Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 25 Suður-Afríka: Blóðug átök um áramótin Jóhannesarborg, 2. janúar. AP. NYJA árið hófst með blóðugum átökum í Suður-Afríku og hafa sext- án manns látið þar lífið frá áramót- um. í nótt lctust fimm manns í óeirðum, þar á meöal einn þegar múgur manns réöst á lögreglubif- reið vopnaöur grjóti og öxum. Að sögn lögreglunnar létust flestir í átökum svartra innbyrðis. Allt bendir til þess að enn verði róstu- samt í landinu árið 1986. Á miðvikudag réðust menn af baðströnd sem ætluð er svertingj- um inn á baðströnd ætlaðri Ind- verjum í Durban. Svertingjarnir fóru þúsundum saman, eyðilögðu bíla og létu ófriðlega. Kallað var út varalið lögreglu og mannfjöld- anum dreift með táragasi. Tíu menn særðust í átökunum og lést einn þeirra í dag af völdum sára sinna. í Port Elisabeth komu mörg þúsund svertingjar til að fylgja til grafar Molly Blackburn, hvítri konu, sem barðist gegn aðskilnað- arstefnunni, ásamt hvítum mönn- um. „Hún er hermaður," kyrjuðu svartir syrgjendur um Blackburn, sem fórst í bílslysi á laugardag. Winnie Mandela, eiginkona Nel- son Mandela, hefur verið í felum síðan á þriðjudag eftir að hún var látinn laus gegn tryggingu. Mand- ela var bannað af rétti að dveljast í Jóhannesarborg og gekk bannið í gildi 21. desember. Hún hefur tvisvar verið handtekin síðan. Svíþjóð 1985: 100.000 fæðingar Stokkhólmi, 2. janúar. Frá Erik Liden, frétta- ritara Morgunblaðsins. NÚ UM áramótin voru Svíar 8.359.000 talsins og hafði fjölgað um 16.000 frá árinu áður. 100.000 barns- fæðingar voru í Svíþjóð á síðasta ári. Sænskar konur geta gert sér vonir um að verða áttræðar að aldri og karlarnir 74 ára. Eru það aðeins Islendingar og Japanir, sem lifa lengur. Á árinu 1985 voru alls 93.800 manns fyrir ofan þessi ald- ursmörk. Innflutningur fólks til landsins hélt áfram að aukast á síðasta ári en ekki þó frá Norður- löndunum. AP/Símamynd Þessi mynd var tekin af Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, þegar hann var að taka upp nýársboðskap sinn til Sovétmanna 28. desember. „Minn draumur að ógnin af kjarn- orkustríði hverfi“ Ronald Reagan flytur sovésku þjóðinni nýársávarp Moskvu, New York, 2. janúar. AP. RONALD Reagan, forseti Banda- ríkjanna, og Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, óskuðu báðir íbúum jarðarinnar heims- friðar á nýársdag í ræöum, sem teknar höfðu verið upp á mynd- band og sjónvarpaö var bæði í Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um. í ávarpi sínu til Sovétmanna óskaði Reagan gleðilegs árs og hvatti Sovétmenn til að vinna með Bandaríkjamönnum að því að gera 1986 að friðarári. Hann lagði áherslu á að Bandaríkja- menn bæru ekki kala til sovésku þjóðarinnar. Reagan talaði í fimm mínútur og er þetta fyrsta sinni, sem Bandaríkjaforseti tal- ar í sovéska sjónvarpinu síðan Richard Nixon var í Moskvu 1972. í ræðu sinni varði Reagan geimvarnaáætlunina og sagði: „Ef tækni þessi verður einhvern tíma að veruleika, þá er það draumur minn, að dag einn verði mannkynið allt laust við ógnina, sem því stendur af kjarnorku- stríði. Bæði Bandaríkjamenn og Sov- étmenn vinna nú að rannsóknum á nýrri varnartækni," sagði Reagan og átti við geimvarna- rannsóknir, sem stjórnin í Was- hington fullyrðir að Sovétmenn stundi einnig. Reagan lýsti yfir ánægju sinni með það skref, sem stigið var í Genf í nóvenlber á síðasta ári. Reagan dró upp fyrir sovéska borgara mynd af bandarísku lýð- ræði og sagði: „Kerfið er reist á trúnni á friðhelgi hvers manns- lífs og rétt einstaklingsins — málfrelsi, fundafrelsi, frelsi til ferðalaga og trúfrelsi. Það er okkur heilagur sann- leikur að hver og einn sé einstakt sköpunarverk Guðs og hver ein- staklingur sé gæddur sínum sér- stöku eiginleikum," sagði Reag- an. Ræðum leiðtoganna var sjón- varpað samtímis af fjórum bandarískum sjónvarpsstöðvum og sovéska sjónvarpinu á nýárs- dag, fyrst ræðu Reagans og því næst ávarpi Gorbachevs. Báðar ræðurnar voru teknar upp áður og skipst á upptökum. I Sovét- ríkjunum var ekki greint frá því fyrirfram að leiðtogar austurs og vesturs myndu flytja nýárs- ræður í sjónvarpi, enda tíðkast ekki að tilkynna að stjórnmála- menn komi fram í sjónvarpi. manna a nyarsdag sagði Mikhail Gorbachev bandarfsku þjóðinni að Sovétmenn myndu einskis láta óf- reistað til að stuðla að friði og koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld milli Bandaríkjamanna og Sovét- manna, mesta harmleik, sem hent gæti mannkynið. Gorbachev tók í annan streng um friðarmál en Reagan, Banda- ríkjaforseti, í ræðu sinni. Gor- bachev minntist ekki sérstaklega á geimvarnaáætlunina, en sagði: „Það er staðreynd, að á vorum dögum er fásinna að ætla að tryggja öryggi sitt með nýjum gerðum vopna. Eins og málum er nú komið eykur hver áfangi í vopnakapphlaupinu á hættuna bæði í austri og vestri og fyrir alltmannkyn. Lífið sjálft krefst þess að við afvopnumst og höldum frið í geimnum. Um þetta erum við að semja og það væri báðum aðilj- um að skapi að þessar viðræður beri ávöxt á þessu ári." Gorbachev sagði að það væri góðs viti að leiðtogarnir flyttu i ræður sínar bæði í Sovétríkjun- um og Bandaríkjunum og bæri því glöggt vitni að sambúðin milli stórveldanna hefði batnað. „Þessar fáu mínútur, sem ég ávarpa ykkur nú, eru mér tákn vilja okkar til að nálgast hvorir aðra. Þetta er árangur fundar forseta ykkar og míns í Genf í nóvember á síðasta ári.“ Gorbachev kvað samskipti sín við Bandaríkjamenn hafa sann- fært sig „um það að Bandaríkja- menn gerðu sér einnig grein fyrir því að þjóðirnar tvær skyldu i aldrei heyja stríð, að átök milli þeirra yrðu einn mesti harmleik- ur, sem hent gæti mannkynið. Bilið milli þjóðanna er enn stórt og það verður erfitt að brúa það. En við sáum í Genf að það er hægt,“ sagði Gorbachev. AP/Símamynd Mikhail Gorbachev, leiötogi Sovétríkjanna, ávarpar Bandaríkjamenn. 99 Fásinna að tryggja öryggi sitt með nýjum yopnum“ - segir Gorbachev í ræðu til Bandaríkjamanna Moskvu, 2. janúar. AP. í ÁVARPI sínu til Bandaríkja- Tileinkum málstað friðarins þennan fyrsta dag ársins - sagði páfinn í nýársboðskap sínum New York, 2. janúar. AP. HIÐ alþjóðlega friöarár Sameinuðu þjóöanna hófst með því, að leiðtogar risaveldanna og Jóhannes Páll páfi II. fluttu nýársávörp, þar sem þeir lögöu einkum áherzlu á bræðralag milli þjóða heims. Við messu í Páfagarði, sem var sérstaklega tileinkuð heimsfriðar- degi kirkjunnar, skoraði páfinn á mannkynið að svara hatri með kærleika. „Vér viljum tileinka mál- stað friðarins þennan fyrsta dag ársins og biðja fyrir friði í heimi vorum, sem svo miklar ógnir steðja að,“ sagði páfinn. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna fluttu hvor um sig nýársboðskap til þjóðar hins, sem fólu í sér áskoranir um frið. En þrátt fyrir þessar friðarhvatn- ingar einkenndist fyrsti dagur árs- ins 1986 af ofbeldi og ófriði á mörg- um þeim heimssvæðum, sem verið hafa vettvangur átaka að undan- förnu. Á Norður-írlandi sprengdu hryðjuverkamenn úr röðum írska lýðveldishersins sprengju með þeim afleiðingum, að tveir lögreglumenn biðu bana og sá þriðji særðist. í Suður-Afríku voru 11 blökku- menn drepnir í mótmælaaðgerðum gegn aðskilnaðarstefnunni á gaml- árskvöld og nýársdag. Þá var það haft eftir sjónarvottum, að lögregl- an hefði sært 10 blökkumenn skotsárum í Durban, er þúsundir ungmenna fóru með ólátum um baðströnd þar í grenndinni, sem eingöngu var ætluð fólki af ind- verskum uppruna. Á Filippseyjum biðu 15 manns bana og yfir 600 særðust, er fólk fór um stræti, brenndi bíldekk og sprengdi heimatilbúnar sprengjur. Hátíðahöld og skemmtanir í til- efni áramótanna fóru þó vel fram á mörgum kunnum stöðum heims, allt frá Torgi hins himneska friðar í Peking, þar sem námsmenn héldu uppi dansi, til strandarinnar við Rio de Janeiro, þar sem logandi kertum var komið fyrir og til Trafalgartorgs í London, þar sem 60.000 manns komu saman og heldu upp á áramót- in með drykkju, söng og dansi. Á Trafalgartorgi lauk hátíðahöld- unum með því, að 124 manns voru handteknir og 300 manns urðu fyrir meiðslum. Enginn slasaðist þó al- varlega og flestir þeirra, sem settir voru í steininn, fengu að fara heim með áminningu. í Darmstadt í Vestur-Þýzkalandi biðu tveir menn bana, er þeir hugð- ust sprengja heimatilbúna sprengju í tilefni áramótanna. Á Ítalíu slös- uðust 459 manns á gamlárskvöld og nýársnótt og var það færra en Jóhannes Páll páfi II undanfarin ár. Mörg slysanna urðu í Napólí, þar sem 10 manns voru fluttirásjúkrahús. Á smáeyjunni Aruba á Kariba- hafi voru þessi áramót markverðari en önnur sökum þess, að nú fékk eyjan í fyrsta sinn sína eigin stjórn, eftir að hún sagði skilið við Antilles- eyjarnar, sem lúta Hollendingum. Fáni Aruba var dreginn að húni í fyrsta sinn, en hann er með rauðri stjörnu á bláum fleti með tveimur gulum, láréttum línum neðst. Hollenzkt herskip var í höfninni og skaut þaðan af fallbyssum sínum, en íbúarnir á Aruba létu ekki sitt eftir liggja og skutu óspart á loft alls konar flugeldum. Víða um lönd mátti lesa í blöðum, hvers vænzt skuli af fólki á árinu 1986. Þannig sagði í leiðara á forsíðu í Dagblaði alþýðunnar, blaði kín- vcrska kommúnistaflokksins, að Kina muni einbeita sér að því að treysta og styrkja efnahagsumbæt- urnar þar í landi á þessu ári. Skor- aði blaðið á meðlimi flokksins að vinna ákaft að því að koma á nútíma umbótum í landinu. í Portúgal sagði Antonio Ram- alho Eanes forseti landsmönnum sínum, að árið 1986 yrði „ekki auð- velt ár“. Hann kvaðst samt vona, að nýafstaðnar þingkosningar þar í landi, sem fóru vel fram, hefðu sannað „pólitískan þroska" þjóðar- innar, en nú er áratugur liðinn síðan Portúgalir tóku aftur upp þingræði eftir hálfrar aldar einræði. Yasuhiro Nakasone, forsætisráð- . herra Japans, sagði í áramótaræðu i sinni, að Japanir myndu vinna að j því á þessu ári að koma í veg fyrir heimskreppu og leitast við að bæta samskiptin við Sovétríkin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.