Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986
39
Margrét Sœmunds
dóttir - Minning
Fædd 19. ágúst 1910
Dáin 25. desember 1985
í dag, föstudag 3. janúar kl.
10.30, verður tengdamóðir mín,
Margrét Sæmundsdóttir, jarð-
sungin frá Fríkirkjunni í Reykja-
vík. Hún lést á heimili okkar Þóru
snemma að morgni jóladags eftir
stranga sjúkdómsbaráttu, sem
staðið hafði í 9 ár. Þá gekkst hún
undir mikla aðgerð og aftur 5 árum
síðar og hafði tímabundinn sigur.
Og þegar meinvætturinn gerði
aftur vart við sig sl. haust var
tekist á af hörku því Magga var
engum lík, sem ég hef kynnst, að
krafti og viljastyrk.
f lok nóvember lagðist hún á
Landakotsspitala þar sem hún
hlaut góða umönnun og alla hugs-
anlega hjálp. Þó var ljóst hvert
stefndi. Þá setti hún sér það tak-
mark að lifa til jóla og henni var
ofariega í huga að eiginmaður
hennar heitinn, Jón Þórðarson
kaupmaður, andaðist á jóladag
fyrir 12 árum. Hún kom heim til
okkar fáum dögum fyrir jól. Þegar
leið á aðfangadagskvöld og hún var
þess fullviss að 25. desember fór í
hönd var eins og hún léti loks
undan og sætti sig við að láta
stríðinu lokið. Hún stóð við heit
sitt eins og allt annað, sem hún
tók sér fyrir hendur í lifanda lífi,
og andaðist snemma á jóladags-
morgun hjá ástvinum sínum.
Það er eflaust orðið sjaldgæft
að nútímafólk upplifi návist dauð-
ans eins og við gerðum þessa jóla-
nótt, friðsælan og eðlilegan hluta
tilverunnar. En svona var Magga,
einstök og ógleymanleg þeim, sem
henni kynntust.
Margrét Sæmundsdóttir fæddist
að Eyjarhóli í Mýrdal 19. ágúst
1910 næst elst í hópi 10 systkina.
Foreldrar hennar voru Oddný
Runólfsdóttir og Sæmundur
Bjarnason. Þegar Magga var 14
ára fluttist fjölskyldan til Víkur,
þar sem 3 bræður hennar búa enn.
A þessum árum var skólaganga
stutt og unglingar fóru snemma
að vinna fyrir sér. Magga var um
tíma í Vestmannaeyjum og þar
kynntist hún ungum manni frá
Reykjavík, Jóni Þórðarsyni. Þau
gengu í hjónaband 21.10. 1933 og
bjuggu alla tíð í Reykjavík, lengst
af í Þingholtsstræti 1, þar sem Jón
tók við og rak verslun föður síns
og afa.
Þau eignuðust tvö börn, Þórð
Sævar f. 24.8. 1934 og Þóru f. 12.5.
1947. Jafnframt ólu þau upp tvö
börn Þórðar sonar síns, Jón Sævar,
íþróttakennara, f. 29.2. 1956 og
Margréti f. 7.4. 1966 en hún lýkur
námi frá Menntaskólanum i
Reykjavík í vor. Jón Þórðarson lést
eins og áður sagði á jóladag 1973
og eftir það bjuggu þær saman
nöfnurnar, síöustu sex árin í fal-
legri íbúð að Snælandi 7.
Margrét yngri sér því á bak
ömmu sinni, fósturmóður og trún-
aðarvini. Ég bið henni styrks og
blessunar á erfiðum tímum.
Ég kynntist Möggu fyrir 25
árum þegar ég tók að heimsækja
heimasætuna í Þingholtsstræti 1.
Hún tók mér strax vel, og alla tíð
síðan, og með okkur tókst gagn-
kvæm vinátta, sem ég mun ætíð
minnast með þakklæti.
Tveir staðir voru öðrum fremur
okkar sameiginlegu sælureitir.
Litla húsið í Vík í Mýrdal, heimili
foreldra hennar, sem þær systurn-
ar eiga og fjölskyldur þeirra nota
mikið. Og sumarbústaðurinn Dyn-
skógar, sem Jón byggði um 1950
fyrir austan Rauðavatn og stund-
aði stórfellda skógrækt.
Frá þessum stöðum sem og ótal
mörgum öðrum á ég góðar minn-
ingar um Möggu. Við höfðum nær
daglegt samneyti og við ferðuð-
umst saman innanlands og utan
og kölluðum „litla ferðafélagið".
Ég er einn þeirra gæfumanna, sem
aldrei skildi tengdamömmubrand-
ara því tengdamóðir mín var jafn-
framt einhver besti vinur minn.
Magga var ósporlatasta mann-
eskja sem ég hef fyrirhitt, ávallt
reiðubúin að taka til hendinni og
alltaf fyrst af stað ef eitthvað
þurfti að gera.
Samband þeirra mæðgnanna
var einstakt. Alla daga fyigdist
Þóra með velferð móður sinnar sl.
tólf ár og því nánar sem nær dró.
Við Steingrimur og Björn Þór
biðjum Guð að gefa henni styrk,
þökkum ömmu Möggu fyrir yndis-
legar samverustundir og vottum
fjölskyldunni dýpstu samúð.
Björn G. Björnsson
Margrét, mágkona mín, er dáin,
dó á jólanótt í faðmi fjölskyldu
sinnar eftir margra ára baráttu
við veikindi, þar sem hún sýndi
fádæma dugnað og þrautseigju.
Hugurinn reikar yfir farinn veg
þegar hún giftist Jóni bróður
mínum og ég smástelpa fylgdist
með og tók þátt í þessari gleði og
hamingju hjá fjölskyldunni er ung
ogglæsileg kona bættist í hópinn.
Margréti fylgdi hressilegur
andvari austan úr sveitum Skafta-
fellssýslna og kom ávallt fram hin
mikla ósérhlífni og samviskusemi
við öll þau verkefni sem lífið krafð-
istafhenni.
Heimili sitt rækti hún af slíkri
elju að allir sem til þekktu dáðust
að og nutu þegar komið var í heim-
sókn. Allt var svo snyrtilegt og
fínt, húsbændur hressir og kátir
og veitingar miklar og góðar. Þau
Margrét og Jón bróðir minn áttu
lengi heima undir sama þaki og
við hin í Þingholtsstræti 1. Ég
fylgdist með þeim vinaskara sem
kom til þeirra, ekki síst frá Vík í
Mýrdal, er ég kynntist á þessum
árum og á góðar minningar um.
Margrét átti mörg systkini og voru
þau öll mjög samheldin. Bjarni,
Ingólfur og Runólfur, bræður
hennar, voru þá allir bílstjórar og
áttu athvarf hjá þeim þegar komið
var í bæinn og systur hennar komu
svo til daglega og margar aðrar
konur komu líka til að fá tilsögn
i fatasaumi enda var hún frábær
saumakona og saumaði allt á sig
og börnin.
A stríðsárunum bauð hún mér
með sér austur til Víkur. Var það
mikið ævintýri. Oddný móðir
hennar var falleg og góð og Sæ-
mundur alltaf hress. Áttu þau
heima í litlum bæ syðst í Vík, þar
sem gamla konan ræktaði kál og
kartöflur og Sæmundur hirti um
sínar kindur. Þau tóku mér með
þeim hlýhug sem ég gleymi aldrei.
Þennan gamla bæ hafa afkomend-
ur Oddnýjar og Sæmundar gert
að sumarbústað þar sem brimið
ólgar við fjörusandinn og Víkur-
klettar standa vörð.
Jón og Margrét áttu sumar-
bústað við Rauðavatn. Þar er einn
mesti sælureitur við Reykjavík.
Við hlið Skógræktarinnar gróður-
setti Jón mikinn skóg sem nú hylur
nærri þennan yndislega sumar-
bústað. Það var unaðsreitur þeirra.
Þau hjón áttu tvö börn, Þórð
Sævar bílstjóra og Þóru læknarit- Xi
ara. Bæði bera þau nöfn foreldra
minna og sýnir það ræktarsemi
við tengslin.
Þegar Jón bróðir minn dó 1973
hélt Margrét áfram upp merkinu
sem áður, keypti sér íbúð við
Sæland og ól upp tvö barnabörn
sín, Jón Sævar íþróttakennara og
nöfnu sína Margréti sem er að
ljúka námi við Menntaskólann í
Reykjavík, bæði Þórðarbörn.
Hún rækti líka heimili dóttur
sinnar Þóru sem er gift Birni G.
Björnssyni leiktjaldamálara. Þann
mann dáði hún og litli sonur þeirra **
Björn Þór var eftirlæti hennar
einnig uppeldissonur þeirra Stein-
grímur Þórðarson sem stundar
verslunarskólanám.
Þessi heimili voru hennar heim-
ur og þar vildi hún lifa, starfa, og
deyja í faðmi barna og barnabarna
á sama degi og Jón, maður hennar
dó fyrir 12 árum. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Helga Þórðardóttir
t
Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaöir og afi,
HELGI H. HJARTARSON,
Sunnubraut 1,
Grindavík,
andaöist að heimili sínu þriöjudaginn 31. desember.
Katrín L. Lárusdóttír,
Hjörtur Þorkelsson,
Hörður Helgason, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir,
Helgi Eínar Haröarson,
Ármann Ásgeir Harðarson.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
SIGURÐUR GRÍMSSON,
Kaplaskjólsvegi 60,
andaöist í Borgarspítalanum aö morgni gamlársdags.
Ragnheiöur Guömundsdóttir,
Vilborg Siguröardóttir, Siguröur Hermannsson,
Ásthildur Siguröardóttir, Sigmundur Arthúrsson,
Ásdís Siguröardóttír,
og barnabörn.
t
Móöir mín, tengdaóöir og amma,
RAGNHEIDUR ARADÓTTIR,
Hamrahlíö 3,
lést aö heimili sínu á nýársdag.
Ari Ólafsson, Þóra Óskarsdóttir,
Magnús Arason,
Ragneiöur Aradóttir,
Óskar Ólafur Arason.
t
Móöir okkar,
STEINUNN Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR,
rithöfundur,
Arahólum 2,
veröur jarösungin frá Laugarneskirju 6. janúar kl. 10.30. Fyrir
hönd aöstandenda,
Helgi Guöjónsson,
Valsteinn Guöjónsson.
t
Móöir okkar,
HELGA E. KAABER,
hjúkrunarkona,
lést í Borgarspitalanum 31. desember.
Edda Kaaber,
Sigrún Kaaber,
Edwin Kaaber.
t
Eiginkona mín,
KRISTRÚN KRISTÓFERSDÓTTIR,
Reynihvammi 34, Kópavogi,
andaöist í Landspitalanum þann 31. desember.
Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna.
Kristján Þ. Ólafsson.
t
Ástkær móöir okkar,
ÁSGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Fellsmúla 4, Reykjavík,
lést í Hátúni 10B miövikudaginn 1. janúar.
Börn hínnar látnu.
t
Móöir okkar,
SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
frá Steintúni, Bakkafiröi,
lést i Vífilsstaöaspítala 31. desember.
Dætur hinnar látnu.
t
Eiginmaður minn,
VILMUNDUR INGIMARSSON,
Arnarhrauni 9,
Grindavík,
lést mánudaginn 30. desember.
Valgeröur Þorvaldsdóttir.
t
Fööursystir mín,
MATTHILDUR JÓNSDÓTTIR,
Tómasarhaga 24,
lést aöfaranótt 31. desember. Útförin veröur gerö frá Neskirkju
mánudaginn 6. janúar klukkan 3 síödegis. Fyrir hönd vandamanna,
Ragnheiöur Guöbrandsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
HARALDUR KR. MAGNÚSSON,
Ásabraut 7, Keflavík,
fyrrv. verkstjóri Rafveitu Keflavíkur, sem andaöist í Landspítalan-
um 26. desember, veröur jarösunginn frá Kefalvíkurkirkju laugár-
daginn 4. janúar kl. 14.00.
Sigrún Ingólfsdóttir,
Magnús Haraldsson. Sigurbjörg Halldórsdóttir,
Ingibjörg Haraldsdóttir, Hinrik Sigurösson,
Marfa Haraldsdóttir, Sigmundur Ó. Steinarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.