Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 51

Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 51 dóm í kosningum að þeir æski eftir útsölu. Haldið þið, Hafnfirðingar góðir, að þær þúsundir sem munu leggja leið sína í áfengisútsöluna í húsi Hagkaups, fari síðan beint til Hafnarfjarðar til annarra inn- kaupa? Ég er hræddur um, eða réttara sagt fullviss um, að margir myndu freistast til að gera inn- kaup sín á einum og sama stað. Það er einmitt hugmyndin að baki verslunarmiðstöðvar Hagkaups, að fólk hafi sem mesta möguleika að fá þá þjónustu sem það sækist eftir á einum stað. ÁfengisvandamáliÖ Ég geri mér fulla grein fyrir að áfengisneysla landsmanna er gíf- urleg og það er sannfæring mín, að það sé síst ofreiknað hjá Páli Daníelssyni, að það kosti þjóðina minnst einn milljarð fyrir utan „ágóðann" af ÁTVR. En hvað myndi það kosta þjóðina ef sala áfengis yrði bönnuð? Myndi sala annarra vímugjafa ekki aukast? Er ekki áfengi einfalt í framleiðslu er mundi stuðla að stórkostlegu heimabruggi? Hefur sagan ekki sannað okkur að áfengisbanni fylgir glæpastarfsemi, tvískinn- ungsháttur og neðanjarðarhag- kerfi? Hvað á að gera við alla þá sem mundu brjóta bannið? Láta þá borga sektir? Hvað háar? Og hvað oft? Stinga fólki í fangelsi? Við sem eigum ekki fangelsi fyrir marga okkar harðsvíruðustu glæpamenn. Halda templarar og aðrir andstæðingar áfengis að almenningur fáist í náinni framtíð til að líta á neyslu áfengis sem glæpsamlegt athæfi? Þýðir nokkuð að setja bönn og boð á almenning sem ekki eru almennt viðurkennt að séu siðferðilega rétt? Ég held ekki. Áfengi hefur fylgt mannkyninu frá ómuna tíð, og það hefur aldrei tekist að útrýma eða minnka neyslu þess með boðum og bönn- um. Af einhverjum ástæðum sem ég get ekki skýrt, hefur neysla áfengis á öllum tímum, fallið vel inn í lífsmynstur mannsins. Það er eins og menn hafi þörf fyrir að rífa sig lausa frá raunveruleikan- um og lífsbaráttunni, sumir aðeins í nokkrar stundir aðrir allt lífið. Væri það eflaust verðugt og arðbært verkefni vísindamanna og stjórnmálamanna að reyna að nálgast áfengisvandamálið frá nýjum sjónarhól, en það kæmi mér ekki á óvart að niðurstaðan yrði sú i flestum eða öllum tilfellum að mannskepnan hefði einhverja innri þörf til sjálfsblekkingar, sem kæmi út í neyslu áfengis eða ann- arra vímugjafa. Hlýtur það að vera hlutverk hvers hugsandi manns að sporna við slíku með því að hafa áhrif á hugsunarhátt almenn- ings gagnvart áfengi og öðrum vímugjöfum. Höíundur er tæknifræðingur bú- settur í Hafnarfirði. Vinkonurnar Þuríður Hrund Hjartardóttir og Berglind Jónsdóttir, nemend- ur í Ölduselsskóla, héldu hlutaveltu til styrktar sundlaug Ölduselsskóla. Afhentu þær skólastjóra upphæðina rúmlega 1.600 kr. Finnskir stálpottar. Þessir pottar eru fáanlegir 11/2, 2ja, 3ja, 4ra og 5 lítra. Einnig flatir pottar fyrir suöu og steikingu. f/% KRiSTjnn /M SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 AFSTAi 9 I sjóferð, ert þú þá með það á hreinu hvar allur björgunarbúnaður skipsins er staðsettur og hvort öll siglingatæki eru virk? Pað er góð regla í upphafi hverrar sjóferðar, að glöggva sig á staðsetningu og ástandi öryggisbúnaðar skipsins. REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR í VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. ÖRYGGISMÁLANEFND SJÓMANNA midas

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.