Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986
Flugleiðir:
Metár í farþegaflutn-
ingum innanlands
SIGURÐUR Helgason forstjóri
Flugleiöa tók á móti 243.486. far-
þeganum í innanlandsflugi á síöasta
ári á Reykjavíkurflugvelli 30. des-
ember. Þar með var slegið met fé-
lagsins í farþegaflutningum frá ár-
inu 1978 þegar félagið flutti 243.485
farþega allt árið.
Einar Karl Kristjánsson lög-
reglumaður á ísafirði var 243.486.
farþeginn. Sigurður Helgason for-
stjóri Flugleiða afhenti honum
helgarferð fyrir tvo frá ísafirði til
Reykjavíkur af þessu tilefni er
hann kom frá ísafirði. Einar Karl
Einar Helgason yfirmaður inn-
anlandsdeildar Flugleiða sagði að
ljóst væri að félagið hefur flutt
fleiri farþega á þessu ári en sem
nemur íbúatölu landsins. Hann
taldi að það væri einsdæmi.
Mikil aukning var í farþega-
flutningum frá því í fyrra, en þá
voru fluttir 217 þúsund farþegar.
Einar sagði að þetta ár hefði verið
mjög hagstætt fyrir flug. Tíðarfar
hefði verið með eindæmum gott
og ýmsar nýjungar í þjónustu
hefðu gefist vel, svo sem hopp-
fargjöld til Akureyrar. Á árinu
voru engin verkföll sem hafði
mikið að segja svo og bætt skipulag
og endurbætur á flugvöllum.
Innanlandsflug var rekið með
hagnaði á þessu ári og er það í
fyrsta skipti í 12 ár. Flugleiðir
voru með fjórar Fokker Friend-
ship-vélar í innanlandsflugi og
Færeyja- og Grænlandsflugi. Fyr-
irhugað er að bæta þeirri fimmtu
við fljótlega. Sætanýting var
61 —63%, svipuð og verið hefur.
Morgunblaöið/RAX
Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða afhendir Einari Karli Kristjánssyni
farmiða fyrir tvo í helgarferð frá ísafírði til Reykjavíkur.
sagði í samtali við Morgunblaðið
að hann ferðaðist með Flugleiðum
að jafnaði sex til sjö sinnum á ári.
Framleiðslu-
met hjá
Kísiliðjunni
Mývatnssveit, 30. desember.
FRAMLEIÐSLA Kísiliðjunnar hf.
verður um 29.350 tonn á árinu 1985.
Þetta kom fram hjá Róbert Agnars-
syni, framkvæmdastjóra í kaffísam-
sæti, sem fyrirtækið hélt starfsfólki
sínu í dag.
Hér er um allmikla framleiðslu-
aukningu að ræða frá fyrra ári,
en þá var slegið framleiðslumet,
framleitt nálægt 27.200 tonnum.
Sala á framleiðslunni hefur gengið
vel á árinu 1985 og menn eru bjart-
sýnir á góða sölu árið 1986.
Akureyri:
Jóhann
settur
meistari
JÓHANN Sigurjónsson, konrektor
við Menntaskólann á Akureyri, hefur
verið settur skólameistari MA frá
og með 1. júlí næstkomandi til fjög-
urra ára.
Tryggvi Gíslason, skólameistari,
hefur fengið leyfi frá störfum allt
að fjórum árum og mun hann þann
tíma starfa sem deildarstjóri í
skrifstofu Norrænu ráðherra-
nefndarinnar í Kaupmannahöfn.
Tryggvi hefur störf ytra í marz
og dvelur þá í Kaupmannahöfn í
u.þ.b. sex vikur en kemur síðan
heim áður en próf hefjast í MA
og útskrifar stúdenta 17. júní. Jó-
hann Sigurjónsson tekur síðan við
sem skólameistari 1. júlí.
Húsaleigan
hækkarum 10%
SAMKVÆMT ákvæðum í lögum
númer 62 frá 1984 hækkaði leiga
fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði,
sem lög þessi taka til, um 10%
frá og með janúarbyrjun 1986.
Reiknast hækkun þessi á þá leigu,
sem er í desember 1985. Janúar-
leigan helst óbreytt tvo næstu
mánuði, þ.e. í febrúar og mars
1986. Hagstofan vekur sérstaka
athygli á því, að þessi tilkynning
snertir aðeins húsaleigu, sem
breytist samkvæmt ákvæðum i
fyrrnefndum Iögum.
VinningaríH.H í. 1986: 9ákr.2.000.000; 108ákr. 1.000.000; 216 ákr. 100.000; 2.160ákr.20.000; 10.071 ákr. 10.000;
122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000.