfrumvarp þess- efnis, að sé móður nauðsynlegt af heilsufars- eða öryggisástæðum að hefja töku fæðingarorlofs meira en einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag skuli hún eiga rétt á tiltekinni greiðslu, allt að einum mánuði til viðbótar rétti sam- kvæmt öðrum greinum almanna- tryggingarlaga um fæðingarorlof. Sjúkratryggingargjald. Fram er komið stjórnarfumvarp um álagn- ingu sjúkratryggingargjalds 1986 með sama hætti og í ár. Af fyrstu 403 þúsund krónum gjaldstofns (sá sami og gjaldstofn útsvara) greiðist ekkert gjald, en af því, sem umfram er, greiðist 2%. Tekju- stofn þessi á að gefa 225 m.kr. 1986. Iónráógjafar. Samkvæmt stjórn- arfrumvarpi, sem lagt var fram í gær, skal greiða laun iðnráðgjafa, er samtök sveitarfélaga eða iðn- þróunarfélög ráða til starfa, úr ríkissjóði 1986, á sama hátt og gert er í ár. Árs framlenging frestunar. Fram er komið stjórnarfrumvarp sem gerir ráð fyrir því að fresta til ársloka 1986 „kerfi heilsugæzlu í Reykjavíkurlæknishéraði og heilsugæzluumdæmum í Kópa- vogi, Garðabæ og Hafnarfirði". Hækkun á atvinnurekcndafram- lagi. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir (Kvl.) flytur frumvarp til hækkunar á framlagi atvinnurek- enda til lífeyristrygginga um 1%. Nái frumvarpið samþykki skal framlag atvinnurekenda vera 3% af öllum tegundum launa eða þóknana fyrir starf liðins árs. Sex mánaóa fæóingarorlof. Sigríð- ur Dúna Kristmundsdóttir (Kvl.) flytur frumvarp til laga um sex mánaða fæðingarorlof, hvort sem um er að ræða fólk í launuðum störfum á vinnumarkaði eða ólaunuðum störfum utan vinnu- markaðar. Varaþingmaður Guðmundur H. Garðarsson, við- skiptafræðingur, tók í gær sæti á Alþingi í fjarveru Péturs Sigurðs- sonar (S). Guðmundur er vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi. Fjögur þingmál um viöskipti Hafskip og Útvegsbanka Þingmenn biöja um rannsóknamefnd samkvæmt 39. grein stjórn- arskrárinnar og skýrslur samkvæmt 30. grein þingskapa Tvær tillögur um skipun rann- sóknarncfndar, samkvæmt 39. grein stjórnarskrárinnar, til aó rannsaka vióskipti Hafskips hf. vió Útvegs- banka íslands, sem og tengd mál, vóru lagöar fram á Alþingi í gær. Báðar tillögurnar gera ráö fyrir því að viökomandi þingdeild kjósi sjö manna rannsóknarnefnd til starf- ans. Þá vóru og lagðar fram tvær beiönir til viðskiptamálaráðherra um skýrslur, málió varóandi, önnur um stöóu Útvegsbankans í Ijósi upplýsinga í fjölmiölum um viðskipti bankans og Hafskips hf., hin um afskipti bankaeftirlitsins af málefn- um Utvegsbankans. Rannsókn á viðskipt- um Útvegsbankans og Hafskips Jóhanna SÍKurðardóttir (A), Ól- afur Þ. Þórðarson (F), Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) og Guðmund- ur Einarsson (BJ), hafa lagt fram tillögu um skipun rannsóknar- nefndar, skv. 39. grein stjórnar- skrárinnar, til að rannsaka við- skipti Hafskips hf. við Útvegs- bankann, svo og samningatilboð um yfirtöku eigna Hafskips hf. frá íslenzka skipafélagsinu hf. Verkefni nefndarinnar skal vera að rannsaka 1) Viðskipti Útvegs- bankans og Hafskips og forsendur þeirra, 2) Hvort bankinn hafi feng- ið réttar upplýsingar um stöðu og rekstur Hafskips, 3) Ábyrgð bankastjórnar og bankaráðs Út- vegsbankans á fjárhagslegri stöðu bankans og þar með ríkissjóðs vegna þessara viðskipta, 4) Hvort Stjórnarfrumvarp um aö flokka alnæmi (aids) með kynsjúkdómum var samþykkt, nokkuð breytt, eftir aðra umræðu í efri dcild Alþingis í gær með 13 samhljóða atkvæðum. Frumvarpið gengur nú til þriðju umræðu og síöan til neðri dcildar. I lagagreininni, eins og hún hljóðar nú, er hinsvegar ekki talað um al- næmi eins og í upphaflegu orðalagi, heldur „smitun af HTLV3-veiru“. Þrjú nefndarálit komu fram. Meirihlutaálit fimm þingmanna: Davíðs Aðalsteinssonar (F), Björns Dagbjartssonar (S). Krist- yfirtaka Eimskips á eignum Haf- skips sé ótvírætt hagkvæmasti kosturinn, 5) Hvort réttar upplýs- ingar hafi verið gefnar í tengslum við hlutafjárútboð að upphæð 80 m.kr. fyrir aðalfund Hafskips í júni 1985, 6) Aðra þætti málsins eftir því sem ástæða þykir til. Mánaðarlegar bráöa- birgðaskýrslur — lokaskýrsla inna fjögurra mánaða Ólafur Ragnar Grimsson (Abl.) og fleiri þingmenn Alþýðubanda- lags flytja og tillögu um skipun rannsóknarnefndar, samkvæmt 39. grein stjórnarskrárinnar. Verkefni hennar skal vera: 1) Að rannsaka öll viðskipti Hafskips hf. við Útvegsbankann sl. tiu ár, þar á meðal veð lána og sannleiksgildi skýrslna frá Haf- skip hf., 2) Að rannsaka öll við- skipti Hafskips hf. við innlend og erlend fyrirtæki í því skyni m.a. að „sannreyna upplýsingar um að fjármunir hafi verið fluttir út úr fyrirtækinu til annarra fyrirtækja í eigu stjórnenda Hafskip, kanna staðhæfingar um að blekkingum og fölsunum hafi verið beitt í bók- haldi Hafskips", 3) Að „rannsaka öll afskipti ráðherra, alþingis- manna og annarra forystumanna í stjórnmálum" af málefnum Haf- skips „í því skyni að leiða í ljós hvort sannar séu ásakanir um að fyrirtækið hafi á beinan eða óbein- an hátt notið velvildar og fyrir- jönu Millu Thorsteinsson (S), Arna Johnsen (S) og Karls Steinars Guðnasonar (A), sem mæltu með samþykkts frumvarpsins með nokkrum breytingum. Minni- hlutaálit Helga Seljan (Abl.), sem telur vafasamt að ákvæði laga um kynsjúkdómavarnir geti stuðlað að takmörkun á útbreiðslu alnæm- is. Vitnar hann til umsagnar samstarfsnefndar Landspítala og Borgarspítala í því efni. Loks kom minnihlutaálit frá Kolbrúnu Jóns- dóttur (BJ), sem byggði andstöðu sína á svipuðum forsendum. greiðslu pólitískra áhrifaaðila", 4) Að “rannsaka skuldastöðu helztu stórfyrirtækja sem meiriháttar lán hafa fengið frá ríkishönkunum þremur". í samræmi við tilvitnaða grein stjórnarskrárinnar skal nefndin hafa rétt til allra upplýsinga frá opinberum aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum, eftir því sem nauðsynlegt reynist. Rannsóknar- nefndin skal hafa heimild til að ráða til sín sérfræðinga, svo sem lögfræðinga, rekstrarfræðinga og bókhaldsfræðinga. Hún skal skila mánaðarlegum skýrslum til Al- þingis og lokaskýrslu „eigi síðar en innan fjögurra mánaða frá samþykkt þessarar ályktunar". Tillögur Alþýðubandalagsins standa til þess að hvor þingdeild kjósi sína rannsóknarnefnd, en þær vinni síðan saman að rann- sókninni. Staða Útvegsbankans og viðskipti við Hafskip Jón Baldvin Hannibalsson og átta aðrir þingmenn úr Alþýðu- flokki, Bandalagi jafnaðarmanna og Kvennalista hafa beðið við- skiptaráðherra um skýrslu „um stöðu Útvegsbankans í ljósi upp- lýsinga í fjölmiðlum um viðskipti bankans og fyrirtækisins Haf- skips", með vísan til 30. greinar þingskapa, laga nr. 10/1961 um Seðlabanka, lagaákvæða um ríkis- ábyrgð á skuldbindingum ríkis- banka og upplýsinga í fjölmiðlum. Spurt er m.a.: 1) Hversu hárri upphæð nema heildarútlán og er- lendar ábyrgðir bankans vegna Hafskip hf.? 2) Hversu hátt hlut- fa.ll er hér um að ræða af heildar- útlánum og skuldbindingum bank- ans? 3) Hvert var eigið fé bankans 12. nóvember sl.?, 4) Hvað er áætl- að að tap bankans vegna viðskipta við Hafskip nemi mikilli upphæð?, 5) Hefur stjórn bankans sniðgeng- ið reglur og hefðir í bankaviðskipt- um um greiðslutryggingar út- lána?, 6) Hefur banakstjórn fengið villandi upplýsingar frá Hafskip hf. um rekstur, afkomu, hagnað og veðhæfni eigna? Þá er spurt um viðbrögð bankaráðs, hvort bankaleynd verði aflétt, hvers- vegna „stjórn Seðlabanka Islands og bankaeftirlit hafi ekki vikið bankastjórninni frá eins og for- dæmi er fyrir af hliðstæðu tilefni, hvort rkisstjórnin hyggist draga þá til ábyrgðar sem „vegna að- gerða sinna eða aðgerðarleysis" kunna að hafa valdið ríkissjóði og skattgreiðendum fjárhagslegu tjóni og loks hvort til standi fækk- un, afnám eða sameining ríkis- banka af þessu tilefni? Afskipti banka- eftirlitsins Steingrímur J. Sigfússon og átta aðrir þingmenn úr Alþýðubanda- lagi, Alþýðuflokki, Kvennalista og Bandalagi jafnaðarmanna hafa beðið viðskiptaráðherra um skýrslu „um afskipti bankaeftir- litsins af málefnum Útvegsbank- ans“, með tilvísan til 30. greinar þingskapa. Spurt er: 1) Hver hafa verið afskipti bankaeftirlits Seðlabanka af mál- efnum Útvegsbankans frá og með árinu 1975 til þessa dags? 2) Til hvaða aðgerða afskipti bankaeftirlitsins af málefnum Út- vegsbankans hafi leitt? 3) Hvort viðskipti Útvegsbank- ans og Hafskips hf. eða annarra stærri viðskiptavina bankans hafi orðið tilefni til sérstakra afskipta af hálfu bankaeftirlitsins? 4) Hverjir hafi fjallað um álit bankaeftirlitsins eða framkvæmt þær tillögur þess sem tilgreindar eru hér að framan, og hver hafi orðið framgangur þeirra mála í hverju einstöku tilfelli? Þess er jafnframt óskað að skýrslan verði „til umræðu á fundi Sameinaðs Alþingis fljótlega eftir að henni hefur verið útbýtt meðal þingmanna". Hafnarfram- kvæmdir: Þrjú ár — hálfur milljarður Heildarframkvæmdir í höfnum hér á landi vóru 144,3 m.kr. 1982, 184,5 m.kr. 1983 og 206,9 m.kr. 1984, eða samtals síðastliðin þrjú ár, 535,7 m.kr. Á síðasta ári sundurliðast framkvæmdir sem hér segir: Almennar hafnir.,160,5 m.kr. Reykjavíkurböfn.. 30,1 m.kr. Landshafnir.. 10,6 m.kr. Ferjuhafnir.. 5,7 m.kr. Samtals....206,9 m.kr. Alnæmi: Þrjú nefndarálit

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.