Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 Ást er... ... aö verajafn mikill vinur og eiginkona. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights roserved • 1976 Los Angeles Tlmes Syndicate Er hér nokkur sem getur hjálpað því tímamælirinn er bilaöur? HÖGNI HREKKVISI iixr |uj „ BiC?PO APEINS,HEILUM.. EG/eTLA AP HORFA ‘A l<ATTAF/£P0AUQLV5lNö'UKIA FVRst/" I hvaða stétt er framleiðni mest? Nýlega hefur farið fram rann- sókn á framleiðni fiskvinnslufólks á vegum Kjararannsóknanefndar og gerður samanburður á kjörum fiskvinnslufólks í Bretlandi, Dan- mörku og Noregi. Þar kemur fram að laun fiskvinnslufólks í Dan- mörku og Noregi séu 60 prósent hærri en á íslandi, en laun, sem atvinnurekendur greiði séu hærri á íslandi á hvert kíló fullunninnar sjávarvöru en í þessum löndum. Orsakir þessa mismunar eru taldar meðal annars: Selormur, tæknivöntun, stjórnleysi og minni menntun fiskvinnslufólks. Fisk- vinnsluskólinn fær árlega frá rík- issjóði átta milljónir og fimm- hundruð þúsund krónur í rekstr- arfé, eftir 15 ára störf í slæmum húsakynnum og vanbúinn tækjum til kennslu. Til samanburðar má geta þess að til Myndlistarskólans er varið tuttugu og einni milljón á ári og til tónlistarfræðslu áttatíu og einni milljón króna, svo nefnd séu dæmi. Ríkissjóður leggur fram á annan milljarð króna árlega til uppihalds námsfólks í bóknámi og fl. í há- skólum innanlands og utan, og hundruð milljóna í rekstrarfé Há- skólans. Fróðlegt væri að Kjara- rannsóknanefnd gerði könnun og samanburð á framleiðni annarra stétta þjóðfélagsins. Mætti t.d. byrja athugun á kostnaði og af- köstum við stjórn landsins. Við höfum 60 þingmenn og talið nauðsynlegt að fjölga þeim. Ef notuð væri höfðatölureglan í samanburði við Bandaríkjamenn ættu þeirri að hafa á sínu þingi 60 þúsund menn, 10 þúsund ráð- herra, 10 þúsund ráðherrabíl- stjóra. En samanburður við Norð- urlönd yrði eitthvað yrði eitthvað hagstæðari okkar þingmönnum. Þá væri fróðlegt að fá saman- burð á afköstum og kosnaði skrif- stofufólks á ríkisstofnunum. Mikið hefur að undanförnu verið rætt um peningasnauða banka, og gæti manni dottið í hug að þar ættum við heimsmetið með fjölda starfsfólks, ef höfðatölureglan væri notuð um fjölda landsmanna. Og hvað um fjölda heildsala, kaupmanna og verslunarfólks og afköst þess að deila út varningi til landsmanna, og sjálfsagt mætti víða gera samanburð. Ég trúi því að íslenskir sjómenn mundu standa sig best í þessum prófum. Því var einu sinni haldið fram að við þeim stæðist engin þjóð samanburð með fiskveiðiaf- köst og sjósókn á meðan þeir fengu óhindraðir af stjórnvöldum að beita kröftum sínum til sóknar á fiskmiðin og svo muni enn vera, þrátt fyrir hindranir. Ólafur Á. Kristjánsson Víkverji skrifar Aramót eru tími heitstrenginga. Þegar litið er yfir það, sem stjórnmálamenn og frammámenn í atvinnurekstri og í samtökum launþega höfðu að segja um ára- mótin, kemur í ljós, að nú er ástæða til að strengja þess heit að bæta úr mörgu, sem úrskeiðis hefur farið. Eins og venja er vörðu þessir ágætu fulltrúar okkar flest- um orðum til að ræða um efna- hagsmálin, verðbólguna, erlendu skuldirnar, gengið og vextina, allt það, sem kemur í veg fyrir að unnt sé að auka kaupmátt launa, þótt metafli berist á land. Það er furðulegt hvað unnt er að ræöa þessi sömu mál lengi og oft án þess að komast að sameigin- legri niðurstöðu um hvað skyn- samlegast sé að gera. Vafalaust hefur Bernhard Jóhannesson, fréttaritari Morgunblaðsins á Kleppjárnsreykjum, talað fyrir munn margra, þegar hann sagði í gamlársdagsblaðinu: „Ríkisstjórninni gekk vel í fyrstu að ná niður verðbólgunni og verðum við að vona að nýja fjár- málaráðherranum takist að full- komna það verk sem þá var hafið. Efnahagskerfi okkar þolir ekki 30% verðbólgu ár eftir ár, ég bíð alltaf eftir að fram komi í verki slagorðið „þjóðarátak gegn verð- bólgu“.“ Sú spurning vaknar að vísu, hvað margir gera sér grein fyrir þvi að starfað sé með þetta slagorð að leiðarljósi. Nýi fjármálaráð- herrann, Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðiflokksins, vék að þessu sama máli í áramótagrein sinni og sagði meðal annars um viðureignina við verðbólguna: „Sú barátta vinnst hvorki af launþegum og vinnuveitendum í kjarasamningum né ræður ríkis- stjórnin úrslitum. Þeim ræður samtaka þjóð, sem ætlar sér að ná árangri. Forskrift hagfræðinga getur verið til leiðbeiningar en því aðeins er árangurs að vænta að þjóðin sé reiðubúin til samstillts átaks.“ xxx Langar ræður stjórnmála- manna um forskriftir hag- fræðinga um það, hvernig bregðast megi við hinum og þessum fjár- málavandanum, fara vafalítið fyr- ir ofan garð og neðan hjá fleirum en Víkverja. Sé það rétt hjá for- manni Sjálfstæðisflokksins, sem ekki skal dregið í efa, að allar þessar löngu ræður séu aðeins um það, hvaða leiðir unnt er að halda samkvæmt kortinu að hinu sam- eiginlega markmiði, er undarlegt hve þeir, sem við höfum valið til að vera fararstjórar, eru lengi að gera upp hug sinn um hvaða leið skuli farin. Þjóðin getur ekki orðið samtaka nema hún sé sannfærð um að stefnan sé rétt og fararstjórarnir viti, hvert þeir eru að fara. Þeir ávinna sér traust með því að bregð- ast við óvæntum tálmunum með réttum hætti og sannfæra ferða- langana um að allar tafir eigi sér eðlilegar skýringar. Það ætti ekki að vera okkur ofviða eða þeim ágætu mönnum, sem við höfum veitt umboð til að fara með stjórn mála okkar, að komast að sameig- inlegri niðurstöðu um það, í hverju „þjóðarátakið gegn verðbólgu" ætti að vera fólgið. Síðan þurfum við með atkvæðamætti okkar jafnt í stjórnmálaflokkum sem stéttar- félögum að sjá til þess, að þeir einir séu valdir til forystu, sem vilja starfa í anda „þjóðarátaks- ins“ og undir merkjum þess. Er þetta ekki ósköp einfalt? XXX Ef þjóðin einsetti sér á þessum áramótum að standa þannig að verki, sem hér hefur verið lýst, yrðu greinar stjórnmálamanna um áramót vafalítið með öðrum hætti. Þá dytti formanni Alþýðubanda- lagsins tæplega í hug að hafa í heitingum í nafni verkalýðshreyf- ingarinnar. Hún er ekki annað en fólkið, sem myndar hana. Það er síður en svo allt á bandi Alþýðu- bandalagsins, hvað svo sem skoð- unum forystumanna hreyfingar- innar líður. Vilji forsprakkar flokka nota sér hreyfinguna í valdabrölti, á að grípa hart á því og ræða með þeim hætti að öllum almenningi sé misnotkunin ljós. Heitstrenging i þessum anda ætti vel við fyrir okkur íslendinga á þessum tímamótum. Að vísu er hætt við, ef að líkum lætur, að við yrðum seint sammála um, hvort við ættum yfirleitt að vera að gera okkur rellu út af þessu öllu saman. — Það flýtur meðan ekki sekkur! -4'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.