Morgunblaðið - 03.01.1986, Síða 12

Morgunblaðið - 03.01.1986, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDÁGUR 3. JANÚAR1986 Orðuveit- ingar á nýársdag Á NÝÁRSDAG sæmdi forseti íslands eftirtalda íslendinga heiöursmerki hinnar íslenzku fálkaoröu: Daníel Sigmundsson, húsa- smíðameistara, ísafirði, riddara- krossi fyrir störf að slysavarna- málum; Davíð Oddsson, borgar- stjóra Reykjavíkur, riddarakrossi fyrir embættisstörf; Eirík Björns- son rafvirkja, Svínadal í Skaftárt- ungu, riddarakrossi fyrir rafvæð- ingarstörf; Elínu Árnadóttur, Brún í Reykjadal, riddarakrossi fyrir félagsmálastörf; Hálfdán Einarsson, skipstjóra, Bolungar- vík, riddarakrossi fyrir útgerðar- og féiagsstörf; Hallgrím Fr. Hall- grímsson fv. forstjóra, Reykjavík, stjörnu stórriddara fyrir störf að viðskiptamálum, Helgu Bach- mann, leikkonu, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir félags- og leiklist- arstörf; Hjalta Geir Kristjánsson, húsgagnaarkitekt, riddarakrossi fyrir störf að iðnaðar- og verslun- armálum; Ingibjörgu Thoraren- sen, Reykjavík, riddarakrossi fyrir félags- og safnaðarstörf; Jón Magnússon, Skuld, Hafnarfirði, riddarakrossi fyrir ræktunarstörf; dr. Karl Kortsson, fv. héraðsdýra- lækni, Hellu, riddarakrossi fyrir embættisstörf; ólaf Björnsson, út- gerðarmann, Keflavík, riddara- krossi fyrir útgeröar- og félags- störf; Skúla Pálsson, fiskiræktar- bónda, Laxalóni við Reykjavík, riddarakrossi fyrir fiskirækt; Trausta Sigurlaugsson, forstöðu- mann, Reykjvaík, riddarakrossi fyrir störf að málefnum fatlaðra; Unni Halldórsdóttur, Gröf, Mikla- holtshreppi, riddarakrossi fyrir störf að samgöngu- og ferðamál- um; Valborgu Sigurðardóttur, skólastjóra, Reykjavík, stórridd- arakrossi fyrir störf á sviði uppeld- is- og fræðslumála; Þorvald Guð- mundsson, forstjóra Reykjavík, stórriddarakrossi fyrir störf í þágu lista- og atvinnulífs. Háskólafyrirlestur: Konungsskugg- sjá í vestræn- um miðaldabók- menntum DR. EINAR Már Jónsson, lektor í íslensku við Parísarháskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands, laug- ardaginn 4. janúar kl. 14.00 í stofu 422 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Staða Konungsskuggsjár í vestrænum miðaldabókmenntum". Konungs- skuggsjá verður borin saman við ýmis bókmenntaverk á miðöldum og athugað hvar hægt er að finna samhengi. Einar Már Jónsson lauk dokt- orsprófi í miðaldafræðum frá Parísarháskóla í nóvember sl., en þar hefur hann kennt íslensku um árabil. Fyrirlesturinn er öllum opinn. (FréU frá Háxkóli íslands) Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! , # # Ljósmynd Morgunblaösins/Arni Johnsen. Jón Olafsson frá Kirkjulæk og Ingibjörg Sigurðardóttir voru í hlutverki álfakóngs og álfadrottningar, en fjöldi jólasveina fylgdi á eftir, álfar, púkar og grímuklæddir Fljótshlíðingar. ___—-— Fjölsóttur álfadans í Fljótshlíðinni ÞAÐ var mikil áramótastemmning á álfadansinum hjá Ungmennafé- laginu Þórsmörk f Fljótshlíð sl. laugardagskvöld, en nær 400 manns komu þá saman við Goða- land og sungu álfa og áramóta- söngva við mikið bál sem sló ævintýrabirtu á Fljótshlíðina. Ungmennafélagið Þórsmörk hefur staðið fyrir álfadansi um árabil en þessi siður hefur haldist nær látiaust í Fljótshlíðinni síðan um 1915. Guðmundur Svavarsson, for- maður Ungmennafélagsins sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta hefði verð erfitt undan- farin ár vegna veðurs, en nú var rjómablíða og mikil þátttaka þótt búningaklæddir þátttak- endur mættu gjarnan vera fleiri. Yfirleitt er álfagleðin haldin sem næst áramótunum og þá dans innanhúss eftir söng og gleði við bálköstinn og flug- eldasýningu sem Kiwanismenn úr Dimon sáu um nú með mikl- um glæsibrag. Álafadrottning og álfakóngur að þessu sinni voru Ingibjörg Sigurðardóttir og Jón Ólafsson á Kirkjulæk. Á annað hundrað manns sóttu dansleikinn að Goðaland eftir álfagleðina, en þar lék hljómsveit Braga Árna- sonar með miklum tilþrifum fram eftir nóttu. Þessir tveir búningar fengu sérstök verðlaun á skemmtuninni á Goða- landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.