Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 75

Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR10. DESEMBER1985 75 Marxisminn og trúgirni Ég var að lesa lýsingu á því hvernig fólk lætur blekkjast af auglýsingum. Norskur kaup- maður sem vitnað er til er alveg undrandi á trúgirni fólksins. Hann birtir samt ekki mynd af nauðasköllóttum manni, til að sýna árangur af hármeðalinu sínu, því þá hefðu færri trúað. En hvað lætur fólk lengi blekkjast af fagurgala marxism- ans? Var velferðin upp á marga fiska í Sovétríkjunum á dögum Stalíns? Allar hörmungasögurn- ar af útrýmingu bændanna, allar fangelsanirnar og aftökurnar, allt þótti þetta gott hjá marxist- unum og allt afsakað — lofið var kveðið hátt ög snjallt. Besta sagan af þessu er þegar Georg Orwell kom heim frá Spáni og gat sannað allan hryllinginn. Þá neitaði ritstjóri enska Þjóðvilj- ans að taka greinina og var ekki lengur hægt að birta greinar eftir Orwell, því hann var farinn að skrifa sannleikann um marx- ismann. Ritstjórinn afsakaði Stalín með því að með manndráp- unum væri hann að laga fjárhag Rússlands. Ætiar félagshyggjufólkið að mæía með því, að lýðræðisríki taki upp þessi vinnubrögð. Marx- isminn hefur sýnt að hann býður steina fyrir brauð og allar götur frá byltingunni hefur skorturinn kvalið almenning í Sovétríkjun- um. Aldrei hefur sulturinn herjað meir á Afríku en þegar marxism- inn hélt innreið sína i álfuna. Marxistarnir í öllum löndum ætlast til að við, sem reynum að bjarga fólkinu frá bráðum hung- urdauða, trúum því að ástandið sé eingöngu náttúruhamförum að kenna. Við þekkjum náttúruham- farir á íslandi en það á að vera auðveldara að koma matvælum i tæka tíð til hungursvæðanna með flugvélum og öðrum nýtískufar- artækjum en var hér á dögum Skaftáreldanna. Enda þótt efnahagslífið í kommúnistaríkjunum sé eins og allir vita, þá eru mannréttinda- brotin hryllilegust, þrælabúðirn- ar eins og þær hafa alltaf verið og enginn verkfallsréttur, ekkert tjáningarfrelsi eða ferðafrelsi. Þetta eiga allir að sætta sig við vegna þess að þetta er innan- ríkismál Sovétstjórnar. Það kom því vel á vondan, að Rússarnir töfðust um tíu mínútur á Keflvík- urflugvelli og vonandi hafa þeir skilið innanríkismálið okkar. Húsmóðir Bankavextir og húsgjaldið Svo er mál með vexti að við í húsfélagi nokkru höfum samið við sparisjóðinn á Seltjarnarnesi um að innheimta húsgjald okkar. Fáum við ósköp venjulegan gíró- seðil náægt mánaðarmótum upp á kr. 4.000 og neðanmáls stendur, „Vinsamlegast greiðið sem fyrst." Nú í sumar kom svo bréf með seðlinum, þar sem kveðið er á um að dráttarvextir verði reiknaðir á upphæðina þann 20. hvers mánað- ar. Nú í október voru heilasellurn- ar hjá mér eitthvað í ólagi, því að þann 23. október ranka ég við mér með óborgað húsgjald. Ég snarast niður í sparisjóð. En nú átti ekki að greiða 4.000 kr. heldur 4.150 kr. Ég fullvissaði mig um að þann 20. október átti ég að greiða kr. 4.000 og spyr hvað þessi mismunur heiti. Svarið var, „dráttarvextir samkvæmt reglum bankans“. Ég átti sem sé að greiða 50 kr. á dag í vexti af þessum 4.000 kr. Ég neitaði að greiða þessa vexti á þeim forsendum að ég þyrfti að kanna hvort hér væri um okurvexti að ræða. Við nánari athugun kom líka í ljós að hér var um 456% ársvexti að ræða og hefði ég aulast til að greiða þetta segir réttarvitund mín að ég og hinir ágætu félagar mínir i húsfélaginu væru orðnir sekir skóggangsmenn vegna ok- urs. Þar með væri ég orðinn sá skálkur að hafa notfært mér fá- visku mína til að pretta sjálfan mig til að greiða sjálfum mér okurvexti gegnum „reglur bank- ans“. En eitthvað á þessa leið hljóðar lagagrein um okur ef ég man rétt. Eg bíð eftir dómi. Svavar Björnsson Bingó — Bingó í Glæsibæ í kvöld kl. 19.30 Aöalvinninqur 25.000. Næsthæsti vinningur 12.000. Heildarverömæti yfir 100.000. Stjórnin. SÍGILD HÖNNUN Boröstofustóll án Borðstofustóll m. örm- arma kr. 3.980 stgr. um kr. 4.340 stgr. Stóll m. leöri eöa Stóll m. leöri kr. hrosshári kr. 9.97Ú 10.700 stgr. stgr. Legubekkur meö svörtu leöri eöa hross- hári kr. 32.555 stgr. sem sagt .. á óumflýjanlega hagstæðu verði ILJI Bláskógar Ármúla 8, s. 686080 - 686244. Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.