Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 34

Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 — eftir Ingimar Sigurðsson 40. heimsþingi JC-hreyfingar- innar lauk í Cartagena í Kólombíu laugardaginn 23. nóvember sl. Þingið sóttu 13 íslendingar. JC ísland bauð Andrés B. Sigurðsson, fyrrum landsforseta fram til embættis heimsforseta, en hann varð að lúta í lægra haldi fyrir Moncef Barouni frá Túnis sem var kosinn forseti. Náttúrhamfarirnar í Kólombíu sem skullu á nokkrum dögum fyrir þingsetninguna, höfðu óneitanlega áhrif á þinghaldið, en það fór engu að síður fram á hefð- bundinn hátt. í þessum pistli mun ég reyna að lýsa hvernig heimsþing JC-hreyfingarinnar fara fram, sérstaklega þó því er lýtur að þætti okkar íslendinga vegna framboðs okkar til heimsforseta. Einnig mun ég lýsa undirbúningi hér heima. Framboð ákveðið Það var í lok mai sl. að Andrés B. Sigurðsson fyrrum landsforseti fór til Kaosiung á Taiwan, en þar var Asíuþingið haldið sl. vor. Andrés gegndi störfum landsfor- seta JC lslands starfsárið 1980— 1981. Hann var kosinn alþjóðlegur varaforseti Jaycees International í Berlín 1981 og framkvæmdavara- forseti í Seoul 1982. Tilgangur Andrésar með ferð þessari var að kanna hvernig staðan í framboðs- málum til heimsforseta væri. Þær upplýsingar sem hann fékk leiddu til þess að við hér heima ákváðum að bjóða hann fram til heimsfor- seta. Ástæðan fyrir því að hann átti jafn góða möguleika og aðrir frambjóðendur var sú að löndin í Asíu sem hafa mjög mikil áhrif innan hreyfingarinnar lýstu því yfir að enginn frambjóðandi hefði fengið nein stuðningsloforð, þann- ig að allir ættu að eiga jafna möguleika. Undirbúningur hófst strax í júní og fólst hann fyrst og fremst í fjár- öflun, undirbúningsvinnu við kosningabækling, bréfaskriftir til útlanda auk ýmissar annarrar vinnu frambjóðandans sjálfs. Það er skemmst frá því að segja að hvarvetna var okkur mjög vel tekið og voru margir sem vildu leggja þessu verkefni lið. Þegar við lögð- um síðan af stað þriðjudaginn 12. nóvember var búið að leggja marg- ar vinnustundir í undirbúning. Þó voru tvö stærstu verkefnin eftir, kosningabaráttan sjálf og undir- búningur Víkinga-kvöldsins, þar sem tókst að semja bréflega við Kolombíumenn. Haldið af stað Við flugum með Flugleiðum til New York, þar sem gist var eina nótt og haldið af stað til Cartagena morguninn eftir. Snemma í haust fengum við upplýsingar frá kunn- ingjum í Danmörku að Avianca, flugfélag þeirra Kólombíumanna, væri hálfgert sjóræningjafélag. Farþegar skráðu sig á flug, en í raun væri vél tví- eða þríbókuð. Þegar kæmi síðan að því að stíga um borð ættu allir að hlaupa tvo hringi í kringum vélina og þeir sneggstu kæmust með, hinir biðu eftir næsta flugi. Skrautlegasta saga, en sem betur fer ósönn. Afgreiðslufólk Avianca á Kennedy-flugvelli og fólkið um borð í vélinni gat ekki verið betra og eftir rúma fjóra tíma lentum við heilu og höldnu í Cartagena og þar tók sólskin og 34 stiga hiti á móti okkur ásamt með starfs- fólki þingsins. Vel gekk að komast í gegnum tollinn, enda smurðum við tollþjónana með litlum flöskum af brennivíni, en í farteski okkar fimm sem vorum þar á ferð voru m.a. 12 lítrar af íslensku brenni- víni, sem við sögðum að væru þinggögn þegar bent var á kassann kyrfilega merktan „Brennivín" og spurt „Hvað er þetta?" Cartagena — borg virkjanna Cartagena er nokkuð gömul borg. Rodrigo de Bastidas upp- götvaði staðinn árið 1501 en Pedro de Heredia stofnaði borgina sem slíka árið 1533. Cartagena gegndi mikilvægu hlutverki fyrir spánska heimsveldið á 16. og 17. öld sem helsta útskipunarhöfn þeirra í Suður-Ameríku. Margir reyndu því að ná borginni á sitt vald. Til þess að treysta varnir hennar var byggður heljarmikill múrveggur hringinn í kringum borgina og stendur hann enn. Múrinn er tal- inn eitthvert mesta hernaðar- mannvirki á þessum slóðum og snilldarlegt hvað arkitektúr snert- ir. Skip sem vildu ná inn til borgar- innar urðu fyrst að sigla framhjá múrnum, síðan framhjá litlu virki í Bocachica og Bocagrande. Ef þeim heppnaðist það var næsta öruggt að þau bæru beinin fyrir framan San Felipe-virkið sem var þá útbúið einhverjum stærstu fall- byssum sem þá voru þekktar. Virk- ið var ákaflega hugvitlega byggt. Þannig lágu alls konar göng í gegnum það niður í borgina, undir fótum óvinanna. Verjendur virkis- ins gátu því þannig aflað sér matar og annarra vista frá borginni án þess að óvinurinn gæti nokkuð gert. Þeir þurftu því ekki að kasta sláturkeppum og reyna þannig að blekkja óvininn, sem í Borgarvirki norður. Allt kom samt fyrir ekki og m.a. náði sir Francis Drake borginni á sitt vald, en hún var síðan aftur frelsuð af Blas de Lezo herforingja, oftast kallaður Don Blas. Stytta af honum stendur fyrir framan virkið. íbúar Cartagena eru um 350.000 og eru af ýmsum kynstofnum, bæði indíánar, svertingjar og síðan afkomendur Spánverjanna og fleiri. Cartagena þjónar enn í dag mikilvægu hlutverki sem hafnar- borg er þjónusta við ferðamenn fer ört vaxandi enda borgin ákjósan- legur staður til hvíldar og hress- ingar. Baráttan um viðskiptin Fyrir utan tollverðina, voru fyrstu kynni okkar af innfæddum leigubifreiðastjórar, eins og vænta mátti. Gömlu góðu íslendingarnir létu ekki að sér hæða og vinkuðum við næsta „flotta" leigubílnum sem við sáum. Það hefðum við hinsveg- ar ekki átt að gera því hann var ekki næstur í röðinni. Upphófst nú mikil rimma meðal leigubif- reiðastjóranna um hver ætti að aka þessum útlendingum í bæinn. Töskur voru settar í einn bíl og þaðan í annan og jafnvel aftur í þann fyrsta. Fyrst var tungunni beitt, þá hnefum og síðast felgu- járnum. Þá var málið leyst og við þóttumst hólpin að komast lifandi frá flugvellinum. Eftir tuttugu mínútna akstur komum við á Hil- ton-hótelið sem var þinghótelið. Hissa urðum við þegar í ljós kom að ferðin kostaði 3 bandaríkjadali. Þá hugsuðum við, fyrst berjast má um 3 dala ferð í leigubifreið, hvað gera þeir þá fyrir 10 dali úti á götu. Heimsþingið Næstu dagar liðu við undir- búning Víkingakvöldsins og náð- um við mjög góðum samningum við Hilton-hótelið og fór það fram þar í garðinum á mánudagskvöld- ið. Ég vík nánar að því seinna. Ráðstefnuhöllin í Cartagena er mjög mikið mannvirki og fullkom- ið hús til síns brúks. Á augabragði er hægt að breyta 5.000 manna sal í sjö smærri sali og öfugt. Allir salir eru útbúnir með túlkunar- kerfum og eru herbergi túlkanna staðsett sem einhverskonar hengi- herbergi neðan í loftinu. Þingið var síðan sett að við- stöddum þingþátttakendum sem voru um 1.800 ásamt með fyrirfólki í Cartagena s.s. borgarstjóra. Við setninguna var fórnarlamba nátt- úruhamfaranna í Armero minnst með einnar mínútu þögn. Þingstörf hófust síðan af fullum krafti. Fjöldi námskeiða um hin margvís- legustu efni er á boðstólum á hverju heimsþingi hreyfingarinn- ar. íslensku þátttakendurnir nýttu sér það til hins ýtrasta sem og aðrir þátttakendur. Hjá okkur sem vorum hins vegar að vinna beint í kosningamálum var lífið ekki saltfiskur, heldur Andrés gegn Barouni og Lopez, en þeir voru einnig í framboði til heimsforseta. Kosningabaráttan Þegar við komum til þings var ljóst að Andrés átti miklu fylgi að fagna og var honum hvarvetna mjög vel tekið. Það tíðkast á þing- um sem þessum að frambjóðendur mæti á einkaframbjóðendafundi með einstökum löndum eða landi. Við mættum á fjölda slíkra funda og svaraði Andrés þar fyrirspurn- um fundarmanna og skýrði stefnu- markmið sin sem heimsforseta nái hann kjöri. Hluti kosningabarátt- unnar er að dreifa kosningabækl- ingum. Sérstakir staðir eru fyrir slíkt á öllum þingum, því ekki má líma þessa bæklinga hvar sem er, því límið getur skemmt og jafnvel eyðilagt veggi og fleira þar sem þeir eru flestir. Var því mikill Hluti íslensku þátttakendanna á opnunarhátíð þingsins. Frá vinstri: Barbara Wdoviak JC-Vestmannaeyjum, Guó- mundur Bergþórsson JOReykjavík, Marta Sigurðardóttir JOReykjavík, Örn Lýðsson JOBreiðholti og Judy Wesly JOBreiðholti. H0RFÐU A MIG! FUKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.