Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 68

Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 Landsbyggöin og frelsi í peningamálum — eftir Kristin Pétursson Mikil umræða fer nú fram um stöðu landsbyggðarinnar með til- liti til þeirrar óáran sem ríkt hefur í peningamálum landsmanna. Greinarhöfundur leggur hér fram skerf í umræðuna. Málefnaleg umræða á að leiða okkur í réttari farveg eða svo vonum við að minnsta kosti. Um hávaxtastefnu „Vextirnir eru að sliga heimil- in.“ „Vaxtaokrið er að drepa at- vinnuvegina." Þessar fullyrðingar höfum við heyrt. Undirritaður hefur tekið þátt í gagnrýni á háa vexti. — En — í seinni tíð hef ég reynt að leiða hugann að því hvers vegna vextir séu háir. Sparifé landsmanna hefur brunnið upp á liðnum árum eins og kunnugt er. Er þar um að ræða eina ógeðfelld- ustu millifærslu á fjármunum (þótt á óbeinan hátt sé) sem um getur í íslandssögunni. Þeir sem spöruðu voru rúnir inn að skyrt- unni. Vextir voru „neikvæðir". Af- leiðingin varð auðvitað sú að spariféð brann upp. Það er þekkt lögmál að minnkandi framboð eykur eftirspurn. Hvort sem mönnum líkar lögmálið betur eða verr þá er það svona. Þar af leiðir að vextir hækka. Nú er reynt að fá fólk til þess að spara, því ekki er hægt að lána peninga sem ekki eru til. Þess vegna eru vextir háir. Það er sennilega engin önnur leið fær, nema prenta bara fleiri seðla, en hver vill bera ábyrgð á þeirri prentun? Niðurstaðan er sú að hávaxta- stefnan sé ill nauðsyn til þess að ná aftur upp sparifjárforða í landinu. Þegar framboð af lánsfé eykst með raunvöxtum þá lækka vextir af sjálfu sér. Við sem tökum lán bölvum í sand og ösku — en við verðum að vera sanngjörn. Hvað meiga þeir segja, sem áttu sparifé fyrir nokkrum árum og máttu verða vitni að því, að mál- tækið „græddur er geymdur eyrir“ voru einhver örgustu öfugmæli, sem til voru á seinasta áratug. Við getum þó sagt, að þetta máltæki sé ekki lengur öfugmæli og jafnvel gæti spurningin snúist um fjár- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar verði máltæki þetta aftur öfug- mæli. Reynum því að spara ef við getum. Kornin fylla mælinn. Taprekstur sjávarútvegs Öflun sjávarfangs fer aðallega fram í hinum dreifðu byggðum iandsins. Sjávarafurðir eru undir- staða gjaldeyrisöflunar lands- manna eins og kunnugt er. Tap- rekstur í undirstöðuframleiðslu landsmanna er orðin svo marg- þvæld tugga, að fólki leiðist um- ræðan, enda er hún neikvæð. En umræðan verður að halda áfram. Við verðum að finna leiðir til þess að stöðva tapreksturinn. Hvers vegna? — Vegna þess að spariféð sogast inn í tapreksturinn, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þegar sjávarútvegsfyrirtæki getur ekki staðið í skilum við opinbera sjóði þá kemur ekki sú greiðsla í viðkomandi sjóði, sem lánsfjár- áætlun ríkissjóðs gerði ráð fyrir. Sjóðurinn verður því að afla sér fjár annars staðar. Viðkomandi opinber sjóður á engra kosta völ. Svíkja gefin lánsloforð? — Nei. Hinn opinberi sjóður fær yfirdrátt í Seðlabankanum eða tekur erlent lán og veldur hvort tveggja þenslu. Við erum í vítahring. Þess vegna er mjög brynt að taprekstur verði stöðvaður í sjávarútvegi. Meira að segja núllrekstrarstefnan verður að fara fyrir borð. Við þurfum að snúa vörn í sókn og HAGNAÐUR er markmiðið. Hagnaður til þess að byggðir geti blómgast á nýjan leik. Hagnaður til þess að stöðva sjálfvirkt rennsli á sparifé lands- manna inn í botnlausan taprekst- ur. Tapreksturinn leiðir af sér háa vexti, þar sem spariféð sogast inn í hann. Ef við viljum, að vextir lækki þá verður ekki bara að auka sparnað. Það er jafnbrýnt að stöðva taprekstur í sjávarútvegi, og fara að reka hann með hagnaði til þess að auka framboð á sparifé og — þá lækka vextir. Margar leiðir eru til þess að draga úr taprekstri sjávarútvegs. Til dæmis Samviimusjóðiir íslands hf.: Hugmyndasamkeppni um ný tækifæri í íslensku atvinnulífí SAMVINNUSJÓÐUR íslands hf. efnir til hugmyndasamkeppni um ný tækifæri í íslensku atvinnulífi. Leit- að er eftir hugmyndum að nýjum framleiðsluvörum og/eða þjónustu- starfsemi, jafnt innan hefðbundinna atvinnugreina sem á nýjum sviðum. Sérstaklega er leitað eftir hugmynd- um sem leiða kunna til framleiðslu og sölu til útflutnings, eða sem skapa gjaldeyristekjur. Þórður Ingvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samvinnusjóðs íslands, kynnti hugmyndasam- keppnina fréttamönum á dögun- um. Fram kom í máli hans að að hugmyndir og tillögur skulu vera hnitmiðaðar og afmarkaðar. Þeim skulu fylgja einhverjar upplýsing- ar um það hvernig hugmyndunum verður komið í framkvæmd, hver Herrafataverslunin Gæjar hóf starfsemi sína (ostudaginn 22. nóv- ember. Verslunin hefur á boðstólum vönduð vörumerki úr tískuheimin- um svo sem Gin og Tonic frá kostnaðurinn verður við fram- kvæmd þeirra, stofn- og rekstrar- kostnaður og mögulegir markaðir. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar. 1. verðlaun eru kr. 200 þús., 2. verðlaun kr. 100 þús. og 3. verðlaun kr. 75 þús. Samvinnusjóðurinn áskilur sér notkunarrétt að þeim verðlauna- tillögum sem hann álítur fýsilegar til áframhaldandi rannsóknar og þróunar í því augnamiði að stuðla að framleiðslu. Hugmyndir sem lagðar verða fram skulu merktar dulnefni höfundar. í lokuðu um- slagi með utanáskrift sama dulefn- is skal raunverulegt nafn höfund- ar, heimilisfang og símanúmer, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, koma fram. Hug- myndasamkeppnin er öllum opin Þýskalandi, Equip frá Hollandi og leðurfatnað frá ítalska fatahönn- uðinum Romano Baldini. Eigendur verslunarinnar eru Árni Sigurðsson og Sjöfn Þórðar- dóttir. Þórður Ingvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samvinnusjóðs íslands hf. og skilafrestur að tillögum er 20. febrúar. Tillögum skal skilað til Þórðar Ingva Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samvinnu- sjóðs íslands, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík. Á fundinum með fréttamönnum var jafnframt skýrt frá starfsemi Samvinnusjóðs íslands hf. sem er fyrirtæki í eigu samvinnuhreyf- ingarinnar. Fyrirtækið var stofnað árið 1982 og hluthafar eru um 60 talsins. Megintilgangur sjóðsins er að efla og auka fjölbreytni atvinnulífs á íslandi. Forgangs- verkefni sjóðsins er að fjármagna og stuðla að þróun nýrra atvinnu- greina. Stjórnarformaður fyrir- tækisins er Þorsteinn ólafsson, framkvæmdastjóri Þróunar- og nýsköpunardeildar SÍS, en aðrir í stjórn eru Ólafur Sverrisson, vara- formaður stjórnar SÍS og kaup- félagsstjóri í Borgarnesi, Þor- steinn Sveinsson, kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum, Árni Jóhannsson, kaupfélagsstjóri á Blönduósi, og Benedikt Sigurðsson, fjármála- stjóri Samvinnutrygginga. Stjórn Samvinnusjóðsins skipar dóm- nefndina í hugmyndasamkeppn- inni. Eigendur verslunarinnar „Gæjar“, Árni Sigurðsson og Sjöfn Þórðardóttir. Versluniit Gæjar — ný herrafataverslun Kristinn Pétursson „Við þurfum frjálsa verslun á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Þá verður landsbyggðinni borgið. Stærsti sigurinn vinnst þegar gjaldeyris- verslunin verður gefin frjáls... “ má leggja niður sjóðakerfið og hætta millifærslum innan sjávar- útvegsins, lækka tilkostnað með markvissum aðgerðum, auka framleiðni með stóraukinni tækni- væðingu. Allt tekur þetta sinn tíma — en viljinn er númer eitt. Jákvætt hugarfar í garð atvinnu- rekstrar er jafnvel það brýnasta. Sú illkvittni og ég vil segja sá kvikindisháttur, sem ónefndir að- ilar nota stundum í umfjöllun sinni um atvinnurekstur, er ábyrgðarlaust niðurrif og læt ég lesandanum eftir að meta hvað við er átt. Slík niðurrifsumfjöllun lýs- ir best innrætinu í þeim, sem láta slíkt frá sér fara, og væri vel við hæfi að vísa slíku til föðurhúsanna oftar en gert er. En með jákvæðu hugarfari og hóflegri bjartsýni eigum við að geta tekist á við þessi vandamál öll og lagfært það sem að er. Ekki má gleyma að minnast á kjör þeirra, sem vinna við þennan undirstöðuatvinnuveg þjóðarinn- ar. Kjörum starfsfólks er borgið daginn, sem tekst að finna leiðir til þess að reka þessa atvinnugrein með hagnaði. Það er hagur fyrir- tækjanna að geta greitt starfsfólki sínu vel. En enginn greiðir neitt með tapi. Þetta er grundvallarat- riði. Starfsfólk undirstöðuatvinnu- greinanna þarf að gera meira af því að fjalla um þennan þátt, sem grundvallaratriði til þess að geta óskað eftir bættum kjörum. Erlenda lántakan Lánsfjárgleði síðustu ríkis- stjórnar var íslandsmet í veðsetn- ingum. Það var ríkisstjórnin, sem veðsetti þjóðina upp fyrir haus — erlendum fjármagnseigendum. Það er með erlendu lánin eins og eiturlyfin, að fyrsti skammturinn virkar þannig að sagt er, að við- komandi verður syngjandi sæll og glaður. Síðan kemur næsti skammtur og koll af kolli. Nú erum við orðnir forfallnir lánaneytend- ur og núverandi ríkisstjórn virðist eiga fullt í fangi með að stækka ekki skammtinn. En — við þurfum að venja okkur af þessum fjanda. Greiða niður e'rlendu lánin á næstu árum. Erlend lán valda fölsku framboði á gjaldeyri, gengið verð- ur of lágt skráð fyrir sjávarútveg- inn, og verðbólgudraugurinn fær byr undir báða vængi. Af þessum sökum verður að gera þá kröfu á hendur öllum ábyrgum einstaklingum í þjóðfélaginu að þeir sameinist um að hjálpa stjórnvöldum við að venja okkur Hér segir frá því hvernig gera má hreingerninguna mun auðveldari en hingað til - jafnt á litlum sem stórum vinnustöð- um. Nýju moppurnar frá Burstagerðinni og fylgihlutir þeirra eru svo sannarlega... BYITINGfl Nýju moppumar eru léttar og liprar í notkun og láta einstaklega vel að stjórn. Þær eru ferkantaðar, hafa stærri snertiflöt en eldri gerðir og þrífa því betur. Moppumar eru úr sérstakri blöndu af bómull og akrýli, taka vel til sín raka og óhreinindi og skila þeim líka vel af sér í vindingu og eftirþvotti. Nú er auðveldara en áður að komast inn í horn og skot vegna þess að moppan er á ferkantaðri festiplötu, en ekki á rúnnaðri grind eins og á eldri gerðum. Einnig næst mjög góður árangur við hreingem- ingu á stigum og veggjum - auk þess sem moppurnar dreifa bóni afar vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.