Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986
Hver treystir sér til þess að tjá
betur löngunina, þrá til vinar, en
Magnús Ásgeirsson gerir í þýðingu
sinni á ljóðinu Þrá eftir Richarda
Huch?:
Tilaðverahjáþér
allt vildi ég bera,
föðurlaus, vinalaus,
félaus að vera.
Mig langar til þín,
eins og lækinn til stranda,
eins og svöluna á haustin
til suðrænna landa, —
eins og íslending dreymi
undir erlendum hlyni
ummjallhvítajökla
í mánaskini----.
Hér eru dregnar fram líkingar
er höfða til alls sem okkur er
kærast og við vitum fegurst og
best. Það er skírskotað til föður-
ástar, eðlislögmála og átthaga-
tryggðar. Og allt stefnir þetta að
einu marki. Eða hlustum á vísu
Sigurðar Ólafssonar í Katadal á
Vatnsnesi er hann kveður til konu
sinnar, Þorbjargar Halldórsdótt-
ur, þar sem hún situr dæmd í
rasphúsinu í Kaupmannahöfn:
Þó að kali heitan hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal éggleyma þér.
I þeim örlagabyljum sem gengið
höfðu yfir Katadalsheimilið varð
að taka sterkt til orða. Og þrátt
fyrir útskúfun og smán gat Þor-
björg mætt aftur sveitungum sín-
um með reistu höfði er hún sneri
þangað aftur.
Uppi í hlíðinni fyrir ofan Ing-
ólfsbæ reis bærinn Grjóti byggður
í landi Reykjavíkur. Nafnið hljóm-
ar dálítið framandi fyrir okkur
nútímamenn. Við erum vanari að
tala um grjót eða nota það í sam-
setningum eins og Grjótagata og
Grjótaþorp. En Ingólfi var þetta
eðliiegt. Þá hefur grjótið staðið
upp úr grónu mýrlendinu í kring.
Lengra til suðurs, vestan tjarnar-
innar, voru melar. Ingólfur hefur
talað um að ganga á grjóti, velta
grjóti, hlaða úr grjóti. Hann hefur
gengið að störfum uppi í grjóti í
hlíðinni. Orðmyndin Grjóti hefur
oftast verið notuð í þágufalli í
daglegu tali og því eðlilegt að festa
þá mynd orðsins við bæinn, gera
hana að nafni. Vesturgata hét áður
Hlíðarhúsastígur og þar stóðu
Hlíðarhús byggð úr nærtæku efni,
torfi og grjóti. Þegar farið var að
byggja tví- eða þrílyft hús niðri í
kvosinni minnkaði þessi hæðar-
munur í landslaginu. Þar sem áður
hafði verið hlíð varð nú aðeins
brött brekka og auknar fjarlægðir
milli húsa gerðu kröfu til áttamið-
ana. Austurstræti varð til og Hlíð-
arhúsastíg var breytt í Vesturgötu
til samræmis. Svo komu Norður-
stígur og Suðurgata. Og þar sem
áður hafði verið hlíð kom nú
Brattagata upp að görðunum fyrir
ofan byggðina. Þar heitir nú
Garðastræti. Sumir, sem ekki
þekkja til atvinnusögu Reykjavík-
ur, telja götuna kennda við land-
könnuðinn Garðar Svavarsson.
Það er rangt mál og villandi.
Garðar Svavarsson kom ekki að
landi hér og hann hafði engin áhrif
á málþróun Reykvíkinga. Tungan
er vaxin upp af því grasi sem við
göngum á. Tærust og best er hún
í eðlilegu sambandi við uppruna
okkar og sögu. Stundum þurfum
við eflaust að grípa til erlendra
tökuorða til þess að tjá nýja hluti
og tækni. Og vissulega er menning
okkar að verulegu leyti alþjóðleg.
En erlendu áhrifin lögum við og
mótum eftir aöstæðum og þörfum
hér heima, við endursköpum. í því
er sérstæð þjóðmenning okkar
fólgin. Og það er einmitt eftir því
upprunalega og sérstaka sem leit-
að er á fjölskrúðugum markaði
þjóðanna. í iðnaði og verslun
byggist árangur okkar á framtaki,
hugviti og aldalangri hefð. Við
getum aldrei komist lengra en
verkkunnátta okkar og þroski nær.
Leið slíkrar endursköpunar liggur
um færiband hins talaða orðs. Þar
er uppspretta tækni og þekkingar,
það er menntun. Og þótt við vild-
um kasta frá okkur þeim erfiðleik-
um sem sjálfstæð þjóð á við að
glíma og tækjum upp mál og hætti
erlendra stórvelda stoðaði það ekki
neitt. Það er aðeins í séreðlinu sem
gildi okkar er fólgið, það er í rituð-
um bókmenntaarfi okkar, þjóð-
tungu og verkþekkingu.
Öngvegissúlur Ingólfs voru
reistar undir hlíðarfætinum sín
hvoru megin við tignarsæti hús-
bóndans í miðjum skála. Út frá
þeim var heimamönnum raðað
eftir hlutverkum hvers og eins.
Þegar gesti bar að garði var þeim
vísað til sætis andspænis öndvegi.
Þar máttu gestirnir glöggt sjá
hvaða mann húsbóndinn hafði að
geyma, virðingu heimamanna,
hefðir þeirra og trú. í því fólst
nokkur samjöfnuður við gestina
og kappdrykkjan var öðrum þræði
metingur við þá um úthald og þrek.
Götuslóðinn sem Ingólfur lagði
niður í Grófina var síðar nefndur
Klúbbgata og nú Aðalstræti. Það
er réttnefni. Aðalstræti mun, enn
um langa framtíð, verða kjarni
Reykjavíkurborgar. Og til höfuð-
borgar leggja margir gestir leið.
Þar skal þjóðtunga okkar sitja í
öndvegi og rísa hæst. Látum hana
bera vitni um úthald okkar og
þrek. Leyfum skáldmiði okkar að
fljóta þar um borð og bekki, og
stöndum uppréttir þótt aðrar
tungur falli undir borð.
Höfundur er kennari í Hreragerði
THOMAS
STAUDT
Samkvæmis-
kennir jazzballet og
discodansa. Stórkostlegur
dansari,
Þýskalandsmeistari
1984 og 1985
ídiscodansi.
dansarnir
Innritun daglega
ísímum 20345,
74444 og 38126
kl. 13 til 18.
Kennsla
hefst 8.
janúar
Keflavík Suðurnes
sími 8248
kf. 18-21.
Hlutdeild sjúklinga hækkar:
Sérfræðiþjónusta
hækkar í 325 krónur
HEILBRIGÐIS- og tryggingaráð-
herra, Ragnhildur Hclgadóttir, hefur
gefið út reglugerð um hækkun á
greiðslum sjúklinga í lækniskostnaði
og tók hún gildi 1. janúar. Síðast
voru gjaldskrár hækkaðar þann 1.
desember 1984, og mun hækkunin
nema að meðaltali um 20%, en
kaupgjald á árinu hefur hækkað um
36%.
Fyrir almenna læknishjálp, við-
tal á læknisstofu greiðir sjúkling-
ur 100 krónur, en var 75 krónur.
Læknisvitjun, þar með tiltalinn
ferðakostnaður hækkar úr 140
krónum í 180 krónur. Hlutdeild
sjúklinga í lyfjakostnaði verður
eftirfarandi: af innlendum sériyfj-
um greiða sjúklingar 180 krónur,
en greiddu fyrir 120. Af erlendum
sérlyfjum greiða sjúklingar 310
krónur, en greiddu 240 krónur.
Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
70 krónur af innlendum sérlyfjum
og 110 krónur af erlendum lyfjum,
en greiddu áður 50 krónur og 100
krónur.
Frá 1. janúar kostar koma til
sérfræðings 325 krónur, hækkar úr
270 krónum. Rannsókn hjá rann-
sóknastofu eða sérfræðingi kostar
frá 1. janúar 325, hækkar úr 270.
Röntgengreining einnig 325 krón-
ur. Elli- og örorkulífeyrisþegar
greiða 130 krónur í hvert skipti í
fyrstu 12 skiptin 'arlega, en síðan
ekkert. Þeir greiddu áður 100 krón-
ur. Aldrei má krefja sjúkling um
nema eina greiðslu fyrir hverja
komu og skiptir ekki máli hve
margar tegundir rannsóknar til
viðbótar viðtali um er að ræða.
Fyrir hvern sjúkraflutning á
sjúkrahús eða frá sjúkrahúsi
greiðir sjúklingur 1100 krónur, en
greiddi áður 700 krónur. Sjúkra-
flutningar hækka í fyrsta sinn í
2lA ár. Um ferðakostnað sjúklinga
gilda eftirfarandi reglur um end-
urgreiðslur sjúkrasamlaga: Fram-
vísa ber læknisvottorði fyrir
hverja ferð. Ef önnur ferð hefur
verð farin endurgreiðir sjúkra-
samlag fyrstu ferð að frádregnum
þúsund krónum og síðari ferðir að
frádregnum 500 krónum fyrir
hverja ferð miðað við venjulegt
áætlunarfargjald. Samsvarandi
hlutdeild sjúklings var 800 krónur
og 400 krónur.
Stáliö í keöjunum hefur allt aöra eiginleil
venjulegt snjókeöjustál.
Sérstök hitameöferö heröir ekki ein
borö keöjanna, heldur gefur líka
þolir