Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 33 Morgunblaðið/RAX Siguröur A. Magnússon í ræðustól í ÞjóÖminjasafni eftir aö hafa tekið viö rithöfundarstyrknum. Viöstaddir eru m.a. Sverrir Hermannsson menntamálaráð- herra, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Jónas Kristjánsson formaður Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins og Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. Fyrir aftan þau má þekkja útvarpssráðsmennina Jón Þórarinsson, Ingu Jónu Þórðardóttur, Magnús Erlendsson, Árna Björnsson og Þórarin Eidjárn rithöfund. Sigurður A. Magnússon hlaut rithöfundastyrk útvarpsins Stjórn Ferðamálaráðs: Lýsir óánægju vegna hækk- unar á ferða- mannaskatti STJÓRN Ferðamálaráðs fjaliaði í gær um þá ákvörðun fjármáiaráðu- neytisins að þrefalda brottfararskatt flugfarþega til og frá íslandi frá 1. marz næstkomandi. Ályktun stjórn- ar Ferðamálaráðs fer hér á eftir: Stjórn Ferðamálaráðs lýsir óánægju sinni og undrun vegna þessarar ákvörðunar, sem tví- mælalaust mun hafa þau áhrif að draga úr heimsóknum erlendra ferðamanna til íslands og íslend- inga til annarra landa. Jafnframt þessari ráðstöfun hefur Alþingi nýverið, með samþykki Lánsfjár- laga, skert lögbundnar tekjur Ferðamálaráðs um u.þ.b. 30 millj- ónir króna af áætluðum 50 milljón króna tekjum á árinu 1986, en á sama tíma má áætla að fyrir- hugaður tekjuauki af hækkun flug- vallarskattsins gefi ríkissjóði um 100 milljónir vegna viðbótarskatt- lagningar á ferðamenn á yfir- standandi ári. Ferðaþjónustan er sú atvinnu- grein á íslandi sem í dag er i hvað mestum vexti. Gjaldeyristekjur af þjónustu við ferðamenn námu á árinu 1985 25% hærri upphæð heldur en tekjur af allri loðnuveiði landsmanna. Að undanförnu hafa ráðamenn þjóðarinnar mikið rætt um nauð- syn þess að byggja upp og hlúa að nýjum atvinnugreinum í landinu. Aðgerðir eins og þær sem hér um ræðir eru í algjörri mót- sögn við orð og ræður á þeim vett- vangi og munu hafa þær afleiðing- ar að drepa í dróma dugnað og framtakssemi á sviði íslenskra ferðamála. Stjórn Ferðamálaráðs mótmælir því harðlega þessum vinnubrögðum og fer þess á leit við hæstvirtan fjármálaráðherra að hann endurskoði þessa fyrir- huguðu margföldun flugvallar- skattsins. Á FUNDI Landssambands bakara- meistara í gær var vörugjaldi á kökur mótmælt. Fer ályktun bak- arameistaranna hér á eftir: „Eins og fram hefur komið í fréttum hefur fjármálaráðherra ákveðið að innheimta vörugjald af framleiðslu á „kökum og brauð- vörum, öðrum en rúgbrauði, normalbrauði, maltbrauði, heil- hveitibrauði, franskbrauði og öðru sams konar brauði án áfyllingar, áleggs eða viðbits", eins og segir í tilkynningu fjármálaráðuneytis- ins. Ákvörðun þessi kemur bakara- meisturum algerlega í opna skjöldu, aðeins nokkrum vikum eftir að fallið var frá hugmyndum um víðtæka vörugjaldsálagningu, sem ekki var hægt að skilja öðru- vísi en svo, að fyrirkomulag þess- ara mála yrði óbreytt frá því, sem áður var. í tilefni af þessari óvæntu ný- ársgjöf fjármálaráðherra til neyt- enda og bakarameistara vill Landssamband bakarameistara taka eftirfarandi fram: 1. Vinnubrögð fjármálaráðherra eru óskiljanleg í þessu máli. Ákvörðun um innheimtu vöru- gjalds, sem taka á gildi 1, jan- úar, er tilkynnt félagasamtök- um bakarameistara fyrst um miðjan dag þann 2. janúar og þau beðin að tilkynna félags- mönnum sínum hana. Þegar haft er í huga að álagning þessa gjalds er gífurlega flókin i Á gamlársdag fór fram í Þjóð- minjasafni hefðbundin athöfn er út- hlutað var í 30. sinn úr Rithöfunda- sjóði Ríkisútvarpsins. En sjóðurinn var stofnaður og tók til starfa árið 1956. Sagði formaður sjóðstjórnar, Jónas Kristjánsson, í lok ræðu sinnar um menningarmál aö til út- hlutunar kæmu að þessu sinni 150 þúsund krónur. Hefði sjóðstjórnin einróma ákveðið að styrkinn skuli hljóta Sigurður A. Magnússon rit- höfundur. Gekk Sigurður fram og veitti viðtöku skilríkjum fyrir styrk- veitingunni. Auk ritstarfa af ýmsu tagi er Sigurður útvarpshlustendum kunnur, nú síðast er hann las og þýddi 8 smásögur James Joyce og flutti fyrirlestur um Kazantsakis. Sigurður hefur verið mikilvirkur á ritvellinum og á þessu hausti kom út fjórða bók hans um uppvaxtar- sögu piltsins Jakobs, Skilnings- tréð. Sagði Sigurður í stuttu sam- tali við fréttamann Morgunblaðs- framkvæmd fyrir bakaríin, er ljóst, að það mun taka marga daga að undirbúa álagningu gjaldsins. Varla ætlast ráð- herrann til þess að bakara- meistarar skili vörugjaldi, sem þeir hafa ekki haft ráðrúm til að leggjaávöruna. 2. Þegar fjármálaráðherra hvarf á sínum tíma frá ákvörðun um hækkun vörugjalds og víð- tækari gjaldskyldu gat hann þess, að það væri m.a. gert vegna þess að ekki væri æski- legt að skerða kaupmátt launa rétt áður en samningaviðræður launþega og atvinnurekenda væru að hefjast. Þótt hér sé ekki um að ræða eins mikla hækkun almenns verðlags eins og þá var að stefnt, er ljóst, að bakarameistarar munu engan veginn geta staðið undir þessari vörugjaídsálagningu, nema að velta henni að langmestu leyti út í verðlagið. Verðhækkunar- áhrif á viðkomandi vöruteg- undum, sem skipta tugum ef ekki hundruðum, munu verða veruleg. Tekjuáætlun ráðu- neytisins af umræddri álagn- ingu er samkvæmt fréttum u.þ.b. 100 millj. kr. Út frá þess- ari tölu geta launþegar metið þessa vafasömu nýársgjöf. 3. Eins og fyrr segir mun þessi álagning vörugjalds reynast mjög erfið í framkvæmd. Mjög erfitt verður að greina á milli gjaldskyldrar framleiðslu og hinnar, sem ekki ber vörugjald, ins í Þjóðminjasafni að þetta hefði átt að verða síðasta bókin í ritverk- inu, en hún hefði sprungið í hönd- unum á honum og kæmi síðasta og fimmta bindið út fyrir næstu jól. Hann væri um það bil hálfnað- ur með að skrifa bókina, sem mundi heita „Úr snöru fuglarans" og er tilvitnun í biblíuna eins og öll hin bókarheitin í ritverkinu. „Jakob er svo seinþroska, hann er ekki vaxinn fyrr en 22ja ára gam- all, þegar hann fer úr landi og ætlar aldrei að koma aftur,“ segir Sigurður og hyggst þar sleppa hendi af Jakobi. Á þessu ári kvaðst Sigurður mundu eyða töluverðum tíma í að ferðast um Ameríku til að flytja fyrirlestra og koma fram í sjónvarpi og víðar í sambandi við kynningu Hildu á listamannabók- inni Iceland Crucible. Annars sagði Sigurður að sér hefði tekist að lifa á ritstörfunum einum sl. 8 ár eða síðan hann var um fimm- tugt búinn að koma upp börnum enda engan veginn ljóst ennþá, hvar mörkin eiga að liggja. Erfiðleikarnir verða ekki síst vegna mikillar vinnu við skrán- ingu og eftirlit í bakaríunum. Þetta mun auka vinnuálag, sem hlýtur að kalla á aukna verð- hækkunarþörf. Á hinn bóginn mun verðhækkun, sem beinlínis stafar af vörugjaldinu, skerða verulega samkeppnishæfni bakaríanna gagnvart innflutn- ingi og ekki síður gagnvart framleiðslu á brauðvöru og kökum hjá mötuneytum ríkis- ins og öðrum aðilum. Við brauða- og kökugerð starfa nú u.þ.b. 700 manns. Það má því gera ráð fyrir, að atvinna veru- lega stórs hóps manna sé í hættu af þessum sökum: 4. Hráefni til brauða- og köku- gerðar er að langmestu leyti landbúnaðarafurðir. Þegar um er að ræða iðnaðarvöru, sem svo háttar til um, eru í flestum löndum gerðar ráðstafanir til þess að framleiðendur fái inn- lendar landbúnaðarafurðir á svokölluðu heimsmarkaðsverði eða að samkeppnismunur að þessu leyti er jafnaður með gjaldtöku á innflutning. Hér á landi er þessu ekki til að dreifa. Með þetta í huga er enn ein ástæða til þess að spyrja, hvað vaki fyrir fjármálaráðherra, þegar hann nú skerðir sam- keppnismöguleika stærstu matvælagreinar hér á landi.“ sínum, því með fjölskyldu væri það tómt mál að tala um á íslandi. í ræðu sinni, þar sem Sigurður þakkaði stjórn Rithöfundasjóðs útvarpsins fyrir veitta sæmd, kom hann m.a. einmitt inná kjör rit- höfunda og fjárframlög til menn- ingarmála og sagði: „Af því að hér er verið að veita bókmenntastyrk, sakar kannski ekki að árétta það í lokin, að íslensk bókaútgáfa ein útaf fyrir sig stendur undir öllum opinberum fjárframlögum til menningarmála og sennilega gott betur. A fjárlögum fyrir næsta ár nema þessi framlög 300 milljónum króna, þar af 7,4 milljónir til Launasjóðs rithöfunda (sem er snöggtum lægri upphæð en ráð- herrar fá í bílastyrk einan saman), en söluskattur af bókum á árinu sem er að ljúka er hvorki meira né minna en kringum 150 milljónir króna, sem er langtum meiri blóð- taka en þekkist annars staðar á byggðu bóli. Þegar þar við bætast tollar á efni til bókagerðar ásamt þinggjöldum allra rithöfunda og annarra sem að bókagerð vinna, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja, þá er varla ofætlað að bókmennt- irnar einar sér fjármagni allt menningarlíf í landinu, það sem kostað er af almannafé, á sama MIKIÐ tjón varö þegar eldur kom upp í veitingahúsinu Ríó við Smiöju- veg í Kópavogi laust fyrir miönætti mánudagsins 30. desember. Allt til- tækt liö Slökkviliðsins í Reykjavík var kvatt á vettvang, um 60 manns, og var slökkvistarfi ekki aö fullu lokið fyrr en þremur klukkustundum síðar. Eldsupptök eru ókunn og vinnur Rannsóknarlögregla ríkisins að rannsókn málsins. Enginn var í húsinu þegar eldur kom upp og tíma og rithöfundár búa holt og bolt við launakjör sem eru langt fyrir neðan allt velsæmi." Fyrr í ræðu sinni hafði Sigurður sagt að eftir því sem hann kæmist næst séu íslendingar eina siðmenntaða þjóð veraldar sem aldrei hefur markað sér opinbera stefnu í menningarmálum. Og í lokin bar hann fram þá ósk að tekin verði upp hið bráðasta raunhæf opinber menningarstefna og þjóðinni gerð gleggri grein fyrir því en hingað til, að lifandi og skapandi menning í þessu landi er langsamlega verð- mætasta auðlind sem íslendingar ráða yfir og verður raunar aldrei metin til fjár, þó hún þurfi vissu- lega að njóta sambærilegra skil- yrða til vaxtar og viðgangs og gerist með öðrum þjóðum — og það því fremur sem við þessi ára- mót stöndum við á örlagaríkum tímamótum og erum í þann veginn að ramba inní frumskóg óheftrar og aðhaldslausrar fjölmiðlunar, sem við rötum kannski aldrei út úr heilir á sönsum. Þá fyrst mun á það reyna hvort hin eiginlega sameign þjóðarinnar, tungan, list- irnar og sagan, verður henni afl- gjafi í þeirri lífsönn þarsem skilur á milli feigs og ófeigs." tilkynntu vegfarendur að reyk legði frá veitingastaðnum. Mikinn reyk lagði undan þaki veitingahússins og trésmíðaverk- stæði í næsta húsi þegar slökkvi- liðsmenn komu á vettvang. Slökkvi- liðsmenn brutu sér leið inn í húsið og var eldur laus í gólfi og milli- lofti. Hins vegar var eldur ekki laus í trésmíðaverkstæðinu. Slökkvi- starf gekk vel og var að fullu lokið á þriðja tímanum og stóðu fjórir slökkviliðsmenn öryggisvakt fram á hádegi á gamlársdag. Landssamband bakarameistara mótmælir vörugjaldi á kökur - E.Pá. Slökkviliðsmenn að störfum við veitingastaðinn Ríó. Morgunblaðift/Júlíus Mikið tjón er veitinga- staðurinn Ríó brann •t- J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.