Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDÁGUR 3. JANÚAR1986 Orðuveit- ingar á nýársdag Á NÝÁRSDAG sæmdi forseti íslands eftirtalda íslendinga heiöursmerki hinnar íslenzku fálkaoröu: Daníel Sigmundsson, húsa- smíðameistara, ísafirði, riddara- krossi fyrir störf að slysavarna- málum; Davíð Oddsson, borgar- stjóra Reykjavíkur, riddarakrossi fyrir embættisstörf; Eirík Björns- son rafvirkja, Svínadal í Skaftárt- ungu, riddarakrossi fyrir rafvæð- ingarstörf; Elínu Árnadóttur, Brún í Reykjadal, riddarakrossi fyrir félagsmálastörf; Hálfdán Einarsson, skipstjóra, Bolungar- vík, riddarakrossi fyrir útgerðar- og féiagsstörf; Hallgrím Fr. Hall- grímsson fv. forstjóra, Reykjavík, stjörnu stórriddara fyrir störf að viðskiptamálum, Helgu Bach- mann, leikkonu, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir félags- og leiklist- arstörf; Hjalta Geir Kristjánsson, húsgagnaarkitekt, riddarakrossi fyrir störf að iðnaðar- og verslun- armálum; Ingibjörgu Thoraren- sen, Reykjavík, riddarakrossi fyrir félags- og safnaðarstörf; Jón Magnússon, Skuld, Hafnarfirði, riddarakrossi fyrir ræktunarstörf; dr. Karl Kortsson, fv. héraðsdýra- lækni, Hellu, riddarakrossi fyrir embættisstörf; ólaf Björnsson, út- gerðarmann, Keflavík, riddara- krossi fyrir útgeröar- og félags- störf; Skúla Pálsson, fiskiræktar- bónda, Laxalóni við Reykjavík, riddarakrossi fyrir fiskirækt; Trausta Sigurlaugsson, forstöðu- mann, Reykjvaík, riddarakrossi fyrir störf að málefnum fatlaðra; Unni Halldórsdóttur, Gröf, Mikla- holtshreppi, riddarakrossi fyrir störf að samgöngu- og ferðamál- um; Valborgu Sigurðardóttur, skólastjóra, Reykjavík, stórridd- arakrossi fyrir störf á sviði uppeld- is- og fræðslumála; Þorvald Guð- mundsson, forstjóra Reykjavík, stórriddarakrossi fyrir störf í þágu lista- og atvinnulífs. Háskólafyrirlestur: Konungsskugg- sjá í vestræn- um miðaldabók- menntum DR. EINAR Már Jónsson, lektor í íslensku við Parísarháskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands, laug- ardaginn 4. janúar kl. 14.00 í stofu 422 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Staða Konungsskuggsjár í vestrænum miðaldabókmenntum". Konungs- skuggsjá verður borin saman við ýmis bókmenntaverk á miðöldum og athugað hvar hægt er að finna samhengi. Einar Már Jónsson lauk dokt- orsprófi í miðaldafræðum frá Parísarháskóla í nóvember sl., en þar hefur hann kennt íslensku um árabil. Fyrirlesturinn er öllum opinn. (FréU frá Háxkóli íslands) Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! , # # Ljósmynd Morgunblaösins/Arni Johnsen. Jón Olafsson frá Kirkjulæk og Ingibjörg Sigurðardóttir voru í hlutverki álfakóngs og álfadrottningar, en fjöldi jólasveina fylgdi á eftir, álfar, púkar og grímuklæddir Fljótshlíðingar. ___—-— Fjölsóttur álfadans í Fljótshlíðinni ÞAÐ var mikil áramótastemmning á álfadansinum hjá Ungmennafé- laginu Þórsmörk f Fljótshlíð sl. laugardagskvöld, en nær 400 manns komu þá saman við Goða- land og sungu álfa og áramóta- söngva við mikið bál sem sló ævintýrabirtu á Fljótshlíðina. Ungmennafélagið Þórsmörk hefur staðið fyrir álfadansi um árabil en þessi siður hefur haldist nær látiaust í Fljótshlíðinni síðan um 1915. Guðmundur Svavarsson, for- maður Ungmennafélagsins sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta hefði verð erfitt undan- farin ár vegna veðurs, en nú var rjómablíða og mikil þátttaka þótt búningaklæddir þátttak- endur mættu gjarnan vera fleiri. Yfirleitt er álfagleðin haldin sem næst áramótunum og þá dans innanhúss eftir söng og gleði við bálköstinn og flug- eldasýningu sem Kiwanismenn úr Dimon sáu um nú með mikl- um glæsibrag. Álafadrottning og álfakóngur að þessu sinni voru Ingibjörg Sigurðardóttir og Jón Ólafsson á Kirkjulæk. Á annað hundrað manns sóttu dansleikinn að Goðaland eftir álfagleðina, en þar lék hljómsveit Braga Árna- sonar með miklum tilþrifum fram eftir nóttu. Þessir tveir búningar fengu sérstök verðlaun á skemmtuninni á Goða- landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.