Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 5 Tilboð í brúargerð á Leiruvegi opnuð: Lægsta tilboð frá Norðurverki Akureyri, 30. desember. NORÐIJRVERK hf. átti lægsta tilboðið í brúargerð á Leiruvegi viö Akur- eyri. Tilboð voru opnuð í dag hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykja- vík. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 23.733.000 en Norðurverk bauð kr. 23.707.670 krónur í verkið — 99,89 % af áætlun. Fimm tilboð bárust í verkið — fjögur frá verktökum á Akureyri og eitt úr Reykjavík. Næstlægsta tilboð átti SS Byggir sf. á Akur- eyri, 23.912,460 (100,76%), þá kom Híbýli sf. á Akureyri með 24.727.899 (104,19%), Aðalgeir og Viðar hf. á Akureyri bauð 26.897.340 (113,33%) og Hamrafell hf. í Reykjavík átti hæsta tilboðið -26.994.096(113,74%). Tilboð Norðurverks hf. var með þeim fyrirvara að verð á steypu- stáli miðist við gengi 23/12 og breytist með gengi norsku krón- unnar. Brúin verður 135 metra löng. Verkinu á að vera lokið á næsta hausti. Vegurinn hefur þegar verið lagður Vaðlaheiðarmegin en það er á áætlun ársins 1987 að leggja veg að brúnni vestanmegin — frá Drottningarbrautinni á Akureyri. Vegarkaflinn sem eftir á að leggja vestanmegin verður ríflega 1.100 metra langur. Séð yfir í Aóalstræti, innstu íbúðargötu á Akureyri. Myndin er tekin af Leiruveginum austanmegin fjarðarins. Vegurinn vestanmegin verður frá Drottningarbraut við Leirugarðinn svokallaða, í boga út á Pollinn inn að brúnni sem rísa skal. Leirugarðurinn sést lengst til hægri á myndinni. Borgarstjóri tendrar ljós í öndvegissúlunum DAVIÐ ODDSSON borgarstjóri tendraði Ijós á sex öndvegissúlum við borgarmörk Reykjavíkur á nýjársdag. Súlurnar eru til marks um upphaf 200 ára afmælisárs höfuðborgarinnar, en fyrirhuguð eru margskonar hátíöahöld í tilefni afmælisins. Súlurnar eru við Vesturlandsveg, Suðurlandsveg og á Reykjanes- braut. Athöfnin fór fram á Vestur- landsveginum, en tendrað var samtímis á súlunum sex. Lúðrasveit Reykjavíkur flutti nokkur lög og borgarstjóri flutti ávarp. Kveikt verður á súlunum allt árið, en með björtum vornóttum er gert ráð fyrir að flögg og borðar skreyti súlurnar, og þær „blómstri" þannig með vor- blómum. A súlurnar verða einnig festar tilkynningar um helstu dag- skráratriði afmælisins, en hátíða- höldin verða einnig kynnt í sérstöku almanaki sem sent verður öllum borgarbúum á næstu dögum. Hugmynd að súlunum og frum- hönnun þeirra var í höndum Þor- valdar S. Þorvaldssonar arkitekts forstöðumanns Borgarskipulagsins en heildarumsjón með verkinu hafði Rafmagnsveita Reykjavíkur og sáu starfsmenn hennar um lýs- ingu og uppsetningu turnanna, en yfirumsjón verksins og samræming var í höndum Kristjáns Björnsson- ar. Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ávarp er tendruð voru Ijós í öndveg- issúlunum á nýársdag. Jólatrés- skemmtun Valskonur ath.: Jólatrésskemmtun veröur haldin í Félagsheimilinu aö Hlíöarenda á morgun, laugar- daginn 4. janúar kl. 15.00. Valur. Vetrardagskrá * Naustsins“ í janúar: „Úrgullkistu \\ Eyjamanna“ I febrúar: \iv „Þorrablót" skemmtidagskrá \.\ tileinkuö þorra. V í marz: \ „Gullfoss meö glæstum V\ brag“ \\. Heiöursgestur \\. Kristján \\. Aöalsteinsson \\skipstjóri. Blásið til ÞRETTANDAGLEÐi I NAUSTINU sunnudagskvöldiö 5. janúar 1986 Fram koma: Jónas Þ. Dagbjartsson, Jónas Þórir, Helgi og Hermann Ingi, Vínarhljómsveit Þorvalds Steingrímssonar og Dixielandband Björns R. Einarssonar. Vönduö dagskrá í mat og drykk Dansaö á Naustinu föstudags- og laugardagskvöld Opiö til 03. Tríó Jónasar Þóris leikur Borðapantanir í síma 17759
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.