Morgunblaðið - 10.12.1985, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR10. DESEMBER1985
Stingandi strá
— eftir Andrés
Arnalds
Hinn 6. nóvember sl. birtist í
Morgunblaðinu grein eftir Hauk
Magnússon á Brekku í Sveins-
staðahreppi. Er þar um að ræða
framhald skrifa um afréttarmál
Ás- og Sveinsstaðahreppa í Aust-
ur-Húnavatnssýslu og þá einkum
athugasemdir við grein sem birtist
eftir mig í Morgunblaðinu 30.
| ágúst. Skrif þessi eru tilkomin
vegna ítölu í sameiginleg upp-
rekstrarlönd þessara hreppa sem
birt var í vor. í grein sinni reynir
Haukur að færa rök fyrir því að
ástand Grímstunguheiðar sé ekki
eins slæmt og af er látið. ítalan
hafi verið óþörf og muni bregða
fæti fyrir byggð í Sveinsstaða-
hreppi. Hér er um alvarlega að-
dróttun að ræða í garð þeirra sem
lögum samkvæmt ber að fylgjast
með varðveislu þeirra miklu auð-
linda sem beitarlöndin eru. Af
þessum sökum verður ekki hjá því
komist að fjalla nánar um fáein
atriði sem Haukur gerir að umtals-
efni ígreinsinni.
Fallþungatölur og
ástand beitarlanda
Hauki verður tíðrætt um tölur
um fallþunga lamba af Gríms-
tunguheiði. Telur hann þær það
háar, að heiðin hljóti að vera í góðu
ásigkomulagi. Það er hárrétt að
náið samhengi er milli fjölda bú-
fjár í högum og afurða. Margir
þættir hafa hins vegar áhrif á
þetta samhengi. Afurðir endur-
spegla ekki alltaf ástand beiti-
landa því þær eru háðar meðferð
fjárins vetur, sumar, vor og haust.
Hér verður aðeins drepið á örfá
atriði sem kunna að, valda betri
afurðum en ástand Grímstungu-
heiðar gefur tilefni til. Það er
nokkuð algild regla að fé hörfar
undan miklu beitarálagi. Þetta
kannast margir bændur við sem
verða fyrir ágangi búfjár frá ná-
grönnum sínum. Þessu til vitnis
eru reyndar orð Hauks um það að
fé sé farið að flæmast mikið af
Grímstunguheiði inn á auðnirnar
á Stórasandi. Hluti þess fjár, sem
Haukur notar til viðmiðunar þegar
hann reynir að reikna gott ástand
í Grímstunguheiði, þvælist yfir á
aðrar heiðar og tekur út vöxt sinn
þar. Einkum á þetta við um
Haukagilsheiði, sem Haukur telur
reyndar betri. Beit á há og græn-
fóður fram að slátrun dylur einnig
áhrif mikils beitarálags á afrétti.
Ekki má heldur gleyma því að
beitilandi getur hrakað lengi áður
en draga fer að ráði úr fallþunga
dilka. Þungi beitar hefur alltaf
mikil áhrif á afurðir og ekki síður
á ástand áa að hausti en fallþunga
lamba og flokkun. Afurðahrun
vegna gróðurskemmda af völdum
ofbeitar kemur stundum ekki fram
fyrr en ástand beitilandsins er
komið á hættulegt stig og hraðfara
eyðing komin af stað. Erfitt getur
reynst að snúa við á þeirri braut.
Beitartilraunin á Auðkúluheiði
gefur góða viðmiðun þegar meta
þarf áhrif beitar á gróður og búfé.
Féð er þar haft í girðingum og
getur ekki hörfað undan þegar
sneyðast fer um gróður líkt og
gerist hjá fé sem gengur frjálst á
afrétti. Við þessar aðstæður koma
áhrif ofbeitar á gróður og afurðir
fyrr fram en ella. Samt er svo
komið að ástand mikils hluta
Grímstunguheiðar var miðsumars
í verra ástandi en horbeitarhólfin
á Auðkúluheiði að dómi innlendra
jafnt sem erlendra vísindamanna.
Því miður sá Haukur ekki ástæðu
til að taka þátt í bændaferð sem
farin var m.a. til að skoða beitar-
tilraunina þann 3. september.
Hann skoðaði hins vegar horbeit-
arhólfin án leiðsagnar tveimur
dögum áður og stoppaði stutt.
Beitaráhrif höfðu þá að sjálfsögðu
magnast mikið upp frá því sem var
miðsumars þegar samanburður
Grímstunguheiðar og „horhólf-
anna“ var gerður. Ástand gróðurs
í þessum hólfum eins og það var
orðið í lok beitartimans, þegar
Haukur skoðaði þau, ætti hins
vegar að vera honum og öðrum
víti til varnaðar. Grímstunguheiði
stefndi hraðfara inn á þessa sömu
braut sökum þess hve hægt gekk
að draga úr beitarálaginu.
Ástand og úrbætur
Ég hef ætíð verið þeirrar skoð-
unar að stjórn beitarmála eigi að
vera sem mest í höndum heima-
manna. Það er því sannkallað
ánægjuefni ef í sveitarstjórn
Sveinsstaðahrepps sitja jafn mikl-
ir forvígismenn um gróðurvernd
eins og Haukur vill vera láta. Það
skal metið að verðleikum sem gert
hefur verið til að létta á Gríms-
tunguheiði á undanförnum árum.
Við getum látið liggja milli hluta
hvaða aðilar hafa haft mesta for-
göngu þar um. Orð Hauks um
frumkvæði Sveinstæðinga í þeim
efnum hljóma þó hálf ankannalega
í eyrum margra þeirra sem mest
hafa barist fyrir verndun heiðar-
innar.
Andrés Arnalds.
„Eitt meginmarkmiö
Landgræöslunnar er að
koma í veg fyrir hvers-
konar gróðurskemmdir
og jafnframt að skila
landinu í betra ástandi
til næstu kynslóðar en
það er í dag.“
Haukur reynir í grein sinni að
gera lítið úr gróðurskemmdum á
Grimstunguheiði. Telur hann þær
að mestu staðbundnar við ná-
grenni lembingarhólfa og mjóa
rönd meðfram afréttarveginum.
Einkum reynir Haukur að gera
lítið úr álitsgerð þriggja erlendra
sérfræðinga sem skoðuðu heiðina
9. ágúst. Álitsgerðin birtist í
Morgunblaðinu 30. ágúst og finnst
Hauki hinir erlendu sérfræðingar
hafa verið full dómharðir í áliti
sínu. Það er því miður sorgleg
staðreynd að ástand Grímstungu-
heiðar er mjög slæmt. Of hægt
miðaði í verndunaraðgerðum. Ég
fór víða um heiðina 4. september
sl. í fylgd gagnkunnugs heima-
manns, Vigdísar Pálsdóttur á Hofi.
Einnig var í förinni Anna Guðrún
Þórhallsdóttir, sem starfar að
landnýtingarmálum hjá Búnaðar-
félagi íslands. Við reyndum að
skoða sem besta þversneið af heið-
inni. Mest allt þurrlendi var rót-
nagað og sást þar varla stingandi
strá. Rof í þúfnakollum er áber-
andi mikið og á óvart kom hversu
víða gróður og jarðvegur er að
eyðast á heiðinni. Mikill uppblást-
ur er þar í gangi og hann er fjarri
því að vera bundinn við lembingar-
hólf eða nágrenni afréttavegarins.
Slæmt ástand heiðarinnar hefur
verið staðfest af mörgum aðilum
á liðnum árum, t.d. af Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins og víst er
um það að hinir erlendu sérfræð-
ingar skoðuðu ekki þau svæði sem
verst eru farin.
Mikið framfaraspor var stigið í
nýtingu heiðarinnar nú í ár í kjöl-
far ítölunnar. Það er hins vegar
ljóst að aðgerðir í ár hafa ekki
dugað til að halda í horfinu með
ástand heiðarinnar. Svo mjög hef-
ur beitarþoli hrakað á undanförn-
um árum vegna ofbeitar. Vís-
bending um ofbeitina kemur
reyndar fram í orðum Hauks um
það að á heiðinni hafi gengið „allt
að 5000 fjár á ári“ á undanförnum
árum. Haukur hefur áður tekið
fram að meginhluti þessa fjár hafi
verið úr Sveinsstaðahreppi. Til
samanburðar þá nemur beitarþol
heiðarinnar samkvæmt ítölu ekki
nema um 2000 ærgildum. Miklu
skakkar og er ekki að undra þótt
gróðurfari hafi hnignað, jafn óhóf-
legt og beitarálagið hefur verið.
r
Itala og afkoma bænda
Haukur fullyrðir í grein sinni
að „minnka yrði sauðfjár- og
hrossabú um helming og margir
yrðu að bregða búi er ítalan gengi
í gildi". Getur það virkilega verið
að bústofn í Sveinsstaðahreppi sé
í jafn hrikalegu ósamræmi við
landkosti og stærð jarða og Hauk-
ur í raun segir með þessum orðum
sínum? Grundvallast búskapurinn
að miklu leyti á ofbeit sem étur
upp höfuðstól framtíðarinnar? Ég
tel raunar að svo þurfi ekki að
vera og ég vil ítreka það að ítalan
á lítil áhrif að hafa á lífsafkomu
bænda í hreppnum. ítalan gerir
ráð fyrir að um % af því fé sem
sett var á í Ás- og Sveinsstaða-
hreppum í fyrra haust megi ganga
á afrétti. Þetta er fremur hátt
hlutfall og fé fækkaði ekki á af-
rétti í ár vegna ítölunnar. Tillögur
Búnaðarfélags íslands og Land-
græðslu ríkisins um að aðlögun að
ítölu gerðu ráð fyrir að allt fé
gæti farið í afréttina ef hrossin
yrðu höfð í heimalöndum. Úr-
bæturnar fólust einkum í styttingu
beitartímans og fækkun hrossa á
afrétti. Upprekstri sauðfjár var
seinkað þar til gróður var orðinn
nægur til að þola álag þess fjár
sem flutt var á afrétt. Beit var
raunar leyfð of snemma miðað við
ástand gróðurs á Grímstungu-
heiði. Bæta þyrfti sumsstaðar
aðstöðu til að hafa fé heima við
að vori, sem myndi draga úr þrýst-
ingi um ótímabæra beit á afrétt.
Aukarétt var höfð í lok ágúst að
frumkvæði heimamanna. Göngum
var einnig flýtt um viku. Gróður
sölnaði óvenju snemma inn til
landsins nú í ár. Vaxtarhraði
lamba var því lítill síðasta hluta
beitartímans á flestum afréttum
landsins. Aðstaða til að taka lömb
á kostaríka há til haustbeitar var
hins vegar óvenju góð í Húna-
vatnssýslum og reyndar víðar.
Aukin hagsæld fylgdi því að fé var
tekið fyrr af fjalli en gert hefur
verið.
Hross þrífast vel á votlendis-
gróðri á láglendi sem hentar oft
verr fyrir sumarbeit sauðfjár.
Eylendið mikla neðan við Brekku-
bæina gæti t.d. tekið við mörgum
hrossum, en það fer nú að mestu
á sinu. Með rafgirðingum má nú
stýra beit hrossa á markvissan
hátt með litlum tilkostnaði. Það
er óþarfi að beita hrossum á of-
setna afrétti sem eru viðkvæmir
fyrir beit sökum þess hve hátt
þeir liggja. Bann við upprekstri
hrossa á afrétt gerir það kleift að
færa þunga sauðfjárbeitarinnar
af þeim svæðum sem verst eru
farin yfir á þá hluta hinna sameig-
inlegu upprekstrarlanda sem eru
í betra ásigkomulagi.
Ég vil að lokum rifja það upp
að sveitarstjórn Sveinsstaða-
hrepps upphóf mikil kærumál í
kjölfar ítölunnar sem birt var í
vor. Fyrst var um 20 aðilum stefnt
til ógildingar ítölunni. Síðan þegar
sýslunefnd Austur-Húnavatns-
sýslu hafði kveðið upp úrskurð til
sanngjarnrar málamiðlunar var
honum umsvifalaust áfrýjað til
félagsmálaráðuneytisins. Taldi
ráðuneytið þann úrskurð rétt-
mætan. Það var þetta málaþras
sem varð kveikjan að skrifum
mínum um upprekstrarmál
Sveinsstæðinga. Vandinn sem við
blasir er stór og þörf var á skjótum
aðgerðum ef takast átti að forða
Grímstunguheiði frá hruni. Sá
vandi er óleystur enn, þótt miðað
hafi í rétta átt. Þessum vanda má
ekki drepa á dreif með tilgangs-
litlum málatilbúnaði. Málaþras er
eingöngu til þess fallið að leiða
athyglina frá sjálfu vandamálinu,
sem er hið slæma ástand Gríms-
tunguheiðar.
Eitt megin markmið Land-
græðslunnar er að koma í veg fyrir
hvers konar gróðurskemmdir og
jafnframt að skila landinu í betra
ástandi til næstu kynslóðar en það
er í dag. Ég trúi því ekki að Haukur
og aðrir bændur í Sveinsstaða-
hreppi hafi önnur markmið að því
er varðar beitilönd hreppsbúa. Því
verða lokaorð mín í þessari ritdeilu
við Hauk þau að við skulum hætta
að deila. Við skulum þess í stað
einbeita okkur að því að sameina
alla þá krafta sem tiltækir eru
hinum sameiginlegu markmiðum
okkar til farsældar.
Höfundur er doktor í beitarfræd-
um og starfar sem gródureftirlits-
maður Landgræðslu ríkisins.
i mt t 1
1
Með áklœði úr
mm
pað heilir Apollo. formfagurl og vanda
wSme6a^ii^h.rn
Þœgmdtn leynas t ^ ^ r7 4W)
o
KRISTJÁn SIGGGIRSSOfl Hfi
LAUGAVEG113. REVKJAVIK, SÍMI 25870