Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986
Dægurmál og
önnur einkalegri
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Ingólfur Sveinsson:
Dægurmál.
Kápa og skreytingar:
Rósa Ingólfsdóttir.
Letur, Kópavogi 1985.
Dægurmál er fyrsta bók Ingólfs
Sveinssonar. Ljóð eftir hann hafa
birst í blöðum og hann er einnig
höfundur sönglaga. Af ljóðum í
blöðum að dæma mætti ætla að
það sem hann fengist við væru
einkum ljóðrænar stemmningar,
Auga í
vegg með
tilþrifum
Hljómplötur
Árni Johnsen
Það er hörkustemmning
og skemmtileg pæling í text-
um á plötunni Auga í vegg
sem Rúnar Þ. Pétursson og
Davíð Karl Andrésson hafa
gefið út en öll lögin eru eftir
Rúnar og flest sungin af
honum. Þó koma til liðs
Bubbi Mortens í laginu Auga
í vegg og Sigurður Sigurðs-
son í laginu Sjónvarp.
Auga í vegg er hressileg
plata og fjörlega útsett,
stuðplata og textarnir fjalla
um lífið og tilveruna í hvers-
dagsbaráttunni, gamansam-
ir en þó með tón.
Platan er tekin upp í Stúd-
íó MJÖT og þar kunna menn
auðheyrilega til verka, því
það er líflegur blær og fag-
lega unninn á upptöku allri.
Þarna eru lög eins og
Hlemmur sem fjallar um þá
stöð með tilheyrandi titringi
í lýsingum, Friður, sem
Rúnar syngur nokkuð í ætt
við Leonard Cohen, fallega
unnið lag og góð melódía,
lagið Flikk flakk og Kaffi
og kökur sem er dúndurgott
lag með gamansömum texta
eins og reyndar er víðar á
þessari ágætu plötu. Bubbi
Mortens er skotheldur sem
heiðursgestur plötunnar í
laginu Auga í vegg og var
ekki við að öðru að búast.
Þá eru skemmtileg lög eins
og Sjónvarp og Farð’ekki.
Auga í vegg er plata sem
kemur á óvart, leynir veru-
lega á sér.
'esiö
reglulega af
öllum
fjöldanum!
en annað kemur í ljós þegar blaðað
er í Dægurmálum.
Það er töluverð fjölbreytni í bók
Ingólfs Sveinssonar. Ljóðin eru af
ýmsu tagi. Athygli vekja mælsk
og skorinorð ádeiluljóð.
Þessi ljóð hafa ýmislegt að at-
huga við samtímann, snúast meðal
annars gegn skrumi og gróða-
hyggju. Jólahald verður Jesúbasar
og frelsið er fólgið í Aron Road,
steyptum vegi í kring um landið.
Ingólfur Sveinsson hefur boðskap
að flytja með ljóðum sínum, lætur
ekki ljóðrænar myndir nægja.
Hann kemst víða hressilega að
orði, vekur til umhugsunar með
sama hætti og hnyttinn greinahöf-
undur í dagblaði, en texti hans
verður ekki að sama skapi skáld-
legur. Það er fremur í hnitmiðaðri
ljóöum sem hann nær árangri.
Dæmi er Bensín:
Ég er aflvakinn sem rennur
um spenntar æðar eins og blóð
manns.
Ég gusast úr slöngu afgreiðslu-
mannsins
á vinnuvélarnar, langferðabílana,
einkabílana,
flugvélarnar, eins og gráðugt vald.
Ég mynda ríkisstjórnir, set aðrar
af.
Ráðherrar, bankastjórar, forstjórar,
verkalýðsleiðtogar, allir lúta mér
í auðmýkt.
Þó er ég aðeins samsettur vökvi,
gufa upp sem bláleitur hnoðri
frá útblástursrörum vélanna
og hverf.
I kafla sem nefnist Persónur er
m.a. ort um Skarphéðin og er sú
mynd sem dregin er upp af honum
eftirminnileg. Hér er fyrst og
fremst stefnt að því að ljóðið sé
mynd sem lesandinn geti ráðið í
og túlkað eftir sínu höfði, ekki
skýrsla eða ræða.
Á ferðalagi er kafli sem lýsir
ferðum höfundar; skyndimyndir
frá ýmsum stöðum á jarðkringl-
unni eru klæddar í búning ljóðs.
Þótt höfundurinn láti hrífast af
náttúru og mannlífi og ekki síst
kvenlegum yndisþokka er hann
líka gagnrýninn, gerir sér grein
fyrir þeim ógnum sem leynast við
hvert fótmál. í New York minnir
fólkið hann á hunda með manns-
Bók Ferraro
um Ferraro
Ingólfur Sveinsson
andlit „í einhverri hraðferö, inn-
pakkað, hlekkjað fólk ofneyslu-
þjóðfélagsins". Og þegar komið er
til írlands birtist Belfast honum
með eftirfarandi hætti:
Á köldum morgni kemur dagurinn
úr fylgsnum sínum
eins og nakið ljóð
með blóð í munnvikum
bíður hann frelsisins
undir spenntu byssuhlaupi
Úti í náttúrunni er ljóðrænn
kafli, myndir úr íslenskri náttúru,
stemmningar. Ljóðið verður „kyrr-
látt stef“ í „kvöldblámanum". Ing-
ólfur Sveinsson er í þessum kafla
á svipuðum slóðum og mörg skáld
sem vegsamað hafa náttúruna.
Hann freistar þess að gera það
með sínum hætti, stendur nær
nútímaskáldum en þeim sem styðj-
ast við hefðbundinn brag. Það er
reyndar ljóst af Dægurmálum að
Ingólfur hefur fylgst vel með því
sem hefur gerst og er að gerast í
ljóðlistinni og vill tjá sig í anda
breyttra tíma. Kominn á eftir-
launaaldur sendir hann frá sér
ljóðabók sem er á margan hátt
ferskleg og viða í henni að finna
eftirtektarverð tök á yrkisefni.
Þessi bók er frumsmíð, góð byrjun.
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Ferraro — My Story
Geraldine Ferraro with Linda Bird
Francke.
Útg. Bantam-bækur 1985.
Framboð Geraldine Ferraro til
varaforsetaembættis Bandaríkj-
anna síðasta ár, ætti enn að vera
mönnum í fersku minni. í fyrsta
sinn var kona valin til að keppa
um næstæðstu stöðu í Bandaríkj-
unum. Ekki aðeins fögnuðu konur
vítt um veröld og töldu að þetta
yrði baráttu þeirra fyrir jafnrétti
til framdráttar. Heldur var þarna
að rætast amríski draumurinn í
sinni dægilegustu mynd: Stúlka
af ítölskum innflytjendaættum,
alin upp hjá einstæðri móður sem
fórnar sér svo að telpan gæti lært.
Og þar fram eftir götunum.
Eins og ætti einnig að vera í
fersku minni bar Ronald Reagan
hærri hlut af Walter Mondale og
fékk kjörmenn í öllum ríkjum
landsins, nema einu eða tveimur.
Nú hefur Ferraro sent frá sér stóra
og mikla bók. Þar reynir hún að
brjóta kosningabaráttuna til
mergjar. Þá þýðingu sem framboð
hennar hefur haft og kann að hafa,
þrátt fyrir að útkoman varð ekki
glæsileg. Og hún lýsir hvernig hún
varð fyrir því að vera spurð spurn-
inga í kosningabaráttunni, sem
karlframbjóðandi hefði til dæmis
ekki verið spurður; settar fyrir
hana gildrur sem ekki hefði hvarfl-
að að neinum að leggja fyrir karl-
mann. Hún rekur rógsherferð sem
ýmsir bandarískir fjölmiðlar ráku
gegn henni og hún segir frá því
mikla fjaðrafoki, sem athuganir á
fjármálum eiginmanns síns komu
af stað.
Ferraro er ekki í vafa um að
framboð hennar verður málefnum
kvenna til framdráttar. Þó leggur
hún áherzlu á að öðru hverju að
minnsta kosti að hún telji sig hafa
verið valda til með framboðs vegna
þess að hún var góður kostur, en
ekki vegna þess að hún var kona
og að demókrataflokknum hefði
þótt sniðugt og bara smart að velja
konu til varaforsetaframboðs.
Samt gætir tvískinnungs svo sem
kannski er eðlilegt. Ferraro vill
láta það koma fram að verðleikar
hennar sem stjórnmálamenns eiga
að vera aðskildir frá verðleikum
hennar sem konu, móður og eigin-
konu. Samt er hún stöðugt að skír-
skota til þess að hún hafi brugðist
við á einn eða annan veginn, oftast
sér til skýringar eða afsökunar
þegar henni hefur orðið á einver
skyssa í baráttunni, að hún er
kona. Þetta er ekkert einkavanda-
mál Ferraro, konur í áhrifastöðum
mættu þarna kannast við margt.
Manneskjan Geraldine Ferr-
aro-bókarinnar er sæmilega við-
felldin og oft raunsæ, skörp og
hugrökk. Dugnaðarforkur og væn
en sannfæringarkraftur hennar er
ekki nógu mikill; þrátt fyrir að hún
lýsi Walter Mondale fagurlega er
afar erfitt að trúa því að hann
hafi forsetastyrk til að bera. Og
þó að einlægni Ferraro og kjarkur
sé um margt aðdáunarverð liggur
við að manni finnist við lestrarlok
að það sé sennilega bezt að þau
Mondale báru ekki sigurorð af
Reagan og Bush.
Bréf séra Gunnars Pálssonar
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Bréf Gunnars Pálssonar. I. texti.
Gunnar Sveinsson bjó til prentunar.
Reykjavík. Stofnun Árna Magnús-
sonar á íslandi. 1984.503 bls.
Bók þessi kom út nú í haust þó
að hún beri útgáfuárið 1984. Eins
og nafn hennar segir hefur hún
að geyma sendibréf frá séra Gunn-
ari Pálssyni (1714—1791), prófasti
í Hjarðarholti í Laxárdal. Álls eru
hér 198 bréf stafrétt prentuð.
Um séra Gunnar segir m.a. svo
í íslenzkum æviskrám: „Hann var
gáfumaður mikill og manna lærð-
astur, lítill búmaður, ógætinn í
embættisverkum, nokkuð hneigð-
ur til drykkju. Vann að vísna- og
fornyrðaskýringum í sögum þeim,
er Árnasafn birti á prenti. Átti
þátt í útgáfu Sæmundar-Eddu, er
hófst 1787, gerði athugasemdir á
latínu við Gunnlaugssögu, Kh.
1778. Eftir hann er Lítið ungt
stofunarbarn, Hrappsey, 1782.
Hann var hið liprasta skáld bæði
á íslenzku og latínu." Á kápusíðu
bókarinnar er séra Gunnar talinn
„í hópi höfuðskálda 18. aldar“. En
í formálsorðum segir að kveðskap-
ur hans sé nú mjög fallinn í
gleymsku. Talsvert mun þó til af
kveðskap hans og lausu máli í
handritum. Örfá kvæði eftrr hann
hafa birst á prenti. En engin heild-
arútgáfa er enn til, hvorki af
arin,
skáldskap hans né iausu máli. Og
ekki hefur ævisaga hans enn verið
rituð.
Höfundur segist hafa byrjað
árið 1957 að huga að bréfum séra
Gunnars. Árið 1968 var svo ákveð-
ið að gefa bréfin út, og út eru þau
komin 17 árum síðar. Þetta er því
orðin næsta löng meðganga. í
formála segir ennfremur: „Setning
texta hófst árið 1972 og prófarka-
lestur dreifðist á næstu
þ.e.a.s. á þrettán ár.
Bréf þessi eru að langmestum
hluta bréf til embættismanna,
amtmanna, biskupa og sýslu-
manna og fjalla því að mestu um
embættismál. Fáein bréf eru til
Bjarna landlæknis bróður séra
Gunnars, Halldórs Hjálmarssonar
konrektors og rektors á Hólum,
Hálfdans Einarssonar rektors,
Árnanefndar í Kaupmannahöfn og
nokkurra fleiri. Langflest eru bréf-
in á íslensku, einstaka þó á dönsku
(m.a. til konungs) og fyrsta bréfið
í safninu er á latínu (til séra Ey-
jólfs Jónssonar á Völlum) og lætur
bréfritarinn sig þar ekki muna um
að yrkja kveðjustefin undir saff-
ískum hætti. Efni bréfanna er
sjaldnast ýkja áhugavert fyrir
nútíma lesanda, þó að útaf því
geti brugðið. En þar veldur auðvit-
að allmiklu um hversu framandleg
stafsetningin er. Þá er afar mikið
af latínuglósum, einstökum orðum
og heilum setningum. Oft er erfitt
að átta sig á því hvaða mál er
verið að fjalla um, eða réttara sagt
frásögnin er svo óljós og brota-
kennd að lesandinn kemst ekki inn
í efnið. Það má því augljóst vera
að einungis mjög fáir lesa þessi
bréf sér til gagns skýringalaust.
Og kem ég nú að því. Eins og fram
hefur komið er þetta bindi merkt:
I. texti. II. bindi verður skýringar
við bréfin og ævisaga bréfritara.
Er nú naumast lítið annað að gera
en að stinga þessu I. bindi inn í
hillu og bíða eftir II. bindi. Verður
að vænta þeirrar tillitssemi út-
gefenda við fávísa lesendur að þeir
verði ekki látnir bíða skýringanna
og ævisögunnar í mörg ár eða
jafnvel áratugi.
Annars á ég sem leikmaður
svolítið erfitt með að skilja hvern-
ig staðið er að þessari útgáfu. Mér
dettur ekki í hug að draga í efa
að séra Gunnar Pálsson hafi verið
um margt hinn merkasti maður
og full ástæða sé til að kynna hann
og verk hans nútíma mönnum. En
hann er áreiðanlega ekki merkast-
ur af þessum embættisbréfum,
heldur af skáldskap sínum og
fræðaiðkun. Hefði þá ekki verið
eðlilegast að hefja útgáfuna á
kveðskapnum, láta ævisöguna
koma í upphafi þess bindis og setja
skýringar jafnóðum neðanmáls? í
næsta bindi hefði ég kosið að fá
sýnishorn af fræðastarfi hans. Og
ef enn hefði verið vindur í útgef-
endum hefði mátt enda á sendi-
bréfunum. Ég sé ekki rökin fyrir
því að byrja á því sem síst er
áhugavert.
Um útgáfu þessa er hins vegar
það að segja að vinnubrögð öll
virðast hafa verið einstaklega
vandvirknisleg. Er augljóst að
mikla elju og yfirlegu hefur þurft
að koma hverjum stafkrók rétt til
að skila. En þréttán ára prófarka-
lestur er líka fremur rúmur tími!
Samt er meinleg pentvilla á öft-
ustu kápusíðu í dánarári sr. Gunn-